Dagur - 26.10.1990, Side 9

Dagur - 26.10.1990, Side 9
Föstudagur 26. október 1990 - DAGUR - 9 _ Minning: X Þuríður Helga Jónsdóttir Sunnuhvoli Glerárhverfi Fædd 30. júní 1907 - Dáin 21. október 1990 í dag er hún amma borin til hinstu hvílu. Okkur langar til að minnast með örfáum orðum, hennar ömmu í Sunnu eins og við kölluðum hana alltaf. Fyrst mun- um við eftir því er amma og afi stunduðu búskap í Sunnuhvoli með kýr og kindur. Það gerði okkur gott að fá að alast upp í nágrenni við slík heiðurshjón. Við minnumst hennar sem mikils náttúrubarns. Henni þótti vænt um allt sem lífsandann dró og einnig hafði hún gaman að hlúa að gróðri sem í kringum hana var. Alltaf tók hún okkur opnum örmum, sagði sögur af uppvexti sínum og ýmis ævintýri. Hún hafði alltaf nógan tíma til að sinna Iitlu skinnunum og ekkert breyttist þótt við yxum úr grasi, þá komu börnin okkar til sögunn- ar. Þá eru ógleymanlegar stund- irnar sem við áttum saman ár eft- ir ár á túninu í Sunnu að kvöldi gamlársdags, þar sem fjölskyldan safnaðist saman og beið þess að nýtt ár rynni upp. Þetta voru ánægjustundir fyrir alla og ekki síður ömmu. Við minnumst hennar með þakklæti og kveðjum hana með söknuði, en vitum að hún hvílir í friði í guðsörmum. Helgi, Maja, Egill, Didda, Anna og fjölskyldur. í dag er til moldar borin tengda- móðir mín, sem varð bráðkvödd að heimili sínu að kveldi laugar- dags, en einmitt þennan sama dag hittumst við í sumarbústað Stefáns og Kristbjargar. Þennan dag var verið að steypa undir- stöður undir sumarbústað, sem systkinin og fjölskyldan eiga, en Þuríður kom, þótt þrek hennar væri dvínað, og þegar ég kvaddi hana þennan dag, þá kom sú hugsun að mér: Skyldi þetta verða síðasta kveðjan? Þuríður var fædd að Litla- Árskógarsandi. Foreldrar hennar voru Jón Gunnlaugsson og Þór- Athugasemd við Pressumola Pressan, sem seint verður talinn ábyrgasti fjölmiðill landsins, birt- ir í gær slúðurfrétt af verri endan- um. Af því að Dagur kemur þar við sögu þykir undirrituðum rétt að leiðrétta „fréttina“. Hluti hennar sem að blaðinu snýr er svohljóðandi: „Á síðasta ári sagði Lilja Mósesdóttir upp starfi sínu sem hagfræðingur ÁSÍ og bar fyrir sig launamisrétti kynja. Þessa skoðun sína áréttaði Lilja í viðtali við Dag á Akureyri í síð- ustu viku. Við heyrum að athuga- semdum hafi rignt yfir norðan- blaðið síðan: ASI var nóg boðið...“ Ekki veit ég hvernig heyrn Pressumanna er háttað (eru þó líklega heyrnarlausir upp til hópa), en get þó hér og nú upp- lýst þá um að engin rigning athugasemda hefur verið yfir Dag vegna ummæla Lilju í umræddu viðtali. Lára V. Júlíus- dóttir hefur ein komið athuga- semd á framfæri í formi greinar, sem Dagur birti í þessari viku. Ekki einn einasti maður annar hefur hringt til blaðsins eða kom- ið á framfæri skrifaðri athuga- semd við nefnd ummæli. Oskar Þór Halldórsson, blaðamaður. unn Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Á þessum árum var margt öðruvísi og lífsbaráttan þröng. Þuríður lærði því frá blautu barnsbeini að una við það, sem lítið var af heimsins gæðum en þeim mun ríkari var hún af þeirn gæðum sem nú hafa komið henni að notum, en það voru þau andlegu verðmæti sem hún átti í trúnni á Jesúm Krist. En honum fylgdi hún af einlægni og trú, og sjálf sagði hún mér: „Ég hefi oft lært og fengið að reyna á hinum ýmsu stundum erfiðleikanna að varpa mér í faðm frelsarans. Hann hef- ur aldrei brugðist mér.“ 14 ára gömul varð hún fyrir þeirri sáru sorg að missa föður sinn og leyndi það sér ekki, þegar þetta barst í tal. En faðir hennar var mikill söngmaður. Þuríður var líka sjálf mikill söngelskandi og söng m.a. í kirkjukór Lög- mannshlíðar í mörg ár. Þuríður hafði mikinn áhuga fyrir ræktun, og það sýna fallegu trén í kring- um Sunnuhvol. Hamingjusól Þuríðar skein skært 22. ágúst 1925, en þá gekk hún að eiga Magnús Júlíusson. Það hvíldi mikil Guðs blessun yfir þeim og Guð gaf þeim 10 börn sem öll eru á lífi. En þau eru: Jón Hilmar, Friðrik, Margrét, Kristbjörg, Ebba, Sig- ursveinn, Inga, Rósa, Þórarinn og Skarphéðinn. Þegar litið er yfir þennan stóra og fallega hóp, þá fyrst lýkst það u )p fyrir mér, hversu mikinn arf b.iu hafa lagt íslensku þjóðinni. I-: ^si myndar- legi hópur var hamingja þeirra og mikil var gleðin þegar allur hóp- urinn kom saman í Sunnuhvoli. Það eru stundir sem við nú geym- um í sjóði minninganna. 22. ágúst 1950 á silfurbrúð- kaupsdegi þeirra hjóna dró ég upp hringinn með einni dóttur- inni, Margréti, og eignaðist um leið bæði bestu konuna sem ég hefi kynnst, en líka góða og gef- andi tengdaforeldra, sem voru mér ávallt eins og ég væri einn af fjölskyldunni. Magnús og Þuríður höfðu ávallt svolítinn búskap og þar varð ég vitni að því, hvernig menn geta farið vel með skepnur. Það var sama hvort það voru kýrnar eða kindurnar. Ég á margar ómetan- legar minningar úr heyskapnum. Sjálfur átti ég á þeim árum bifreið, sem hasgt var að nota við heyskapinn. Ég mun aldrei gleyma þakklæti þeirra hjón- anna, þó að mér finnist í dag það hafa verið lítið, því að maður fékk ávallt meira en maður gat gefið sjálfur. Þegar degi fór að halla í lífi þeirra hjóna kom best í ljós að systurnar sem heima voru, þær Ebba og Inga, fórnuðu sér henn- ar vegna, og þær kærleikshendur, sem nú voru réttar fram, komu til hjálpar og ekki síst nú síðustu 9 árin, sem Þuríður var ekkja. Smám saman fann hún þrekið dvína, en þá kom að því að Friðrik missti atvinnuna og var heima. Sá kærleikur sem hún naut af hans hálfu var ómetanlegur og naut hún þess að keyra út og ferðast á þann hátt. Ég er ekki viss um að það séu margir synir sem mundu vinna það verk sem Friðrik vann fyrir sína öldruðu móður, en í dag dáist ég að slíkum fórnandi kærleika. í 39 ár hefi ég fengið að kynn- ast Þuríði og þegar ég kveð hana þá er það með sárum söknuði, en sárastur er söknuðurinn börnun- um og barnabörnunum. Ég bið Guð að vera með ykkur öllum og styrkja ykkur öll og munið að ganga sömu hamingju- leiðina og hún valdi, en það var að fylgja Jesú Kristi og treysta honum fyrir öllu sínu lífi. Guð blessi ykkur öll. Bogi Pétursson. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum, á neðangreindum tíma: Dalbraut 9, Dalvík, talinn eigandi Sigurgeir Sigurðsson, miðvikud. 31. okt., '90, kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hrl., Hús- næðisstofnun ríkisins, Trygginga- stofnun ríkisins, Hróbjartur Jónatansson hdl. og Gunnar Sólnes hrl. Sandskeið 31, Dalvík, þingl. eigandi Ölunn hf., miðvikud. 31. okt., '90, kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru: Hróbjartur Jónatansson hdl. og Sig- ríður Thorlacíus hdl. Glerárgata 34, vörug. á baklóð, norðurhluti A-1, Akureyri, þingl. eig- andi Hjólbarðaþjónusta Heiðars, miðvikud. 31. okt., '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: íslandsbanki hf., Ólafur Birgir Árna- son hrl., Gunnar Sólnes hrl., Jón Eiríksson hdl. og Guðjón Á. Jóns- son hdl. Borgarsíða 11, Akureyri, þingl. eig- andi Árni Björgvinsson, miðvikud. 31. okt., '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun ríkisins og Ásgeir Thoroddsen hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. SKATAFELAGIÐ KLAKKUR Skátar 15 ára og eldri athugið! Framhaldsaðalfundur Klakks verður haldinn mánu- dagskvöldið 5. nóvember og hefst kl. 20.30. Stjórnin. Framsóknarfólk á Húsavík Framvegis verður skrifstofa flokksins í Garðari, Garðarsbraut 5, opin á laugardagsmorgnum milli kl. 11.00 og 12.00. Heitt á könnunni. Lítum inn og ræðum málin! Framsóknarfélag Húsavíkur. Ungt framsóknarfólk á Akureyri og Eyjafirði athugið! Framhaldsaðalfundur F.U.F.A.N., Félags ungra framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni, verður haldinn miðvikudagskvöldið 31. október kl. 20.30, að Hafnarstræti 90, 2. hæð. Dagskrá: 1 .Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing á Húsavík 10. pg 11. nóvember. 3. Önnur mál. Ungt framsóknarfólk á svæðinu hvatt til að mæta. Stjórnin. (------------------\ Verslunin Þorpið Mikið kjötúrval, frosið og nýtt. Fiskur, nýr, saltaður og reyktur. Silungur, siginn fiskur, saltfiskur. Sprengitilboð á Fanta: 2 lítrar aðeins 104 kr. Tilboð á Coka-Cola Vz lítri verð kr. 64. Diet Coke V2 lítri kr. 64. R.C. Cola IV2 lítri kr. 99. Hi-spot Vh lítri kr. 99. Pepsi Cola 2 lítrar kr. 169. Seven Up 2 lítrar kr. 169. Op/ð alla daga frá kl. 10.00-22.00 Sunnudaga frá kl. 10.00-14.00. Verslunin Þorpið, MÓASÍÐU 1. rgn WS4 Atvinna Óskum eftir að ráða þjón eða aðila með mikla reynslu í veitingasal okkar um helgar. Einnig vantar aðstoðarfólk með reynslu, um helgar og í miðri viku. Upplagt fyrir skólafólk ekki yngra en 18 ára. (Herbergi gæti fylgt). Upplýsingar á staðnum föstudaginn 26. október frá kl. 17.00 til 18.00 og mánudaginn 29. október frá kl. 17.00 til 18.00. -JkotelL_ STEFAHÍA Aðstoð á tannlæknastofu Óska að ráða „Klinikdömu" á tannlæknastofu mína. Vinnutími frá kl. 13.00 til 17.00. Þarf að geta byrjað 1. desember eða 1. janúar 1991. Skriflegar upplýsingar um menntun og fyrri störf ásamt meðmælum óskast. Hörður Þorleifsson, tannlæknir, Kaupangi, Akureyri, sími 21223.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.