Dagur - 04.12.1990, Síða 16
Kodak
Express
Gæöaframköllun
Akureyri, þriðjudagur 4. desember 1990
Persónuleg jólakort
með þínum myndum.
^PeótSmyndir’
. Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
MMMm
KA-menn gerðu það gott í Sveitakeppni Islands í júdó sem fram fór í Grindavík á laugardag. Kcppt var í þremur
flokkum og sigruðu KA-menn í tveimur. Myndin var tekin þegar hópurinn kom til Akureyrar. í efri röð frá vinstri
eru Baldur Stefánsson, Jón Óðinn Óðinsson, Guðlaugur Halldórsson, Torfi Ólafsson og Arnar Hreinsson. Neðri
röð frá vinstri: Freyr Gauti Sigmundsson, Víðir Guðmundsson, Fjóla Stefánsdóttir, sem keppti með KA-mönnum
í fullorðinsflokki, Smári Stefánsson, Friðrik Pálsson og Ómar Arnarson. Á myndina vantar Sævar Sigursteinsson.
Mynd: Golli
Söltunarfélag Dalvíkur hf.:
Dalborg seld til Suðumesja?
- forsvarsmenn Söltunarfélagsins hafa hug á að
kaupa stærra skip í stað Dalborgar
Samkvæmt heimildum Dags
eiga forsvarsmenn Söltunarfé-
lags Dalvíkur hf. í viðræðum
við aðila á Suðurnesjum um
sölu á skipi Söltunarfélagsins,
Dalborgu EA. Talað er um að
selja skipið á 180 milljónir
króna og er gert ráð fyrir að
með því fylgi 400 tonna kvóti í
þorskígildum talið. Söltunar-
félagið myndi þá halda eftir
rúmlega 800 tonna kvóta
skipsins, en auk hans á félagið
um 500 tonna kvóta af Heið-
rúnu EA.
Það mun vera ætlun forsvars--
manna Söltunarfélags Dalvíkur,
samkvæmt þeim heimildum sem
Dagur hefur aflað sér, að kaupa
stærra skip í stað Dalborgar, en
eftir því sem næst verður komist er
enn sem komið er ekkert ákveðið
skip í sjónmáli í því sambandi.
Horft er til þess m.a. að frysta
rækju um borð í nýju skipi.
Þreifað hefur verið á þeim
möguleika að fiskverkendur á
Daivík keyptu skipið, en sem
stendur er verið að skoða kaup-
tilboð í það frá Reykjavík.
Samkvæmt heimildum Dags er
markmið forsvarsmanna Söltun-
arfélagsins með sölu á Dalborgu
og hugsanlegum kaupum á nýju
skipi að styrkja rekstur fyrir-
tækisins þegar til lengri tíma er
litið.
Söltunarfélag Dalvíkur er í
eigu fjögurra aðila. Samherji hf.
á meirihluta í fyrirtækinu, um
64%, Dalvíkurbær á tæp 36%,
Hallgrímur Antonsson á 0,41%
og dánarbú Aðalsteins Loftsson-
ar0,01%. óþh
Birgir Þórðarson, umhverfisskipulagsfræðingur:
Endurvmnsla átt erfitt uppdráttar
Eyjafiarðarsveit:
Piltur slasaðist
við útafkeyrslu
Akureyringur á þrítugsaldri
var fluttur á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri aðfaranótt sl.
sunnudags eftir útafkeyrslu
skammt frá Melgerði í Eyja-
fjarðarsveit. Líðan piltsins var
eftir atvikum í gær.
Lögreglan á Akureyri fékk til-
kynningu um slysið um kl. 04
aðfaranótt sunnudags og var þá
þegar kölluð út sjúkrabifreið
Slökkviliðsins á Akureyri, sem
flutti piltinn á slysadeild FSA.
Bifreiðin, sem er af Subaru-
gerð, er mikið skemmd eftir útaf-
keyrsluna. óþh
Árbók sveitarfélaga:
Dalvíkurbær með
bestu greiðslustöðuna
Samkvæmt upplýsingum úr
efnahagsreikningum sveitarfé-
laga 1989, sem fram koma í
nýútkominni Árbók sveitarfé-
laga, er Dalvík sá kaupstaður
sem hefur hæst veltufjárhlut-
fall, eða 2,64. í öðru sæti er
Húsavík með 2,07 og Seyðis-
fjörður í því þriðja með 2,01.
Stuðull fyrir veltufjárhlutfall
segir ekki síst til um greiðslu-
stöðu sveitarfélaga. Því hærri
sem stuðullinn er, því betri er
greiðslustaðan. Samkvæmt þessu
er greiðslustaða Dalvíkurbæjar
sú besta hjá kaupstöðunum,
nokkru betri en hjá Reykjavík,
sem hefur lægstu skuldir á hvern
íbúa.
Skuldastaða Dalvíkur er góð
samkvæmt árbókinni. Hver
bæjarbúi skuldar 52 þúsund
krónur, sem eru lægstu skuldir á
hvern íbúa í kaupstöðum á
Norðurlandi. Siglfirðingar skulda
hins vegar mest af norðlenskum
kaupstöðum. Hver Siglfirðingur
skuldar 233 þúsund krónur sam-
kvæmt efnahagsreikningi síðasta
árs. óþh
en hefur þó verið stunduð um árabil
iVerðandi stúdent, Erna Björnsdóttir í fylgd þeirra Kristins Wiuins (til
, vinstri) og Ásmundar Arnarssonar. Mynd: im
Framhaldsskólinn á Húsavík:
Fyrsta „diiranisioniii“ á fóstudagúin
Stór hluti af þeim úrgangi sem
til fellur í nútímasamfélagi er
endurvinnanlegur í einhverju
formi. Þótt endurvinnsla hafi
átt erfitt uppdráttar fram að
þessu hefur hún verið stunduð
hér á landi um árabil í smáum
stíl. Sem dæmi um endur-
vinnslu má nefna endurvinnslu
20 dagar
tííjóía
á gúmmi, pappír og plasti.
Þetta kom fram í erindi Birgis
Þórðarsonar, umhverfisskipu-
lagsfræðings, á fundi um sorp-
hirðu, brotamálma og meng-
unarvarnir sem haldinn var á
vegum Fjórðungssambands
Norðlendinga síðastliðinn
föstudag.
Tvö fyrirtæki starfa nú að
vinnslu brotamálma á íslandi,
Hringrás hf. í Reykjavík, sem
hefur verið í fararbroddi við
ýmiss konar endurvinnslu á
undanförnum árum, og íslenska
stálfélagið hf. í Hafnarfirði, sem
meðal annars hefur hafið endur-
vinnslu á bílflökum. Afkastageta
málmtætara fyrirtækisins er um
1800 tonn á viku.
Nokkur fyrirtæki hafa safnað
pappírsafskurði og sent erlendis
og Silfurtún hf. í Garðabæ hefur
unnið eggjabakka úr úrgangs-
pappír í nokkur ár. Nú er unnið
að athugun á auknum möguleik-
um í pappírsendurvinnslu. Um
25 þúsund tonn falla til af úr-
gangspappír á höfuðborgarsvæð-
inu á ári og um 10 til 15 þúsund
tonn af þessum pappír er úrgang-
ur frá framleiðslu, verslun og
þjónustu. Endurvinnslan hf. í
Reykjavík hefur nú starfað á
annað ár og á Akureyri hafa tvö
fyrirtæki unnið að endurvinnslu.
Það eru Gúmmívinnslan hf., sem
um árabil hefur framleitt ýmsar
vörur úr gúmmi, og Saga plast
hf., sem hafið hefur söfnun á
úrgangsplasti, s.s. ónýtum plast-
kössum. Saga plast hefur þróað
færanlegt vinnslukerfi, sem farið
er með á þá staði er plastúrgang-
ur hefur safnast saman á. ÞI
Fasteignasali á Akureyri hefur
verið kærður fyrir fjármála-
misferli.
Málið kom til kasta rannsókn-
arlögreglunnar á Akureyri um
helgina og er unnið að rannsókn
Fyrsta „dimmisionin“ við Fram-
haldskólann á Húsavík fór
fram eftir hádegi á föstudag.
Tveir stjórnarmcnn úr nem-
endafélagi skólans óku um
bæinn með verðandi stúdent
Ernu Björnsdóttur á pallbíl
svo hún gæti kvatt kennara
sína með kossum og rósum fyr-
ir upplestrarfríið.
þess. Ekki fengust upplýsingar í
gær um gang rannsóknar málsins.
Maðurinn sem kærði fasteigna-
salann missti íbúð sína á nauð-
ungaruppboði í liðinni viku og
telur að það megi rekja til mis-
ferlis fasteignasalans. óþh
Framhaldsskólinn tók til starfa
um haustið fyrir rúmum þremur
árum og þá hóf Erna sitt fram-
haldsnám. Erna stefnir að því að
útskrifast sem stúdent 20. des.
nk. Hún verður ekki fyrsti stúd-
entinn sem útskrifast frá skólan-
um en sá fyrsti sem byrjar þar í
framhaldsnámi og lýkur stúd-
entsprófi.
Fylgisveinar Ernu á föstudag-
inn voru Ásmundur Arnarsson
og Kristinn Wium. í tilefni dags-
ins höfðu þ>au lagt hversdagsfötin
á hilluna, Erna klæddist nælon-
pels og stakk íslendingabók und-
ir hendina, en piltarnir báru ein-
kennishúfur sem hver einkabíl-
stjóri gat verið fullsæmdur af.
Undrunar gætti í svip margra
bæjarbúa sem urðu vitni að ferð
unga fólksins í þessari fyrstu
dimision á Húsavík. IM
Akureyri:
FasteignasaJi kærður