Dagur - 21.11.1990, Qupperneq 11
Miðvikudagur 21. nóvember 1990 - DAGUR - 11
íþróttir
F
Handknattleikur:
Alfreð hugsanlega
með KA næsta vetur
Hugsanlegt er að handknatt-
leiksmaðurinn Alfreð Gíslason
leiki með KA á næsta tímabili.
Alfreð, sem er Akureyringur,
leikur sem kunnugt er með
spænska liðinu Bidasoa. „Eins
og staðan er í dag þá hreinlega
nenni ég þessu ekki lengur
hérna úti. Og ef maður fer
heim Iiggur nokkuð beint við
að fara í KA,“ segir Alfreð.
Alfreð hóf ferilinn hjá KA en
fór síðan til KR áður en hann
gerðist atvinnumaður með Essen
í V.-Pýskalandi árið 1983. Par
dvaldist hann í 5 ár, fór þá heint
og lék með KR eitt tímabil áður
en hann hélt til Spánar. Samning-
urinn við Bidasoa rennur út í vor
og hann hefur hug á að halda
heim. „Þeir hafa minnst á að
frantlengja samninginn um 1-2 ár
en ég hef ekki viljað ræða það
strax enda orðinn hálfleiður á
þessu. Þá spilar það líka inn í að
strákurinn minn verður 8 ára á
næsta ári og það verður að taka
ákvörðun um hvort hann fer í
skóla heima eða heldur áfram
hér. Það hlýtur að koma að því
að maður hætti þessu hérna úti
og fari heim og líklegt að ég geri
það eftir þetta tímabil þótt það sé
ekki endanlega ákveðið."
Síðast ineð KA 1979
Alfreð segir að ef hann fari heim
öruggt að hann setjist
se
að á
Akureyri og þá fari hann í KA.
Hann spilaði síðast með liðinu
árið 1979. „Ég get nú varla talað
um að spila með gömlu félögun-
um því þeir eru flestir hættir. Ég
held að Erlingur sé sá eini í liðinu
í dag sem var byrjaður þá. Byrj-
unarliðið þetta tímabil var þann-
ig að Magnús Gauti var í mark-
inu og Leibbi í vinstra horninu.
Ég var úti vinstra megin, gott ef
Hemrni Haralds var ekki á lín-
unni og Jói Einars hægra megin.
Guðbjörn Gísla var svo í hægra
horninu og Gunni bróðir á miðj-
unni. Þetta var alveg klassalið og
gaman að spila með þessum
körlum."
„Zorró“
Alfreð hefur átt í nokkrum
meiðslum síðan hann fór til
Spánar. „Ég sleit vöðva neðst í
maganum sl. vor og spilaði því
með staðdeyfingu síðustu 5 leik-
ina. Afleiðingarnar voru þær að
megnið af júní gat ég varla geng-
ið og ekkert æft fyrr en í sept-
ember eða október. Síðan hef ég
lent í ýmsum smámeiðslum, fór
t.d. úr lið á putta og nefbrotnaði
núna síðast." Þess má geta að
hann hefur leikið með grímu í
síðustu leikjum vegna nefbrots-
ins og varð það til að félagi hans
Handknattleikur, 3. flokkur:
Völsungar unini
alla sína leikí
- KA og Þór áfram í 2. deild
Um síðustu helgi fóru fram
fyrstu umferðirnar í 3. flukki
Islandsmótsins í handknatt-
leik. A Akureyri var leikið í 2.
deild og þar voru KA og Þór
meðal þátttakenda en á Húsa-
vík var leikið í b-riðli 4. deildar
þar sem Völsungar áttu lið.
Á Akureyri höfðu FH-ingar
töluverða yfirburði og hlutu 10
stig úr 5 leikjum og sæti í 1. deild
ásamt Stjörnunni sem varð í 2.
sæti með 7 stig. KA-menn urðu í
3. sæti með 6 stig en liðið sigraði
Þór 18:16, Víking 20:12, UMFN
14:13 en tapaði 11:13 fyrir FH og
14:17 fyrir Stjörnunni. Þórsarar
utðu í 4. sæti með 4 stig. Liðið
sigraði UMFN 19:18 og Víking
19:18 en tapaði fyrir KA 16:18,
FH 17:20 og Stjörnunni 17:21.
UMFN og Víkingur féllu í 3.
deild.
Á Húsavík voru Völsungar
tvimælalaust með sterkasta liðið
og unnu alla sína leiki, UMFB
19:10, HK 18:16, Leikni 14:12 og
Aftureldingu 16:14. Liðið leikur
því í 3. deild í næstu umferð.
Sigurður Sveinsson fór að kalla
hann Zorró.
Með í B-keppninni?
Það hefur kvisast út að Þorbergur
Aðalsteinsson, landsliðsþj álfari,
hefur rætt við Alfreð um að leika
með landsliðinu í B-keppninni í
Austurríki en hann hafði áður
lýst því yfir að hann væri hættur.
„Jú, hann var búinn að spyrja
mig hvort ég væri tilbúinn til að
konta inn í liðið ef á þyrfti að
halda. Ég held að hann hafi þá
aðalléga verið að hugsa um vörn-
ina. Ég verð 33 ára þegar þetta
verður og það er aldrei að vita
hvernig aðstæður verða. Ég hef
því engin svör getað gefið en það
getur verið að ég slái til ef á þarf
að halda," sagði Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason: „Hreinlega nenni þessu ckki lengur hérna úti."
Handknattleikur, 1. deild:
KA-menn lágu á Selfossi
- Andrés frá vegna meiðsla
KA-menn máttu þola ósigur
gegn botnliði Selfyssinga i
VlS-keppninni í handknattleik
í gærkvöld. Leikurinn fór fram
á Selfossi og urðu lokatölur
hans 21:18 eftir að staðan hafði
verið 8:8 í leikhléi. Við þennan
sigur færðust Selfyssingar upp í
10. sæti deildarinnar en KA-
menn sitja áfram í 8. sæti með
9 stig.
Selfyssingar skoruðu fyrsta
mark leiksins en síðan náðu KA-
menn forystunni og héldu henni
allt fram að lokurn fyrri hálfleiks.
Munurinn varð tvisvar sinnum
þrjú mörk en á lokamínútunum
tókst heimamönnum að jafna.
í seinni hálfleik náðu KA-
menn fljótlega aftur þriggja
marka forystu. Þá tóku Selfyss-
ingar Hans Guðmundsson úr um-
ferð og við það raskaðist sóknar-
Blak, 1. deild kvenna:
KA-Völsungur
í höllinni
Einn leikur fer fram í I. deild
kvenna í blaki á Akureyri í
kvöld. KA og Völsungur mætast
í íþróttahöllinni á Akureyri og
hefst leikurinn kl. 19.
Aðalfundur GA:
Gott hljóð í fundarmöimum
- stjórnin öll endurkjörin
Aðalfundur Golfklúbbs Akur-
eyrar var haldinn í golfskálan-
uin að Jaðri sl. miðvikudag.
Um 60 manns sóttu fundinn
sem er einn sá. fjölmennasti frá
upphafí.
Stjórn klúbbsins var öll endur-
kjörin en hana skipa Ragnar
Steinbergsson, formaður, Þórar-
inn B. Jónsson, varaformaður,
Jón B. Hannesson, ritari, Karó-
lína Guðmundsdóttir, gjaldkeri,
Viðar Þorsteinsson, formaður
vallarnefndar, Stefán Einarsson,
formaður kappleikjanefndar, og
Árni Ketill Friðriksson, formað-
ur forgjafarnefndar.
Gott hljóð var í fundarmönn-
um enda gekk starfið vel á árinu.
Meðlimum fjölgaði um 80 manns
og fjármálin eru komin í þokka-
legt horf eftir erfiða tíma. Klúbb-
urinn sá um að halda Landsmót
sem heppnaðist geysilega vel og
miklar vonir eru bundnar við
Arctic Open miðnæturmótið sem
vakið hefur dágóða athygli
erlendis og fer stöðugt stækk-
andi.
Axel Stcfánsson var langlsestur KA-
rnanna.
leikur KA-manna. Með mikilli
baráttu náðu Selfyssingar að
jafna metin og komast þremur
mörkum yfir fyrir leikslok.
Þetta var mikill baráttuleikur
og þrátt fyrir ósigur var þetta
skásti leikur KA-manna um
tíma. Þeir söknuðu Andrésar
Magnússonar sem meiddist á
æfingu fyrir leik og verður frá um
tíma og þá var Erlingur Kristjáns-
son ekki fullfrískur. Hann stóð
Handknattleikur
1. deild
13. umferð:
Víkingur-IR 24:22
Haukur-KR 32:28
Fram-IBV 22:22
FH-Valur 30:27
Selfoss-KA 21:18
Grótta-Stjarnan 26:29
Víkingur 13 13-0- 0 319:272 26
Valur 13 10-1- 2 316:281 21
Stjarnan 13 10-0- 3 320:298 20
FH 13 7-2- 4 310:298 16
Haukar 12 7-0- 5 281:289 14
KR 13 3-6- 4 299:307 12
ÍBV 12 4-3- 5 291:284 11
KA 13 4-1- 8 302:291 9
Grótta 13 3-1- 9 286:305 7
Selfoss 13 2-3- 8 261:296 7
Fram 13 1-4- 8 264:300 6
ÍR 13 2-1-10 278:310 5
sig þó ágætlega en langbesti mað-
ur KA-liðsins var þó tvímæla-
laust Axel Stefánsson sem varði
mjög vel. Þá var Hans sterkur
þar til liann var tekinn úr umferð.
Selfyssingar léku nú mun betur
en í fyrri leik liðanna á Akureyri
sem KA-menn unnu með 15
marka mun. Einar Sigurðsson
var þeirra besti maður.
Mörk Selfuss: Einur Sigurðsson 9, Gústaf
Bjarnason 6. Einar Guðmundsson 3,
Sverrir Einarsson 2, Stefán Halldórsson
I.
Mörk KA: llans Guðmundsson 8/3, Er-
lingur Kristjánsson 3, Guðmundur
Guðmundsson .3, Jóhannes Bjarnason 2,
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson I. Petur
Bjarnason 1.
Dömarar: Ævyr Sigurðsson og Grétar
Vilmundarson.
Knattspyrnudeild KA:
Aðalliindur
í kvöld
Aðalfundur knattspyrnudeildar
KA verður haldinn í KA-heimil-
inu í kvöld og hefst hann kl.
20.30. Á dagskrá eru venjuleg
aðalfundarstörf.
Knattspyrnudómarar:
Aðalfundur
KDE í kvöld
Aðalfundur Knattspyrnudóm-
arafélags Eyjafjarðar verður
haldinn í kvöld, miðvikudag-
inn 21. nóvember, kl. 20.30 í
Glerárskóla á Akureyri (geng-
ið inn að sunnan).
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa og annarra mála verður
rætt um ársþing Knattspyrnu-
dómarasambands íslands sem
verður haldið í Ártúni, Vagn-
höfða 11 í Reykjavík, laugardag-
inn 24. nóvember nk. kl. 14.00.
Félagar í KDE eru hvattir til
að fjölmenna á fundinn.