Dagur - 09.10.1990, Side 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 9. október 1990
Friðland
Enn hafði ég „Yrkju" á milli
handa, hún var í bókahillunni hjá
íslenskri menningu, 1. bindi, en
aldrei komu út 2. og 3. bindi þótt
heitið væri. Hér er gott hvílurúm
sem „Mál og menning" með Sig-
urði Nordal ætlaði að fylla í, en
aldrei varð. Ofar á veggjum ættir
Pingeyinga fjögur bindi, þar sem
vantar enn meira í til að loforð
standist. Fara þá að verða helstu
vonir í virðisaukaskattslausum
bókum, sem metnar yrðu . til
vorkunnar af þjóðmerkingum.
Líkt og konungar réttu forðum
dýra bauga af sverðsoddi yfir
langelda og gat varðað virðingu,
metnað ellegar líf manns, þá ger-
ist slíkt enn, samanber heiðurs-
verðlaun bókmenntadómara, þar
sem reynslan ein er þó hlutlaus-
ust um hver lifir, svo að lengi
endist.
Fyrir mörgum áratugum reis
mikil ræktunaralda, með hugsjón
Landnáms ríkisins bundna í lög-
gjöf og síðar í framkvæmdum. Þá
gaf tíu hektara túnstærð frumbýl-
ings á nýbýli hans vissa teg-
und fullveldis, ef fast var sótt
fram til sömu áttar. Skurðgrafan
æddi um landið, undir stjórn og
yfirstjórn hinna mætustu manna,
og var fagnað á hverjum bæ.
Senn mátti ganga þurrum fótum
víðáttulönd, sem verið höfðu
friðland fugla með söng og
fjaðrabliki, en urðu töðuvellir.
Búféð breiddi senn hvíta kápu
með dekkri dílum um hlíð og
grund. Hinir hamingjusömu
frumbýlingar, sívinnandi, tóku
dráttarhestinn í tamningaeldi en
Fergusoninn að bensínbrjósti
Essosmurstöðvarinnar. Feður og
mæður, afar og ömmur sáu oki
létt af yngri kynslóð, en voru
komin með gerviliði og gleraugu
sjálf.
Jórunn Sveinsdóttir ritar sög-
una í Yrkju um smáralandið, þar
sem fjögurralaufa smárinn grær,
en því fjær og lengur sem til hans
er sótt, því fyrr fer menn að langa
aftur heim.
Hinn sjálfsáni „vitaðsgjafi“
Hinn 8. september 1972 staðfesti
menntamálaráðherra reglugerð
fyrir friðland Svarfdæla, sem sett
var á laggirnar samkvæmt lögum
um náttúruvernd. í 24. grein
þeirra laga sem fjallar um friðlýs-
ingu náttúruminja segir: „Land-
svæði, sem mikilvægt er að varð-
veita, sakir sérstaks lands og
gróðurfars eða dýralífs, getur
náttúruverndarráð friðað í heild
og nefnast þau landsvæði
friðlönd. Má þar ekki raska
náttúrufari eða gera mannvirki
sem spilla svip landsins." Stofnun
friðlands Svarfdæla var byggð á
þessu lagaákvæði en sérstaða
svæðisins felst í votlendinu á
sléttum, hallalausum dalbotnin-
um, og því auðuga fuglalífi sem
þar þrífst. Votlendi af þeirri gerð
sem þarna er nefnist flæðimýri.
Um flæðimýri segir Steindór
Steindórsson grasafræðingur í
bókinni Gróður fslands: „Flæði-
mýrin hefir frá öndverðu verið
harla mikilvæg í íslenskum land-
búnaði. Má kalla að hún sé sjálf-
sáin vitaðsgjafi þeirra jarða er
hún finnst á, land sem aldrei
bregst."
Allt, sem hér er vitnað til, er
sótt í merkilega ritgerð, „Dagatal
fuglanna," eftir Hjört E. Þórar-
insson, bónda á Tjörn í Svarfað-
ardal. Ritgerðin er í bókinni
Yrkju, og var það síst ólíklegt að
frá því bændaóðali bærist vís-
indaleg umhyggja og háttvísi, og
sú nærgætna virðing fyrir landinu
og lífi þess sem þetta einstaka
fuglatal geymir. Um er að ræða
fagran hljóm meðal misjafnra
tóna í einni bók, en ritgerðin
eykur gildi hennar að mun og
máske við heiður forsetans, sem
á þessa afmælisgjöf. Lfka kann
svo að fara að einhverjum aukist
trú og von á elleftu stundu, og
að til séu nógu margir til sterkir
menn á varðbergi vegna lands og
þjóðar, svo harkalalega sem að
hvoru tveggja er sótt. Mestu varð-
ar þó um fólk, - ungt fólk í skól-
um og fólk í skemmtistöðum sem
tröllríða svo efnahag þess og
ástríðuhag að til ófarnaðar leiðir.
Hvað mestu þó það unga fólk
sem kastað hefir trú sinni á
úrræði og úrræðamenn, sem
verða að metast eftir atvikum, en
eru þó kjörnir til vissra verka.
Vinningstölur laugardaginn
6. okt. ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 5.493.316.-
2. 11 52.795.-
3. 4af5 279 3.590.-
4. 3af 5 7446 313.-
Heildarvinningsupphæö þessa viku:
9.406.269.-
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Svo bregðast krosstré
sem önnur tré
Á nýafstöðnum landsfundi
bændasamtakanna var samþykkt
að „reikna með fækkun sauðfjár
um 30-40% á næstu þremur til
fimm árum, og við það leggjast
væntanlejga af á annað þúsund
störf. “ A sama fundi er bætt við:
„Hófs sé gætt í beit á viðkvæmum
gróðursvæðum, og gróskumiklu
landi sé ekki spillt beitarálagi.“
Svo mjótt er bilið milli friðlands,
og friðlands sem með friði er sótt
að.
Og ennþá virðist
Sturlungaöld
„Hér skal ég að vinna,“ eru fræg
orð frá Sturlungaöld, og máske
rétt eftir höfð, þar sem ósjálf-
bjarga leitaði sér hlés undir garði
gegn stríði, og beið þar bana-
höggs. Ekki ganga menn ætíð
fúsir til slíkra verka, og má oft
varla á milli sjá hvort til glötunar
leiðir ellegar gæfu. Þegar það
högg svo varðar lífsafkomu stétt-
ar og þjóðaratvinnu um aldir,
opnast orðabók hinna lærðu
manna. Þar segir: Þjóðrækni er
að rækja siði og menningu þjóðar
sinnar. Hversu stutt er þá til bú-
fjárhalds bóndans og umhyggju
hans um óðal sitt og jarðargróða
og þeirrar þjóðrækni sem fastar
tengir fólk að ættjörð sinni en
þjónustubúðir, þótt lofaðar séu í
anda ritninganna: „Það, sem þér
viljið að aðrir gjöri yður,“ getur
verið í anda þess jafnaðar, sem
eitt sinn var á dögum Jóns Bald-
vinssonar, ég þá á unglingsárum,
en orðabækur kalla „krata“ nú í
dag, og telja nútímaorð.
Menn óttast það sem þeir
ekki þekkja
Það er fleira ólesið en af bók eða
blaði þegar áramót óttans ennþá
nálgast, því ekki er víst að „frið-
arhugsjón kristindómsins færi svo
hratt til hjálpar heimi með jafn-
rétti og bræðralagi að undrum
sæti,“ þótt sr. Sigurður Haukur
orði það svo úr predikunarstóln-
um. Ráðherrar, sem eiga sér ekki
vísa nema eins vetrar dvöl í
embætti, biðja sér friðlands þar
sem heitir að Keilisnesi, og kjósi
sér þann stað fyrir álver, úr því
það er þeirra átrúnaður. Þeir
vilja ræða málin sem einangrað-
astir frá almenningi.
Máske dettur einhverjum í hug
að sú umræða sem fram hefur
farið væri síst til þess fallin að
auka hróður manna með svo
óskýrt málfar. Þá er nú loks lík-
legast að sömu mönnum detti í
hug að stórvirkjanir íslendinga
þurfi að vera meira en atvinnu-
leysisbótavinna, ellegar greiðslu-
kortaviðskipti með erlent
fjármagn. Ef orkustöðvarnar fyr-
ir austan og norðan sem eiga að
leggja til þá einustu mjólkurkú
sem metandi er til verðs, sem
hefur málmmjólk úr spenum, væri
gaman að fara að setja mjaltavél-
arnar á, jafnvel þótt nærri sé
svínabúinu á Suðurnesjum. Væri
þá skammaminnst að hinn
skammtímaráðni umhverfismála-
ráðherra leysi málin með titrandi
hendi á skjálfandi skaganum -
hvort sem semst eða ekki semst
við nýtt „útlendingaeftirlit."
Frjálslyndi í sjötíu ár
Ég var að vona að framsóknar-
mennirnir mínir ættu geymt en
ekki gleymt málefni það sem dr.
Bragi Árnason flutti um fræði-
lega ræðu á kjördæmisþingi fyrir
nokkrum árum. Um var að ræða
vetni til stóriðju á íslandi.
Kannski verður það höfuðmál
kvenna ásamt mýkri málunum á
komandi vori, þegar Eyfirðingar
og Þingeyingar eru máske úr
hættu í bráð með sín heilbrigðu
framleiðsluhéruð. Og aftur er
farið að borga í menningarsjóði.
Kannski var það í hillingum tæra
vatnið sem Árnljótur Sigurjóns-
son á Húsavík vildi miðla þyrst-
um erlendis. Kannski eru það
líka hillingar, vatnið sem verður
að brennsluefni bíla við orku-
stöðvar Austurlands. Sé svo hafa
íslendingum horfið fleiri hilling-
arnar, og er kannski eins um úlf-
inn og lambið sem léku saman í
Paradís - ellegar þá um góðbýli í
Ameríku hvar bóndinn deilir
vinnu sinni til hagræðis og hagn-
aðar með álveri og mjólkur-
búskap.
Einn læðist grunur með bæjum
að mikils þurfi með af því sem
heitir gjaldeyrir í dálkum fjár-
málaráðherra Ólafs Ragnars
Grímssonar, þegar forsetar fara
flestir eða ráðherrar á milli
heimsálfa, og þurfi þá helst að
gæta, að ekki rekist á munaður
eða mungát livað menning heit-
ir þó, heima eður erlendis.
„Kvíddu ekki næsta degi
því fyrir er séð,“
segja klerkarnir -
matur og menning verða
frumþarfirnar
Nú vantar ekki hitann, jafnvel
ekki í Köldukinn, en gott til að
vita að matur og menning virðast
nútímans frumþarfir á íslandi, og
eiga greiða leið til kynningar
erlendis ef skynsamlega er á
haldið.
Það er ekki sannað að ættjörð
vorri sé ávinnungurinn einn af
útrýmingu hagalambsins eða síð-
ar fjallalambsins feita, sem áður
snapaði skófir og hinsta kvistinn
úr brunasandi, en fá í staðinn
síbreiðu fjallagæsa ellegar örtröð
ferðamannaslóða. Áfram knýr á
spurningin sem hávaðamenn
reyn að þagga: Hvar er friðland
að finna?
20. september 1990,
Jón Jónsson, Fremstafelli
Höfundur er bóndi á Fremstafelli II í
Köldukinn.
Akureyri:
„Fullkomin grafíkpressa breytir öllu“
- segir listakonan Anna G. Torfadóttir
Alltaf fjölgar þeim myndlist-
armönnum á Akureyri, sem
koma sér upp eigin vinnustofu
meö tækjum og búnaöi til list-
sköpunar.
Grafíklistakonan Anna G.
Torfadóttir hefur hreiðrað um sig
í gömlu húsi í Fjörunni og vinnur
þar að list sinni, en nýverið fékk
hún stóra og fullkomna grafík-
pressu, sem breytir öllu í list-
sköpun hennar.
Anna G. Torfadóttir kom frá
námi í myndlist 1987 og hún hef-
ur unnið allar götur síðan að
myndlist á Akureyri.
„Nýja grafíkvinnustofan og
pressan gefa mér alhliða aðstöðu
til að fást við grafík þ.e. ætingu,
Iitógrafíur, dúk- og tréristur.
Mest vinn ég við ætinguna núna,
er að vinna verk sem fara á stóra
sýningu grafíklistamanna í
Reykjavík," sagði Anna, þar sem
hún var á kafi við að sýrubaða
Isink- og koparplötur. ój