Dagur - 23.11.1990, Side 4

Dagur - 23.11.1990, Side 4
e - fíUOAQ isdmsvön .£S lugebuiaö^ 4 - DAGUR - Föstudagur 23. nóvember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Virkasta byggða- aðgerð sem völ er á Það er staðreynd að vaxtarbroddur íslensks atvinnulífs mörg undanfarin ár hefur fyrst og fremst verið í þjónustu- geiranum. Á sama tíma og störfum í framleiðslugreinun- um hefur fækkað, hefur störfum í þjónustugreinum atvinnulífsins fjölgað jafnt og þétt. Við komum auðvitað fyrr en seinna að þeim tímamótum að framleiðslu- atvinnuvegirnir standa ekki undir allri þessari þjónustu og þau tímamót eru nær en margan grunar, „enda geta íslendingar ekki lifað á því að selja hver öðrum verðbréf þegar til lengdar lætur, “ eins og einhver orðaði það svo ágætlega. Hinn öri vöxtur þjónustugreinanna undanfarin 8-10 ár hefur haft gífurleg áhrif í átt til aukinnar byggðaröskunar - mun meiri en stjórnmálamenn almennt virðast hafa gert sér grein fyrir. Þeir hafa sofið á verðinum og gleymt að gæta þess að þjónustustörfum fjölgaði nokkuð jafnt um land allt. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Byggðastofnun um skiptingu nýrra starfa á árunum 1984-1988 hafa nær 83 af hverjum 100 nýjum störfum á þessu tímabili fallið höfuðborgarbúum í skaut, Suður- nesjamenn hafa fengið 5 af hverjum 100 nýjum störfum á þessu tímabili, Norðlendingar 6 af hverjum 100 hundrað og aðrir landsbyggðarmenn þau 6 störf af hverjum 100 sem þá voru enn til skiptanna. Nær öll þau störf sem þarna er um að ræða eru þjónustustörf og af þessum töl- um má ráða að svo rosaleg misskipting þessara starfa milli landshluta hefur haft ógnvænleg áhrif á byggðaþró- un í landinu. Það sem er einna verst í þessu sambandi er að lang- flest þessara nýju starfa eru opinber þjónustustörf, þ.e.a.s. ríkisvaldið sjálft hefur gengið á undan með svo afleitu fordæmi. Á sama tíma hafa allir stjórnmálamenn landsins talað um nauðsyn þess að stöðva yfirstandandi byggðaröskun með öllum tiltækum ráðum. Ljóst er að störfum í opinberri þjónustu mun enn fjölga nokkuð á allra næstu árum og að óbreyttu koma þau flest í hlut þeirra sem í þéttbýlinu á suðvesturhorninu búa. Nú kann einhver að spyrja hvað sé til ráða. Svarið ligg- ur í augum uppi. Búa þarf svo um hnútana að öll - eða að minnsta kosti næstum þvi öll - aukning í opinberri þjón- ustu verði á landsbyggðinni næsta áratuginn a.m.k. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, varaþingmaður Framsókn- arflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, flutti tillögu þessa efnis á flokksþingi Framsóknarflokksins um síð- ustu helgi og vakti hún að vonum athygli. Jóhannes Geir benti á að ef Alþingi tæki slíka ákvörðun og fylgdi henni eftir með lagasetningu myndi hún valda straumhvörfum í atvinnulífi á landsbyggðinni. Undir það skal tekið að hér yrði um eina virkustu byggðaaðgerð að ræða, sem hugs- anleg er í dag. Jafnframt skal vakin athygli á því að ef stjórnmála- menn þjóðarinnar eru sjálfum sér samkvæmir og hyggj- ast standa við það sem þeir segja, mun tillaga sem þessi verða samþykkt á Alþingi mótatkvæðalaust. Það vill nefnilega enginn að landið sporðreisist í byggðalegu til- liti. Raunhæf tillaga og sanngjörn er komin fram því til varnar. Þessa tillögu þarf að flytja á Alþingi til að gefa þingmönnunum sextíu og þremur kærkomið tækifæri til að sanna að þeir vilji í raun og veru bindá endi á yfir- standandi byggðaröskun. BB. Nokkur stefnumið í grein þessari langar mig að gera grein fyrir fáeinum málum, sem snerta líðandi stund, eins og þau horfa við mér, og eins og ég tel að vinna þurfi þeim til fram- gangs. Veik staða landssvæða utan suðvesturhornsins Oft er okkur, sem talin eru búa í dreifbýlinu, en dreifbýli kalla íbúar við Faxaflóasvæðið, allt land þess utan, legið á hálsi fyrir að vera með barlóm og kröfugerð í stað þess að vinna sjálf að upp- byggingu staða og atvinnu þar. Hér gleymast þau grundvallaratr- iði að alltaf sogast það fé, sem til verður við framleiðslu, en verður ekki bara til í Reykjavík, eins og ýmsir álíta, í meiri og meiri mæli þangað suður og markvisst unnið að því. Öll uppbygging byggist á fjármunum og því er okkur vorkunn, þótt við minnum oft á þá staðreynd, að ekki verður unnið fyrir slíkt fé heima í hér- aði. Margvísleg skattheimta, bæði í formi nefskatta og með öðrum hætti rennur suður og toga þarf síðan með töngum fé til baka. Má hér nefna sem dæmi Fram- kvæmdasjóð aldraðra, en ófáar krónur hafa runnið úr þessu kjör- dæmi til hans, en ekki skilað sér aftur nema að hluta. Við þessu er það eitt svar, að við stöndum fast á rétti okkar og heimtum til baka hlutdeild okkar í slíkri skatt- heimtu til uppbyggingar. Einn þáttur í slíku, sem nefndur hefur verið er að halda lífeyrissjóðs- greiðslum í héruðum til nýtingar þar og eru það orð í tíma töluð. Sjávarútvegur Enn, sem löngum fyrr, er sjávar- útvegur meginundirstaða lífs- kjara okkar. Að ýmsu leyti hefur staðan í þeim efnum vænkast hér, eins og t.d. á Akureyri, en hins vegar er óhugur í fólki t.d. á Þórshöfn vegna versnandi stöðu í kvóta- málum. Það þarf ekki að nefna, að einhvers konar veiðistjórnun þurfti að taka upp vegna þverr- andi afla og sístækkandi og afkastameiri flota. Skoðanir eru mjög skiptar um aðferð, ekki bara á einstökum stöðum heldur í milli stjórnmálamanna og það þvert á flokksbönd. Ég tel, að einhvers konar veiðileyfasölu eða afgjald verði að taka upp, enda fær ekki staðist sú yfirlýsing í lög- um um stjórnun fiskveiða, að fiskimiðin séu sameign þjóðar- innar, ef einstakir útgerðarmenn, sem upphaflega fengu úthlutað af Hreinn Pálsson. því þeir áttu skip mismerkileg, eigi einir að sitja að þessari auð- lind. Með þeirri sölu á kvóta, sem viðgengst og því að í raun hefur hann markaðsverð og er jafnvel talinn til eignar í efna- hagsreikningi fyrirtækja verður að telja sjálfsagt að hann sé verð- lagður sem auður, sem selja má í formi veiðileyfa og það fé, sem þannig fengist, eða hluta þess mætti nýta til einhvers konar bótagreiðslna til staða, sem hart hafa orðið úti í kvótakapphlaup- inu undanfarið og koma þar upp atvinnu í sjávarútvegi eða öðru. Landbúnaður Mjög er nú sótt að landbúnaði og þeir erfiðleikar, sem þar er við að stríða eru í senn vegna breyttra neysluvenja og offramleiðslu. Ég tel það frumskilyrði, að hér verði nægilega öflugur landbún- aður til að sinna innanlandsþörf- um og hann skipulagður svo, að t.d. í þessu kjördæmi verði áhersla á mjólkurframleiðslu í Eyjafirði, en sauðfjárrækt í Þing- eyjarsýslu, eins og raunar allt stefnir í. Ég tel ekki lausn vand- ans að flytja óheft inn landbún- aðarvörur, þótt einhver stundar- gróði kynni að verða af því fyrir neytendur, því að hinu má ekki gleyma, að margir hafa viðurværi sitt af búskap beint eða sem starfsmenn við úrvinnslu. Verð- laun, sem íslendingum hafa verið veitt sanna, að við erum á réttri leið, t.d. í ostagerð. Vandamálið hefur hins vegar verið of dýr vara og erfiðleikar í sölu erlendis á mörkuðum, sem nóg hafa fyrir. Markviss og mikil kynning á vör- unni, sem sérstæðri, eða ein- stakri, eins og t.d. á skyri og því, að hún er framleidd við heilnæm skilyrði, hlýtur m.a. að vera svar- ið til að auka sölu erlendis. Ég álít ekki koma til greina, nema að óverulegu leyti að leyfa innflutning landbúnaðarvara. Aðrar atvinnugreinar Því miður hefur margs konar iðn- aður dregist allmjög saman, einkanlega þó hér á Akureyri hjá Álafossi hf. og miðað við það, sem áður var, einnig í bygginga- iðnaði. - Vonandi breytist þetta til batnaðar og hvað skipasmíða- og járnsmíðaiðnað snertir þarf að ryðja úr vegi ákvæðum úreltra laga um bann við því, að skip erlendra þjóða megi sækja hing- að til viðgerða. Þjónusta hefur verið sá atvinnu- vegur, sem mest hefur bólgnað út og raunar um of, en hún hefur þó fyrst og fremst margfaldast á höfuðborgarvæðinu. - Leið til að ná í þessa aukningu er auðvitað, að sem flestar nýjar stofnanir, sem settar eru upp af opinberri hálfu fáist settar upp úti um land. Þótt ekki megi vanþakka útibú, eins og Byggðastofnunar og Hús- næðisstofnunar, er þó mála sannast, að okkur er ekki trúað til að rækja samsvarandi hlutverk með þessum stofnunum og gerist syðra. Það virðist alltaf þurfa að vera einhver „stóri bróðir“ sunn- an heiða, sem á síðasta orðið. Það hefur valdið mér von- brigðum, að framkvæmd laga um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga, sem ég hugði mundu greiða úr ýmsum flækjum, sem á því sviði voru, hefur vegna ofrík- is embættismanna og ráðuneyta- valds, nánast með nýjum og nýj- um tilskipunum, eins og um ein- valdskónga væri að ræða, verið útþynnt og t.d. lagðar á sveitar- félögin álögur og þau nánast neydd til að fallast á fram- kvæmdamáta, sem alls ekki ætti að vera og sagt, að annars fái þau ekki þetta eða hitt fram. Sveitar- félögunum hefur ekki verið út- hlutað þeim tekjustofnum, eða veitt ýmis þau verkefni, sem þau væru best fallin til að annast, sem einmitt gæti veitt atvinnu. Lokaorð Ég hef nú aðeins í stórum drátt- um vikið að nokkrum málum, en þrátt fyrir að margt, sem sagt hef- ur verið, megi virðast sem ein- hliða kröfugerð er þetta þó mest byggt á því, að við eigum hér, sem annars staðar úti um landið, réttmæta hlutdeild í landsgæð- um. Við verðum sjálf að berjast fyrir þeim með viðeigandi festu og rökum og fáum þannig upp- skorið, sem okkur ber. Hreinn Pálsson. Höfundur er bæjarlögmaður á Akureyri og þátt- takandi í prófkjöri Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi eystra. Kvenfélagið Framtíðin: Jólamerkið 1990 komið út KytfnfÉlagið Framtíðín : Jóiin i9m ' w.í ftodíÉL * Kven í&zpð l'ramUéín Jáiín 1990 ' WMW Kvcnfélogíð PramtíMn Akurvyri Mþ mÆ mo x-|py X Vv-V ■Vf AarH.i Jólamerki Kvenfélagsins Framtíðarinnar, jólin 1990. Kvenfélagið Framtíðin á Akureyri hefur gefið út hið árlega jólamerki sitt. Að þessu sinni teiknaði frú Kristín Pálsdóttir merkið. Kristín vinnur verslunarstörf en málar og teiknar í frístundum og er henni margt til lista lagt. Merkið var prentað í Prentverki Odds Björns- sonar, Akureyri. Jólamerki Kvenfélagsins Fram- tíðarinnar er til sölu í Pósthúsinu á Akureyri og í Frímerkjahúsinu og Frímerkjamiðstöðinni í Reykjavík. Auk þess sjá félags- konur um sölu á Akureyri. Merk- ið kostar 15 krónur stykkið en 180 krónur örkin. Allur ágóði af merkjasölunni rennur í elliheim- ilissjóð. „Við treystum á að sem flestir s.jái sér fært að láta þetta fallega merki prýða jólapóstinn í ár. Öll viljum við hag þeirra öldruðu sem bestan," segir í frétt frá Kvenfélaginu Framtíðinni vegna útgáfu jólamerkisins. BB. I

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.