Dagur - 10.10.1990, Page 1

Dagur - 10.10.1990, Page 1
Salan á Hafþóri RE: Dögun með lokafrest í gær fékk Dögun hf. á Sauöár- króki Iokafrest til að skila inn bankaábyrgð vegna kauptil- boðs í Hafþór RE, skip Haf- rannsóknastofnunar. Gylfi Gautur Pétursson, starfsmað- ur sjávarútvegsráðuneytisins, segir að frestur Dögunar til að skila bankaábyrgð verði ekki framlengdur frekar. „Hér var mikið fundað og mál- ið rætt. Dögunarmenn höfðu ekki beðið um lengri frest hjá Búnaðarbankanum, og við lent- um í þeim vandræðum að hafa enga tryggingu fyrir að svar kæmi. Þeir vildu fá að skoða mál- ið og vildu lengri frest. Við sög- um að við ættum erfitt með það vegna annarra sem biðu,“ sagði Gylfi Gautur. Endirinn varð sá að sjávarútvegsráðuneytið gaf frest til klukkan 11.00 í dag. Dögunarmenn munu leggja þunga áherslu á að fá svör frá bankanum fyrir þann tíma. Fleiri aðilar hafa sýnt Hafþóri áhuga, og gert tilboð. Ingimund- ur hf. gerði tilboð upp á 250 milljónir króna, og Togara- útgerðarfélag Vestfirðinga hf. gerði jafnhátt tilboð. Fiskiðju- samlag Húsavíkur og Eldey hf. gerðu einnig tilboð sem eru aðeins lægri. Staða málsins mun því skýr- ast í dag, en ráðuneytismenn munu hefja viðræður við fulltrúa Ingimundar hf. og Vestfirðing- ana ef Dögun getur ekki lagt fram fullnægjandi bankaábyrgð fyrir 64 miljónum króna. EHB Leikfélag Akureyrar: Sigurður Hróarsson fer til Leikfélags Reykjavíkur Sigurður Hróarsson, leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið valinn úr hópi umsækjenda um starf leikhús- stjóra hjá Leikfélagi Reykja- víkur. í samtali við Dag sagði Sigurð- ur að Hallmar Sigurðsson, núver- andi leikhússtjóri L.R., muni gegna stöðunni fram að 1. ágúst á næsta ári. Hins vegar er ráðgert að Sigurður Hróarsson komi fyrr en seinna til starfa hjá L.R., við hlið núverandi leikhússtjóra, áður en hann tekur endanlega við nýja starfinu. „Ég þarf að ræða við stjórnir leikfélaganna beggja um hvernig þessu verður háttað, en vona að mér gefist tóm til að fylgja þessu leikári eftir sem allra lengst. En fljótlega upp úr áramótum þarf ég að taka þátt í starfinu fyrir sunnan sem miðar að skipulagn- ingu fyrir næsta leikár. Ég er búinn að vera hjá L.A. í eitt og hálft ár, þetta hefur verið mjög góður tími. Það er ákaflega gott að starfa hjá félaginu, og ég er ekki að hverfa suður vegna þess að mér líki ekki við Leikfélag Akureyrar og Akureyri,“ segir Sigurður Hróarsson. EHB Húsavík: Sveitarstjóraarmeim á námskeiði í gær lauk tveggja daga nám- skeiði á Hótel Húsavík og í morgun hófst þar annað sams- konar námskeið fyrir sveitar- stjórnarmenn á Norðurlandi. Það er Fjórðungssamband Norðlendinga sem fyrir nám- skeiðunum stendur en fyrirtæk- ið Rekstur og ráðgjöf annast kennslu á þeim. Alls sækja um 40 sveitarstjórnarmenn nám- skeiöin en léiðbeinendur eru Jón Gauti Jónsson og Hrafn Sigurðsson. Námskeiðin á Húsavík eru ætluð sveitar- stjórnarmönnum í þéttbýli en um miöjan nóvember verður haldið námskeið á Blönduósi sem ætlað er sveitarstjórnar- mönnum í dreifbýli. Dagur mun greina nánar frá námskeiðunum síðar í vikunni. IM Bændum er nú gert að greiða Man virðisaukaskatt af heimateknu kjöti: „Ég tel að þetta ýti undir heimaslátrun og skattsvik“ - segir Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu í Staðarhreppi Hnuplfaraldur í VMA Töluvert hefur borið á að pen- ingaveski með peningum í, föt og töskur hafi horfið í Verk- menntaskólanum á Akureyri og síðastliðin vika var mjög slæm, að sögn Hauks Jónsson- ar, skólameistara. „Málið er ekki komið til okkar enn, en við höfum heyrt af þessu. Þetta er slæmt mál og afar leiðin- legt,“ sagði Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglumaður. „Því miður hefur töluvert bor- ið á hnupli í skólanum, þá sér- staklega í síðustu viku. Eitt til tvö peningaveski hurfu daglega og peningar glötuðust. Skólayfir- völd gerðu vissar ráðstafanir og nemendur voru varaðir við þessu, jafnframt sem lögreglunni var tilkynnt um málið. Við höf- um ekki orðið vör við hnupl síðan, en trúlega er of snemmt að meta árangur þessa aðgerða. Okkur þótti þetta orðið all svæsið, því faraldur sem þessi hefur ekki þekkst í sögu skólans,“ sagði Haukur Jónsson, skólameistari. ój Mikill kurr er meðal bænda sökum þess að á þessu hausti er í fyrsta skipti innheimtur virðisaukaskattur af heima- teknu kjöti úr siáturhúsi. Bændur segja að með þessu nýja ákvæði í skattalögum sé vafamál að borgi sig fyrir þá að taka kjöt úr sláturhúsi til neyslu heima fyrir og líklegt að það ýti mjög undir ólöglega heimaslátrun, sem reynt hafi verið að stemma stigu við á undanförnum misserum. Þetta mál bar á góma á fundi Steingríms J. Sigfússonar, land- búnaðarráðherra, Ragnars Arnalds, alþingismanns og Gunnlaugs Júlíussonar, hagfræð- ings í landbúnaðarráðuneytinu, með bændum í Miðfirði sl. sunnu- dagskvöld. Ragnar Benedikts- son, bóndi á Barkarstöðum í Fremri-Torfustaðahreppi, vakti máls á þessu og taldi að með þessu væri iliilega komið aftan að bændastéttinni og með þessu væri henni einni gert að greiða fullan virðisaukaskatt af lambakjötinu. Heimaslátrun nyti ekki niður- greiðslna úr ríkissjóði til jafns á við kjöt út úr búð. „Þarna er allt skattlagt, kjötið sem tekið er heim, sláturkostnaður og frysting á kjötinu ef um það er að ræða. Það er á alla kanta klipið af kjöt- Mjólkursamlag KEA: Pökkun á smjörva flyst frá Reykjavík til Akureyrar Mjólkursamlag KEA er um það bil að hefja pökkun á smjörva í neytendaumbúðir. AHt frá upphafí hefur samlagið framleitt allan smjörva sem seldur er í landinu en honum hefur verið pakkað í neytenda- umbúðir hjá Osta- og smjörsöl- unni í Reykjavík þar til nú. Með kaupum KEA á smjörlík- isgerðinni Akra fyrr á þessu ári fylgdi pökkunarvél sem notuð verður til að pakka smjörvan- um. Þórarinn E. Sveinsson, mjóík- ursamlagsstjóri, segir að smjörv- anujn hafi hingað til verið verið pakkað í 25 kílóa pakkningar og þær fluttar til Reykjavíkur. Þar vora þessar pakkningar settar í frysti en síðan var smjörvinn þíddur upp og honum pakkað í neytendaumbúðir eftir því sem seldist á markaðinum. Hér eftir verður smjörvanum hins vegar pakkað jafnhliða framleiðslunni og hann sendur beint á markað en jafnframt fer hluti framleiðsl- unnar á lager í frysti. „Við komum til með að fram- leiða um 55 tonn á mánuði en suma mánuði meira og þá fer smjörvinn í frysti. Með þessu fer stærstur hluti framleiðslunnar aldrei í frysti en við teljum engan mun á þessari vöru þótt hún hafi verið fryst áður en hún fer á markað," segir Þórarinn. Þessi pökkun krefst nokkurra starfa en Þórarinn segir að þeir sem áður hafi haft þann starfa að setja smjörvann í stærri pakkn- ingarnar muni nú vinna við pökk- un í neytendaumbúðirnar. JÓH inu til ríkisins,“ sagði Ragnar í samtali við Dag. Ragnar sagðist vera þess full- viss að þessi nýi skattur kæmi bændum í opna skjöldu og meiri- hluti þeirra hefði ekki gert sér grein fyrir hvernig í pottinn væri búið. „Ég sagði landbúnaðarráð- hcrra að mér þætti það hæpið í meira lagi að ríkisstjórn, sem hefur talið sig til lægri stétta, hefði farið svo að ráði að leggja virðisaukaskatt á heimatekið kjöt bænda og raunar öll matvæli,“ sagði Ragnar. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu í Staðarhreppi, sagði við Dag að hér væri um mjög stórt mál að ræða fyrir bændur. „Við þurfum að borga virðis- aukaskatt af sláturkostnaði og ef við tökum kjötið heim þurfum við einnig að borga virðisauka- skatt af því. Ef við slátrum heima og teljum það kjöt fram sem heimanotaðar afurðir, verðum við líka að borga af því virðis- aukaskatt. Ég tel að þetta ýti undir heima- slátrun og hreinlega skattsvik, því að þetta býður þeirri hættu heim að fénu sé slátrað undir vegg og það ekki talið fram. Það er afleitt mál ef þetta verður ekki leiðrétt," sagði Gunnar. óþh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.