Dagur - 06.12.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 06.12.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. desember 1990 - DAGUR - 9 Matthías Gcstsson, ökukennari, með var við æfingaaksturinn á Akureyri. lýsing um hámarkshraða á þjóð- vegum (vegirnir taldir upp), lög um leigubifreiðar, reglugerð um fólksbifreiðar sem notaðar eru til leiguaksturs og takmarkanir á fjölda þeirra, reglugerð um merki á skólabifreiðum, reglur um notkun öryggisbelta, reglu- gerð um skipulag fólksflutninga með langferðabifreiðum (rútu- próf), reglugerð um stærð og þyngd ökutækja, reglugerð um innheimtu bifreiðagjalda, reglur um auðkenni blindra, reglur um álagningu og innheimtu gjalds vegna stöðvunarbrota, reglur um neyðarakstur, lög um skipulagn- ingu á fólksflutningum með lang- ferðabifreiðum (rútupróf), og reglur um akstur almennings- vagna frá biðstöð. Sérstakur kafli námsefnisins fjallar um góða aksturhætti, einn- ig sérstaklega með tilliti til stórra bifreiða, útdráttur úr reglugerð um skráningu ökutækja og út- dráttur úr reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Matthías Gestsson: akst- ursæfíngar á vörubifreið Allir kennarar á námskeiðinu eru nemanda við vörubílinn sem notaður frá Akureyri. Matthías Gestsson, ökukennari, hefur með höndum akstursæfingar á vörubifreið í námskeiðinu, en það er einn af Verklegum þáttum námskeiðsins. Blaðamaður hitti Matthías að máli eftir kennsludag. - Hvað er þú búinn að kenna lengi, Matthías? „Það eru nú orðin ein tuttugu og fimm til sex ár, held ég. Ég hef kennt víða á Norðurlandi, t.d. í Bárðardal og Kinn og einnig á Dalvík og Ólafsfirði, auk Akur- eyrar.“ - Hvernig er að æfa tilvonandi meiraprófsbílstjóra? „Þetta er nýtt fyrir mig. Það kemur mest á óvart hvað menn halda frjálslega um stýrið, og sumir taka því misvel þegar þeim er bent á öruggustu aksturshætt- ina. Þessi akstur er nokkuð öðru- vísi en akstur minni bifreiða, og þyngd bifreiðarinnar er það sem spilar mest inn í. Menn verða að átta sig á að því fylgir meiri ábyrgð að vera á þungu ökutæki, og þeir þurfa þess vegna að hafa meiri fyrirvara, sérstaklega varð- andi stöðvanir við gangbrautir og einnig þegar ekið er inn á gatna- mót.“ Karlar í miklum meiri- hluta - en námið hentar konum ekki síður - Eru það eingöngu karlmenn sem fara í meirapróf? „Þeir virðast vera í miklum meirihluta, og á þessu námskeiði er bara ein kona. Ég held að það vanti að kynna þetta með öðrum hætti. Við getum tekið sem dæmi að konur geta sleppt vörubíls- þættinum og gerst leigubílstjórar, ökukennarar og rútubílstjórar. Ég býst við að vörubílinn sjálfur höfði ekki mikið til kvenna, og ég held einmitt að þessi liður hafi ekki verið kynntur sem skyldi,'því eins og við vitum sem höfum far- ið í gegnum meirapróf sjálfir er þarna um að ræða hagnýtt nám fyrir hvern bíleiganda, jafnt fyrir konur sem karla. Það er líka hægt að taka meirapróf á fifnm til átta farþega bíl, en á því munu fáir átta sig.“ - Hversu oft fer hver nemandi í aksturþjálfun hjá þér? „Þeim er skylt að taka þrjá æf- ingatíma. Þetta er í fyrsta sinn sem flestir setjast undir stýri vörubifreiðar, og því þarf að byrja rólega og kynna mönnum bílinn eins og fyrir hverjum öðr- um byrjendum. Seinni tímarnir eru síðan þjálfunarakstur hér í bænum, sem undirbýr menn und- ir akstursprófið sjálft.“ - Þurfa menn einhver sérstök kennararéttindi á vörubíla? „Nei, ökukennararéttindin veita rétt til kennslu á allar bif- reiðar, en að vísu þarf sérstaka löggildingu fyrir mótorhjóla- kennsluna. Það eru þau einu rétt- indi á þessu sviði sem ég hef ekki orðið mér úti um, en eins og margir gamlir Akureyringar muna var ég hér á mótorhjóli sem ungur maður, og tók ekki bílpróf fyrr en ég var að verða 22 ára gamall. Ævistarf mitt hefur verið kennsla, að mestu leyti, en auk ökukennararéttinda er ég menntaður handavinnukennari og íþróttakennari." - Kennsluréttindi þín eru mjög víðtæk. „Jahá, stundum er nú glensast með það, og það er staðreynd, að ég hef kennt allt í grunnskólan- um nema söng, en hafði samt gaman af að láta krakkana syngja. íþróttakennarapróf mitt gildir á alla skóla landsins, og það má geta þess að ég hefi tvívegis tekið kennarapróf í hjálp í við- lögum.“ - Finnst þér ökukennsla skemmtileg? „Já, ég hef mikla ánægju af ökukennslunni, hún er svo pers- ónuleg og gefur manni tækifæri til að kynnast viðkomandi nem- um allvel. Síðustu þrjú árin hef ég eingöngu unnið við öku- kennsluna og akstur leigubifreið- ar,“ sagði Matthías að lokum. ÐAN SKEIN SO ÁRITAR NÝJU PLÖTUNA SlNA l DAG KL. 17 BÓKABÚÐ JÓNASAR og brosum Dagskrá T tilefni af ári læsis í Samkomuhúsinu Akureyri laugardaginn 8. desember kl. 9.45-16.00. B0KABÚÐ JONASAR Hafnarstræti 108 - Sími 96-22685 j|||\iis

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.