Dagur - 06.12.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 06.12.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 6. desember 1990 Lokið við gerð grjótvarnar í Dalvíkurhöfn: Hér hefiir verið unnið gott verk - segir Sigtryggur Benediktsson á Hafnamálastofnun Framkvæmdum við gerð grjót- varnar í Dalvíkurhöfn lauk um helgina, eins og greint var frá í | Degi sl. laugardag. Sigtryggur Benediktsson á Hafnamála- stofnun segir að mjög vel hafi til tekist og grjótvörnin beri heimamönnum vitni um gott skipulag og mikinn dug. Grjótvörnin er mikið mann- virki. í hana hafa farið um 30 þúsund rúmmetrar af efni, sem Ihefur verið tekið úr landi Sauða- ness norðan Dalvíkur. Heildar- kostnaður við verkið nemur um 30 milljónum króna. Um framkvæmdir sá Jarðverk hf. á Dalvík, en auk þess unnu bílstjórar í Bílstjórafélaginu Múla að þeim. Sjálfur grjótvarnargarðurinn er 280 metrar á lengd. Byrjað var á verkinu í lok júlí og að því hefur síðan verið unnið nótt sem nýtan dag. Fimm bílar unnu að jafnaði við að keyra efni í höfnina auk annarra vinnuvéla. Athafnasvæðið sem myndast hefur vestan grjótvarnarinnar er um 19 þúsund fermetrar að jstærð. Ekki liggur fyrir hvenær !fyllt verður upp í það, en aukin umferð kaupskipa um Dalvíkur- höfn kallar á að í uppfyllinguna verði ráðist sem alira fyrst. Þá er laðkallandi að byggja brimvörn í aust-suð-austur í framhaldi af grjótvörninni. Hvenær það verð- ur unnt veltur á fjárveitingavald- inu. óþh Kampakátir verktakar og fulltrúi Hafnamálastofnunar að afloknu góðu verki. Frá vinstri Jón Hreinsson, frá Jarðverki hf., Friðgeir Hjaltalín, frá Grundarfirði, sem aðstoðaði Jarðverksmenn á síðari stigum verksins, Hall- grímur Hreinsson, frá Jarðverki hf. og Sigtryggur Benediktsson frá Hafna- málastofnun. . Myndin óþh Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir: Aflienti Skógrækt ríkisins stórgjafir sem borist hafa erlendis frá Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhenti Skóg- rækt ríkisins stórgjafir í gær, sem forseta hafa borist utan- lands frá og eru framlög til skógræktar á íslandi. Koivisto Finnlandsforseti færöi forseta íslands 5 kg af lerkifræi er for- seti var á ferö í Finnlandi í okt. sl. og komið hefur fram í fréttum. Samkvæmt upplýsingum sem forsetaskrifstofan hefur aflað sér munu væntanlega allt að 250.000 trjáplöntur vaxa af fræjunum og mynda veglegan íslenskan skóg þegar fram líða stundir. Pá hafa Lionsmenn á norðurslóðum í Finnlandi hafið söfnun á birki- fræjum, sem færð verða íslend- ingum í framhaldi af gjöf Finn- landsforseta. í tilefni stórafmælis forseta íslands 15. apríl sl. barst rausnar- leg gjöf frá hinum virta Ekenás skógtækniskóla í Finnlandi en gjöfin fól í sér tvo námsstyrki fyr- ir íslendinga til 4-5 ára náms í skógtæknifræðum og ná styrkirn- ir bæði til skólagjalds og uppi- halds meðan á námi stendur. Islensku styrkþegarnir munu hefja nám við skólann næsta haust. Nokkru eftir opinbera heim- sókn Mitterrands, forseta Frakk- lands, til íslands sl. sumar barst forseta íslands skeyti frá Frakk- landi, þar sem Mitterrand til- kynnti um gjöf til forseta, 74 birkitré í tilefni af eigin afmæli, eitt tré fyrir hvert ár. Trén verða gróðursett í Vinaskógi í Þingvalla- sveit. Frá Japan hafa borist höfðing- legar peningagjafir sem ætlaðar eru til skógræktarátaks hér á landi. Alls nema þessar peninga- gjafir frá Japan vel yfir hálfri milljón íslenskra króna og eiga þær að renna til skógræktarinnar í Vinaskógi. Fj árhagsáætlun Ólafsfj arð arbæj ar: Miniiihliilinn hafði áður samþykkt breytingamar Bjarni Kr. Grímsson, bæjar- stjóri í Ólafsflrði, segir að bók- un minnihluta bæjarstjórnar Ólafsfjarðar um fjárhagsáætl- un, sem Dagur greindi frá sl. laugardag, skjóti nckkuð skökku við. Bjarni segir að minnihlutinn hafi verið búinn að samþykkja breytingar á fjárhagsáætlun á hinum og þessum fundum. „Á þessum sama fundi og minnihlut- inn lagði fram umrædda bókun samþykkti öll bæjarstjórnin, þar með taldir fulltrúar minnihlut- ans, þessar breytingar," sagði Bjarni. óþh jÞessi mynd er tckin af norðurgarði í norður yfir grjótvörnina, sem er alis 280 • metrar á lengd. Þar sem nú er sjór, innan grjótvarnarinnar, vonast menn Itil að verði fyllt upp áður en langt um líður og athafnarými Dalvikurhafnar aukist þannig til muna. I inyndast hefur gríðarstórt rými vestan grjótvarnarinnar. Þeir sem vel til Iþekkja segja nauðsynlegt að byggja brimvarnargarð áfram í austur (lengst til Ihsegri á myndinni) og koma þannig í veg fyrir ölduhreyfingu inn í Dalvíkur- jhöfn. Léttsteypan í Mývatnssveit: Salan verið að lífgast undanfama mánuði „Það gengur ágætlcga hjá okk- ur og hefur verið mikið að gera | undanfarið, þó að það sé að vísu að minnka aftur því við vorum að afgreiða stóra pöntun af holsteini og milliveggjahellum i til Keflavíkur,“ sagði Grétar Asgeirsson, verkstjóri hjá Léttsteypunni hf. í Mývatns- sveit. Tveir menn vinna nú við fram- leiðsluna hjá Léttsteypunni, auk skrifstofumanns í hálfri stöðu. „Við erum bjartsýnni á framtíð- ina en við höfum verið undan- farna mánuði því salan virðist vera að lífgast,“ sagði Ásgeir, aðspurður um framtíðina. Asgeir reiknar með að um jóla- dagana verði smá viðgerðarstopp hjá fyrirtækinu. Með hækkandi sól á nýju ári verður farið að hugsa fyrir sumrinu og móta grill- kolin sem fyrirtækið framleiðir. Aðspurður sagði Ásgeir að allt væri í biðstöðu með framleiðslu á grillsteini til útflutnings sem að- eins hefur verið reynd hjá fyrir- tækinu. Til að hægt væri að fara út í þá framleiðslu þyrfti að kaupa mótunarvél og er það tölu- verð fjárfesting. IM Kjörbúð KEA, Sunnuhlíð Vörukynning föstudaginn 7. desember frá kl. 15.-19. og laugardaginn 8. desember frá kl. 11.-16. Rauðvínslegið lambalæri frá Kjarnafæði, kynningarverð kr. 798.- kg. Tilboð: Kjúklingur og franskar kr. 870.- kr. Kjöitwð KEA, Sunuhlíð Kjörbuð KEA, Sunnuhlíð Mikið úrval: Á salatbarnum, í ostaborðinu, í kjötborðinu og á ávaxta- og grænmetistorginu. Opið til kl. 20.00 öll kvöld - Lokað sunnudaga Kjöriiúð KEA, Sunnuhlíð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.