Dagur - 26.10.1990, Page 5
~
!
Leikfélag Húsavíkur:
Land míns föður
í kvöld
Leikfélag Húsavíkur sýnir Land
míns föður kl. 20.30 í kvöld.
Verkið er eftir Kjartan Ragnars-
son og í leikstjórn Sigurðar Hall-
marssonar.
Þetta er 26. sýning leikfélags-
ins á verkinu, en fyrsta sýningin í
haust. í vor var verkið sýnt' 25
sinnum fyrir alls 2600 sýningar-
gesti. Á laugardag kl. 15 verður
27. sýning verksins í Samkomu-
húsinu. IM
Sjallinn:
Lambada dans-
sýning í kvöld
í kvöld verður sýning á Lamb-
ada-dansi í Sjallanum. Þar sýna
tvö af fremstu danspörum Dana,
hvort í sínum aldursflokki. Þessi
pör koma hér við á leið sinni á
heimsmeistaramótið í Lambada í
New York. Á leið sinni vestur
um hafa koma þau hér við og
sýna á tveimur stöðum á landinu.
Hér gefst því kjörið tækifæri til
að sjá Lambada eins og hann ger-
ist bestur.
Alþýðuhúsið
á Akureyri:
Dansleikur
annað kvöld
Annað kvöld verður almennur
dansleikur á 4. hæð Alþýðuhúss-
ins á Akureyri, í sal Bláhvamms
hf. Það er Bláhvammur hf. sem
stendur fyrir þessum dansleik
sem jafpframt er hinn fyrsti
almenni á þessum stað. Ætlunin
er að efna til nokkurra slíkra
dansleikja á vetri komanda. Mat-
argestir Fiðlarans fá frían miða á
dansleikinn. Hljómsveitin Klass-
ík sér um fjörið og verður húsið
opið frá kl 22 til 03.
Föstudagur 26. október 1990 - DAGUR - 5
Útfararskreytingar
Kirkjuskreytingar
Kransar og krossar
— alíslenska greiðslukortið
Upplýsingar og eyðublöð:
Vátryggingafélag íslands hf.
Glerárgötu 24, Akureyri.
>
i
NÚERAÐ HITTA Á RÉITU KÚWRNAR
Efþú hittirfœrðu milliónir
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.