Dagur - 10.10.1990, Page 16

Dagur - 10.10.1990, Page 16
Bændur í Grýtubakkahreppi: Fundu kindur í Fjörðum Nítján kindur fundust í fyrra- dag í Fjörðum, eða nálægt 20 kílómetrum frá byggð. Þá fundust 6 kindur til viðbótar nær byggð, sem ekki höfðu áður verið heimtar af fjalli. Stefán Kristjánsson, bóndi á Grýtubakka í Grýtubakkahreppi, sagði að kindanna hafi orðið vart fyrir nokkrum dögum þegar kálf- ar voru sóttir þar norður eftir. Til að sækja féð var gerður út flokkur manna á vélsleðum og dráttarvélum. Stefán segir að þrátt fyrir töluverðan snjó hafi gengið vel að koma fénu til þyggða, enda hafi það verið vel á sig komið. Veður liefur hamlað því að hægt hafi verið að ganga aðrar göngur á þessu svæði. Stefán seg- ir að fyrir þær sakir hafi menn skimað í kringum sig og reynt að kemba það eftir mætti. Ólíklegt sé að svæðið verði gengið aftur skipulega, líklegra sé að farið verði í styttri leitarferðir. óþh Hlutabréf í Sæplasti: Uppseld á aöeins 12 dögum Sölu nýrra hlutabréfa í Sæplasti hf. á Dalvík lauk síðastliöinn föstudag og höfðu þá selst bréf að nafnvirði 6 milljónir króna á aðeins 12 dögum. Söluaðil- arnir, Kaupþing hf. í Reykja- vík og Kaupþing Norðurlands á Akureyri, höfðu reiknað með að selja þessi bréf á um einum og hálfum mánuði. „Það má segja að bréfin hafi selst jafnt og þétt síðustu vik- una,“ sagði Jón Hallur Péturssön hjá Kaupþingi Norðurlands hf. Hann segir að ekki hafi orðið verulegur kippur í sölunni þegar birtust tölur opinberlega um afkomu Sæplasts á fyrstu átta mánuðum ársins en þessar upp- lýsingar hafi þó ýtt við mörgum sem íhuguðu að fjárfesta í bréf- um í fyrirtækinu. Nú fer í hönd sá tími ársins þegar hvað mest eftirspurn er eft- ir hlutabréfum enda margir sem kaupa hlutabréf fyrir áramót til að nýta skattaafslátt sem kaup á hlutabréfum veita. „Því má reikna með að á næstu mánuðum verði mjög mikil sala í hlutabréf- um,“ segir Jón Hailur. JÓH Margt er sér til gamans gert. Tilvonandi nýnemar eða busar í MA verða að taka þátt í undarlegustu uppákomum sem og á myndinni hvar þeir eru boðnir upp til ýmissa verka. Mynd: Goiii Alþingi verður sett í dag: „Hef búið mig undir hressi- legri umræðu en oft áður“ Skagafjörður: Ekið á tólfta hrossið á árinu - lögregla býst til aðgerða - segir Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings Ekið var á hross á Siglufjarðar- vegi á móts við bæinn Kýrholt í Viðvíkursveit að kvöldi mánu- dags. Hrossið hljóp út í myrkr- Þrír átta ára drengir á Siglufirði: ODu skemmdum á verkstæði Fyrir skömmu var farið inn í verkstæðishús fyrirtækisins Bergs hf. á Siglufirði og skemmdir unnar á húsnæðinu. Lögreglan á Siglufírði hefur upplýst málið og voru þarna að verki þrír átta ára drengir. Erlingur Óskarsson, bæjarfógeti á Siglufirði, segir að drengirnir hafi farið inn um ólæstar dyr, tek- ið skipamálningu á verkstæðinu og málað gólf, klósett og gler sem þarna var. Hér sé því um nokkurt tjón að ræða. Erlingur segir að fljótt hafi ver- ið vitað hvaða börn voru þarna að verki. „Þetta eru bara óvitar. Ég held að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þeir voru að gera með þessu. Þeir hafa aldrei kom- ið nálægt neinu þessu líku áður,“ segir Erlingur. Mál af þessu tagi fer ekki hina hefðbundnu leið þar sem börn eru ekki sakhæf. Rannsókn er lokið og fær félagsmálafulltrúi bæjarins málið nú til meðferðar. JÓH ið eftir áreksturinn. Engin meiðsl urðu á fólki, en bíllinn skemmdist töluvert. Þetta er tólfta hrossið sem ekið er á á árinu í Skagafirði og Iög- reglu er tilkynnt um. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, sagði í samtali við Dag í gær að þar sem einhver brögð virtust vera að því að kvartað væri yfir lausagöngu hrossa mætti fara að búast við aðgerðum eins og smölun til að reyna að stemma stigu við vand- anum. Að sögn Björns er lausa- gönguástandið einna verst í Hegranesi núna. Eigendur lausa- gönguhrossa í Skagafirði geta því átt von á að þurfa að leysa hross sín úr haldi einn daginn ef þau eru að þvælast á stöðum þar sem þau eiga ekki að vera. SBG Sléttbakur EA-304, frystitog- ari Útgerðarfélags Akureyr- inga hf., hefur verið í heima- höfn síðustu tíu daga. Unnið er að dálitlum viðgerðum, en áhöfnin ásamt mökum er í Bandaríkjunum í boði Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Að sögn Þorleifs Ananíasson- ar, hjá Utgerðarfélagi Akureyr- Alþingi, 113. löggjafarþing, verður sett í dag. Að venju verður guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni kl. 13.30 og síðan ganga þingmenn til þinghúss, þar sem forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, setur þingið formlega. Viðstaddur þing- setninguna verður Landsberg- is, forseti Litháens, en hann er hér í opinberri heimsókn í boði Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra. Fastlega má búast við storma- sömu þingi, eins og ætíð er á síð- asta þingi kjörtímabils. Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings, segir að mörg stór mál verði á dagskrá til að byrja með. Hún nefnir að álmálið muni ugglaust setja mark sitt á þing- störfin fyrstu dagana. Þá verði fjárlagafrumvarpið að venju lagt fram í upphafi þings og um það verði tekist að hefðbundnum hætti. „Síðan á ég von á umræðu um landbúnaðarmál, útflutn- ingsmál og efnahagsmál af öllu inga, fór hópurinn, alls um 50 mans, fyrir rúmri viku til að skoða aðalstöðvarnar fyrir vestan. Þorleifur sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem áhöfn skips frá ÚA færi vestur í kynnisferð sem þessa. Meginhluti hópsins er væntan- legur heim í dag og mun Slétt- bakur halda aftur á veiðar um næstu helgi. ój tagi,“ segir Guðrún. „Þetta leggst mjög vel í mig. En það fer ekki hjá því að kom- andi kosningar setji mark sitt á þingið. Ég neita því ekki að ég hef búið mig undir hressilegri umræður en oft áður, en ég held að þinghald muni þó fara fram með ró og spekt eins og vera ber,“ segir Guðrún. Hún segir að reynslan sé sú á kosningaþingi að umræður verði snarpari en ella og þingmenn beiti sér meira og minni kjósendur þannig á sig. Ef ekkert óvænt kemur upp á með líf ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar verður ekki kos- ið fyrr en í vor. Guðrún segir að fyrir liggi starfsáætlun þingsins og gert sé ráð fyrir að þingstörfum Söltun er hafín hjá síldarsöltun Tanga hf. á Vopnafírði. Fyrsti farmurinn, um 35 tonn, var færöur til söltunar þar sl. mánu- dag og var það Húsavíkurbát- urinn Sigþór sem kom meö síldina. Hana fékk hann í Mjóafírði og Norðfjarðarflóa. Vertíðin fer að öðru leyti mjög rólega af stað og í gærdag urðu bátar lítið varir við síld á hefð- bundnum síldarmiðum eystra. Bátarnir tínast þó einn af öðrum á miðin og bíða átekta. Að sögn Aðalsteins Sigurðs- sonar, verkstjóra í síldarsöltun Tanga hf., er vart saltað nema á ljúki þann 15. mars 1991. Þannig gefist þingmönnum færi á að plægja akurinn heima í kjördæm- um sínum fyrir kosningarnar. „Þetta verður því stutt þing, en áreiðanlega annasamt,“ segir Guðrún. Ýmis teikn hafa verið á lofti um að hrikta kunni í stoðum ríkisstjórnarinnar. Einkum hefur gætt titrings í álmálinu svokall- aða. Forseti Sameinaðs þings og þingmaður Alþýðubandalagsins telur að ríkisstjórnin muni standa þetta óveður af sér og sitji til loka kjörtímabilsins. „Það er alltaf titringur öðru hverju. Það er með ríkisstjórnina eins og skjálftana fyrir norðan. Það koma svona hrinur annað slagið.“ óþh hálfum hraða, enda vinna ein- ungis um 15 manns við söltunina. Síðar er gert ráð fyrir að á milli 50 og 60 manns vinni við það hjá Tanga hf. að koma silfri hafsins fyrir í tunnum. „Þetta er góð síld - mér líst vel á hana,“ sagði Aðalsteinn. Fyrir liggja samningar um sölu saltsíld- ar til Skandinavíu og segir Aðal- steinn að þessi fyrsta síld fari til Svíþjóðar og Finnlands. „Söltunin er varla komin í gang ennþá. Þetta er ennþá rólegt og gott,“ sagði Aðalsteinn. Hann reiknaði með að ljúka við að salta þessi 35 tonn um miðjan dag í gær. óþh Áhöfn Sléttbaks EA-304: í kynnísfór í Bandaríkjunum Sfldarsöltun hafin hjá Tanga hf. á Vopnafirði: Iist vel á þessa sfld - segir Aðalsteinn Sigurðsson, verkstjóri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.