Dagur - 21.11.1990, Qupperneq 5
Miövikudagur 21. nóvember 1990 - DAGUR - 5
Jónas enn og aftur
- samsett dagskrá á Sauðárkróki
Dagskrár byggðar á rilverkum
þekktra höfunda hafa notið
mikilla vinsælda í áhugaleikhúsi
undanfarin ár. Sett hafa verið
upp lesin og leikin atriði. Pað
hefur verið sungið, leikið og
dansað af innlifun og þrótti og úr
hafa orðið hinar béstu skemmt-
anir, þar sem fjöldi ieikfélags-
meðlima, jafnt ungir sem aldnir,
hafa átt þess kost að taka þátt og
iðulega stíga fyrstu skrefin á leik-
sviði. Slíkt er mikils virði og mik-
ill akkur, að til þess skuli gefast
tækifæri.
Sá höfundur, sem væntanlega
hefur verið mest kynntur í sam-
settum dagskrám, er Jónas Árna-
son, rithöfundur, skáld og lcik-
ritahöfundur. Þetta er að vonum.
Verk Jónasar spanna mikið svið
og fjölbreytt. Þau hafa mörg hver
notið mikilla vinsælda með þjóð-
inni — ekki síst sviðsverk hans og
söngtextar. í þeim er gjarnan að
finna leikræn tilþrif og skemmti-
legt glens. Þau hafa því flest það
til að bera, sem til þarf til þess að
setja megi saman dagskrá fyrir
skemmtilega kvöldstund.
Sunnudaginn 18. nóvember
frumsýndi Leikfélag Sauðárkróks
Jónasarkvöld sitt, sem aðstand-
endur dagskrárinnar kalla „í sal
hans hátignar" og höfða þar til
höfundar efnisins, Jónasar Árna-
sonar. Uppsetning í áhorfendasal
var með óvenjulegu sniði. Leik-
húsgestir sátu ekki á þverbekkj-
um, eins og almennast er, heldur
var borðum raðað í salinn og á
þeim voru til reiðu kaffibollar og
hitakönnur og kleinur fylgdu í
hléinu.
Ef til vill er þetta fyrirkomulag
ekki notað svo tíðum sem skyldi.
Yfir þessari óhefðbundnu sæta-
skipan er léttur bragur sem
skapar stemmningu, sem til dæm-
is á vel við flutning blandaðrar
skemmtidagskrár, eins og þeirr-
ar sem Jónasarkvöld er. Rétt er í
þessu sambandi að taka fram, að
þessi háttur er ekki frumsmíði
þeirra Sauðkrækinga. Þennan
brag notuðu til dæmis leikfélög
Hofsóss og Raufarhafnar, þegar
upp var sett leikritið „Þið munið
hann Jörund“ á þessum stöðum.
Jónasardagskrá Leikfélags
um og hnyttnum tnngangi um
hans hátign, Jónas Árnason, í
prýðilegum flutningi Hauks Þor-
steinssonar. Síðan rak hvert
atriðið annað; flest vel af hendi
leyst. Of langt mál yrði hér að
telja upp alla þá, sem áttu góð
tilþrif. Ekki verður þó hjá því
komist að geta nokkurra sérstak-
lega.
Knútur Ólafsson átti verulega
góða spretti í leikgerð smásög-
unnar „Tíðindalaust í kirkju-
garðinum“. Þá var léttur og góð-
ur bragur yfir leiknu atriði úr
„Deleríum Búbónis", þar sem
Elsa Jónsdóttir var stórgóð og
unaðslega klaufaleg í ballettatriði
og Haukur Þorsteinsson og Bragi
Haraldsson áttu skemmtilegan
samleik.
Elsa flutti lagið og textann
„Jón Kristófer kadett í Hernum"
af næmni og skoplegri innlifun,
María Gréta Ólafsdóttir brá á
leik af þrótti í „Ég elska hann
Jóhann“ og bráðgott atriði, sem
kallað var „Óvænt uppákoma“,
þar sem Jósep Svanur Jóhannes-
son og Guðni Friðriksson fóru á
kostum sem tvær áberandi per-
sónur sín úr hvoru leikverkinu,
vakti verulega kátínu þeirra, sent
á horfðu og hlýddu.
Ýmislegt smátt mætti að Jónas-
ardagskránni finna, en þeir
gallar sem voru, voru smáir á
móti öllu því vel gerða og góða.
Yfir flutningnum var þróttur og
gleði og hressilegt tempó. Þar átti
mikinn hlut fjöldi ungmenna,
sem mynduðu kór og virtust
njóta þess innilega að taka þátt í
uppsetningunni. Þá lagði lipur-
legur undirleikur lítillar hljóm-
sveitar sitt til skemmtunarinnar.
En ekki síst á leikstjórinn, Sig-
urgeir Scheving, eindregið hrós
skilið. Það hefur ekki verið
vandalaust að koma þeim iðulega
ólíku atriðum sem flutt voru,
saman í viðhlítandi heild. Það
hefur tekist vel og tryggir með
öðru ánægjulegt kvöld í Leikhús-
inu á Sauðárkróki á meðan Jón-
asarkvöldið, „í sal hans hátignar"
er þar á-fjölunuin.
Haukur Ágústsson.
Úr flutningi Leikfélags Sauðárkróks á verkum Jónasar Árnasonar.
Sauðárkróks hófst á greinagóð-
tónlist
í forgörðum Drottins
- nýtt tónverk eftir Jón Hlöðver Áskelsson
Sá eftirtektarverði atburður var í
hátíöarguðsþjónustu í Akureyr-
arkirkju þar sem minnst var
fimmtíu ára afmælis kirkjunnar,
að frumflutt var nýtt tónverk eftir
Jón Hiöðver Áskelsson.
tónskáld, sem hann samdi í
tilefni afmælisins.
Það er ekki á hverjum degi,
sem þess gefst kostur að hlýða á
ný tónverk eftir norðlenskt
tónskáld. Sérlega ánægjulegt er
líka, að hér er um að ræða verk,
sem er talsvert metnaðarfullt í
sniðum, samið fyrir kór, einsöng,
orgel og blásara. Texti verksins
er tekinn úr 26. og 84. sálmi
Davíðs, en verkinu lýkur á Glor-
ía Patri, eða Dýrð sé Guði.
Verkið hefst á blásarakafla
með orgeli. Síðan tekur kórinn
við. í verkinu eru margir áheyri-
legir kaflar og víða skemmtilega
unnið með hljóma og samspil
hljóðfæra og radda. Þó verður
ekki sagt, að mikils nýjabrums
gæti og víða virðist tónskáldið
hafa fetað kunnuglegar slóðir.
Á það ekki síst við í upphafs-
kaflanum.
Sérlega skemmtilega hefur tek-
ist til með kaflann við textann
„Jafnvel fuglinn hefur fundið sér
hús...“ í þessum hluta tekst tón-
skáldinu að vefa saman raddir
flytjenda á fjörlegan og áhuga-
verðan liátt. Meira hefði mátt
vera af slíku. Það hefði rofið þá
einhæfni, sem gætti nokkuð í
verkinu. Þá hefði ekki sakað, að
meira hefði verið unnið úr stefj-
um og efnivið þannig gerð fyllri
skil.
Verkið „í forgörðum Drottins“
verður að skoðast sem byrjun.
Vonandi er hún boðberi fleiri
verka og meiri. Margt bendir til
þess, að sú von geti átt sér grunn
og eigi eftir að rætast.
Flutningur verksins gekk
allvel, en því miður ekki galla-
laust. Kórinn stóð þó að jafnaði
vel fyrir sínu, en fyrir kom til
nokkurs skaða, að tónn var ekki
nógu góður hjá blásurum
Þar sem hér hefur verið rætt
um flutning tónverks Jóns Hlöð-
vers við afmælisguðsþjónustuna í
Akureyrarkirkju, verður ekki
svo við þessa athöfn skilist, að
ekki sé minnst á fleiri tónlistar-
atriði, sem vöktu sérlega athygli
undirritaðs. Annað var næmlegur
og góður flutningur Margrétar
Bóasdóttur á 23. sálmi Davíðs,
„Drottinn er minn hirðir...“ við
tónlist A. Dvoraks, og hitt glæsi-
legt lokaframlag organistans,
Björns Steinars Sólbergssonar og
blásarasveitar til afmælismess-
unnar í „Nun danket alle Gott"
eftir F. Liszt. Sem betur fór voru
kirkjugestir beðnir að hinkra á
meðan verkið var flutt, en ganga
ekki út, eins og venja er við
messulok. Sá ósiður mætti gjarn-
an afleggjast. Þau verk, sem eru
flutt í messulok í Akureyrar-
kirkju, eru fyllilega áheyrnar
virði og flutningur þeirra jafnan
tónleika ígildi.
Haukur Ágústsson.
Bændur athugið!
Höfum til sölu grasköggla, blandaða með fiski-
mjöli.
Afbragðs fengieldisfóður.
Hafið samband við Pétur í síma 95-38233.
Höfum til sölu hlutabréf í Sæplasti hf.
og Auðlind hf.
Leitið frekari uppiýsinga á skrifstofunni eða
í síma 24700.
Sölugengi verðbréfa þann 21. nóv.
Einingabréf I ............ 5.172,-
Einingabréf 2 ............ 2.805,-
Einingabréf 3 ............ 3.402,-
Auðlind hf .............. 1 ,003
Skammtímabréf ............ 1,739
ééf KAUPÞ/NG
NÖRÐURLANDS hf
Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700
n Jóla-
H föndur
Boðið verður upp á hópkennslu í jólaskreyting-
um, mánudaginn 26. nóvember kl. 19.30 að
Bjargi.
Allt efni á staðnum.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 26888
milli ki. 12.30 og 16.30 daglega hjá Baldri.
Sjálfsbjörg.
Til ættingja og
vina erlendk!
Sjáum um matarsendingar til vina
og ættingja erlendis fyrir jólin.
★
Munið jólatilboðið
á bökunarvörunum
Verslið
hagstætt
Krónan er verðmikil hjá okkur
Kjörbúð KEA
5ími 30375