Dagur - 23.11.1990, Síða 3

Dagur - 23.11.1990, Síða 3
Skuld Ú.A. við Akureyrarbæ: 468 þúsund enekki 52 milljórnr Bæjarritaranum á Akureyri hefur verið falið að ganga frá uppgjöri á gamalli skuld Útgerðarfélags Akureyringa hf. við Frarnkvæmdasjóð Akureyrarbæjar, en skuldin er vegna lána til togarakaupa fyr- ir allmörgum árum. Bæjarráð lagði til að frá þessu máli yrði gengið, á fundi 15. þ.m. Framkvæmdasjóður lánaði Útgerðarfélaginu vegna kaupa á togurunum Kaldbak og Harðbak frá Spáni á árunum 1975 til 1978. í skilmálum lánsins er ekki gert ráð fyrir að það sé bundið verð- tryggingu eða vöxtum. Arið 1974 voru sett lög um opinberar lánveitingar til togara- kaupa. Nokkrar útgerðir fengu skip á þeim tíma frá Spáni, m.a. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og BÚR. Ákveðið framlag átti að koma frá sveitarfélögum á móti framlagi ríkisins í svokölluð 18 ára lán. Samkvæmt skilmálum átti ekki að hefja greiðslu á lán- um þessum fyrr en 1992 hvað Ú.A. snertir. Upphæð sú sem Ú.A. skuldar Akureyrarbæ af láni þessu er 468 þúsund krónur í dag, en sl. vetur var því haldið fram, m.a. í fyrrverandi bæjar- stjórn, að framreiknuð upphæð eftirstöðva væri 52 milljónir króna. Þetta reyndist þó fjarri sanni, þegar farið var að skoða málin. EHB Sundlaug og íþrótta- hús á Siglufirði: Reksturirm boðinn út Bæjaryílrvöld á Siglufirði hafa ákveðið að bjóða út rekstur sundlaugar og íþróttahúss. Þetta er gert til að freista þess að ná fram sparnaði í rekstri bæjarins. „Útboðsgögn eru tilbúin fyrir þetta útboð,“ sagði Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar. „Við viljum reyna þessa leið og sjá hvort við getum ekki fengið hagstæðari tilboð í þetta en við borgum með þessu í dag. Við erum að prófa það að gefa einstaklingum, fjölskyldum, fyrirtækjum eða hverjum sem er tækifæri á að taka að sér þennan rekstur eftir ákveðnum skilyrð- um sem við setjum,“ sagði Kristján. óþh Leiðrétting: Lækkun en ekki hækkun Inn í frétt Dags í gær af rekstr- arafkomu Kaupfélags Eyfirð- inga fyrstu níu mánuði ársins slæddist ein meinleg villa. í fréttinni var m.a. sagt að heildarlaunagreiðslur KEA á þessu níu mánaða tímabili hefðu numið 860 milljónum króna og hefðu hækkað um 17 milljónir króna milli ára. Hið rétta er að heildarlaunagreiðslur KEA lækk- uðu um 17 milljónir króna milli ára. Föstudagur 23. nóvember 1990 - DAGUR - 3 V/elkomin í ________rft.________________ Geislagötu 14 Opnum nýja glæsilega verslun T dag í tilefni dagsins bjöðum við 14" Philips litsjónvarpstæki á aðeins kr. 24.900 staðgreitt Qæðatæki á einstöku verði Sanyo örbylguofn CM-1414 Verð frá kr. 19.900 staðgreitt Funai örbylgjuofn EM-1614 Verð frá kr. 25.900 staðgreitt Akai videóspólur 5 stk. T pakka á 499 kr. stk. Munið 18 mánaða greiðslukjörin Líttu inn — það er heitt á könnunni PHIUPS RdDIO Þetta leiðréttist hér með og biðst Dagur velvirðingar á þess- ari missögn. Geislagötu 14

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.