Dagur - 21.11.1990, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 21. nóvember 1990
Kodak
Express
Gæöaframköllun
★ Persónuleg jólakort
með þínum myndum.
i cPedíomyndir'
Afsláttur í
nóvembermánuði.
Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
Myntl: Golli
„Viljum ekki sjá á eftir tog-
umm úr byggðarlaginu“
- segir formaður Vöku á Siglufirði
Hafþór Rósmundsson, for-
maður Verkalýðsfélagsins
Vöku á Siglufirði, segir að
margir Siglfirðingar hafi haft
áhyggjur af málefnum Þor-
móðs ramma hf. í mörg ár. Á
síðasta aðalfundi fyrirtækisins
lýsti Hafþór, ásamt varafor-
manni Vöku, því yfir að yfir-
stjórnun Þormóðs ramma hafi
ekki að neinu leyti verið undir
beimamönnum komin um
langt skeið.
Hafþór segir að fréttirnar um
vilja fjármálaráðuneytisins til að
selja hlutabréf ríkisins í Þormóði
ramma hf. hafi komið sér og
fleirum algjörlega á óvart. Óviss-
an um opinberar aðgerðir í
málefnum fyrirtækisins, sem er
svo að segja algjörlega í eigu
ríkisins, sé komin undir ákvörð-
unum fjármálaráðherra á hverj-
um tíma. I þeirri stöðu sem upp
Iðnaðarráðuneytið:
Endurgreiðsla vegna
álmálsins
Jón Sigurðsson, iðnaðarráð-
herra, hefur ákveðið að endur-
greiða Iðnþróunarfélagi
Eyjafjarðar og Akureyrarbæ
tvo þriðju hluta kostnaðar sem
þessir aðilar urðu fyrir af
álmálinu svonefnda. Upphæð-
in er nokkuð á fimmtu milljón
króna.
Jón Sigurðsson ræddi við
bæjaryfirvöld að loknum fundi
um íslenskt atvinnulíf á Akureyri
sl. föstudag. Heimir Inginiars-
son, formaður atvinnumála-
nefndar, greindi frá þessu á fundi
bæjarstjórnar í gær. Heimir sagði
að viðræðurnar við iðnaðarráð-
herra hefðu verið gagnlegar, og
hefði hann heitið Eyfirðingum
stuðningi í ýmsum málum sem
falla undir ráðuneytið. EHB
er komin sé mikilvægast að halda
hlutabréfunum í Þormóði ramma
í eigu heimamanna.
í fjármálaráðherratíð Alberts
Guðmundssonar var Þormóður
rammi settur á skrá yfir fyrirtæki
sem ráðuneytið óskaði eftir að
selja, þótt ekkert yrði úr sölu.
„Óvissan um fyrirtækið stafar
einmitt af ríkiseigninni," segir
Hafþór. „Við viljum ekki sjá á
eftir togurunum úr byggðarlag-
inu, ef einhverjum fjármálaráð-
herranum dytti í huga að selja,“
segir hann.
Ýmsir velta því fyrir sér hvort
Siglfirðingar hafi bolmagn eða
getu til að kaupa hlutabréf ríkis-
ins, en í krónum talið losar hluta-
féð 400 milljónir. Hafþór bendir
á að hugsanlegt sé að nafnverð
bréfanna sé lægra, og Atvinnu-
tryggingasjóður hafi t.d. staðið
frammi fyrir því að hlutafé hafi
verið allmiklu lægra metið í fyrir-
tækjum en krónutala um skráð
hlutafé segði til um. Þá væri
hugsanlegt að ríkið auðveldaði
heimamönnum með einhverjum
hætti að kaupa hlutabréfin.
EHB
Hvar skyldi minn nú vera?
Stækkun flugstöðvar á Akureyri gæti verið skammt undan:
„Iit á stækkun stöðvarinnar sem lið
í vaxandi hlutverki flugvallarins“
- segir Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra
Styrkir úr Próunar-
sjóði leikskóla,-
Sunnuból fékk
200 þúsund
Dagheimiliö Sunnuból á
Akureyri hefur fengið
200.000 króna styrk úr Þró-
unarsjóði leikskóla en alls
fengu sjö dagvistir styrk úr
sjóönum á þessu ári. Sunnu-
bói fær styrkinn vegna
athugunar á því hvort ann-
ars vegar greining og hins
vegar meðferð þroskaheftra
inni á dagheimili/leikskóla
sé heppileg og árangursrík.
Styrkir úr Þróunarsjóði leik-
skóla eru veittir vegna
nýjunga, tilrauna og nýbreytni
í uppeldisstarfi og er þetta
annað árið sem sjóðurinn er
starfræktur. Sjóðurinn fékk
3,4 milljónir til umráöa og
veitti á þessu ári styrki til 7
verkefna í jafnmörgum leik-
skólum.
í úthlutunarnefnd sem met-
ur umsóknir og gerir tillögur
til menntamálaráðherra um
styrkveitingar eru ein fóstra,
einn sálfræðingur og deildar-
stjórar grunnskóladeildar og
lcikskóladeildar menntamála-
ráðuncytisins. Menntamála-
ráðherra hefur nú staðfest til-
lögur nefndarinnar.
Sunnuból, sem Akureyrar-
bær rekur, er cina dagvistin
utan höfuðborgarsvæðisins
scm fékk styrk. Hinar dagvist-
irnar eru Hálsaborg, Ásborg,
Furuborg og Ós í Reykjavík
og Leikskólinn við Hjalla-
braut og Hvammur í Hafnar-
firði. SS
„Af hálfu samgönguráðuneyt-
isins og flugmálastjórnar er
stækkun flugstöðvar á Akur-
eyri sem og önnur málefni
Akureyrarflugvallar í skoðun.
Þetta tengist líka hugmyndinni
um varaflugvöll á Akureyri og
innanlandsfluginu og aðstöð-
Nær öruggt er að á fundi
stjórnar Hlutafjársjóðs á
morgun fáist úr því skorið
hvort Sæberg hf. í Ólafsfirði
kaupir hlut Hlutafjársjóðs í
Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf.
Samkvæmt heimildum Dags
eru miklar líkur á að samning-
ar takist milli allra þeirra aðila
sem að þessu máli koma og
Sæberg kaupi hlut Hlutafjár-
sjóðs í Hraðfrystihúsinu.
Síðustu daga hafa verið stíf
fundahöld um hugsanleg kaup
Sæbergs hf. á 48% hlut sjóðsins í
Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf. í
fyrradag var fundur í Reykjavík
þar sem forsvarsmenn Hlutafjár-
sjóðs, Sæbergs hf., bæjarstjórinn
unni sem þarf að bæta til að
þjóna því. Ég lít því á stækkun
flugstöðvarinnar sem lið í vax-
andi hlutverki flugvallarins í
heild,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon, samgönguráðherra.
Steingrímur segir að brýna
nauðsyn beri til að bæta aðstöð-
í Ólafsfirði og bæjarráðsmenn í
Ólafsfirði fóru yfir stöðuna.
Með þessum fundi vildi Hluta-
fjársjóður m.a. fá fram skýra
afstöðu bæjaryfirvalda í Ólafs-
firði til kaupa Sæbergs hf. á hlut
sjóðsins í HÓ, en forsvarsmenn
Hlutafjársjóðs leggja mikla
áherslu á að bæjaryfirvöld í
Ólafsfirði leggi blessun sína yfir
sölu sjóðsins til annarra aðila, í
þessu tilfelli Sæbergs hf. Sam-
kvæmt heimildum Dags er ekki
andstaða innan bæjarstjórnar
Ólafsfjarðar við þessa skipan mála1
og nt.a. í ljósi þess eru allar líkur
á að á ntorgun verði gengið frá
sölusamningi á 48% lilut Hluta-
fjársjóðs í Hraðfrystihúsi Ólafs-
fjarðar hf. óþh
una á vellinum bæði fyrir farþega í
innanlandsflugi og í millilanda-
flugi.
„Staðreyndin er sú að við erum
minnst að hugsa um þá stöðu sem
upp kemur þó að þarna lendi vélar
sem nota völlinn sem varaflug-
völl. Slík staða kemur tiltölulega
sjaldan upp. Því erum við ekkert
síður að hugsa um að á Akureyr-
arflugvelli verði þokkaleg að-
staða fyrir hendi þannig að milli-
landaflug geti farið samtímis
innanlandstlugi um völlinn án
þess að valda röskun. Við erum
líka að hugsa um beina flugið
milli Akureyrar og Keflavíkur en
við höfum séð það þannig fyrir
okkur að þeir farþegar sem nota
sér þennan möguleika fái toll-
Ellefu umsóknir höfðu borist í
gær um stöðu framkvæmda-
stjóra Iðnþróunarfélags Eyja-
fjarðar, en umsóknarfrestur
um hana rann út í gærkvöld.
Kristján Þór Júlíusson, for-
maður stjórriar Iðnþróunarfé-
lagsins, átti í gær allt eins von á
að fleiri umsóknir ættu eftir að
skoðun og vopnaleit á 'Akureyri
þannig að í Keflavík geti þeir
gengið beint um borð í milli-
landaflug. Þetta eru hlutir sem
við erum að skoða nú,“ segir
Steingrímur.
í fjárveitinganefnd Alþingis er
nú til umfjöllunar beiðni um fjár-
veitingu til Akureyrarflugvallar
þannig að hann geti þjónað sem
varavöllur strax á næsta ári. Til
þess þarf bæði aukinn mannskap
og viðbót við tæki vallarins en
Steingrímur segir að jafnframt
muni rekstrarkostnaður á vellin-
um aukast og þvf sé hér um tals-
verða upphæð að ræða. En hver
niðurstaðan verður mun ráðast
við afgreiðslu fjárlaga á Alþingi
fyrir áramót. JÓH
berast.
Kristján Þór sagði að stjórn
Iðnþróunarfélagsins myndi skoða
umsóknirnar fljótlega og í fram-
haldi af því yrði væntanlega tekin
ákvörðun um hver yrði ráðinn.
Gert er ráð fyrir að nýr fram-
kvæmdastjóri taki við af Sigurði
P. Sigmundssyni unt næstu ára-
mót. óþh
Hraðfrystihús Ólafsíjarðar:
Miklar líkur á undirritun
sanuiinga við Sæberg hf.
- líklega gengið frá málinu á morgun
Nýr framkvæmdastjóri IE:
Ellefu umsóknir hafa
borist um stöðuna