Dagur


Dagur - 10.10.1990, Qupperneq 6

Dagur - 10.10.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 10. október 1990 Mér líður vel og ég er hcimingjusamur - Þorvaldur Örlygsson, atvinnumaður með Nottingham Forest, í viðtali „Það þýðir ekkert að örvænta þótt ég sé ekki í lið- inu þessa stundina. Það er iangur og strangur vetur framundan og ég verð bara að bíta á jaxlinn, bölva í hljóði og nýta tækifærið þegar það kemur.“ Það er Þorvaldur Orlygsson knattspyrnumaður sem mælir þessi orð en Dagur heimsótti hann í Notting- ham á dögunum. Það kom nokkuð á óvart í fyrra er Þorvaldur fór nánast beint inn í lið Forest á meðan leikmenn eins og John Sheridan, David Curry og Lee Chapman, sem voru keyptir á 60-80 milljónir, komust varla á bekkinn. „Jú, það kom víst flestum á óvart hve fljótt ég komst inn í aðal- liðið í fyrra. Hins vegar er Brian Clough fram- kvæmdastjóri Forest þekktur fyrir að taka slíkar ákvarðanir og þess vegna hefði þetta ekki átt að koma svo á óvart. Það má segja að nú sé sama uppi á teningnum hjá félaginu. Ungur 19 ára strákur heldur mörgum eldri og reyndari leikmönnum fyrir utan Iiðið,“ sagði Þorvaldur er hann var inntur eft- ir þessum skjóta frama hjá félaginu. Þorvaldur Örlygsson í búningi Nottingham Forest. Clough myndi setja mig á sölulista En skjótt skipast veður í lofti og eftir að hafa verið fastur maður í öllum undirbúningsleikjum fyrir núverandi keppnistímabil datt Akureyringurinn skyndilega úr hópnum. Hver var ástæðan? Þorvaldur brosti og yppti öxlum. „Til að vera hreinskilinn þá hef ég ekki hugmynd um það. Ég byrjaði inn á í öllum undir- búningsleikjunum og skoraði nánast í þeim öllum. En eitthvað hefur Clough ekki verið sáttur við og því hef ég ekki enn spilað í deildinni í ár.“ Það er óhætt að fullyrða að Brian Clough framkvæmdastjóri Nottingham Forest sé einn litrík- asti persónuleiki enskrar knatt- spyrnu undanfarin 20 ár. Hann var leikmaður með Middles- brough og Sunderland en stjarna hans fór fyrst að skína er hann tók að sér að stjórna liðum. Clough kom Derby County í fremstu röð á fyrri hluta sjöunda áratugarins, var síðan rekinn frá Leeds eftir einungis þrjá daga hjá félaginu en kom síðan til Forest árið 1975. Þá var félagið slakt 2. deildar Iið en á nokkrum árum kom hann Nottinghamliðinu í röð bestu félagsliða í Evrópu. Þrátt fyrir þennan árangur er Clough mjög umdeildur maður og má segja að menn annaðhvort dýrki hann eða hati. í hvorum hópnum er Þorvaldur? KA-maðurinn glotti og vék sér fimlega undan því að svara spurningunni beint. „Ég hef ekk- ert upp á hann að klaga. Clough hefur verið mjög liðlegur varð- andi að fá frí í landsleiki og önn- ur þau skipti sem ég hef skroppið heim. Það er ekki spurning að þetta er mjög klár karl og ég tel mig heppinn að hafa komist und- ir hans handleiðslu. Hins vegar er því ekki að leyna að Clough er mjög fjarlægur og maður veit varla hvernig maður stendur gagnvart honum. Það þýddi t.d. ekkert fyrir mig að fara til hans og spyrja af hverju ég sé ekki í liðinu. Hann myndi að öllum h'k- indum henda mér út úr skrifstof- unni og setja mig á sölulista,“ sagði Þorvaldur og hló. Kom á óvart að detta úr landsliðinu Þegar landsliðið gegn Tékkum var valið var Þorvaldur ekki þar inni í myndinni, þrátt fyrir að hafa leikið bæði gegn Albönum og Frökkum. Kom ákvörðun landsliðsnefndar honum á óvart? „Já, ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart að detta út úr hópnum. Ég viðurkenni alveg fúslega að ég átti ekki góða leiki gegn Frökkum og Albönum. Hins vegar verður að taka tillit til þess að íslenska landsliðið í heild lék ekki vel í þessum tveimur leikj- um. Það er mjög erfitt að sýna eitthvað þegar maður fær fáa eða enga bolta til að moða úr. Ég verð þó að sætta mig við þessa ákvörðun þjálfarans því ein- hverra breytinga var þörf. Þegar nýr þjálfari tekur við liði þá vill hann auðvitað móta það eftir sínu höfði og e.t.v. er ekki pláss fyrir mig inni í þessum nýju hug- myndum.“ - Ef sú staða kæmi upp að þú yrðir valinn í hópinn fyrir næsta leik, myndirðu gefa kost á þér? Eftir að hafa hugsað sig um í smá tíma sagði Þorvaldur: „Það hlýtur að vera metnaður hvers knattspyrnumanns að leika fyrir landslið. Ef hins vegar sú staða kæmi upp að ég yrði að velja á milli þess að leika með landslið- inu eða Forestliðinu þá væri ég í klemmu. Málið er að það er miklu erfiðara að komast inn í liðið hér en að detta út. Ef sá leikmaður sem hugsanlega kæmi í minn stað í Forestliðinu stæði vel fyrir sínu þá gæti liðið langur tími þar til ég kæmist inn aftur. Það þýddi stressandi tíma á bekknum fyrir utan mikið tekju- tap. Ég yrði því að vega og meta stöðuna hverju sinni og get því ekki svarað þessari spurningu á þessu augnabliki." Fólk spáir mikið í hvað ég hef í tekjur - Þegar rætt er um atvinnuknatt- spyrnu þá setja margir samasem- merki þar á milli og mikilla pen- inga. Er þetta raunin? „Ég átti von á þessari spurn- ingu,“ sagði Þorvaldur kíminn á svip. „Það er ótrúlegt hvað fólk spáir mikið í hve miklar tekjur ég hef. Margir halda sjálfsagt að atvinnuknattspyrnumenn vaði í peningum. Staðreyndin er hins vegar sú að launin eru jafn mis- munandi eins og mennirnir eru margir. Auðvitað hafa þeir bestu það mjög gott en þegar niður í neðri deildirnar er komið eru menn nánast að lepja dauðann úr skel. Ég þarf hins vegar ekkert að kvarta enda hefði ég ekki farið út í þetta nema að vera öruggur um að bera eitthvað úr býtum.“ - Fer það í taugarnar á þér að fólk er að spá í launin þín? „Nei, alls ekki. Forvitni er hluti af eðli okkar og fólk má spekúlera eins og það vill um mín fjármál. Mér líður vel og ég er hamingjusamur og það hlýtur að vera fyrir öllu.“ - Það þýðir greinilega ekkert að reyna að pumpa þig um laun. En hvað geturðu sagt okkur um bónusa? Eru t.d. greiddir bónus- ar fyrir mörk? „Ja, ég hef ekki rætt nýlega við Lineker,“ sagði Þorvaldur grafal- varlegur á svip. Þegar hann sá undrunarsvipinn á blaðamannin- um skellti hann upp úr: „Nei, taktu mig ekki alvarlega. Bónus- ar eru stór hluti af launum okkar og það er því mikilvægt að liðinu gangi vel. Það eru hins vegar ein- ungis þeir sem spila með aðallið- inu sem fá bónus og því er það svo mikilvægt að komast í liðið. Ég hef ekki leyfi til að gefa upp neinar tölur en get samt fullyrt að t.d. ef Liverpool slær hið gamla stigamet Tottenham þá munu laun leikmanna liðsins í þessum mánuði hækka um 100%. Hins vegar held ég að ekki séu greiddir bónusar fyrir mörk en eins og ég sagði þá hef ég ekki rætt nýlega við Lineker.“ Nottingham líkist Akureyri Þorvaldur keypti sér einbýlishús í rólegu hverfi Nottinghamborgar í sumar og hefur smátt og smátt verið að koma sér fyrir. Olöf Ell- ertsdóttir, sambýliskona Þorvald- ar, kom með honum til Notting- ham eftir landsleikinn gegn Frökkum en hún var að klára hárgreiðslunám í Reykjavík í fyrra og gat því ekki tekið þátt í þessu nýja lífi fyrr en í sumar. Harpa, systir Þorvaldar, var hjá honum er blaðamaður Dags guð- aði þar á glugga en hún hefur ver- ið á mánaðar enskunámskeiði í Nottingham auk þess að aðstoða við að rífa veggfóður af íbúðinni! Þorvaldur sagðist vera ánægð- ur í Nottingham og kunna vel við íbúa borgarinnar. „Ég held að ég hafi verið heppinn að lenda í ekki stærri borg en Nottingham til að byrja með. Tempóið er mun af- slappaðra hér en í London og svo er borgin sjálf miklu hreinni en t.d. Liverpool eða Manchester. Það má á margan hátt líkja Nott- ingham við Akureyri því hingað koma margir Englendingar til að eyða sumarleyfinu líkt og margir Reykvíkingar eyða sínu fríi á Akureyri,“ sagði hann. Ekki kvaðst Þorvaldur verða Þorvaldur ásamt félaga sínum hjá Forest, Steve Hodge, sem er cinn snjallasti leikmaður liðsins og á að baki fjölda landsleikja fyrir Englands hönd.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.