Dagur


Dagur - 09.10.1990, Qupperneq 9

Dagur - 09.10.1990, Qupperneq 9
Þriðjudagur 9. október 1990 - DAGUR - 9 fþrótfir Blak, 1. deild karla: KA-menn með fullt hús eftir tvo leiki - sigruðu Prótt N. tvívegis um helgina Karlalið KA hóf keppni á Islandsmótinu í blaki með tveimur sigrum á Þrótti Nes- kaupstað um helgina. Fyrri leikurinn fór fram í íþróttahúsi Glerárskóla og lauk honum með 3:0 sigri KA en sá seinni í Iþróttahöllinni daginn eftir og unnu KA-menn hann 3:1. KA-menn höfðu allmikla yfir- burði í leiknum á föstudag enda lék sterkasti maður Próttara, Sig- fús Viggósson, ekki með. KA- menn unnu örugglega í þremur hrinum, 15:11, 15:5 og 15:12. í KA-liðið vantaði Hafstein Jakobs- son, sem var einn besti maður þess á síðasta keppnistímabili, en það virtist ekki koma að sök. Úr leikjum KA og Þróttar N. um helgina sem KA-menn unnu nokkuð örugglega. Myndir: KL Liðið lék reyndar ekkert sérstak- lega vel en átti þokkalegar rispur og varamennirnir fengu að spreyta sig. Leikurinn daginn eftir var á svipuðum nótum en þó náðu Þróttarar sigri í 2. hrinu og úrslit- in urðu því 3:1. Úrslit í hrinunum urðu 15:7, 9:15, 15:6 og 15:12. „Við komum svona þokkalega undirbúnir til leiks en það er erf- itt að spá um hvert gengi okkar verður út frá þessum tveimur leikjum. Ég tel reyndar að Þrótt- ararnir eigi eftir að verða sterkari í vetur en þessir leikir segja til um. Reykjavíkur-Þróttarar virð- ast vera mjög sterkir og eiga að mínu mati góða möguleika á titl- inum en við erum harðákveðnir í að koma honum hingað norður aftur," sagði Haukur Valtýsson, fyrirliði KA. Blak, 1. deild kvenna: KA lá fyrir Þrótti Kvennalið KA hóf Islands- mótið í blaki með ósigri um helgina. Liðið mætti Þrótti frá Neskaupstað í íþróttahúsi Glerárskóla á föstudag og tap- aði 3:1 eftir að hafa unnið fyrstu hrinuna. KA-stúlkurnar misstu einn besta spilara sinn eftir síðasta tímabil, Særúnu Jóhannsdóttur, og hafa ekki náð að fylla í skarðið. Þá mættu tvær úr liðinu í leikinn æfingarlausar og-það sást á lcik þess. Engu að síður byrjuðu stúlkurnar vel, unnu fyrstu hrinu 15:11 en Þróttarar unnu þrjár næstu, 15:8, 17:15 og 15:11. „Leikurinn var jafn en þær héldu haus- við ekki. Ég vona að þetta séu bara byrjunarerfiðleik- ar og leikur okkar eigi eftir að lagast," sagði Hrefna Brynjólfs- dóttir, leikmaður KA. Blak, 1. deild kvenna: Öruggt hjá Völsungi gegn Þrótti Nes. „Þetta var nú frekar rólegur leikur. Við vorum ekkert of hressar og lofum að bæta okkur,“ sagði Ásdís Jónsdótt- ir, leikmaður kvennaliðs Völsungs í blaki, eftir að lið hennar sigraði Þrótt frá Nes- kaupstað 3:0 á Húsavík um helgina. Leikurinn var jafn til að byrja með en Völsungar höfðu þó alltaf frumkvæðið og unnu fyrstu hrinu 15:12. Þróttarar náðu nokkrum sinnum að jafna í 2. og 3. hrinu en komust þó aldrei yfir og Völsungur sigraði 15:11 og 17:15. Lið Þróttar er ungt og efnilegt en náði ekki að fylgja eftir ágætum sigri á Akureyri á föstudeginum. Völsungsliðið virðist nokkuð sterkt og vann öruggan sigur þrátt fyrir að það ætti ekkert sér- stakan leik. Mn: flHRT apweeu Ma|><<w*hm f ÍBflflCHO) ce OTTTM- HH B T03M M3H C fl»C tohmm nonafleMMB, mo oöuto wrpaTa «a MeroaHH or6op «e aaaoaonw. (Ma Ma- na aa KÉUl IICKA - „AKypeMpn ' 3 fll Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu: Óbreytt lið gegn Spánveqmn á morgun - U-21 árs liðið leikur í kvöld Á morgun mæta íslendingar Spánverjum í fjórða leik sínum í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Islendingar hafa hlotið 2 stig úr fyrstu þremur leikjunum, sigrað Albani en tapað fyrir Frökkum og Tékk- um. Þá mætast ísland og Spánn einnig í Evrópukeppni landsliða skipuðum 21 árs leik- mönnum og yngri og fer sá leikur fram í kvöld. Ljóst er að róðurinn á morgun verður erfiður, Spánverjar áttu lið í úrslitakeppni síðustu Heims- meistarakeppni í knattspyrnu og eru af mörgum taldir líklegir sig- urvegarar í sínum riðli í Evrópu- keppninni. Islenska liðið verður skipað sömu leikmönnum og mættu Tékkum ytra fyrir hálfum mán- uði. Þeir eru: Bjarni Sigurðsson Val Birkir Kristinsson Fram Atli Eðvaldsson KR Pétur Pétursson KR Sævar Jónsson Val Þorgrímur Þráinsson Val Antony Karl Gregory Val Ólafur Þórðarson Brann Pétur Ormslev Fram Sigurður Grétarsson Grasshoppers Guðni Bergsson Tottenham Ragnar Margeirsson KR Arnór Guðjohnsen Anderlecht Rúnar Kristinsson KR Sigurður Jónsson Arsenal Kristján Jónsson Fram Sjónvarpið mun sýna beint frá leiknum og hefst útsendingin kl. 18.55. íslenska U-21 árs liðið átti frá- bæran leik gegn Frökkum fyrir nokkru en mátti þó sætta sig við tap. Það tapaði síðan stórt fyrir Tékkum fyrir hálfum mánuði eins og flestum er í fersku minni og verður fróðlegt að sjá hvað gerist í dag. Liðið er þannig skipað: w Sævar Jónsson er í liðinu sem leikur á Spáni á morgun. Ólafur Pétursson ÍBK Bjarni Benediktsson Stjörnunni Kristján Finnbogason KR Valdimar Kristófersson Stjörnunni Þormóður Egilsson KR Valgeir Baldursson Stjörnunni Jóhann Lapaz KR Steinar Guðgeirsson Fram Helgi Björgvinsson Víkingi Ríkharður Daðason Fram Kristján Halldórsson ÍR Anton Markússon Fram Steinar Adólfsson Val Gunnar Pétursson Fylki Haraldur Ingólfsson ÍA Gunnlaugur Einarsson Grindavík

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.