Dagur - 09.10.1990, Síða 7
*■
ni
Þriðjudagur 9. október 1990 - DAGUR - 7
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Yfirburðir Þórs gegn Grindavík
- lagði Val 91:85 að Hlíðarenda
„Þetta sýnir að liðið er betra
en í fyrra. Það komu tveir
stuttir kaflar í leiknum þar sem
við lékum ekki nógu vel en svo
aftur lengri kaflar þar sem þeir
áttu ekki möguleika gegn okk-
ur,“ sagði Gylfl Kristjánsson
liðsstjóri Þórs í körfuknattleik,
eftir góðan sigur Þórs á Grind-
víkingum í fyrsta leik liðanna í
úrvalsdcildinni. Leikurinn fór
fram í Iþróttahöllinni á Akur-
eyri og urðu lokatölur hans
106:89 heimamönnum í vil.
„Strákarnir hafa æft mjög vel
að undanförnu og að mínu viti er
Sturla Örlygsson þjálfari að gera
mjög góða hluti með liðið,“ sagði
Gylfi ennfremur.
Það er ekki hægt að segja ann-
að en leikur Þórs gegn Grindvík-
ingum lofi góðu um framhaldið.
Leikmenn liðsins koma greini-
lega vel undirbúnir til leiks, hafa
gaman af því sem þeir eru að
gera og verður fróðlegt að fylgj-
ast með þeim í vetur.
Þórsarar skoruðu þrjú fyrstu
stigin í leiknum en þá komu sex
stig frá gestunum og var það í
eina skiptið sem þeir höfðu yfir í
leiknum. Þórsarar komust yfir
7:6 og juku síðan forskotið jafnt
og þétt fram í miðjan hálfleikinn
en þá var munurinn orðin 16 stig,
32:16. Þórsarar gáfu síðan eftir
þegar nær dró leikhléi og þegar
flautað var til leikhlés, höfðu
gestirnir minnkað muninn í tvö
stig, 48:50. Á þessum tíma höfðu
villuvandræði gert vart við sig hjá
Þór og bæði Sturla þjálfari og
Cedric Evans Bandaríkjamaður-
Knattspyrna:
Guðmundur á leið út
- æfir með Ekeren og Stuttgart
Guðmundur Benediktsson,
knattspyrnumaðurinn ungi og
efnilegi úr Þór, er á leið til
útlanda að líta á aðstæður hjá
erlendum félagsliðum og æfa
með þeim. Hann fer til Belgíu
um næstu helgi þar sem hann
dvelur í mánaðartíma hjá 1.
deildarliðinu Ekeren og þaðan
til Þýskalands þar sem hann
verður í hálfan mánuð hjá
Stuttgart.
Guðmundur sagði í samtali við
Dag að enska liðið Everton hefði
einnig haft samband við sig en
hann hefði síðan ekkert heyrt
meira frá því liði. Guðmundur
fer út án allra skilyrða og ekki til
samningaviðræðna. „Ég er ekki
tilbúinn til þess, fer einungis til
að kíkja á þetta. Mér líst bara
mjög vel á þetta og hlakka til að
geta farið að spila fótbolta að
vetri til,“ sagði Guðmundur Bene-
diktsson.
Guðmundur Benediktsson hefur í nógu að snúast á næstunni.
inn í liði Þórs urðu að taka sér
hvíld.
En það var ljóst strax í byrjun
síðari hálfleiks að Þórsarar ætl-
uöu sér ekkert annað en sigur í
leiknum. Þeir juku forskotið
jafnt og þétt á ný og voru komnir
með 18 stiga forystu um miðjan
hálfleikinn. Grindvíkingar
reyndu hvað þeir gátu til að jafna
en komust næst því að minnka
muninn í 10 stig, 82:92. Á síðustu
mín. leiksins fóru Þórsarar hins
vegar á kostum og juku muninn í
17 stig áður en flautað var til
leiksloka.
Þórsarar léku þennan leik af
miklum krafti, með þá Jón Örn
Guðmundsson. Cedric Evans og
Konráð Óskarsson sem bestu
menn. Einnig átti Sturla þjálfari
góða spretti en hann lenti fljót-
lega í villuvandræðum og varð að
yfirgcfa völlinn með 5 villur undir
lokin. Þá var Jóhann Sigurðsson
drjúgur á síðustu mín, leiksins.
Bandaríkjamaðurinn Antony
King lék best í liöi UMFG,
leikmaður með stórskcmmtileg-
an stíl og einnig átti Guðmundur
Bragason ágætan dag.
Slig Þórs: Ccdric Evans 34, Sturla
Örlygsson IH, Konráð Óskarsson 18,
Guöniundur Björnsson 12, Jón Örn
Guðmundsson II. Björn Svcinsson 7,
Jóhann Sigurösson 6.
Stig GMFG: Antony King 29, Guö-
mundur Bragason 16, Steinþór Hclgason
13, Jóhanncs Kristbjörnsson 10. Ellcrt
Magnússon 10, Svcinbjörn Sigurðsson 8,
Marcl Guðlaugsson 3.
Dómarar voru Lcifur Garðarsson og
Helgi Bragason og dæmdu þeir nokkuö
vcl. -KK
Cedric Evans smeygir kncttinum
Grindavíkur og í körfuna.
framhjá Bandaríkjamanninum í liði
Mynd: KL
Tindastóll byijar vel
Tindastóll sigraði Yal 91:85 í
sínum fyrsta leik í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik á sunnu-
dagskvöldið. Leikurinn fór
fram að Hlíðarenda og fjöldi
manns lagði leið sína á hann.
Ástæðan var einföld: Pétur
Guðmundsson. Pétur var að
leika á Islandi í fyrsta sinn í
langan tíma og er óhætt að
segja að koma hans lofi góðu
fyrir Tindastólsliðið.
Valsmenn byrjuðu betur og
höfðu forystuna fyrstu 5 mínút-
urnar. Þá komst Tindastóll yfir
16:14. Tindstólsliðið, vel stutt af
áhangendum sínum, jók forskot-
ið jafnt og þétt og hafði náð 15
stiga forystu þegar blásið var til
leikhlés, 51:36. Tékkinn Ivan
Jonas átti stórleik í fyrri hálfleik
og gerði 20 stig en lenti í villu-
vandræðum.
Tindastóll hélt 15-20 stiga for-
skoti allt þar til 5 mínútur voru til
leiksloka en þá voru Jonas og
Pétur báðir komnir út af með 5
villur. Gestirnir létu það þó ekki
á sig fá og spiluðu skynsamlega.
Það var ekki fyrr en alveg í lokin
sem einbeitingin minnkaði en
munurinn varð þó aldrei rninni
en 6 stig.
kerfum Tindastóls. „Ég er nátt-
úrlega óánægður með villurnar 5
en það tekur tíma að aðlagast
nýju reglunum. Ég náði aðeins
tveimur æfingum fyrir þennan
leik þannig að ég er enn að kynn-
ast leikmönnum. Þetta er samt
góð byrjun og mér líst vel á fram-
haldið. Við munum sýna fólki í
næsta leik að sigurinn gegn Val
var ekki heppni," sagði Pétur að
leik loknum. Ivan Jonas átti góð-
an leik auk Einars Einarssonar
og Vals Ingimundarsonar. Þá var
Pétur drjúgur og vert er að geta
Karls Jónssonar sem barðist eins
og ljón eftir að Pétur og Jonas
voru komnir útaf.
Bestir hjá Val voru Magnús
Matthíasson og David Grissom.
Dómarar voru Kristinn Óskars-
son og Jón Guðmundsson. Þeir
áttu þokkalegan dag en greinilegt
er að nýju leikreglurnar koma
stórum leikmönnum ekki til
góða.
Stig Vals: David Grissom 30, Magnús
Matthíasson 26, Ari Gunnarsson 12,
Starri Björgvinsson 6, Ragnar Jónsson 5,
Matthías Matthíasson 4, Helgi Gústafs-
son 2.
Stig Tindastóls: Ivan Jonas 22, Pétur
Guðmundsson 21, Einar Einarsson 20,
Valur Ingimundarson 18, Sverrir Sverris-
son 7, Karl Jónsson 3. -bjb
Leikurinn var í heild fjörugur
og skemmtilegur og virðast liðin
koma vel undirbúin til leiks. Pét-
ur á greinilega eftir að koma sér í
betri leikæfingu og kynnast leik-
Ivan Jonas byrjaði frábærlega en
lenti í villuvandræðum.