Dagur - 04.12.1990, Page 13

Dagur - 04.12.1990, Page 13
Þriðjudagur 4. desember 1990 - DAGUR - 13 Flytja Grímseyingar í land? - eftir Halldór Blöndal Járniðnaðarmenn! Si. þriðjudag var hátíð í Gríms- ey, er ný lífhöfn var formlega tekin í notkun. Af því tilefni efndu eyjarskeggjar til sam- kvæmis, sem þeir buðu þing- mönnum að sitja. Það skyggði þó á gleðina, að þann hinn sama dag höfðu smábátaeigendur fengið bréf um það, hvaða veiðiheimild- ir þeir gætu vænst að fá á næsta ári. Þeim var gefinn frestur til 15. desember til að skila athuga- semdum og leiðréttingum til sjáv- arútvegsráðuneytisins. Á bryggjunni mættum við þingmenn sjómanni, sem hafði í höndum bréf frá ráðuneyti um, að kvóti hans myndi minnka úr um 140 tonnum í rétt 80 tonn. Hann lét þau orð falla eins og fleiri sjómenn í eynni að Flatey- ingar hefðu flutt í land sama árið og þeir fengu nýja höfn. Eftir kvótabréfunum að dæma virtust sömu örlög bíða Grímseyinga. Lái mér hver sem vill, þótt ég hafi haft samband við sjávarút- vegsráðherra og óskað eftir skrá yfir þær veiðiheimildir, sem ein- stakir útgerðarmenn og eigendur smábáta hefðu fengið póstsend- ar, auðvitað sem trúnaðarmál. Ráðherra synjaði mér um upplýs- ingarnar. Áf þeim sökum óskaði ég eftir fundi í sjávarútvegs- nefnd, en formaður hennar, Stef- án Guðmundsson, taldi eins og fulltrúar ráðherra, að ekki væri ástæða til að láta nefndarmönn- um slíkar upplýsingar í té. Nú voru góð ráð dýr. Ég hafði samband við forseta sameinaðs þings, Guðrúnu Helgadóttur, og bað um að fá að taka málið upp Halldór Blöndal. utan dagskrár. Hún heimilaði umræðuna sem umræður um þing- sköp og var samkomulag milli okkar, að hún yrði kl. 12 sl. fimmtudag og gaf mér heimild til að skýra sjávarútvegsráðherra og Matthíasi Bjarnasyni frá því. Fyrir því er hefð á Alþingi, að forseti stjórni fundi, þegar hon- um er kunnugt, að þingmaður biðji um orðið um þingsköp vegna nefndarstarfa. Annað væri ókurteisi, þar sem forseta á að vera kunnugt, að þingmaður eigi við hann erindi. Því miður gætti Guðrún Helgadóttir ekki þessar- ar sjálfsögðu reglu en fól Val- gerði Sverrisdóttur fundarstjórn. Það olli misskilningi, sem varð afkáralegur í frétt Ríkissjón- varpsins sl. fimmtudagskvöld. Sannleikurinn er sá, að forseti sameinaðs þings, Guðrún Helga- dóttir, ítrekaði í lok umræðunn- ar, að mál mitt hefði verið tekið upp á réttum forsendum. Kjarni málsins er vitaskuld ekki sá, hvort misskilningur hafi komið upp á milli okkar Valgerð- ar Sverrisdóttur. Ég hef beðist afsökunar á því fyrir mitt leyti og veit, að hún á eftir að gera slíkt hið sama. Hitt er kjarni málsins, að ráðherra sjávarútvegsmála hefur synjað þingmönnum, sem eiga sæti í sjávarútvegsnefndum, um skrár yfir þær veiðiheimildir, sem útgerðarmenn smábáta geta vænst að fá á næsta ári. Það er svo alvarleg misbeiting valds, að óhjákvæmilegt er að taka málið upp á Alþingi. Ráðherra ber það fyrir sig, að þingmönnum sé ekki trúandi fyrir upplýsingunum. Ég held því á liinn bóginn fram, að ráðherra veiti ekki af því aðhaldi, sem í því felst, að þingmenn fylg- ist með því sem hann er að gera. Það fann ég glöggt, þegar ég var að fagna nýju höfninni með Grímseyingum sl. þriðjudag, að sjómenn þar ætluðust tií, að þing- menn þeirra fylgdust með og gættu hagsmuna þeirra. Ég er þeirrar skoðunar, og sú skoðun er bjargföst, að stjórn fiskveiða megi ekki haga á þann veg, að hinum duglegu sjómönnum í Grímsey verði gert ókleift að búa þar. Til þess að geta rækt þing- mannsskyldu mína í þessu efni þarf ég á því að halda, að hafa undir höndum skrá yfir þær veiði- heimildir, sem smábátaeigendur geta vænst að fá á næsta ári. Svo einfalt er það. Höfundur er þingmaður í Norðurlands- kjördæmi eystra fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Talsjá til notkunar við kennslu og þjálfun fólks með talörðugleika: Hvalreki á Qörur fólks Hjördís Anna Haraldsdóttir sem er heyrnarlaus situr hér við talsjána og prófar. Hjá henni standa þau Friðrik Rúnar Guðmundsson deildarstjóri talmeinadeildar HTÍ, Ásthildur Snorradóttir talmeinafræðingur og Gunnar M. Hansson forstjóri IBM á íslandi. Myndin er tekin þegar Heyrnar- og talmcinastöð íslands var afhent talsjá að gjöf í tengslum við sýninguna (Jndraheiinur IBM. Heyrnar- og talmeinastöð íslands hefur þegið að gjöf íslenska talsjá til notkunar við kennslu og þjálf- un fólks með talörðugleika. Það er IBM á íslandi sem gefið hefur talsjána og aðlagað hana íslensku máli. Talsjáin var afhent í básn- um IBM og fatlaðir á sýningunni Undraheimur IBM í dag, fimmtu- dag. Gunnar M. Hansson for- stjóri IBM á íslandi afhenti gjöf- ina og tók Friðrik Rúnar Guð- mundsson deildarstjóri talmeina- deildar HTÍ á móti henni. Talsjá er framleidd af IBM er hefur sérstaka deild í Belgíu sem sérhæfir sig í að leita tölvulausna fyrir fatlaða. Talsjá er tölvu- og hugbúnaður tengdur hljóðnema sem hannaður er til að bæta tal- kennslu og raddþjálfun. í henni eru sjónrænir möguleikar tölv- unnar tengdir mælingu á hljóð- myndun nemandans og fæst við- stöðulaus svörun á skjánum við framlagi hans. Sem dæmi um hvernig talsjáin virkar má nefna að þegar t.d. heyrnarskertir eru þjálfaðir í að auka styrk raddar- innar með hjálp talsjárinnar, birtist litauðug mynd af apa í tré á skjánum og hjálpar nemandinn honum að klifra upp eftir trénu með því að auka raddstyrkinn. Þannig er talþjálfun gerð að leik sem nemandinn nýtur að taka þátt í. Aðlögun talsjárinnar að íslensku felst í að allur texti sem birtist á skjánum er á íslensku og hljóðkerfið sem innbyggt er í hana er í samræmi við íslenska tungu. Heyrnar- og talmeinastöð ís- lands starfar samkvæmt lögum frá árinu 1980 og er stjórn hennar skipuð af heilbrigðisráðherra. Verksvið Heyrnar- og talmeina- stöðvarinnar er að greina heyrn- ardeyfur og talmein hjá fólki á öllum aldri, útvega heyrnartæki og veita ráðgjöf og þjálfun þeim sem þess þurfa. Yfirlæknir er Einar Sindrason og starfsmenn eru 20. Aðsetur er í Reykjavík en útibú er starfrækt á Akureyri. Hin síðustu ár hafa starfsmenn talmeinadeildar HTÍ reynt að auka þjálfunarþátt starfseminnar en skort til þess mannskap, að- stöðu og einkum tækjakost. Þess vegna er gjöf IBM á Islandi mik- ill hvalreki fyrir starfsemi tal- meinadeildar og gerbreytir hún öllum þjálfunarmöguleikum hennar. Talsjáin kemur til með að nýtast einkum tveim hópum fatlaðra. Það eru mjög heyrnar- skertir einstaklingar og fólk sem á við talörðugleika að stríða af öðrum orsökum eins og t.d. hol- góma börn sem og þeir er fatlast hafa vegna slysa og þurfa að læra að tala upp á nýtt. Heyrnar- og talmeinastöð ís- lands þakkar IBM á íslandi þessa höfðinglegu gjöf. Vegna þess hversu skammt er um liðið síðan talsjá kom fyrst fram erlendis er það HTÍ mikið ánægjuefni að hún skuli nú vera fáanleg í því formi sem nýtist við þjálfun á ís- landi og er óhætt að fullyrða að fagfólk á þessu sviði hafi ekki dreymt um að það væri fram- kvæmanlegt svo fljótt. Með þess- um tækjabúnaði mun HTÍ skipa sér á bekk með fremstu stofnun- um á sínu sviði. Óskum aö ráða menn vana smíði úr ryðfríu stáli. Upplýsingar í síma 21244. Vélsmiðjan Oddi h.f. AKUREYRARBÆR Á dagvistina Síðusel vantar fóstru eða fólk með aðra uppeldismenntun í 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar hjá forstöðumönnum í síma 23034. Við viljum ráða tvo nýja starfsmenn til Rafveitu Akureyrar. Starfssvið er eftirfarandi: 1. Álestur skráður á handtölvur. 2. Aðstoð á innheimtuskrifstofu. 3. Innheimtuaðgerðir. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um næstkomandi áramót. Upplýsingar gefa rafveitustjóri og starfsmanna- stjóri. Sími 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar. Rafveitustjóri. Forstöðumaður viðurkenningardeildar Löggildingarstofunnar Vegna aukinna og breyttra verkefna Lögildingar- stofunnar er nú unnið að endurskipulagningu hennar, en stofnuninni er nú m.a. ætlað að taka að sér viðurkenningu (accreditation) á vottunar- og prófunarstofum í samræmi við Evrópustaðla EN 45 Oxx. Leitað er eftir starfsmanni til þess að byggja upp og veita forstöðu viðurkenningardeild Löggildingarstof- unnar. Hann þarf að hafa háskólapróf í verkfræði eða skyldum greinum auk reynslu í skipulagningu og stjórnun á gæðakerfum. Leitað er að manni, sem hefur góða framkomu og á auðvelt með samskipti við aðra, jafnt innanlands sem utan. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda til viðskiptaráðuneytisins, Arnar- hvoli, 150 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 14. desember n.k. Upplýsingnar um starfið veitir Finnur Sveinbjörns- son, viðskiptaráðuneytinu, í síma (91)609436. Viðskiptaráðuneytið, 30. nóvember 1990. Kæru vinir! Þakka innilega þann heiður og hlýhug sem þið sýnduð mér á 85 ára afmælinu 29. nóvember s.l. Sérstakar þakkir til Inner wheel kvenna. INGA KARLSDÓTTIR.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.