Dagur - 26.10.1990, Síða 6

Dagur - 26.10.1990, Síða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 26. október 1990 Samþykktir aðalfundar Landssambands smábátaeigenda: Banndagakerfið er nauðsyn- legur þáttur í smábátaútgerð - segir m.a. í ályktun um stjórnun fiskveiða Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda var haldinn dagana 7. og 8. október sl. Þar voru samþykktar fjölmargar ályktanir sem varða hagsmuna- mál smábátaeigenda. Lítum hér á nokkrar þeirra. Stjórnun fískveiða Ein af mikilvægari ályktun fund- arins lýtur að máli málanna, stjórnun fiskveiða. Ályktunin er svohljóðandi: „Brýna nauðsyn ber til þess að standa vörð um banndagakerfið í fiskveiðilög- gjöfinni sem kemur til fram- kvæmda 1. janúar 1991, þannig að ekki komi til þess að bátarnir í því kerfi verði reiknaðir inn í kvótakerfið 1. september 1994. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú þegar lýst vilja sínum til að stuðla að því að svo megi verða og lýsir Landssamband smábátaeigenda fullum vilja til samstarfs í því máli. Ýmsar aðferðir eru hugsanleg- ar til að viðhalda banndagakerf- inu og má t.d. benda á þá leið að setja þak á banndagabátana mið- að við stærð þeirra og gera kvóta þeirra ef til uppreiknings kæmi 1994 óframseljanlegan með öllu. Banndagakerfið er nauðsyn- legur þáttur í smábátaútgerð. Það frjálsræði sem ríkir innan þess er svörun við þeim mann- lega þætti sem smábáturinn þjón- ar í samfélaginu. Hann ber að varðveita. Landssamband smábátaeig- enda lýsir þungum áhyggjum sín- um af því hve sóknarmunstur flotans er að raskast miðað við stærðarsamsetningu skipanna. Á sama tíma og öflugustu skipum er leyft að skarka innan landhelgi og uppi í fjörum alls staðar í kring- um landið sækja smábátarnir æ lengra á haf út. Þessari þróun mótmælir landssambandið kröftuglega og bendir á þversögnina sem í henni felst gagnvart öryggissjónarmið- um. L.S. vill benda á að svo virð- ist sem hinn upprunalegi til- gangur kvótakerfisins sé gleymd- ur og grafinn. Allt tal um fiskfrið- un og vernd er horfið í skuggann af karpi manna um uppskiptingu veiðiheimilda og verðmæti þeirra. L.S. beinir þeim tilmælum til félaga og hagsmunasamtaka inn- an sjávarútvegsins að þau taki upp opna umræðu um árangur kvótakerfisins og hvert það er að skila þessari mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar.“ Dragnótaveiðar Dragnótin hefur verið þyrnir í augum smábátasjómanna. Um þessi mál gerði landssambandið svohljóðandi ályktun: „Mikil og almenn óánægja er með gegndar- lausa ofnotkun dragnótar. Nær sú óánægja langt út fyrir raðir smábátaeigenda. Meðal annars er það álit margra, að dragnót hafi skaðvænleg áhrif á hrygn- ingu staðbundinna fiskistofna. Þess vegna leggur L.S. fram eftir- farandi tillögu um notkun drag- nótar í landhelgi íslands: 1. Landssamband smábátaeig- enda telur rétt að engar drag- nótaveiðar verði leyfðar innan fjarða og aðeins minni bátar frá viðkomandi svæði fái að veiða innan landhelgi að grunnlínu. Möskvastærð dragnótar skal þó aldrei vera minni en 155 mm. 2. Ennfremur leggur L.S. til að dragnótaveiðar verði þvf aðeins leyfðar að kola á þeim svæðum, sem fyrir liggja óyggj- andi niðurstöður rannsókna, að þessar veiðar skaði á engan hátt lífríki sjávar né klak fiskistofna." Grásleppan Á undanförnum árum hefur á ýmsu gengið með grásleppuveið- ar smábátasjómanna. Erfiðleik- um hefur valdið tregða á hrogna- mörkuðum erlendis og því hefur birgðasöfnun grásleppuhrogna verið mikil. Eftirfarandi ályktun um grásleppumálin var samþykkt á aðalfundi L.S.: „A. Um veiðileyfi á grásleppu. 1. Veiðum á vertíðinni ’91 og ’92 verður stjórnað með leyf- isveitingum. 2. Lagt er til að skipuð verði 3ja manna nefnd, 2 menn frá L.S. og 1 frá sjávarútvegsráðu- neytinu. Hlutverk nefndarinnar skal vera að fjalla um umsóknir fyrir grásleppuveiði, skera úr í ágreinings- og vafaatriðum og gera tillögu til sjávarútvegsráðu- neytisins að útgáfu á grásleppu- veiðileyfi. f>á er þess farið á leit við sjávarútvegsráðuneytið að ekki verði gefið út leyfi nema að fenginni tillögu frá áðurnefndri nefnd. 3. Hverjir eiga rétt á grásleppu- veiðleyfi? a) Þeir sem stundað hafa grá- sleppuveiðar á tímabilinu 1987- 1990, í sérstökum tilvikum er nefndinni þó heimilt að gera undantekningar þar á. íslensk tónlist á nú mjög undir högg að sækja og verður íslenski tónlistardagurinn nk. laugardag 27. október helgaður því mikil- væga baráttumáli íslenskra tón- listarmanna að fá að sitja við sama borð og aðrir listamenn í landinu, en samkvæmt núgild- andi lögum er íslensk tónlist virð- isaukaskattskyld, hvort sem er á hljómplötum eða í lifandi flutn- ingi. íslensk hljómplötuútgáfa hefur undanfarin ár verið rekin með miklum halla einkum eftir að nýju útvarpslögin tóku gildi og tónlistarneysla landsmanna færð- ist að miklu leyti yfir á hinar fjöl- mörgu útvarpsrásir sem þýðir minnkandi hljómplötusölu. Öll- um er þó ljóst mikilvægi þess að íslensk tóníist hljómi áfram á öld- um ljósvakans til mótvægis við hina sívaxandi flóðbylgju banda- rískra og engilsaxneskra áhrifa. Um leið og verð á hljómplöt- um hefur hlutfallslega lækkað miðað við verðlag undanfarinna ár og fjöldi seldra eintaka hefur minnkað, þá hefur sjálfur fram- leiðslukostnaðurinn hækkað með tilkomu geisladisksins og fleiri þátta. Hér er því um lífsspursmál íslenskrar hljómplötuframleiðslu að ræða og krafan er einföld: Engan skatt á íslenska tónlist. Þá er mjög á brattann að sækja hvað snertir lifandi tónlist og fer nú óðum fækkandi þeim mögu- leikum sem áður voru fyrir hendi varðandi tónleikahald á lands- byggðinni. Harðnandi samkeppni við nýja valkosti í skemmtana- og eins og þú vilt að aorir aki! UMFERDAR b) Þeir sem skilað hafa veiði- skýrslum og gert upp við Greiðslu- miðlun. 4. Grásleppuveiðileyfi skal bundið við bát. B. Framlag til þróunar- og markaðsmála. Samþykkt að grásleppusjó- menn greiði á grásleppuvertíð- inni 1991 1% af brúttóverði full- uppsaltaðrar tunnu af grásleppu- hrognum til þróunar- og mark- aðsmáia.“ Öryggismál Aðalfundur landssambandsins gerði og samþykkt um öryggis- menningarlífi íslendinga, sam- fara auknum tækni-, ferða- og kynningarkostnaði gerir það að verkum að hæpið er fyrir t.d. meðalþekkta hljómsveit að leggja land undir fót öðruvísi en að vera viðbúin því að þurfa að borga með sér. Þetta er sérstaklega alvarlegt þar sem þorri þeirra listamanna sem fást við að semja og flytja íslenska tónlist á hljómplötum og þar með fyrir útvarp, hefur til skamms tíma litið til tónleika- halds sem einustu tekjustofna sem tónlistariðnaðurinn byði upp á, sökum hins langvinna tap- reksturs útgáfunnar. Þó að tón- leikar eigi lögum samkvæmt að vera undanskildir sýnir reynslan að einungis örlítill hluti þeirra tónleika sem haldnir eru í land- inu túlkast skattfrjálsir, þ.e. klassískir tónleikar. Sjöunda Náttúruverndarþing verður haldið dagana 26.-28. október 1990 á Hótel Loftleið- um. Þingið verður sett föstudag- inn 26. október kl. 16.00 af for- manni Náttúruverndarráðs Eyþóri Einarssyni, en áður en almenn þingstörf hefjast mun umhverfisráðherra, Júlíus Sólnes flytja ávarp og tilkynna um skip- an formanns og varaformannas Náttúruverndarráðs næsta 3 ára starfstímabil. Samkvæmt lögum um náttúru- vernd nr. 47/1971 skal Náttúru- verndarþing kvatt saman á þriggja ára fresti til að fjalla um náttúruvernd hér á landi og gera tillögur um verkefni sem það tel- ur brýnt að vinna að. Á þinginu verður lögð fram skýrsla um störf Náttúruverndar- ráðs árin 1984-1990 og formaður mál er lýtur að endurskoðun skoðunarmála hjá Siglingamála- stofnun: „Aðalfundur Lands- sambands smábátaeigenda hald- inn í Reykjavík 7. og 8. október telur að breyta verði skoðunar- kerfi Siglingamálastofnunar ríkisins. Breytingin verði á þann veg að Siglingamálastofnun ríkis- ins tilnefni skoðunarmann á hverjum stærri útgerðarstað og á afskekktum útgerðarstöðum og þeir heyri beint undir Siglinga- málastofnun í Reykjavík. Til þessara starfa verði eingöngu ráðnir menn sem hafi fullgild skipstjórnarréttindi og mikla reynslu af skipstjórnarstörfum.“ Á laugardaginn verður íslenskri tónlist gert hátt undir höfði bæði á öldum Ijósvakans og í hinum ýmsu tónleikastöðum og klúbb- um víða um Iand. Sumar útvarps- stöðvar munu alfarið leika íslenska tónlist og í Borgar- leikhúsinu og í Púlsinum í Reykjavík verða eftirmiðdags- tónleikar, svo dæmi séu nefnd. Jafnframt verður nokkrum helstu fyrirmönnum þjóðarinnar boðið í Púlsinn við Vitastíg kl. 15.00 til að veita móttöku nýrri útgáfu á verkum hins ástsæla tónskálds Sigfúsar Halldórssonar. Er þar um að ræða bók sem inniheldur hljómplötu með verkum Sigfús- ar, en menn standa nú andspænis þeim vanda að selja skattfrjálsa bók sem inniheldur skattskyldan hlut, sem er hljómplatan sem gef- ur að finna innan á bakkápu bókarinnar. ráðsins Eyþór Einarsson og fram- kvæmdastjóri Þóroddur F. Þór- oddsson gera grein fyrir henni. Megin umræðuefni þingsins verða ferðamál og gefur Náttúru- verndarráð af því tilefni út fjölrit er fjallar um það efni og lýsir stefnu ráðsins í ferðamálum. Framsöguerindi flytja Jón Gauti Jónsson, fulltrúi í Náttúru- verndarráði, um framtíðarstefnu Náttúruvemdarráðs í ferðamálum og Kristín Halldórsdóttir, for- maður Ferðamálaráðs, um ferða- mál. Á síðasta degi þingsins verða kosnir fulltrúar í Náttúruvernd- arráð til næstu 3 ára og sam- þykktar ályktanir. Á þinginu eiga rétt til setu í úmlega 140 fulltrúar en einnig er boðið hópi áheyrnarfulltrúa er einkum tengjast ferðamálum. Aðalfundur Aöalfundur knattspyrnudeildar Iþróttafélagsins Þórs veröur haldinn í Hamri, fimmtudaginn 1. nóv. kl. 20.00. Venjuleg aöalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Takið eftir! Kongress efnið komið. Einnig Malitt silkigarn. Patons garnið nýkomið: Knit“n save (100 gr), Diana (100 gr), Fairytale, Soyth Pacific (nýtt). ★ ★ ★ Léreft hvítt og óbleikjað. Poplin, hvítt og rautt. Áteiknuð vöggusett, punt handklæði og dúkar með og án blúndu. Aida efni, 4 litir. Hör. Skábönd rauð og drapplit. Rauð satínbönd. Ámálaðar strammamyndir. Hafnarstræti 103, sími 24364. íslenskur tónlistardagur 1990: Engan skatt á íslenska tónlist OKUM EINS OG MENN' Náttúruvemdarþing í Reykjavík um helgina

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.