Dagur - 10.10.1990, Síða 15

Dagur - 10.10.1990, Síða 15
íþróftir Knattspyrna: Þjálfar Ormarr KA? Svo kann að fara að Ormarr Örlygsson verði ráðinn þjálfari 1. deildarliðs KA í knatt- spyrnu. Ormarr myndi þá að öllum líkindum leika með lið- inu samhliða þjálfuninni. Ormarr sagði í samtali við Dag í gær að þetta hefði verið nefnt við sig en hann væri enn ekki tilbúinn að gefa nein svör. Stefán Gunnlaugsson, formað- ur knattspyrnudeildar KA, sagði að kannað hefði verið hvort Ormarr hefði áhuga á þjálfara- starfinu en hann hefði enn ekki svarað. „Ef hann tekur jákvætt í þetta verður gengið til viðræðna. En lengra er þetta ekki komið," sagði Stefán. „Það er rétt að þetta hefur ver- ið nefnt við mig. En ég ákvað að taka mér umhugsunarfrest og er ekki tilbúinn að gefa neinar yfir- lýsingar," sagði Ormarr Örlygs- son. Miðvikudagur 10. október 1990 - DAGUR - 15 Boðið upp á listhlaup á skautum á Akureyri í vetur standa vonir til að veru- legt átak verði hægt að gera fyrir þá sem hug hafa á að æfa listhlaup á skautum á Akur- eyri. Ung íslensk kona, sem æfði listhlaup í Lúxemborg til nokkurra ára, mun starfa sem aðalþjálfari hjá listhlaupsdeild Skautafélagsins í vetur og mun félagið bjóða upp á fastar æfingar, námskeið og einka- tíma fyrir þá sem hug hafa á að stunda íþróttina. Pað sem boðið verður upp á verða í fyrsta lagi fastar æfingar þrisvar í viku fyrir þá sem lengst eru komnir. Til að komast í þann hóp er skilyrði að viðkomandi sé búinn að ná nokkuð góðu valdi á skautahlaupi. í öðru lagi verða, til að byrja með, um þriggja vikna námskeið fyrir þá sem komnir eru með nokkra reynslu af að vera á skautum en eru samt ennþá óöruggir á þeim. í þriðja lagi verður boðið upp á þriggja vikna námskeið fyrir byrjendur. í fjórða lagi eru möguleikar á sértímum fyrir einstaklinga, einn eða fleiri, eftir nánara samkomu- lagi við þjálfarann. Þeir sem hafa hug á að afla sér nánari upplýsinga eða láta skrá sig eða börn sín á þessi fyrstu námskeið geta hringt í síma 21481 eða 24623 næstu kvöld. Ef veður verða hagstæð er vonast til að hægt verði að opna vélfrysta skautasvæðið áður en langt um líður en það verður nánar auglýst þegar að því kemur. Sovéska skautaparið sem sýndi listir sínar á Vetraríþróttahátíðinni. Akur- eyringar fá tækifæri til að spreyta sig í vetur. Mynd: kl Víðavangshlaup íslands: UFA með tvö gull Hugsanlegt er að Ormarr Örlygsson þjálfi KA á næsta keppnistímabili. Frjálsíþróttafólk úr Ung- mennafélagi Akureyrar náði ágætum árangri í Víðavangs- hlaupi Islands sem fram fór í Keflavík sl. sunnudag. Sigurð- ur P. Sigmundsson sigraði í karlaflokki auk þess sem sveit UFA sigraði í sveitakeppni stráka, 12 ára og yngri. Sigurður er ekki alveg ókunn- ugur þessu hlaupi því þetta var í 4. sinn sem hann vinnur það. Fyrst vann hann 1976, þá ’83, ’84 og nú. Hann hljóp 8 km á 29:06 mín., annar varð Jóhann Ingi- bergsson, FH, á 29:23 og þriðji Daníel Guðmundsson, USAH, á 29:30. Krakkarnir hlupu í 5 manna sveitum og hlaut fyrsti maður 1 stig, annar maður 2 stig o.s.frv. Sveit UFA hlaut 40 stig en í öðru sæti varð sveit FH með 59 stig. Sveit UFA skipuðu Smári Stef- ánsson, sem varð annar, Jóhann Finnbogason, sjötti, Vilhelm Firmakeppni GA: Hilmar vann fyrir „Slippinn“ Jónsson, sjöundi, Róbert Kára- son, tólfti, og Arnar Gunnars- son, þrettándi. Þetta er í fyrsta sinn sem UFA vinnur sveita- keppni á íslandsmóti. Sigurður P. vann hlaupið í 4. sinn. Golfvertíðinni á Akureyri lauk um síðustu helgi. Þá var leikið til úrslita í Firmakeppni GA en það var síðasta mótið á þessu tímabili. Sigurvegari varð Slippstöðin hf. en það var Hilmar Gíslason sem lék fyrir hana. Alls tóku 60 kylfingar þátt í keppninni og 105 fyrirtæki og var leikinn höggleikur með forgjöf. Hilmar lék geysilega gott golf og sigraði með nokkrum yfirburð- um, á 58 höggum nettó. Jöfn í 2,- 4. sæti á 64 höggum urðu Fast- eignasalan, Brekkugötu 4 - Sævar Jónatansson, Teiknistofa Karls Þórleifssonar - Jón Þór Guðjóns- I bana hafnaði Fasteignasalan í 2. son og Sérleyfisbílar Akureyrar- sæti, Teiknistofa Karls í 3. sæti Núnti Friðriksson. Eftir bráða- og Sérleyfisbílar í 4. sæti. Hilmar Gíslason, t.v., ásamt Gunnari Skarphéðinssyni starfsmannastjóra Slippstöðvarinnar. Handknattleikur: Völsungur-Þór í kvöld - KA mætir FH í Hafnarfirði íslandsmótinu í handknattleik verður haldið áfram í kvöld. KA-menn halda til Hafnar- fjarðar og mæta íslandsmeist- urum FH í 1. deildinni og á Húsavík mætast Völsungur og Þór í 2. deildinni. Leikur FH og KA átti að fara fram í 1. umferð en var frestað vegna erfiðleika KA-manna við að komast heirn frá Ítalíu. KA- menn byrjuðu íslandsmótið ágætlega, unnu tvo fyrstu leiki sína, en hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. íslandsmeistararn- ir hafa enn ekki unnið leik á mót- inu. Leikurinn hefst kl. 20. Leikur Völsungs og Þórs hefst kl. 21. Bæði liðin hafa leikið tvo leiki og hafa Völsungar hlotið 2 stig en Þórsarar 3 og má búast við hörkuleik á Húsavík í kvöld.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.