Dagur - 04.12.1990, Page 7

Dagur - 04.12.1990, Page 7
Þriðjudagur 4. desember 1990 - DAGUR - 7 KA-mcnn eru stórveldi í íslensku júdó. Þeir unnu tvo titla um helgina en voru óheppnir í keppni í fullorðinsflokki. 55 Eyjólfur skoraði á föstudaginn: Jolly Joker“ með góð spil á hendi segir Bild um Eyjólf Þýska blaðið Bild kallar Eyjólf Sverrisson „Jolly Joker“ eftir að hann skoraði sigurmark Stuttgart gegn 2. deildarliðinu Preusen Miinstcr í bikar- keppninni á föstudagskvöld. í blaðinu segir að „Jolly“ hafí mjög góð spil á hendi gagnvart Christoph Daum, þjálfara Stuttgart, og hann hafí skotið þeim frægu leikmönnum Walt- er og Kastel ref fyrir rass þann- ig að þeir eigi síður en svo vís sæti í liðinu á næstunni. „Joker“ er þýska heitið á hesti Lukku-Láka og er þarna vísað Sveitakeppni íslands í júdó: KA vann tvo flokka af þremur Sveitakeppni íslands í júdó fór fram í Grindavík á laugardag- inn. Keppt var í drengja-, ungl- inga- og fullorðinsflokki og áttu KA-menn sveit í hverjum flokki. Árangur Akureyring- anna var góður eins og við mátti búast, þeir unnu tvo flokka en máttu sætta sig við þriðja sætið í fullorðinsflokki. f drengjaflokki höfðu KA- menn mikla yfirburði og sigruðu Knattspyrna: KA-menn leita að útlendingum - hafa augastað á júgó- slavneskum 1. deildarleikmanni Knattspyrnudeild KA hefur ákveðið að leita út fyrir landsteinana að leikmönn- um fyrir næsta keppnistíma- bil. Deildin hefur nú auga- stað á júgóslavneskum sókn- arleikmanni scm leikur í 1. deild en hyggst einnig leita fyrir sér í öðrum löndum. Aö sögn Sveins Brynjólfsson- ar, formanns knattspyrnudeild- ar KA, er hugmyndin sú aö fá einn eða tvo erlenda leikmenn og væri deildin með augastað á þessum tiltekna Júgóslava. Þá stæði tii aö kanna málin í Tékkóslóvakíu og hugsanlega Búlgaríu. KA-menn hafa ckki haft er- lenda leikmenn í sínum röðum til þessa þannig að hér er um ákveðna stefnubreytingu að ræða. Sveinn sagði að mörg önnur lið væru komin með erlenda leikmenn eöa á höttun- um eftir þeim þannig að segja mætti að þetta væri svar við samkeppninni. „Auðvitað von- umst við einnig til þess aö góöir innlendir leikmenn sjái sér hag í að spila með okkur og við höf- um kannað þau mál að undan- förnu. Við höfunt misst menn og það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur að ná viöunandi árangri í 1. deildinni þá verðum við að styrkja liðið á móti," sagði Sveinn Brynjólfsson. Akureyri: Kylfingar með aðventumót Þrátt fyrir að komið sé fram í desember eru kylfíngar á Akureyri ekki af baki dottnir og á sunnudaginn slógu þeir upp aðventumóti á Jaðarsvelli. Leiknar voru 9 holur með for- gjöf og varð Þór Árnason sig- urvegari, hann lék á 28 höggum netto. Jafnir í 2.-3. sæti urðu Sævar Gunnarsson og Guðjón Guð- mundsson á 29 höggum. Sævar lék á 34 höggum brúttó sem var besta skor sem náðist í mótinu. Kylfingum má benda á að golf- skálinn að Jaðri er opinn að vetrarlagi og þar geta meðlimir GA brugðið sér í billiard eða gert sér annað til dundurs. með glæsibrag. Sveitina skipuðu þeir Víðir Guðmundsson, Smári Stefánsson, Ómar Arnarson og Friðrik Pálsson. Þess má geta að einn úr sveitinni forfallaðist á síð- ustu stundu þannig að drengirnir þurftu að byrja hverja viðureign einum vinningi undir en það kom ekki að sök. I unglingaflokki voru yfirburði KA einnig miklir þrátt fyrir að þar vantaði einn mann eins og í drengjaflokknum og sveitin vann öruggan sigur. Hana skipuðu þeir Sævar Sigursteinsson, Baldur Stefánsson, Freyr Gauti Sig- mundsson og Arnar Hreinsson. í fullorðinsflokki keppti ungl- ingasveitin að viðbættum þeim Guðlaugi Halldórssyni, Jóni Óðni Óðinssyni og Torfa Ólafs- syni. Keppnin var mjög hörð og jöfn og stóð baráttan á milli KA, Ármanns og UMFG. Heppnin var ekki með KA að þessu sinni, Freyr Gauti slasaðist í keppni við UMFG og höfnuðu KA-menn því í þriðja sæti. Freyr Gauti verður frá æfingum og keppni í fimm vikur. Þess má geta að ummæli Bjarna Felixsonar í íþróttaþætti Sjónvarpsins á laugardag vöktu kátínu meðal júdómanna á Akureyri. Bjarni greindi þar frá úrslitum mótsins og sagði greini- legt að uppgangur væri í júdó á Akureyri. KA vann drengjaflokk- inn sjötta árið í röð og unglinga- flokkinn þriðja árið í röð þannig að sá uppgangur er búinn að standa nokkuð lengi. til dugnaðar Eyjólfs. Leikurinn á föstudagskvöldið var liður í 16 liða úrslitum og fór fram í Múnster. Eyjólfur skoraði eina mark leiksins á 66. mínútu þegar Gaudhino skallaði inn í teiginn eftir aukaspyrnu All- göwers og þar var Eyjólfur á auð- um sjó og skoraði af öryggi. Leikurinn þótti ekki merkileg- ur en Eyjólfur fær þó ágæta dóma fyrir sína frammistöðu. Bild segir, að auk þess að vera búinn að tryggja sér sæti í liðinu fyrir næsta leik, sé Eyjólfur búinn auka verulega líkur sínar á að fá betri samning hjá félaginu en hann er nú á svokölluðum áhuga- mannasamningi. Stuttgart leikur á útivelli gegn Hamburg á laugardaginn og hef- ur Daum lýst því yfir að hann sjái ekki ástæðu til að gera breytingar á fremstu víglínu liðsins. Stutt- gart er í 13. sæti deildarinnar með 12 stig en Hamburg í 8. sæti með 16 stig. ES-Þýskalandi/JHB Eyjólfur „Jolly“ Sverrisson. Ársþing KSÍ: Áhugamannaregliimar afnumdar - Stefán Gunnlaugsson í aðalstjórn - Tindastóll fékk Dragóstyttuna - tillaga um breytingar á 3. og 4. deild kolfelld 45. ársþing KSÍ var haldið í ráðstefnusal Hótel Loftleiða um helgina. Þar voru að venju tekin fyrir fjölmörg mál og var m.a. samþykkt nær óbreytt til- laga milliþinganefndar um félagaskipti leikmanna og afnám áhugamannareglna. Á þinginu kom fram að rekstur KSI gekk vel á árinu og var sambandið rekið með 21 millj- ón króna hagnaði. Tillagan um félagaskipti og afnáni áhugamannareglna felur í sér þá grundvallarbreytingu að félögum í L, 2. og 3. deild er heimilt að gera samninga við leikmenn og leikmönnum er nú heimilt að taka við greiðslum fyr- ir knattspyrnuiðkun þótt þeir séu enn áhugamenn samkvæmt skil- greiningu. Við verðlagningu er gert ráð fyrir grunngjaldi fyrir leikmann sem ekki hefur verið á samningi en ef leikmaður skiptir um félag margfaldast grunngjald- ið með afreksstuðli sem byggir m.a. á aldri og landsleikjafjölda. Grunngjaldið var ákveðið 50 þús- und krónur en hæsti margföldun- arstuðullinn er 10 þannig að leikmaður í hæsta verðflokki kostar 500 þúsund krónur. Ekki er heimilt að gera samninga til lengri tíma en tveggja ára og við fall úr deild er hvorum aðila um sig heimilt að segja þeim upp. Af afdrifum annarra tillagna má nefna að tillaga frá ÍK um breytingar á 3. og 4. deild, sem greint var frá í Degi í síðustu viku, var kolfelld. Samþykktar voru breytingar á starfsemi aga- nefndar þannig að nefndarmönn- um var fjölgað úr 3 í 5 og henni er ekki lengur kleift að vísa frá sér málum. Þá þarf hún nú að taka fyrir skýrslur eftirlitsmanna en þess þurfti hún ekki áður. Á þinginu var kosið var um fjögur sæti í aðalstjórn til tveggja ára. Stefán Gunnlaugsson, fyrr- um formaður knattspyrnudeildar KA, náði kjöri í eitt af þessum fjórum sætum en hann felldi út Ragnar Marinósson frá Keflavík. Aðrar breytingar urðu ekki á aðalstjórninni. Á varastjórn varð ein breyting, Guðmundur Har- aldsson var kjörin í hana í stað Inga Jónssonar. Að lokum má geta þess að Tindastóll fékk Dragóstyttuna í 2. deild, en hún er veitt prúðasta liðinu eftir hvert tímabil. Tinda- stóll fékk 17 refsistig, ÍR 19 og ÍBK 25. í 1. deild kom styttan í hlut Stjörnunnar sem hlaut 18 refsistig, en KR og ÍA hlutu 20 stig hvort félag. HB/JHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.