Dagur - 26.10.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. október 1990 - DAGUR - 7
Laxárfélagið fagnar 50 ára afmæli á morgun:
Veiðitúr í Laxá í Aðaldal
eins og að fara heim
- segir Orri Vigfússon, formaður Laxárfélagsins
Fimm tugir ára eru nú liðnir
síðan netaveiði á laxi var hætt í
Laxá í Aðaldal og veiðiréttur-
inn leigður til stangveiði-
manna. Þennan veiðirétt tók
Stangveiðifélagið Laxá fyrst á
leigu en síðar breyttist nafn
þessa félags í Laxárfélagið og
heitir svo enn þann dag í dag.
Annað kvöld fagna félagar
þessum tímamótum með
bændum við Laxá sem sam-
starf hefur verið mikið og gott
við á þessum tíma. Núverandi
formaður Laxárfélagsins er
Orri Vigfússon og hann var
spurður nánar um sögu félags-
ins.
„Já, árið 1940 var síðasta árið
sem lagðar voru gildrur og net í
ána. Jón Þorbergsson, þáverandi
ábúandi á Laxamýri, hafði þá
framsýni til að hætta þessari
gildruveiði og leigja stangveiði-
réttindi þess í stað. Árið 1941
hófst svo þessi stangveiði og
fremstir í flokki í þessu félagi
fóru þeir bræður Sæmundur og
Kristinn Stefánssynir, Stefán
Árnason á Akureyri og fáeinir
menn á Húsavík. Um 1950 voru
síðan formlega stofnaðar deildir
með aðild að félaginu á Akur-
eyri og Húsavík, Stangveiðifélag-
ið Straumar á Akureyri og Stang-
veiðifélagið Flúðir á Húsavík,"
segir Orri.
Félagar í Laxárfélaginu eru nú
um 140 að sögn Orra. Akureyr-
ingar eiga 3/6 félagsins, Reykvík-
ingar 2/6 og Húsvíkingar 1/6
hluta.
Farsælt samstarf
við bændur
Samstarf við bændur í Aðaldal
hefur verið stór þáttur í starfi
þessa félags. „Jú, þetta samstarf
hefur fyrst og fremst hefur ráðið
því hve giftusamlega hefur til
tekist í gegnum árin. Ég held að
þessi nána samvinna, það að við
fáum að taka þátt með bændun-
um í ræktunarstarfinu og öðru
geri það að verkum að starfið við
Laxá er svona farsælt. Bændur
hafa tekið okkur mjög vel og það
hefur verið reynt að hafa í þessu
samstarfi dýpri tón en bara.við-
skipti.
Eg held að allir meðlimir í
Laxárfélaginu séu sannfærðir um
að þetta sé sú mesta laxveiðiá
veraldar. Þarna er lax og óvenju-
mikil náttúrufegurð sem gerir
hana heillandi. Þegar menn eru
að leggja í veiðitúr í Laxá í
Aðaldal þá er það eins og þeir
séu að fara heim. Þetta er viðhorf
margra.“
Umræða milli manna
árið um kring
Orri segir að ræktunarstarfið í
Laxá í Áðaldal sé í nokkuð föst-
um skorðum. Þar ráði veiðifélag
bænda ferðinni en þeir vinni að
einhverju leyti í samráði við Lax-
árfélagið en fari fyrst og fremst
eftir tillögum Tuma Tómassonar,
sem gefur ráðleggingar um slepp-
ingar og annað slíkt.
Orri segir að utan veiðitíma-
bilsins hafi menn innan félagsins
mikið samband sín í milli og leggi
þá á ráðin í ræktunarstarfinu og
öðrum mikilvægum málum. „Jú,
það fer stöðugt fram umræða
milli manna um þetta áhugamál
og það gerir þetta einmitt mjög
spennandi, ekki bara á veiðitím-
anum heldur allt árið um kring.“
Stefnum að 3500 laxa veiði
á ári á komandi áratug
Enginn veit hvað framtíðin ber í
skauti sér. Þetta á við um laxveiði
og laxveiðimenn ekkert síður en
annað. Þó geta þeir sem að lax-
veiðiánum standa unnið mark-
visst að ræktunarstarfi sem síðar
mun skila þeim góðum árangri og
draga úr sveiflum í veiðinni. Orri
er bjartsýnn fyrir hönd veiði-
manna í Laxá í Aðaldal hvað
þetta varðar.
„Við fórum síðast í gegnum
lægð á árunum 1981-1984 þegar
veiðin fór langt niður. Sumir
vildu þá kenna um kuldaárinu
1979. Nú virðumst við vera að
fara í gegnum aðra lægð en mun-
urinn er samt sá að nú veiðist þó
meiri fiskur en í síðustu lægð.
Ræktunarstarfið hefur skilað
árangri, á því er ekki vafi. Við
höfum tölur allt frá seinustu öld
og fram til dagsins í dag og frá
aldamótum og til 1969 veiddust á
veiðitíma að meðaltali um 1000
laxar. Síðan þá hefur veiðin verið
að meðaltali um 2000 laxar og
þannig hefur meðalveiðin verið
tvöfölduð með ræktun. Við vit-
um að vísu ekki hvað við höfum
gert rétt og hvað rangt en ég held
að í framtíðinni verði skrefin
stigin í átt að því marki að veiðin
verði 3-3500 laxar að meðaltali á
veiðitímabili á þeim áratug sem
nú fer í hönd,“ segir Orri Vigfús-
son. JÓH
Frá Laxá í Aðaldal.
Félagsvist og bingó
verður haldið að Freyjulundi, föstudagskvöidið
26. október og hefst kl. 21.00.
3ja kvölda keppni.
Góðir vinningar.
\s
Nefndin.
A
Laugardagskvöldið 27. október
1. vetrardagur
Hljómsveitin
STYRMING
Sigfús Arnþórsson leikur fyrir matargesti.
Uppselt í mat.
Húsiö opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00.
★
tÉMtoÍ
Sunnudagsveisla á Súlnabergi
Spergilkálssúpa, ofnsteikt lambalæri og/eða reykt grísalæri.
Þú velur sjálfur sósuna og salatið.
Glæsilegt deserthlaðborð.
Allt þetta fyrir aðeins kr. 980.-
Frítt fyrir börn 0-6 ára, V2 gjald fyrir 7-12 ára.
Borðapantanir
fyrir matargesti
í síma 22200.
|j Hótel KEA j|
fyrir vel heppnaða veislu
Bílasala • Bílaskipti
Vantar jeppa
og fjóritjóladrifsbíla
á söluskrá
MMC Lancer 4x4 st, árg. '88,
ekinn 45.000, verð 1.050.000.-
Nöldursf.
Ford Bronco XLT, árg. '86, upph.
ekinn 53.000 mílur, verð 1.500.000,-
Mazda 626 2000 GLX A/T, árg. '86,
ekinn 70.000, verð 650.000.-
Subaru E-10 4x4 m/sætum, árg. '88,
ekinn 55.000, verð 650.000.-
BÍIASAIA
við Hvannavelli.
Símar 24119 og 24170.
Jeep Cherokee, árg. '86, ekinn
40.000 mflur, verð 1.450.000,-
RÍLftSfltlWW
Blaizer Silverrado, árg. '86,
upph. 38“ dekk, verð 1.900.000.
MMC Lancer 1500 GLX, árg. '90,
ekinn 4.000, verð 880.000.-
Citroen BX 16 TR station, árg. '87,
ekinn 90.000, verð 780.000.-