Dagur - 26.10.1990, Side 3
Föstudagur 26. október 1990 - DAGUR - 3
fréftir
u-
Stefán Pétursson með hnakkinn góða, Hrafninn.
Hnakkvirki á Akureyri:
Mynd: KL
Skýringa leitað á slæmum heimtum
af Garðsárdal:
Lækimir og Garðsáin
taka sinn toll
„Flestir hugsa vel um
hestinn en gleyma hnakknum“
- segir Stefán Pétursson, hnakkagerðarmaður
Á Akureyri er mikið rætt um
atvinnumál og sýnist sitt
hverjum. Einn vill stóriðju og
annar vill smærri einingar, þar
sem handverksmennirnir fá að
njóta sín. Mitt í þessari miklu
umræðu, leit blaðamaður
Dags inn hjá Stefáni Péturs-
syni, sem hannar og saumar
hnakka fyrir íslenska hesta-
menn jafnt sem erlenda. „Já,
hestamenn frá Svíþjóð, sem
eiga íslenska hesta, sækja mik-
ið til mín. Hnakkarnir Eldjárn
og Hrafn líka vel og ég hef vart
undan,“ sagði Stefán, hvar
hann sat við iðju sína.
Alltaf er sérstætt yfirbragð á
leðurverkstæðum og lyktin er seið-
andi. „Vandvirknin verður að
sitja í fyrirrúmi, þegar unnið cr
að söðlasmíði og leðrið fyrsta
flokks. Ég flyt allt leður inn frá
Norðurlöndunum og Englandi og
í setuna nota ég alltaf húsgagna-
skinn, það er best og þolir nún-
inginn.
Fyrir 7-8 árum hóf ég rekstur
Hnakkvirkis, en þar áður hafði
ég unnið á Skógerð Iðunnar á
fjórða tug ára. Ég hóf reksturinn
með framleiðslu hnakks sem-fékk-
nafnið Eldjárn. Hnakkurinn lík-
aði strax vel og í dag framleiði ég
hann mest fyrir börn, unglinga og
konur. Frá Eldjárninum þróaðist
hnakkur sem heitir Hrafn.
Hrafninn gefur meiri möguleika,
hann er breiðari og lengri og
atvinnutamningamennirnir og
hestamenn sem eru lengra komn-
ir kaupa þann hnakk. Eg er alltaf
að þróa smíðina og smá breyting-
ar verða. T.d. nota ég núna nýjar
upphengjur fyrir ístaðsólarnar,
en þær gefa aukna möguleika
með að breyta ásetunni, sem er
síórt atriði í allri reiðmennsku.
Já, það er rétt íslenskir hesta-
menn umgangast ekki reiðver sín
nægilega vel. Vel gerður hnakkur
sem vel er hugsað um endist
lengi. íslendingar ættu að taka
útlendu hestamennina til fyrir-
myndar, hvað viðkemur umhirðu
alla á hnökkum og beislum.
Flestir hugsa vel um hestinn, en
-gleyma hnakknum,“ sagði Stefán
Pétursson, hnakkagerðarmaður á
Akureyri. ój
„Vissulega farast alltaf lömb í
sumarhaganum, slíkt er lögmál
náttúrunnar. Hættur eru víða
sem taka sinn toll. Svo er hér á
Svalbarðsströndinni, en þó er
ástandið ekki eins slæmt og á
Garðsárdal,“ sagði Haukur
Laxdal, bóndi í Tungu á Sval-
barðsströnd.
Bændur á Svalbarðsströnd
hafa heimt allvel kindur sínar og
lömb nú á haustdögum, að sögn
Hauks. „Af fenginni reynslu hef
ég viðrað þá skoðun mfna við
bændur í Staðarbyggð, að þessar
illu heimtur á lömbum af Garðs-
árdal megi rekja til lækjanna á
dalnum. Tveir undangengnir vet-
ur hafa verið snjóþungir og
snjóalög eru hvergi meiri en á
Garðsárdalnum og í fjöllunum
þar fremra. Á fyrstu dögum
sumars og í lok júní voru leysing-
ar miklar og lækir í foráttu vexti.
Fjallshlíðarnar í Garðsárdalnum
og dölunum þar fremra eru sund-
ur skornar af giljuni og lækjum.
Pegar bændur ráku fé sitt inn á
dalinn voru mikil hlýindi og allir
lækir í vexti. Fullorðnu ærnar
renna inn dalinn og stökkva á
lækina og hafa sig yfir, en lömbin
lenda í flaumnum. Sum hafa sig
yfir, önnur ekki og lækirnir hirða
þau. Þessi er skýringin og hún
kemur heim og saman við að
ekkert finnst af hræjum. Lækirnir
Meleyri hf. á Hvammstanga:
Engin kvótavandræði
og góð skel
„Kvótinn stendur þokkalega
hjá okkur og skelveiðin fer
batnandi,“ segir Halldór
Jónsson, framkvæmdastjóri
hjá Meíeyri hf. á Hvamms-
tanga, um ástandið hjá fyrir-
tækinu. Veiði á innfjarð-
arrækju átti að hefjast í dag, en
Ferskar afurðir:
Ófrosið lambakjötið selst vel
- „ætti að lengja sláturtíðina“
„Hjá okkur gengur ágætlega
þessa dagana. Við erum að
teygja sauðfjárslátrunina fram
að mánaðamótum og síðan
erum við í öðru þess á milli,“
sagði Sigfús Jónsson hjá Fersk-
um afurðum á Hvammstanga
þegar Dagur hafði samband
við hann í gær.
Þegar sauðfjárslátrun lýkur um
næstu mánaðamót verður búið að
lóga um 5 þúsund fjár hjá Ferskum
afurðum. Slátrun hófst 20. ágúst
og er búin að standa yfir allt frá
því. Að sögn Sigfúsar hefur gengið
vel að selja lambakjötið í haust,
en það fer að stærstum hluta
ófrosið á markað á höfuðborgar-
svæðinu.
„Ég tel okkur íslendinga vera á
villigötum í sambandi við sauð-
fjárslátrunina. Það vantar að
lengja sláturtíðina svo ófrosið
kjöt sé á boðstólnum lengur.
Einn verslunareigandi sagði við
mig fyrir skömmu að það væri
góð sala í ófrosnu kjöti ef hægt
væri að fá það út næsta mánuð-
inn, sagði Sigfús.
Innmaturinn úr skepnum sem
slátrað er hjá Ferskum afurðum
fer ferskur á markað með kjötinu
og selst vcl. Sigfús segir að þeir
reyni að standa undir nafni og
selja ferskt ófrosið kjöt Allan
ársins hring er slátrun í gangi,
nautgripir, hross, svín og sauðfé.
Svínaslátrun hefur þó dregist
saman í ár vegna þess hve margir
svínabændur gáfust upp f fyrra.
Búið er að lóga um 100 folöldum
það sem af er og töluverðu af
nautgripum. Að sögn Sigfúsar
hefur verið veruleg aukning hjá
fyrirtækinu í umsvifum á árinu og
salan jöfn og drjúg. SBG
það frestast fram í næstu viku.
Tveir bátar eru á skel hjá
Meleyri og undanfarið hefur
veiði gengið vel hjá þeim. Veður
hefur verið það gott að þeir hafa
getað verið á veiðum út með
Ströndum. Að sögn Halldórs er
eftir töluverður kvóti í úthafs-
rækju svo að hægt verður að
halda þeim veiðum áfram um
tíma.
Tveir minni bátar munu leggja
upp innfjarðarrækju hjá Meleyri
og bjóst Halldór við að hægt yrði
að halda uppi vinnslu í fyrirtæk-
inu út árið. Hann sagðist ekki sjá
fram á nein kvótavandræði þessa
stundina, og meðan skelin væri
góð og þegar innfjarðarrækjan
væri einnig komin inn í dæmið,
þá ætti allt að ganga upp.
Slík veðurblíða er búin að vera
á Hvammstanga síðustu daga að
Halldór sagði það hafa borist í tal
að líklega hefði ekki verið logn í
svona marga daga samfleytt síð-
an sautjánhundruð og eitthvað.
SBG
Undirbúningur byggingaframkvæmda við MA hafinn:
Steftit að byggingu árið 1992
í fjárlagafrumvarpinu sem lagt
var fram á Alþingi nýverið er
ekki gert ráð fyrir fjárveitingu
til Menntaskólans á Akureyri
vegna nýbyggingar við skólann
sem nú er orðið mjög brýnt
verkefni. Tryggvi Gíslason,
skólameistari, segir að ekki
hafi verið við því að búast
heldur sé stefnan sú að fjár-
veiting fáist áríð 1992.
Á fjárlögum yfirstandandi árs
er gert ráð fyrir að veita um 2,4
miUjónum króna til skólans
vegna undirbúnings byggingar-
framkvæmda. Tryggvi segir að
mjög lítill hluti þessa fjár hafi
verið nýttur en hönnunarvinna
fari nú á fullan skrið og standi
fram eftir næsta ári. Stefnan sé á
fjárveitingu árið 1992.
„Auðvitað slást allir um þessa
peninga en nú er að flestra dómi
röðin komin að Menntaskólanum
á Akureyri. Hér hefur verið
byggt allt í kringum okkur og líka
á Akureyri en við höfum setið og
beðið okkar vitjunartíma sem við
teljum nú kominn. En árið 1992
viljum við fá mikið fé og vera
fljótir að byggja kennsluhús sem
hægt yrði að taka í notkun haust-
ið 1993,“ segir Tryggvi. JÓH
og Garðsáin eru valdar þessa alls
að mínu viti,“ sagði Tungubónd-
inn. ój
Hvammstangi:
Innbrotið
upplýst
Innhrotið í Söluskálann á
Hvammstanga í síðustu viku
upplýstist án mikilla vand-
kvæða að sögn Kristjáns Þor-
björnssonar, aðalvarðstjóra á
Blönduósi.
Að verki voru nokkrir ungling-
ar og höfðu þeir farið inn um
glugga á húsinu. Þýfið var ekki
mikið, eitthvað af sælgæti og
tóbaki og síðan eitthvað af smá-
peningum. SBG
Skagaströnd:
Gengið frá
fyrir veturinn
Enn hefur ekki komið það
mikið frost að hægt væri að
hefjast handa við akstur í hafn-
argarðinn á Skagaströnd. Unn-
ið var fjóra daga við lagningu
vegar til grjótnámunnar, en
hvorki er búið að fullklára
hann né sprengja í námunni.
Veriö er að laga smábáta-
bryggjuna á staðnum, en í
hana vantaði orðið stífingar.
„Menn er hér að ganga frá fyr-
ir veturinn og engar stórfram-
kvæmdir áætlaðar nema í sam-
bandi við hafnargarðinn," sagði
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri,
þegar Dagur talaði við hann.
I sumar keyrði flutningaskip á
viðlegukant bryggjunnar á
Skagaströnd. Að sögn Magnúsar
standa enn yfir útreikningar hjá
matsmönnum vegna skemmd-
anna og því ekkert komið út úr
málinu.
Höfðahreppur sótti um 98
milljónir á næstu fjárlögum til
hafnarframkvæmda og einnig að
einhverju væri veitt í veginn milli
Skagastrandar og Blönduóss.
Magnús sagði að aðallega þyrfti
að breyta nokkrum köflum veg-
arins með tilliti til snjóþunga, en
þegar jafn snjóþungt er og var í
fyrra gerir ófært jafnharðan og
búið er að opna. SBG
Tilboð í kaup á rekstrar-
vörum SigluQarðarbæjar:
Tumi Þumail og
SigurðurFanndal
voru lægstír
Tvö siglfirsk fyrirtæki buðu
lægst í kaup á rekstrarvörum
fyrir Siglufjarðarbæ, en tilboð
voru opnuð í þau í vikunni.
Þetta tru fyrirtækin Tumi
þumall og Verslun Sigurðar
Fanndal.
Auk þeirra bárust tilboð frá
þrem fyrirtækjum í Reykjavík,
Sámi sf, Effco heildverslun og
Isaco.
Að sögn Þráins Sigurðssonar,
bæjartæknifræðings, er verið að
meta tilboðin og sagði hann að
væntanlega yrði tekin ákvörðun
um það á bæjarráðsfundi í næstu
viku við hverja yrði samið. óþh