Dagur - 09.10.1990, Page 16
Akureyri, þriðjudagur 9. október 1990
Ólafsflörður:
Bam hjólaði á bil
Sjö ára gamalt barn sem hafði
fengið heilahristing var flutt
frá Ólafsfirði á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri um
miðjan dag á sunnudag eftir að
það hafði hjólað á bifreið og
fallið af hjólinu.
Óhappið varð á mótum Ægis-
götu og Bylgjubyggðar. Barnið
hjólaði á eftir bifreiðinni en svo
virðist sem það hafi ekki áttað sig
á að þegar beygjuna nálgaðist
hægði bifreiðin verulega á sér.
Hjólið lenti því aftan á bílnum og
við það kastaðist barnið í götuna.
Barnið fékk heilahristing við
höfuðhöggið og var flutt á sjúkra-
hús á Akureyri. Að sögn lögregl-
unnar í Ólafsfirði átti barnið að
koma heim í gær eftir sjúkrahús-
dvölina. JÓH
( Samtök jafnréttis og félagshyggju:
Ákveðið að bjóða fram
í ölhim kjördæmum
Stefán Valgeirsson og sam
herjar hans í Samtökum jafn-
réttis og félagshyggju hafa
ákveðið að bjóða fram í öllum
kjördæmum undir merkjum
Tjörnes:
Þrír slösuðust
er bíll valt
Bíll valt á móts við bæinn Ytri-
tungu á Tjörnesi síðdegis á
föstudag.
Þrír þeirra fimm sem í bílnum
voru slösuðust en þó enginn mjög
alvarlega. Tveir voru fluttir á
sjúkrahúsið á Húsavík og einn á
sjúkrahúsið á Akureyri. Hálka
var á veginum er slysið átti sér
stað en það var lítinn sendibíl á
austurleið sem valt.
Helgin var tíðindalaus að sögn
lögreglunnar á Húsavík. IM
Haustþing BKNE:
Fjölmennt
og gagnlegt
Fjölmennu haustþingi Banda-
lags kennara á Norðurlandi
eystra lauk á Stórutjörnum um
helgina. Jón Eyfjörð, fráfar-
andi formaður BKNE, sagði í
samtali við Dag að þingið hefði
verið afar gagnlegt og mikil
vinna innt þar af hendi.
Haustþingið hófst á fimmtu-
daginn og var sá dagur helgaður
mati á skólastarfi. Fjórir fyrirles-
arar fjölluðu um málið frá ýms-
um sjónarhornum og síðan var
kennurunum skipt upp í umræðu-
hópa. Unnið verður úr niður-
stöðunum og þær sendar í skól-
ana.
Á föstudaginn var verkefna- og
námsgagnagerð í skólum tekin
fyrir í formi fyrirlesturs og hóp-
vinnu. Kennarar skiptu sér í
hópa eftir kennslugreinum og
unnu verkefni og sagði Jón að
þau hefðu verið mjög misjöfn að
umfangi. Þeir sem gátu ekki lok-
ið við verkefnin þennan dag
héldu áfram með þau á laugar-
daginn. Á föstudag var einnig
haldinn fundur skólastjóra og
yfirkennara.
Á laugardaginn voru haldnir
fundir ýmissa sérhópa og má þar
t.d. nefna tölvusamskiptahóp og
fólk sem var á námskeiðum hjá
BKNE um samþættingu náms-
greina. SS
samtnkanna í komandi alþing-
iskosningum. Þetta var ákveð-
ið á fundi sem Stefán og hans
fólk hélt um helgina.
Stefán er sem kunnugt er eini
þingmaður Samtaka jafnréttis og
félagshyggju og situr hann á þingi
fyrir Norðurlandskjördæmi
eystra. Á fundinum um helgina
var hins vegar ákveðið að færa út
kvíarnar og bjóða fram um allt
land. Dagur hefur fyrir því heim-
ildir að þreifingar séu byrjaðar
með framboðsmál samtakanna í
báðum kjördæmum hér norðan
heiða. Stefán vill hins vegar ekki
kveða upp úr um hvort hann
verði áfram í slagnum. Það sé
hans stuðningsfólks að segja til
um það. óþh
Laufskálarétt:
Dregið, sungið og dansað
Ein frægasta stóðrétt landsins var um helgina í Skagafirði, Laufskálarétt. Gott veður var meðan
á réttinni stóð og fjöldi fólks mikill hvaðanæva af landinu. Nemendur úr Fjölbrautaskólanum í
Ármúla komu í rútu á réttina og Skagfirðingar fjölmenntu að sjálfsögðu. Hross voru dregin,
fleygar viðraðir og í lokin sungu menn söngva sem hljómað hafa ár eftir ár í réttum norðan
heiða. Ungir sem aldnir, menn og dýr, allir undu sér vel í skagfirskri hauststillu eins og hún ger-
ist best. Um kvöldið var síðan farið á réttardansleik í Miðgarði þar sem Hljómsveit Geirmundar
Valtýssonar lék fyrir dansi 900 gesta og 1800 sveiflandi fóta. SBG
Fundur byggðanefndar forsætisráðherra í Borgarnesi:
Fiimn milljarða vantar til Byggðastoftiunar
- segir Matthías Bjarnason formaður stofnunarinnar
Þær hugmyndir sem fram hafa
komið um eflingu atvinnulífs á
landsbyggðinni eru markleysa
ef ekki verður veitt verulegum
fjármunum af almannafé til
nýrra framkvæmda. Þetta var
kjarninn í ræðu Matthíasar
Bjarnasonar, formanns stjórn-
ar Byggðastofnunar, á fundi
byggðanefndar forsætisráö-
herra í Hótel Borgarnesi í gær.
Hann nefndi að fimm milljarða
þyrfti til Byggðastofnunar í þessu
sambandi. Matthías benti á að
ekkert land á Vesturlöndum
legði jafnlítið fé til byggðamálá
og ísland. Hann tók sem dæmi að
á Bretlandi væru fjárframlög til
byggðamála miklu hærri en hér á
landi.
Hafþórsmálið:
Bankinn vill
samningsuppkast
- Dögun fær
Dögun hf. á Sauðárkróki fékk
í gær framlengdan frest sinn í
samningalotunni við sjávar-
útvegsráðuneytið um Hafþór,
skip Hafrannsóknastofnunar.
Ástæðan var sú að bankinn
sem veita átti 64 milljóna
króna tryggingu fór fram á að
sjá uppkast að samningi áður
en ákvörðun yrði tekin.
Dögun hafði frest til klukkan
16.00 í gær til að útvega sér
bankatryggingu og uppfylla fleiri
skilyrði ráðuneytisins. Bankinn
fór aftur á móti fram á uppkast
að samningi til að geta tekið
ákvörðun.
í gær gerðu forráðamenn
aukinn frest
Dögunar hf. og sjávarútvegs-
ráðuneytið síðan uppkast að því
hvernig samningurinn gæti litið
út og með það í hafurteskinu
fékk Dögun frest til klukkan
14.00 í dag til að útvega trygging-
una.
Gylfi Gautur Pétursson, í sjáv-
arútvegsráðuneytinu, sagði að
þetta uppkast væri án allrar
ábyrgðar frá ráðuneytinu, en ef
Dögunarmenn mættu með banka-
trygginguna klukkan 14.00 í dag
væri skipið þeirra því það væri
aðal samningsatriðið.
Ekki náðist í framkvæmda-
stjóra Dögunar út af málinu í
gær. SBG
Matthías Bjarnason ræddi
einnig um sjávarútveg og
úrvinnslu sjávarafla, sem hann
kvað vera að færast í sífellt ríkari
mæli úr landi.
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, ræddi nokkuð
um uppbyggingu stóriðju á ráð-
stefnunni. Hann sagði m.a. að
hann efaðist ekki um að stóriðja
á Keilisnesi hefði áhrif á þéttbýl-
isþróun, og að e.t.v. væri nauð-
synlegt að móta áætlun um hvar
staðsetja ætti stærri fyrirtæki í
framtíðinni, þar á meðal orku-
frekan iðnað. Steingrímur sagði
að stórefla þyrfti Byggðastofnun
og að skoða yrði mörg ný tæki-
færi í atvinnumálum á næstunni.
Hann sagði að á næstunni þyrfti
að huga sérstaklega á atvinnu-
möguleikum sem byggja á þekk-
ingu, og nefndi Háskóla íslands
og Háskólann á Akureyri í því
sambandi. Nýta þyrfti betur þá
þekkingu sem þar væri þegar til
staðar.
Örn Friðriksson, varaforseti
ASÍ, benti á að vaxtargrundvöll-
ur væri í mörgum gömlum og
grónum fyrirtækjum um landið,
og því yrði að hlúa að þeim auk
þess að efla nýsköpun.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands
íslands, sagði að Reykjavík hefði
engan möguleika til að taka
meirihlutann af landsbyggðinni
til sín. „Það jaðrar við atvinnu-
leysi nú þegar í Reykjavík fyrir
þá sem þar búa,“ sagði hann.
Þrjátíu og átta erindi voru flutt
á ráðstefnunni, og byggðust þau
að mestu leyti á svörum við þeirri
spurningu sem byggðanefndin
sendi til ýmissa aðila í þjóðfélag-
inu um til hvaða ráða ætti að
grípa í byggðamálum á næstunni.
ÞI
Bflslys á Árskógsströnd
Síðdegis á föstudag varð bílslys
við bæinn Selárbakka á Ár-
skógsströnd þar sem tveir bflar
lentu saman. Farþegi í öðrum
bflnum var fluttur á sjúkrahús
á Akureyri en fékk að fara
heim eftir skoðun. Annar bíl-
anna er talinn ónýtur.
Slysið varð með þeim hætti að
bílstjóri Coltbifreiðar missti
stjórn á henni í krapi þegar hann
var að taka fram úr Subarubif-
reið. Bifreiðin kastaðist á fram-
horn Subarubifreiðarinnar og við
það fóru báðir bílarnir út fyrir
veg og valt Coltbifreiðin. Einn
farþegi í henni kastaðist út og var
fluttur á sjúkrahús en fékk, eins
og áður segir, að fara heim fljót-
lega. JÓH