Dagur - 26.10.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 26. október 1990
fréftir
Reinhard Reynisson, sveitarstjóri á Þórshöfn:
Kvóti Reyknesinga í skiptum fyrir álver
„Fyrst að menn settu þetta
álver suður á Keilisnes þá ætt-
um við sem búum annars stað-
ar á landinu að gera skýlausa
kröfu til þess að fá kvóta í
staðinn. Ef hægt er að flytja
orku austan af landi suður á
Reykjanes til að mala þeim
gull þá hlýtur að vera hægt að
flytja kvóta af Reykjanesi út á
land til að mala okkur gull,“
segir Reinhard Reynisson,
sveitarstjóri á Þórshöfn.
Reinhard segir þetta ekki
óeðlilega kröfu heldur raunhæfa
verkaskiptingu milli landshluta,
þ.e. ef stjórnvöld vilja á annað
borð halda úti einhverri byggða-
stefnu.
Á Þórshöfn geta menn vel þeg-
ið meiri kvóta líkt og fleiri staðir
sem byggja afkomu sína á sjávar-
útvegi.
Henni brá illilega í brún stúlkunni sem var að gæða sér á epli heima hjá sér
fyrir skömmu. Þegar hún skar eplið í sundur, birtust tvær litlar pöddur
sprelllifandi. Ekki vitum við á Degi hvers kyns pöddur hér um ræðir en hægt
er að greina aðra þeirra í glasinu á myndinni. Þegar móðir stúlkunnar fór að
skoða tvö önnur epli sem keypt höfðu verið um leið, fann hún til viðbótar
grænan maðk í öðru þeirra. Heldur óskemmileg reynsla þetta. Mynd: kl
AKUREYRI
'jp- - - Skipagotu 12
Akureyri ■ Simi 21464
Kotrúð við oq gerið ykímr dagamun
HamBorgcui með jrönskum og
gosij 399.- kr.
Píta með grœnmed, frömskum og
gosi, 399 - kr.
Djúpsteyktur jhkur, Oríy með jrönskum, saíati,
sósu og gosi 499.- kr.
Okkar vinscdujjöískyídupakkar
Atvinnuástandið er þokkalegt
núna á Þórshöfn, að sögn Rein-
hards, ekki síst eftir að loðnan
fór að láta sjá sig. Allt er komið á
fulla ferð í loðnubræðslu Hrað-
frystistöðvar Þórshafnar en ann-
ars hefur ekki verið mjög mikið
að gera í hraðfrystistöðinni og
yfirvinna af skornum skammti.
Ilmur af nýbökuðum brauðum
er nú farin að kitla vit heima-
manna en bakarar eru farnir að
þreifa sig áfram í nýstofnaðri
brauðgerð Kaupfélags Langnes-
inga. SS
Fjáraukalög fyrir 1990 lögð fram:
Ríkissjóður rekinn með
5 milljarða króna haila í ár
Frumvarp til fjáraukalaga fyrir
áriö 1990 hefur verið lagt fram
á Alþingi. Fyrr á þessu ári var
samþykkt annað fjáraukalaga-
frumvarp en það tók nær ein-
göngu til þeirra breytinga á
útgjöldum ríkissjóðs sem
leiddu af hlutdeild ríkisins í
almennum kjarasamningum í
febrúar. Nú er útlit fyrir að
ríkissjóður verði rekinn með
tæplega 5 milljarða króna halla
á árinu í stað 3,6 milljarða
halla sem fjárlög gerðu ráð
fyrir.
Talsverðar breytingar hafa
bæði orðið á tekju- og útgjalda-
hlið ríkissjóðs á árinu frá því sem
áætlað var. Þannig hafa útgjöldin
aukist frá fyrri fjáraukalögum um
4 milljarða á meðan tekjur hafa
aðeins aukist um 3,6 milljarða.
Margir liðið valda auknum
útgjöldum hjá ríkissjóði í ár. Þar
má nefna aukin útgjöld vegna
lyfjakostnaðar, meiri kostnaður
vegna verkaskiptingar ríkis og
sveitarfélaga, aukin útgjöld
vegna samþykkta Alþingis þar
sem þungt vegur aukinn snjó-
mokstur síðasta vetur, framlag
ríkissjóðs til Endurbótasjóðs
menningarstofnana og halla-
rekstur ríkisstofnana frá árinu
1989. Þessir 5 liðir þýða samtals
2,4 milljarða í auknum útgjöld-
um.
Af öðrum viðbótarútgjöldum
má nefna rekstur framhalds-
skóla, kerfisbreytingar í skatt-
kerfinu, aukinn rekstrarkostnað-
ur í dómskerfinu, auknar útflutn-
ingsbætur, endurgreiðsla á sölu-
skatti til atvinnuveganna og við-
bótarframlag til hafnarmála. Þá
er ótalið nýlegt framlag vegna
stríðsástands við Persaflóa.
Ný tekjuáætlun sýnir að tekjur
aukast um 3,6 milljarða frá því
sem sagði í síðustu fjáraukalög-
um. Þar eru ástæður fyrst og
fremst tvær. í fyrsta lagi að álagn-
ing opinberra gjalda skilaði meiri
tekjum en gert hafði verið ráð
fyrir, einkum tekjuskattur fyrir-
tækja, sem sýnir betri afkomu
fyrirtækja á árinu 1989 en gert
var ráð fyrir.
Hin ástæðan er hert innheimta
sem skilað hefur ríkissjóði tals-
verðum viðbótartekjum. Þar er
bæði um að ræða innheimtuátak
ríkissjóðs og kerfisbreytingar við
upptöku virðisaukaskatts. JÓH
Breytingar á húsnæði Smiðjunnar a Akureyri:
„Yfirbragðið verður allt léttara4
- segir Hallgrímur Arason, veitingamaður
„Við höfum þegar haflð breyt-
ingar á útliti og aðkomu
Smiðjunnar. í desember og
janúar verður staðurinn lokað-
ur vegna breytinga og endur-
nýjunar innréttinga,“ sagði
Hallgrímur Arason, veitinga-
maður í Bautanum og Smiðj-
unni á Akureyri.
Veitingastöðum á Akureyri
hefur fjölgað á síðari árum á
sama tíma sem bæjarbúum hefur
lítið fjölgað. Er þessi þróun
vegna þess að íbúar Akureyrar
fara í auknum mæli út að borða?
Ekki er svo, að sögn veitinga-
manna á Akureyri. Sumartíminn
er mjög annasamur á veitinga-
stöðunum vegna ferðamanna, en
vetrartíminn er afar rólegur. Árs-
hátíðir félaga og fyrirtækja
bjarga þó miklu.
Einn elsti og virtasti matsölu-
staðurinn á Akureyri er Smiðjan,
sem hefur þjónað fólki um langt
árabil. Fólki sem hefur sóst eftir
góðum mat og góðri þjónustu.
Eigendur staðarins eru að
hefja framkvæmdir að breyting-
um á staðnum, gera hann vist-
legri og léttari, en veitinga-
reksturinn verður áfram með
sama sniði.
„Við höfum þegar hafið breyt-
ingar á fordyri Smiðjunnar og í
desember og janúar verður stað-
urinn lokaður vegna endurnýj-
unar innréttinga. Baldvin Bald-
vinsson, innanhúsarkitekt, hefur
hannað nýjar innréttingar og
breytingin verður mikil. Yfir-
bragðið verður allt léttara, en
eins og staðurinn er í dag, þá er
hann þungur. Valkostirnir verða
fleiri og betri og sætaskipan
önnur. Jafnframt fær barinn á
efri hæðinni andlitsupplyftingu,"
sagði Hallgrímur Arason. ój
Sveitarfélög á höftiðborgarsvæðinu
vilja jafna kosningaréttinn
Undanfarið hafa þær raddir
heyrst frá sveitaifélögum á
höfuðborgarsvæðinu að tíma-
Undirritaður hefur verið
samningur milli sjávarútvegs-
ráðuneytis, Hafnarsambands
sveitarfélaga og Tölvuþjónustu
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga um gerð tölvukerfis, sem
hefur hlotið nafnið Lóðsinn.
Kerfinu er ætlað að halda skrá
um skipaferðir og vigtun afla.
Tölvukerfið á að vera tilbúið til
notkunar 1. september 1991.
Samkvæmt nýjum lögum um
stjórnun fiskveiða, sem taka gildi
um næstu áramót hafa hafnirnar
yfirumsjón með vigtun afla og
bært sé að breyta vægi
atkvæða í alþingiskosningum
milli landshluta, og jafna kosn-
söfnun upplýsinga um löndun
afla.
„Tölvukerfi þetta verður sett
upp í öllum höfnum á landinu til
skráningar og eftirlits með magni
afla. Þannig eru hafnirnar tengd-
ar tölvu í Hafrannsóknastofnun
og senda dag hvern upplýsingar
um landaðan afla í viðkomandi
byggðarlagi. Verkefnið er liður í
samstarfi Hafnarsambands sveit-
arfélaga og sjávarútvegsráðu-
neytisins," sagði Guðmundur
Sigurbjörnsson, hafnarstjóri á
Akureyri. ój
ingaréttinn, þéttbýlinu við
Faxaflóa vil.
Áskell Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Norðlendinga, segir það
sína skoðun að ekki verði hróflað
við núverandi kosningafyrir-
komulag til Alþingis, nema koma
upp lýðræðislegu valdi í lands-
hlutunum til að fást við þá mörgu
málaflokka, sem búið er að fela
ríkinu.
„Þetta er forsenda fyrir allri
uppstokkun í vægi atkvæða.
Heimastjórnarvald landshlut-
anna verður að efla um leið.
Breytingum á atkvæðavægi verð-
ur þrýst í gegn ef þeir sem það
vilja fá til þess styrk. Jafnræði
valdsins í landshlutunum verður
að koma á móti jafnræði atkvæðis-
réttarins. Það er aðalatriðið, og
frumskilyrði þess að réttlætanlegt
sé að jafna kosningaréttinn," seg-
ir Áskell Einarsson. EHB
Nýtt tölvukerfi í höfnum landsins:
Hefiir hlotiö nafiiið Lóðsinn
- ætlað að skrá skipaferðir og vigtun afla