Dagur - 04.12.1990, Síða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 4. desember 1990
MEISTARAFÉLAG
BYGGINGAMANNA
NOROJRLANDI
Meistarar!
Muniö aö mæta á félagsfundinn
miövikudaginn 5. desember kl. 20.15 að
Hótel KEA.
*
Ar læsis
„Það læra börnin
sem fyrir þeim er haft“
Stjórnin.
Pað ár sem nú er senn að renna
sitt skeið hefur verið kennt við
læsi og mikilvægi góðrar lestrar-
kunnáttu fyrir einstaklinginn. Pví
er ekki úr vegi að hefja þetta
greinarkorn á því að skilgreina
nokkuð hvað flest í því að vera
læs.
Samkvæmt skýringu Orðabók-
ar Menningarsjóðs merkir þetta
orð að viðkomandi kunni að lesa.
En hvað er þá það að kunna að
lesa? Er hægt að segja að sá sem
stautar sig fram úr orðum sé læs á
sama hátt og sá sem les samfelld-
an texta erfiðislaust og af fullum
skilningi?
Flestir sem til þekkja vita
svarið: Til að teljast læs í orðsins
fyllstu merkingu þarf viðkomandi
að vera fær um að skilja orðanna
hljóðan og yfirfæra merkingu
þeirra, sjálfum sér til aukins
skilnings og þroska. En til þess
að svo megi verða þarf að leggja
traustan grunn að því sem þar
skal byggt ofan á.
Eitt af því sem hollt er að hafa
fyrir börnum er góðar bækur sem
fræða þau, skemmta þeim og
auka þeim skilning á daglegu lífi
sínu og umhverfi. Og er þá enn
ótalinn sá þáttur sem ef til vill er
mikilvægastur. Vandaður texti
örvar málþroska barna, eykur
orðaforðann og auðveldar þeim
alla framsetningu ritaðs og talaðs
máls. Barn sem snemma verður
læst og haldið er að lestri góðra
Röð greina um lestur
og lestrarkunnáttu
Laugardaginn 8. desember verður efnt til viðamikillar dagskrár í
Samkomuhúsinu á Akureyri í tilefni af ári læsis. Fjölmargir aðilar á
Norðurlandi eystra; félagasamtök, nefndir og stofnanir, hafa haft
veg og vanda að skipulagningu þessarar dagskrár. Liður í undirbún-
ingnum er að kynna málefnið sem best og hefur undirbúningshópur-
inn fengið Dag í lið með sér í þeim tilgangi. Næstu daga munu því
birtast hér í blaðinu greinar sem fjalla um lestur og lestrarkunnáttu
út frá mismunandi sjónarhorni. Vonandi hafa lesendur Dags bæði
gagn og gaman af. Ritstj.
Kristín Árnadóttir.
bóka nær fyrr og betur tökum á
þeim dýrmæta þætti mannlegra
samskipta sem málið er og á
þapnig auðveldari vegferð fyrir
IÞR0TTAV0RUR
í HÆST&
GÆÐAFLOKKI
• LÚFFUR
• SOKKAR
• INNISKÓR
• STUTTBUXUR
• SUNDFATNAÐUR
• SKAUTAR
• BOLTAR O.FL.
• SKIÐAGALLAR
• ÚLPUR
• GALLAR
• SKÓR
• TÖSKUR
• BOLIR
• HÚFUR
ÞROTTAVORUVERSLUN
Strandgötu 6, sími 27771.
Opið frá kl. 9.30-18.00, laugard. kl. 10.30-12.30.
höndum en sá sem ekki fær tjáð
hugsanir sínar með eðlilegum og
óþvinguðum hætti.
En hvað er þá góð bók? Flvaða
skilyrði þarf hún nað uppfylla?
Flestir geta verið sammála um
að til barnabóka megi gera þrjár
meginkröfur: Að þær hafi upp-
eldislegt gildi, að þær hafi
fræðslugildi og að þær hafi
skemmtigildi.
Uppeldislegt gildi felst í mörg-
um þáttum, en sá sem e.t.v. verð-
ur fyrst fyrir er málfar bókarinnar
og stíll sem hefur mikil áhrif á
lesandann og því mikilvægt að til
þeirra hluta sé vandað. Hug-
myndafræði og gildismat síast
einnig auðveldlega inn í unga
barnshugi og fela þannig í sér
ákveðna innrætingu, bæði með-
vitaða og ómeðvitaða.
Með fræðslugildi er átt við að
bókin gefi réttar upplýsingar um
lífið og tilveruna umhverfis okk-
ur þannig að lesandinn standi
fróðari eftir.
Priðja þáttinn, þ.e. skemmti-
gildið, er erfiðast að skilgreina,
en það þýðir ekki að hann skipti
minna máli en hinir tveir fyrr-
nefndu. Skemmtigildi getur falist
í lifandi og skemmtilega skrifuð-
um texta, í frásögnum og lýsing-
um á spaugilegum atvikum og í
spennu.
Góð barnabók verður að búa
yfir hæfilegu samblandi af öllum
þessum þáttum, en einnig er
mikilvægt að þeir séu svo vel
samofnir að ekki verði raktir
liver frá öðrum með góðu móti.
Á síðustu árum hefur bókin átt
nokkuð undir högg að sækja í
samkeppninni við ýmsa fjölmiðla
sem stöðugt seilast lengra í bar-
áttunni um brauðið. Sömuleiðis
virðist nú nokkuð ríkjandi við-
horf að það sé af hinu illa að börn
séu ein með sjálfum sér stund úr
degi hverjum og öllum ráðum
beitt til að koma í veg fyrir slíkt
með óþrjótandi framboði á hvers
kyns tómstundaiðju. Er svo kom-
ið fyrir sumum börnum að dagur
þeirra er skipulagður frá morgni
til kvölds, jafnvel að undirlagi
foreldra, og það gefur auga leið
að ekki gefast margar stundir til
bóklestrar eða annarrar friðsællar
iðju sem eflir hugsun og andlegan
þroska og eykur sálarró.
Hér þarf að snúa vörn í sókn
og efla þátt bókarinnar í daglegu
lífi Larna sem mótvægi við þann
háværa og óþolinmóða heim sem
nútíminn býr þeim og gera þeim
bókina að vini sem ekki bregst.
Allir sem ætluð er umsjá
barna, hvort heldur er sem for-
eldrar, kennarar eða starfsmenn
á dagvistarstofnunum barna, tak-
ast á hendur það verk að hafa
bækur fyrir börnunum og þurfa
þá að gera sér skýra grein fyrir
því hvað þeir eru að bjóða upp á.
Við lesum fyrir börn, kaupum
handa þeim bækur eða ráðleggj-
um þeim um bókalán á söfnum
og höfum þannig afgerandi áhrif
á lestrarvenjur þeirra og smekk.
En sjóndeildarhringur barna,
hugmyndaheimur þeirra og and-
legur þroski hlýtur að mótast af
því sem fyrir þeim er haft, þeim
þroskaferli sem þeim er búinn.
Pví er ótrúlega áríðandi að allir
uppalendur geri sér ljósa grein
fyrir mikilvægi barnabókarinnar
tyrir þann þroskaferil og þá veg-
ferð sem hann á að stýra.
Kristín Árnadúttir.
Höfundur er íslenskukennari viö VMA.