Dagur


Dagur - 26.10.1990, Qupperneq 12

Dagur - 26.10.1990, Qupperneq 12
Akureyri, föstudagur 26. október 1990 Villibráðarlgötseyði Royal Franskt paté með lifsbeqahlaupi Kampavínslegiun Skötuselur í íjómasósu Hreindýrasteik á ijómasoðnum kartöflum með Waldorfsalati Steikt ijúpnabijóst með lyngsósu og týttubeijasósu Ofiisteikt heiðagæs í súrsætri sósu Súkkulaðihjúpuð pera með vinilluís Hjólaskógur framundan. Mynd: Golli Iðnaðarmannafyrirtæki á Norðurlandi vestra: Sterk fjárhagslega en búa víð minnkandi heimamarkað Alls eru 64 iðnaðarmannafyrir- tæki með verkstæðisaðstöðu staðsett á Norðurlandi vestra, þar af 29 í Skagafjarðarsýslu, 7 í Vestur-Húnavatnssýslu, 14 í Austur-Húnavatnssýslu og 14 á Siglufirði. Einn megin styrkur þessara fyrirtækja ligg- ur í því að fjárhagsstaða þeirra er góð eða allgóð en einn af stærstu veikleikum þeirra er sú staðreynd að fólki fer fækk- andi á svæðinu og þar af leið- andi fer heimamarkaðurinn minnkandi. Petta koma m.a. fram í erindi Unnar Kristjánsdóttur, fram- kvæmdastjóra Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra, á ráðstefnu um samstarf fyrirtækja á Norðurlandi sem haldin var á Akureyri um síðustu helgi. Unnur sagði að kostir iðnað- armannafyrirtækja á Norðurlandi vestra felist í góðri fjárhagsstöðu þar sem flest fyrirtækjanna skuldi lítið. Pau séu vön tilboðsverkum, bjóði upp á verktæknilega fjöl- breytni, hafi yfir að ráð dugleg- um og vandvirkum iðnaðar- mönnum, hafi vaxandi metnað í stefnumótun og vöruþróun og vinni sum hver að uppbyggingu sérhæfingar. Þá hafi þessi fyrir- tæki yfir að ráða sveigjanleika, hafi talvert unnið utan svæðisins, séu dugleg og útsjónarsöm í aðföngum og tæknileg staða þeirra sé góð miðað við aðstæð- ur. Unnur taldi einnig upp veik- leika iðnaðarmannafyrirækja á þessu svæði. Þar bar hæst minnk- andi markað þeirra vegna fækk- andi íbúa. Lítil samvinna sé milli fyrirtækja, bílskúrsaðilar séu margir og þar af leiðandi einingar litlar, samkeppni sé við ófag- lærða, gæði lágt verðlögð, of lítið um endurmenntun, markaðsmál- um lítill gaumur gefinn, miklar sveiflur í eftirspurn, Iítið um staðlaða framleiðslu og loks sé sérfræðiaðstoð dýr. JÓH Rækjukvótinn í ár senn á þrotum: BuUandi tap á rækjuvhmslunm - segir framkvæmdastjóri Félags og hörpudiskframleiðenda rækju Lárus Jónsson, framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda, segir að um þessar mundir sé bullandi tap á rækjuvinnslunni, sem helgist af mjög lágu afurðaverði á er- Ágreiningur í Blöndudal: „Eru að leggja línuna í vitlausa átt - segir Björn Björnsson á Ytri-Löngumýri „Landsvirkjun byrjaði alltof seint að reyna að hefja samn- ingaviðræður. Mér hafa þeir boðið sem svarar greiðslu á 5 mánaða rafmagnseyðslu hjá mér fyrir að leggja á tvo vegu 24 m há járnmöstur á hæstu punktum landareignar minnar. Því var bara einfaldlega hafnað,“ sagði Björn Björnsson, bóndi á Ytri- Löngumýri í Svínavatnshreppi A .-Húna vatnssýslu. í gær kom fram í blaðinu að lagning tengilínu milli Blöndu- virkjunar og byggðalínu er að stöðvast vegna ágreinings milli bygginganefndar Svínavatns- hrepps og Landsvirkjunar. Nefndin felldi erindi Landsvirkj- unar um að mega leggja línuna. Að sögn nefndarmanna voru ástæðurnar aðallega tvær: Engir samningar lágu fyrir við þrjá landeigendur og uppdrátturinn af lagningunni passaði ekki alveg við framkvæmdir. Landið sem eftir er að leggja yfir eiga Höllustaðir og Ytri- og Syðri-Löngumýrarbæirnir. Dag- ur heyrði einnig hljóðið í Sigurði Inga Guðmundssyni bónda á Syðri-Löngumýri. „Það er um ár síðan þeir athuguðu land undir línuna, en á þeim tíma hafa þeir ekkert reynt að semja við okkur, koma svo bara og rjúka í verkið. Við sem eigum þessar jarðir fengum bréf ekki fyrir löngu þar sem okkur var tilkynnt að þeir gætu farið í þetta þegar þeim dytti í hug og látið síðan meta það eftir á. Eg tel okkur ekki hafa verið neitt óþjála, heldur hafa þeir ekkert reynt til að semja við okkur,“ sagði Sigurður Ingi og kvað þá alltaf jákvæða fyrir samningaviðræðum ef ein- hverjir menn með samningsvilja töluðu við þá. „Ef þeir sýna engan samnings- vilja þá fara þeir bara sínar leiðir og við höldum áfram að búa, en mér finnst alveg sjálfsagt að láta aðeins reyna á þetta,“ sagði Sigurður Ingi. „Málið stendur þannig í dag að menn Landsvirkjunar eru að steyta sig og eitthvað að reyna að koma fram eignarnámi, en ég veit ekki hvort þeir ná því. Það hefur aldrei verið tekið eignar- nám fyrir línu svo vitað sé og því Magni á Grenivík: hlaupabraut í kringum malarvöllinn Iþróttafélagiö Magni á Greni- vík stendur í töluverðum fram- kvæmdum um þessar mundir. Verið er að lengja grasvöllinn um 20 metra, úr 100 metrum í 120, og Magnamenn eru einnig að gera malarvöll sunnan við grasvöllinn. Kringum hann á að koma hlaupabraut. Jón Stefán Ingólfsson, gjald- keri Magna, sagði að búið væri að ryðja upp undirlagi fyrir nýja völlinn að mestu leyti og fyrir- hugað væri að vinna við hann eins lengi og veðúr leyfir. Malar- völlurinn verður 100 metrar á lengd og 60 á breidd. Grasvöllurinn á Grcnivík hef- ur ætíð verið snjóþungur í norðurendanum og með lengingu segir Jón að hægt verði að færa völlinn til eftir aðstæðum og hlífa viðkvæmum svæðuni. Magna- menn ættu því að geta komist fyrr inn á völlinn á sumrin en ver- ið hefur. Ekki er búið að tyrfa nýja hluta vallarins en það stóð til er síðasta hret skall á. Hér er um mikla uppbyggingu að ræöa hjá ekki stærra félagi og ófá handtök sem þurfa að koma til. Aðstaðan hjá Magna mun stórbatna og sagði Jón að Akur- eyrarferðunum ætti að fækka þegar vellirnir verða tilbúnir. Hann sagði að áhugi á frjálsum fþróttum hefði aukist mjög hjá yngri kynslóðinni og hlaupabraut yrði því kærkomin fyrir þá sem þessar íþróttir stunda. SS síður dæmt í slíku, svo ég held að allt í lagi sé að svona mál komi upp. Annars finnst mér athygl- isverðast í málinu að þeir eru að leggja línuna í vitlausa átt. Hana ætti auðvitað að leggja suður til Keilisness. Þetta er tengilína við byggðalínuna og þegar rafmagn úr Blöndu er komið í báðar áttir á henni er hún fullnýtt. Þá er eftir Villinganesvirkjun í Skagafirði sem líka þarf að fara inn á byggðalínuna og þess vegna er eðlilegra að leggja línu suður há- lendið, en þessa tengilínu hér,“ sagði Björn og bætti við að lokum: „Þeir hjá Landsvirkjun tala alltaf eins og löggjafinn sé undirverktaki við Blönduvirkjun og dómarar landsins séu vinnu- menn hjá þeim.“ SBG lendum mörkuðum. Rækju- veiðarnar í ár hafa gengið vel og er úthafsrækjukvótinn að mestu á þrotum, en eftir er að veiða töluvert af innfjarðar- rækju. Úthafsrækjukvótinn á þessari vertíð var um 24 þúsund tonn, en í lok september var búið að veiða um 22 þúsund tonn af úthafs- og innfjarðarrækju, samkvæmt töl- um Fiskifélagsins. Rækjuvinnsl- urnar munu því væntanlega að miklu leyti vinna frysta rækju, bæði innlenda og erlenda, á síð- ustu mánuðum ársins. Lágt verð hefur fengist fyrir rækjuna á Bretlandsmarkaði á undanförnum misserum, sem er okkar helsti markaður fyrir pill- aða rækju, og segir Lárus að litlar horfur séu á bata á næstunni. „Skilyrðin eru slæm um þessar mundir út af markaðsverðinu. Það er bullandi tap á þessu,“ sagði Lárus. „Sumir hafa talið að verðið hafi lyft sér aðeins síðustu dag- ana. Það sem ræður verðinu fyrst og fremst eru markaðslögmálin, framboð og eftirspurn. Framboð- ið hefur aukist í fyrra og í ár og ennfremur telja menn að verð- sprengja á rækjunni árið 1986 hafi orðið þess valdandi að hlý- sjávarrækja vann markaðshlut- deild.“ óþh Landssamband hestamanna: Ársþingið hefst á Húsavík í dag Arsþing Landssambands hestamannafélaga hefst á Húsavík í dag og verður fram haldið á morgun laugardag. Kári Arnórsson formaður LH setur þingið kl. 10.30 en þing- slit eru áætluð kl. 17 á morgun. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra mætir á fundinn í dag og flytur erindi um hrossa- rækt sem búgrein. Fjölmörg mál liggja fyrir þing- mu, eins og fyrirkomulag stór- móta og skipulagsmál LH, svo eitthvað sér nefnt. Búast má við fjörugu þinghaldi, ekki síst vegna þeirrar uppákomu sem varð á aðalfundi Hrossaræktarsam- bands íslands á Akureyri um sl. helgi og sagt hefur verið frá í Degi. Hestamennska er í miklum vexti á íslandi og á landinu eru nú 50 hestamannafélög og félagar í þeim yfir 7500 talsins. -KK

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.