Dagur - 21.11.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 21. nóvember 1990
Tölvan opnar nýjar leiðir til samskipta hcinishorna á milli.
í gangi og í vor verður þessari
tilraun lokið og þá verður
öllum skólum mögulegt að ger-
ast beinir aðilar að þessu sam-
starfi. En fræðumst eilítið nán-
ar um þetta athyglisverða
verkefni.
í verkefninu taka þátt grunn-
skólar og franihaldsskólar í
Finnlandi, Færeyjum, Dan-
mörku, íslandi, Noregi og
Svíþjóð. Kennarar frá hlutaðeig-
andi skólum héldu ráðstefnu dag-
ana 15.-20. september 1990 að
Hjarðarbóli í Ölfusi, þar sem
þeir mátu störf liðins árs og lögðu
línur fyrir komandi skólaár.
Óðinn, en svo er verkefnið nefnt,
eins og reyndar gagnabankinn
sem allt snýst um, virðist vera líf-
vænlegt verkefni og verður ekki
annað sagt en að umræður að
Hjarðarbóli sýni að framtíðin
býður upp á miklar væntingar á
þessu sviði.
Tengiliðir hérlendis eru þeir
Magnús Þorkelsson, kennslu-
stjóri í Menntaskólanum við
Sund í Reykjavík, sem einnig er
Nokkrir Einherja, en svo er stjórnendahópur
í haust til að undirbúa ráðstefnu vegna þessa
hópurinn í Hlíðskjálf í Olafsfjarðarmúla ásan
Odin-posten er blað sem gefið er út ■ tengslum við þessi norrænu tölvusam-
skipti. Þar birtust ýmis gögn sem nemendur vinna í þessu verkefni auk þess
sem blaðið er vettvangur umræðu um verkefnið.
Tölvutæknin gefui
I tölvusamskiptum n
- Gagnfræðaskólinn í Ólafsfirði meðal þát
Tölvutæknin nú til dags gefur
mikla möguleika, og jafnvel
meiri en margur heldur. Nú
geta tölvueigendur komist í sam-
bandi sín á milli þó að þeir séu
hver í sínum heimshlutanum og
þannig skapast mikil tengsl og
samskipti. Norrænt samstarf er
á mörgum sviðum og svo er
einnig um tölvusviðið því síð-
astliðinn vetur hófst norrænt
samstarfsverkefni í skólum fyr-
ir tilstuðlan styrks frá
NORDINFO, en það er stofn-
un starfrækt af Norrænu ráð-
herranefndinni. Með þessu
kynnast nemendur í þessum
Iöndum sín á milli og kynnast
um leið þeim möguleikum sem
tölvutæknin gefur þeim. í
hverju Norðurlandanna eru
tveir skólar í þessum samskipt-
um, einn framhaldsskóli og
einn grunnskóli. íslensku
skólarnir eru Vcrslunarskólinn
og Gagnfræðaskólinn í Ólafs-
firði. Nú er nýhafið annað
skólaárið sem þetta verkefni er
stjórnandi hérlendis, og Þórir
Jónsson, Gagnfræðaskólanum
Ólafsfirði.
Nemendur byggja upp
gagnabankann
Markmið með þessu verkefni er
að byggja upp skólagagnabanka
og auka notkun á tölvum sem
samkiptatæki í skólum. í heimin-
um eru til þúsundir gagnabanka,
og þar á meðal nokkrir ætlaðir
skólum, en hér er um að ræða
eina norræna samstarfsverkefnið
á þessu sviði þar sem kennarar
leggja fram áætlanir á faglegum
grunni. Og í ljósi alls þess sem
sækir að okkur í heiminum í dag
þótti ekki seinna vænna en hefj-
ast handa við verkefni sem styrkti
norrænt samstarf og norræna
samkennd.
Námsáætlanir í norrænum
skólum gera ráð fyrir vinnu með
norrænar bókmenntir og menn-
ingu, þó hérlendis sé aðallega
unnið með nýjar sem gamlar
íslenskar og danskar bókmenntir
og tungu.
Það er í snertingu við þetta
sem Óðinn nýtir nýja tækni og
möguleika hennar til að nemend-
ur geti stundað bein og hraðvirk
samskipti milli Norðurlandanna
og einmitt þannig kynnst á fag-
legum grunni.
Tilkoma nýrrar tækni krefst
þess að nám og kennsla verði
endurskoðuð og þróuð til þess að
standa betur undir þeirri kröfu að
búa nemendur undir líf í upplýs-
ingasamfélagi. Þess vegna er
mikilvægt að nota tölvusamskipti
og gagnabanka sem tæki í dag-
legu skólastarfi og á kennslu-
fræðilegan hátt.
Þannig verða tölvusamskiptin
aðeins eitt af mörgu sem
nemendur nota. Auk þess sem
nemendur nota tölvusamskipti og
gagnabanka, þá er það markmið
með verkefninu að nemendur
sjálfir fái að byggja upp gagna-
bankann og fá þannig sýn af
möguleikum slíkra banka og tak-
mörkunum. Til að byggja svona
banka upp hafa nemendur því
Saga Akureyrarkirkju komin út
Út er komin Saga Akureyrar-
kirkju, rituð af Sverri Pálssyni,
fyrrverandi skólastjóra, í tilefni
af 50 ára afmæli kirkjunnar.
Fyrir 3 árum var ákveðið að
ráðast í þetta verk, og var útgáfu-
nefnd kjörin til að hrinda því í
framkvæmd. Að sögn Sverris
Pálssonar kom formaður sóknar-
nefndar, Ragnheiður Árnadóttir,
fram með þessá hugmynd til að
minnast afmælisins. í nefndinni
tóku sæti þau Ragnheiður Árna-
dóttir, Jón Oddgeir Guðmunds-
son, Gunborg Kristinsson, Gest-
ur Jónsson og sóknarprestarnir,
sr. Þórhallur Höskuldsson og sr.
Birgir Snæbjörnsson, prófastur.
í upphafi var ekki dregin nein
ákveðin lína um umfang
verksins. Sverrir Pálsson var beð-
inn um að taka verkið að sér
haustið ’87, en hann hófst handa
þegar nokkuð var liðið á vetur-
inn. Sverrir var þá nýbúinn að
rita sögu Minjasafnsins á Akur-
eyri.
Um framvindu verksins er það
að segja að Sverrir hóf að ræða
við nokkra lykilmenn um sögu
kirkjunnar og draga að sér heim-
ildir fyrri hluta árs ’88 og allt árið
í fyrra. Flokkun heimilda og
undirbúningur sjálfar söguritun-
arinnar fór þá fram. Sverrir sagði
lausri stöðu sinni við Gagnfræða-
skóla Akureyrar vorið 1988 til að
geta tekist á við söguritunina sem
aðalstarf. Eiginleg ritun verksins
hófst í september í fyrra, og lauk
henni sl. vor. Þá var eftir söfnun
mynda og ýmis aukaverk, en öllu
tókst að ljúka í tæka tíð fyrir sett
tímamörk, sem voru afmælið
sjálft 17. nóvember.
Áætlun var samin um sögurit-
unina, og var henni fylgt að
mestu. Ritið hefst á sögu presta-
kallsins sem Akureyrarkirkja til-
heyrði upprunalega, þ.e. Hrafna-
gilsprestakalls, en þangað áttu
íbúar á Akureyri kirkjusókn.
Eigin sóknarkirkju eignuðust
bæjarbúar svo árið 1863, en sama
ár var Hrafnagilskirkja tekin
ofan og rifin. Prestakallið var
flutt til Akureyrar 20 árum síðar.
Saga kirkjunnar í Fjörunni er
rakin frá upphafi til enda, en sú
kirkja var rifin þegar núverandi
kirkja var vígð. Rakin er saga
mikilla deilna og átaka sóknar-
nefndar og presta við kirkjuleg
og veraldleg yfirvöld um eignar-
hald Akureyrarkirkju á jarðeign-
um hennar, en hún átti nokkrar
jarðir í Eyjafirði og eina í
Fjörðum.
Bygging núverandi Akureyrar-
kirkju hófst sumarið 1939, og var
byggingarsjóður mjög þurfandi
fyrir það fé sem fékkst fyrir jarð-
eignir hennar, sem áður var
minnst á. Byggingarframkvæmd-
ir gengu vel, en sjálf vígslan fór
fram 17. nóvember 1940. Bygg-
ingarsagan er rakin allnákvæm-
lega í bókinni sem nú er búið að
gefa út, einnig er vígsludeginum
lýst.
Heimildir ritsins eru munnleg-
ar, þ.e. í sumum tilvikum frá-
sagnir þátttakenda eða sjónar-
votta að atburðum, og skrifaðar,
t.d. kirkjubækur og fundargerða-
bækur. Til gamans má geta þess
Útgáfunefnd bókarinnar, f.v. Gestur Jc
Pálsson, sr. liirgir Snæbjörnsson. Sitjan
Árnadóttir.