Dagur - 09.10.1990, Page 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 9. október 1990
Handknattleikur, 2. deild:
Völsungar meö
tvö stig úr
fyrstu leikjunum
Handknattleikslið Vöisungs fékk tvö
stig úr fyrstu tveimur ieikjum sínum um
helgina í 2. deild íslandsmótsins í hand-
knattleik. Liðið lék í Keflavík á laugar-
daginn og sigraði 22:20 en tapaði síðan
stórt fyrir HK daginn eftir, 29:14.
Völsungar byrjuðu vel í Keflavík og
voru yfir framan af fyrri hálfleik. Keflvík-
ingar sóttu hins vegar í sig veðrið þegar á
leið, skoruðu 3 síðustu mörkin í hálfleikn-
um og höfðu forystu í leikhléi, 11:9.
Seinni hálfleikur var í járnum lengst af
en í lokin náðu Völsungar að jafna og
tryggja sér tveggja marka sigur.
Prátt fyrir sigur léku Völsungar ekkert
sérstaklega vel. Þá voru dómararnir,
Guðjón Sigurðsson og Hákon Sigurjóns-
son, afar harðir og vísuðu Völsungum alls
9 sinnum út af í tvær mínútur. Par af fengu
tveir leikmenn liðsins þrjár brottvísanir
sem jafngildir útilokun frá leiknum.
Markahæstir Völsunga urðu Ásmundur
Arnarsson með 9 mörk, Vilhjálmur Sig-
mundsson með 5 og Jónas Grani Garðars-
son með 3 mörk.
Um leikinn á sunnudeginum þarf ekki
að hafa mörg orð. Hann var einstefna frá
upphafi og HK-ingar höfðu náð 5 marka
forskoti þegar flautað var til hlés, 13:8.
Heimamenn juku síðan forskotið jafnt og
þétt þar til 15 marka sigur var í höfn.
Völsungar virkuðu hálfhræddir og báru of
mikla viröingu fyrir HK-ingum en það þarf
ekki að koma á óvart þar sem um var aö
ræða fyrstu leiki þcirra í 2. deild. Marka-
hæstir urðu Haraldur Haraldsson og
Ásmundur Arnarsson með 4 mörk hvor og
Helgi Helgason með 3 mörk.
„Eg er alls ekki ósáttur viö að fá tvö stig
út úr tveimur fyrstu leikjunum sein þar að
auki voru á útivelli. Ég átti ekki von á sigri
gegn HK en heldur ekki svona stóruni
skelii. Nú einblína menn bara á leikinn
gegn Pór á miðvikudaginn og bíða spennt-
ir eftir honum," sagði Arnar Guðlaugsson,
þjálfari Völsungs.
Ásmundur Arnarsson skoradi flest mörk
Vðlsungs.
íþróttasamband fatlaðra:
Sambandsþing íþróttasambands fatl-
aðra fer frani á Hótel Höfn í Hornafirði
dagana 13. og 14. október nk. Sam-
bandsþingið fer með æðsta vald í
málefnum ÍF og þingið sitja fulltrúar
kjörnir af þeim íþróttafélögum sem
starfa innan vébanda ÍF.
Síðast var Sambandsþing ÍF haldið á
Húsavík en lögð hefur verið áhcrsla á að
velja þingstað utan höfuðborgarsvæðisins
þar sem það stuðlar aö aukinni kynningu á
starfsemi ÍF út um land auk þess sem það
stuðlar að aukinni samheldni og samvinnu
þeirra er þingiö sækja.
Þingið verður sett laugardaginn 13.
október kl. 9.30 á Hötel Höfn í Horna-
firði.
Handknattleikur, 1. deild:
„Synd að tapa þessum leik“
- sagði Erlingur Kristjánsson eftir 22:23 ósigur KA gegn Val
KA-menn töpuðu naumlega
fyrir Val í Reykjavík á laugar-
daginn í VÍS-keppninni í hand-
knattleik, 22:23. KA hafði for-
ystuna í leikhléi, 12:10. „Það
var synd að tapa þessum leik
sem var mjög jafn,“ sagði Erl-
ingur Kristjánsson, þjálfari
KA, að leik loknum.
KA-menn hófu leikinn af
krafti og skoruðu fyrsta markið.
Jafnt var á flestum tölum en KA-
menn ætíð fyrri til að skora. Þeg-
ar 7 mínútur voru eftir af fyrri
hálfleik var staðan 8:8 en þá kom
Erlings kafli Kristjánssonar.
Hann skoraði 3 mörk í röð og
varð það til þess að norðanmenn
höfðu sanngjarna forystu í leik-
hléi, 12:10.
KA hélt forystunni fyrstu 10
mínútur seinni hálfleiks eða þar
til Valur jafnaði og komst yfir,
16:15. Þá kom slæmur leikkafli
KA-manna og Valsmenn bættu
við mörkum, mest úr einföldum
hraðaupphlaupum. KA-menn gáf-
ust þó ekki upp og þegar 5 mínút-
ur voru eftir var staðan jöfn,
19:19. Valur náði tveggja marka
forystu, 22:20, en KA-menn
minnkuðu muninn og þegar ein
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson átti ágætan leik gegn Val og skoraði 7 mörk.
Mynd: KL
mínúta var eftir jafnaði Erlingur
leikinn. Allt í járnum en eftir
langa sókn, þegar nokkrar sek-
úndur voru til leiksloka skoruðu
Valsmenn sigurmarkið og KA-
menn höfðu of lítinn tíma til að
jafna í síðustu sókninni.
Sigurpáll Aðalsteinsson átti
góðan leik fyrir KA og vert er að
geta Jóhannesar Bjarnasonar sem
tókst lengi vel að halda Jakobi
Sigurðssyni í skefjum. Þá varði
Axel oft vel í markinu á mikil-
vægum augnablikum. KA-liðið
lék reyndar ágætlega í þessum
mikla baráttuleik en það sem reið
baggamuninn voru hraðaupp-
hlaup Valsmanna. Bestu menn
þeirra voru Valdimar Grímsson
og Einar Þorvarðarson, sem
varði m.a. tvö víti.
Dómarar voru Gunnar Kjart-
ansson og Árni Sverrisson og
voru þeir ekki sannfærandi.
Mörk Vals: Valdimar Grímsson 10/2,
Brynjar Harðarson 4. Jakob Sigurðsson
4, Finnur Jóhannesson 1, Júlíus Gunn-
arsson 1, Theodór Guðfinnsson 1, Dagur
Sigurðsson 1, Jón Kristjánsson 1.
Mörk KA: Sigurpáll Aðalsteinsson 7/1,
Erlingur Kristjánsson 4, Hans Guð-
mundsson 3, Andrés Magnússon2, Pétur
Bjarnason 2, Guðmundur Guðmundsson
2, Jóhannes Bjarnason 2. -bjb
Evrópuleikur CSKA og KA:
Blaðaumíjöllun í Búlgaríu
yfirleitt vinsamleg í garð KA
- en CSKA ekki talið líklegt til stórafreka
Þrátt fyrir að CSKA Sofia hafi
tryggt sér sæti í 2. umferð Evr-
ópukeppni nieistaraliða í
knattspyrnu með 3:0 sigri á
KA-mönnum sl. miðvikudag
voru búlgarskir blaðamenn
ekkert yfir sig ánægðir með
leik liðsins. í flestum blöðum
var því haldið fram að CSKA
hefði leikið illa og þyrfti ekki
að eiga von á góðu gengi í
framhaldinu. KA-liðið fékk
yfírleitt hlýlegar umsagnir,
blöðin sögðu liðið leika furðu
góða knattspyrnu miðað við
aðstæður í heimalandi þess.
Vegna þjóðfélagsástands í
Búlgaríu um þessar mundir fjalla
fjölmiðlar yfirleitt lítið sem ekk-
ert um knattspyrnu. Sýndur var
25 mínútna langur kafli úr leikn-
um í búlgarska sjónvarpinu en
eftir miðnætti sem ekki getur tal-
ist besti útsendingartími. Dag-
blöðin snúast að mestu eða öllu
leyti um stjórnmál og prentað
mál um íþróttir er yfirleitt ein-
göngu að finna í sérstökum
íþróttablöðum sem sjaldnast eru
gefin út daglega.
Öll blöðin sem um leik CSKA
og KA fjölluðu, töldu sigur
CSKA eðlilegan en þó heldur lít-
inn miðað við allar aðstæður.
Flest þeirra töldu KA-liðið hafa
staðið sig furðu vel, sögðu liðið
að vísu ekki leika góða knatt-
spyrnu en þó furðulega góða
miðað við hversu stutt keppnis-
tímabilið á íslandi er. Þá var á
mörgum stöðum tekið fram að
hitinn hefði verið meiri en leik-
menn KA ættu að venjast.
ítarlegustu umfjöllunina um
leikinn var að finna í íþróttablað-
inu Sport sem gefið er út daglega.
Þar var mynd úr leiknum á for-
síðu og á henni mátti m.a. sjá
KA-mennina Steingrím Birgis-
son og Hauk Bragason. Fyrir-
sögnin á forsíöunni var „Á þriðja
farrými til Evrópu," sem táknaði
að CSKA hefði komist áfram í
keppninni með þriðja klassa leik.
Inni í blaðinu var nokkuð ítarleg
frásögn af leiknum og þar var
fyrirsögnin „Samkvæmt áætlun í
Sofia.“ Þar sagði að KA-menn
hefðu leikið ákaflega stífan og
lokaðan varnarleik til að byrja
með en smám saman sótt í sig
veðrið og tekið meiri áhættu.
Liðið væri ekki sterkt en hefði
leikið furðulega góða knatt-
spyrnu á köflum. Greinin var í
heild sinni jákvæð í garð KA-
manna en því neikvæðari í garð
CSKA og sagt að með slíkum
leik ætti liðið ekkert erindi í Evr-
ópukeppni.
í lok greinarinnar var vitnað í
Stefán Gunnlaugsson, formann
knattspyrnudeildar KA, og var
haft eftir honum að hann væri
ánægður með sína menn en sigur
CSKA hefði samt sem áður verið
sanngjarn.
Forsíðumyndin á búlgarska blaðinu Sport fimmtudaginn 4. október. „Á þriðja farrými til Evrópu,“ segir í fyrirsögninni