Dagur - 26.10.1990, Síða 4

Dagur - 26.10.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 26. október 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGAHSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Ú.A. hefiir sérstöðu Miklar umræður hafa farið fram undarfarið á Akur- eyri og víðar á Norðurlandi um atvinnumál, sem er mjög eðlilegt í ljósi þess að atvinnuástandið á Norðurlandi eystra og vestra er mjög slæmt. Það vekur vissulega mikla athygli, að samkvæmt fréttum nýlega stefnir í að landsmenn ætli að verja 5,5 milljörðum króna í kaup á hlutabréfum í nokkr- um fyrirtækjum á þessu ári. Hver skyldi vera skýringin á þessu breytta viðhorfi landsmanna til atvinnurekstrarins í landinu? Hluti af henni er trú- lega sá, að kaupi menn hlutabréf fyrir 100 þúsund krónur fá þeir skattaafslátt upp á 45 þúsund krón- ur á móti. Útgerðarfélag Akureyringa er eitt af þeim fyrir- tækjum, sem aukið hafa hlutafé sitt verulega á þessu ári með hlutabréfasölu. Svo mikil ásókn var í bréfin að færri fengu en vildu. Nú hefur stjórn félagsins ákveðið að bjóða út 50 milljónir króna á nafnverði til viðbótar, og trúlega gengur eins vel að selja bréfin eins og áður. Eins og allir vita, er eignaraðild að Ú.A. þannig háttað að Akureyrarbær, íbúar á Akureyri, á meirihluta í fyrirtækinu. Eignarhlutur bæjarsjóðs minnkaði að vísu af því bærinn nýtti sér ekki for- kaupsréttinn nema að hálfu leyti, þegar fyrra hlutafjárútboðið fór fram. í sambandi við þessi hlutafjárútboð í Ú.A. hafa þær spurningar vaknað hvort nauðsynlegt sé að Akureyrarbær eigi áfram meirihluta í Ú.A., og hvort bærinn eigi að falla frá forkaupsrétti sínum, eða jafnvel draga sig að mestu út úr félaginu, og nota það fjármagn sem þannig fengist til annarrar atvinnustarfsemi í bænum. Slíkar hugmyndir um að selja fyrirtæki bæjarins, sem vel ganga, hafa áður komið fram. En hvað þá um fyrirtæki eins og Krossanes? Vill nokkur kaupa hlutabréf í því fyrirtæki? Er einhver einkaaðili til- búinn til að taka við því fyrirtæki, þótt allt hlutafé Akureyrarbæjar væri afskrifað, en viðkomandi tæki við skuldunum? Sannleikurinn er auðvitað sá að almenningur sækist ekki eftir að kaupa hlutabréf nema í þeim fyrirtækjum sem ganga vel og skila góðum arði. Svo einfalt er það. Eins og alkunna er, þá hefur Ú.A. þó nokkra sér- stöðu meðal útgerðarfyrirtækja landsmanna í dag. Allur afli ísfisktogara félagsins er unninn hjá félag- inu sjálfu, og þess vegna hefur fjöldi bæjarbúa þar örugga og góða atvinnu. Það er því réttnefni, þeg- ar Ú.A. er kallað óskabarn Akureyringa. Af þessum ástæðum er ekki ástæða til að Akureyrarbær dragi sig út úr félaginu. Það er engan veginn öruggt að „kapítalistarnir11 sem við tækju myndu reka fyrir- tækið á sama hátt og gert er í dag, með hagsmuni allra bæjarbúa að leiðarljósi. S.O. f/ hvoð er að gerast , Starfsmannafélag ríkisstofnana: Fundur með félagsmönnum haldinn á Akureyri Starfsmannafélag ríkisstofnana verður með svokallaðan stórfund með félagsmönnum á morgun, laugardaginn 27. okt. Fundurinn fer fram í sal Starfsmannafélags KEA í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð og stendur frá kl. 13.00-17.00. Þátttaka félagsmanna tilkynn- ist til Þorsteins Péturssonar hjá fæjarfógeta Akureyrar, í síma 96-26900. Dagskrá fundarins sem er fjölbreytt, er svohljóðandi: Kl. 13.00 Kjaramál - Hvað á að gera í nóvember? KI. 13.30 Uppbygging SFR. Auk- ið lýðræði. Landshlutadeildir. Kl. 14.00 Hópvinna. Kl. 15.00 Kaffi. Kl. 15.30 Hópar skila áliti. Barnaskóli Húsavíkur og Húsgull hafa í samvinnu sett upp sýningu Akureyri: Myndlistar- sýning Aðalsteins Vestmann Myndlistarsýning Aðalsteins Vestmann sem staðið hefur yfir í Gallerí Delfi í verslunarmiðstöð- inni Sunnuhlíð á Akureyri, hefur verið framlengd til nk. sunnu- dagskvölds. Sýningin sem var opnuð þann 13. okt. sl., er opin daglega frá kl. 14-20 og þegar hafa um 400 manns komið á hana. Á sýning- unni eru 72 verk, vatnslitamynd- ir, olíuverk og myndir unnar með blandaðri tækni. Kynning á gæða- stjómun þjónustu Gæðastjórnun er vaxandi þáttur í stjórnun íslenskra fyrirtækja. Fjöldi athugana hefur sýnt að fyrirtækjum og stofnunum geng- ur vel ef gæðum er stýrt, því virk gæðastjórnun hefur bæði áhrif til kostnaðarlækkunar og söluaukn- ingar. Endurmenntunarnefnd Háskól- ans mun þann 30. október bjóða upp á kynningu á grunnhugtök- um og aðferðafræði gæðastjórn- un þjónustu. Leiðbeinandi verð- ur Höskuldur Frímannsson rekstr- arhagfræðingur hjá Ráðgarði, en hann hefur þróað gæðaaðferðina fyrir þjónustufyrirtæki og stofn- anir. Kynningin er ætluð stjórnend- um fyrirtækja og stofnana og þeim sem iáta sig gæði einhverju máli skipta. Markmið kynningarinnar er að þátttakendur kynnist grunnhug- tökum og aðferðafræði við að ná fram varanlegum umbótum. Þeir geti metið þörf fyrir gæðastjórn- un þjónustu í fyrirtækjum sínum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Endurmenntunar- nefndar Háskóla íslands í síma 694923/24. Kl. 16.00-17.00 Almennar um- ræður, m.a. er áhugi á beinu flugi frá Akureyri, erlendis næsta sumar. Forystumenn SFR sitja fyrir svörum. Á þessum fundi gefst félögum tækifæri til þess að ræða kjara- málin og ekki síður hvernig félag Þrír listamenn opna samsýningu í Safnahúsinu á Húsavík á morgun laugardag kl. 14. Við opnun sýn- ingarinnar mun ungt fólk annast sem samanstendur af veggspjöld- um með myndum og texta. Sýn- ingin er fengin frá Landvernd og nefnist Mengun - Sorp - Endur- vinnsla, og er ætluð til að vekja fólk til umhugsunar um þau umhverfisvandamál sem steðja að. Sýningin verður opin frá kl. 8-16 til 2. nóv. Sýningin verður einnig opin frá kl 10-13.30 á laugardag og munu fulltrúar frá Húsgulli þá vera til staðar til að ræða við sýningar- gesti og ýmsar upplýsingar frá félaginu liggja frammi. A sama tíma verða nemendur 8. og 9. bekkjar með kynningu á verkefni sem nefnist Mataræði og holl- usta. Þessa viku hefur aðaláhersla verið lögð á umhverfisfræðslu hjá nemendum barnaskólans. Vetrarstarf Flugmódelfélags Akureyrar er hafið og verður starfsemin til húsa í íþróttavallar- húsinu við Akureyrarvöll. Opið verður tvisvar í viku, á fimmtudagskvöldum frá kl. 20-23 og á laugardögum frá kl. 15-18. Smíðaaðstaða verður í vallar- húsinu fyrir þá félaga sem þess Samtök um sorg og sorgarvið- brögð halda kynningarfund í Barnaskóla Húsavíkur mánudag- inn 29. okt. og hefst fundurinn kl. 20. Á fundinn koma Gfsli G. Auðunsson, heilsugæslulæknir og sr. Sighvatur Karlsson, sóknar- prestur. Nýlega hafa tveir slíkir fundir verið haldnir í Kelduhverfi, en verið lítið sóttir. Nú hefur verið ákveðið að kanna viðbrögð við fundi á Húsavík og sjá til hvort grundvöllur er til að stofna deild í Samtökunum um sorg og sorgar- viðbrögð. Á fundinn eru allir velkomnir og hann er ekki aðeins ætlaður fólki sem syrgir látna ástvini, heldur einnig þeim sem eiga í erf- iðleikum t.d. vegna veikinda, skilnaðar eða atvinnumissis. Enginn þarf að tjá sig á fundinum SFR á að vera í framtíðinni. Á að deildaskipta félaginu, stofna landshlutadeildir eða hvernig get- ur félagið þjónað sínum félags- mönnum best? Stjórn SFR hvet- ur félaga til þess að mæta á fund- inn og taka þátt í umræðunni og leggja um leið sitt af mörkum til þess að rétta leiðin finnist. tónlistarflutning og allir eru boðnir velkomnir. Sýningin verð- ur síðan opin kl. 14-21 til 4. nóvember. Listamennirnir þrír eru allir með próf frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Torfi Ásgeirsson, listmálari, sýnir 20 myndir unnar með olíu og akríl. Torfi hélt sína fyrstu einkasýningu í vor, en sýningin í Safnahúsinu er fyrsta samsýning- in sem hann tekur þátt í. Torfi átti heima á Halldórsstöðum í Laxárdal á bernskuárum sínum, sn móðir hans er Hrafnhildur Ólafsdóttir frá Þórðarstöðum á Húsavík. Oddný E. Magnúsdóttir, mynd- menntakennari á Húsavík, sýnir 10 myndir, bæði myndvefnað og saumaðar myndir. Oddný hefur haldið eina einkasýningu og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hún er í Textílfélagi íslands og það er Hólmfríður, þriðji lista- maðurinn einnig. Hólmfríður Bjartmarsdóttir frá Sandi, myndmenntakennari við Hafralækjarskóla, sýnir 10 myndir, myndvefnað. Hólmfríð- ur hefur tekið þátt í mörgum samsýningum. óska. Allir þeir sem óska nánari upp- lýsinga um Flugmódelfélagið og starf þess eru boðnir velkomnir og einnig er hægt að hafa sam- band við Kjartan Guðmundsson í síma 25220, Magnús Ottósson í síma 22197 eða Björn Sigmunds- son í síma 23243. frekar en hann vill en fólki mun gefast kostur á að ræða einslega við fundarboðendur. Kaffiveit- ingar verða á fundinum. Akureyri: Kynning á þró- unarheimspeki Kynning verður haldin á Akur- eyri, ef næg þátttaka fæst, á þró- unarheimspeki, stöðu mannsins í þróuninni og skyldu efni. Skráning fer fram laugardag- inn 27. okt. og þriðjudaginn 30. okt., frá kl. 18-19 báða daganna. Skráning fer fram í símum 22093 (Anna) og 25728 (Gunnar). Skráningargjald er kr. 1500.-. Sýning í Barnaskóla Húsavíkur: Mengun - Sorp - Endurvinnsla Safnahúsið á Húsavík: Samsýning þriggja listamanna Flugmódelfélag Akureyrar: Vetrarstarfið hafið Samtök um sorg og sorgarviðbrögð: Kynningarftmdur á Húsavík

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.