Dagur - 06.12.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 06.12.1990, Blaðsíða 16
1MRDft Akureyri, fímmtudagur 6. desember 1990 Svæði Mjólkursamlags KEA: Framleiðsluaukning á mjólk um 5,4% það sem af er ári Allt fyrir golfið Aldrei betrí kaup Opið alla daga fram að jólum Golfverslun II David Barnwell » * fínlfckóhnnm loAri Golfskálanum Jaðri S 23846 & 22974 Trésmíðafélag Akureyrar veitti SS Byggi hf. viðurkcnningu fyrir góðan aðbúnað á vinnustað við Tröllagil. Á mynd- inni eru frá vinstri Guðmundur Ómar Guðmundsson frá Trésmíðafélaginu, Sigurður Sigurðsson og Heimir Rögn- valdsson frá SS Byggi hf. Mynd: Golli Biskupsstofa: Vill íjármagn tíl stofiiunar embættis farprests í Eyjafírði - málið er á borði Qárveitinganefndar Alþingis Fyrstu þrjá mánuði verðlags- ársins var innvegin mjólk hjá Mjólkursamlagi KEA á Akur- eyri um 5,4 milljónir lítra og miðað við sömu mánuði í fyrra er aukningin um 5,6% á mán- uði að jafnaði. Fyrstu 11 mán- uði ársins hefur samlaginu bor- ist um einni milljón lítra meiri mjólk en á sama tímabili í fyrra, sem þýðir um 5,4% aukn- ingu milli ára. Að mati Hólmgeirs Karlsson- Fjárhagsvandi LA: Sex milljónir í aukaflárveitiiigu Við afgreiðslu fjáraukalaga á Alþingi sl. þriðjudag kom í ljós að framlag til Leikfélags Akur- eyrar hafði verið hækkað úr 2,2 milljónum króna í 6 millj- ónir, en það er sú upphæð sem félagið hafði barist fyrir að fá. Þessi niðurstaða þýðir stór- bætta skuldastöðu hjá LA og að reksturinn kemst í eðlilegt horf. „Þar með eru fjárhagsvand- ræði Leikfélags Akureyrar úr sögu í bili, en þetta er búið að vera langt og mikið stríð,“ sagði Sigurður Hróarsson, leikhús- stjóri, í samtali við Dag í gær. Hann sagðist hafa þurft að horfast í augu við uppsafnaðan vanda er hann hóf störf fyrir tæp- lega tveimur árum og þetta hefði verið linnulítil barátta síðan. Með stuðningi nefndar sem menntamálaráðherra skipaði og atbeina þingmanna kjördæmisins hefði málið loks hlotið farsælan endi. Ákveðið hafði verið að út- hluta LA 2,2 milljónum í fjár- aukalögum en með sameiginlegu átaki tókst að sýna fram á að þörf væri fyrir 6 milljónir. „Það er óskaplega ánægjulegt þegar svona sigur vinnst. Þetta þýðir að við getum greitt þær skuldir sem eru annað og meira en eðlileg skuldafærsla milli ára. Síðan á eftir að koma í ljós hvaða afgreiðslu við fáum hjá ríkinu og Akureyrarbæ fyrir næsta ár, en ég er bjartsýnn í ljósi þessara tíð- inda,“ sagði Sigurður. SS ar, framleiðslustjóra hjá Mjólk- ursamlagi KEA, liggja margar ástæður að baki þessari aukn- ingu. Bændur hafi verið hvattir til að auka við framleiðslu sína og að auki hafi fóður verið gott og framleiðsla því verið góð. Þessu til viðbótar hafi bændur fengið heimild til þess í lok síðasta verð- lagsárs, þ.e. í ágúst síðastliðnum, að framleiða upp í allt að 15% af kvóta þess verðlagsárs seni nú stendur yfir. Þessa yfirfærslu hafi margir nýtt sér. Svipaða sögu virðist vera að segja að fleiri samlögum á land- inu. Þannig hefur líka verið fram- leiðsluaukning hjá bændum á Suður- og Vesturlandi sem hefur þau áhrif fyrir samlagið á Akur- eyri að mun minna þarf að flytja af rjóma suður yfir heiðar fyrir jólin en verið hefur síðustu ár. Hólmgeir segir að þetta þýði að meira verði framleitt af smjörva en ella því vart sé við því að búast að veruleg aukning verði á rjómasölu fyrir jólin á samlags- svæðinu. Líkt og fyrri ár verður greitt álag á innvegna mjólk mánuðina nóvember og desember 1990 og janúar-febrúar 1991. Að sögn Guðmundar Steindórssonar, hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, verða greidd um 8,5% ofan á grundvallarverð mjólkur og með því reynt að hvetja bændur til að jafna rneira framleiðslu sína yfir árið. Sami háttur verður hafður á þessum greiðslum eins og í fyrra, þ.e. með hækkuðu staðgreiðslu- láni ríkissjóðs sem aftur er greitt til baka með skerðingu á greiðsl- um til bænda í maí og júní á næsta ári. JÓH Á bæjarstjórnarfundi á Sauð- árkróki sl. þriðjudag var sam- þykkt að bærinn gengist fyrir stofnun undirbúningsfélags í sambandi við vatnspökkunar- verksmiðju á Sauðárkróki og var atvinnumálanefnd falið málið. Þessi bæjarstjórnar- fundur var einnig merkilegur fyrir þá sök að í fyrsta sinn sat hann kona sem bæjarstjóri. Bæjarráð lagði til að bæjar- stjórn samþykkti eftirfarandi til- iögu: „Bæjarstjórn Sauðárkróks samþykkir að gangast fyrir stofn- un undirbúningsfélags um bygg- ingu og rekstur félags um vatns- pökkunarverksmiðju á Sauðár- króki. Bæjarstjórn felur atvinnu- málanefnd bæjarins að vinna að framgangi málsins og leita eftir hluthöfum í undirbúningsfélag- ið.“ Fyrir fjárveitinganefnd og Alþingi liggur beiðni biskups- stofu um stofnun embættis far- prests í Eyjafirði. Hún var lögð fram sl. sumar og ítrekuð nú fyrir stuttu. Þá hefur fjárveit- ingavaldið til umfjöllunar ósk Kirkjuþings um stofnun prests- cmbættis í Grímsey, en fremur ólíklegt verður að teljast að við henni verði orðið á fjárlögum fyrir næsta ár. Þessi tillaga var samþykkt á bæjarstjórnarfundinum og vænt- anlega fer því að komast skriður á vatnspökkunarmál á Króknum, en langt er síðan þau komust í umræðu. Elsa Jónsdóttir, bæjarritari, sat bæjarstjórnarfundinn sl. þriðju- dag sem bæjarstjóri í fjarveru Snorra Björns Sigurðssonar, en hann var í Svíþjóð að taka á móti viðurkenningu sem bærinn hlaut í samkeppni í átaki gegn reyking- um. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Sauðárkróksbæjar sem kona situr bæjarstjórnarfund sem bæjar- stjóri, en þrátt fyrir það sagði Elsa að sér hefðl ekkert liðið öðruvísi á þessum fundi en öðr- um sem hún situr sem bæjarrit- ari. Þess má geta að á sínum tíma var Elsa fyrsta kona á íslandi í embætti bæjarritara. SBG Þorbjörn Hlynur Árnason, biskupsritari, segir að lög frá sl. vori um starfsemi þjóðkirkj- unnar geri ráð fyrir stofnun emb- ætta farpresta á héraðsvísu. Sam- kvæmt því kæmi til greina að Eyjafjörður og vesturhluti S,- Þingeyjarsýslu hefðu saman far- prest. En hvert yrði starfssvið far- presta? „Farprestur myndi leysa sóknarpresta af í t.d. námsleyf- um eða veikindafríum. En meg- inverkefni farpresta eiga að vera að hafa yfirumsjón með ákveðnu sameiginlegu starfi innan prófast- dæmisins, t.d. öldrunarstarfi og barna- og æskulýðsstarfi og hugs- anlega sér hann einnig um þjón- ustu á sjúkrahúsum og öldrunar- stofnunum," sagði Þorbjörn Hlynur. Á Kirkjuþingi á sl. hausti var samþykkt ályktun þar sem Kirkju- ráði var falið að vinna að því að prestsembætti verði stofnað í Grímsey á ný „til þess að tryggja íbúum Miðgarðasóknar þá kirkju- legu þjónustu sem þeir eiga rétt á lögum samkvæmt,“ eins og segir orðrétt í ályktuninni. Biskup kynnti þessa samþykkt á fundi með fjárveitinganefnd á dögunum og hún er þar nú til umfjöllunar. Þorbjörn Hlynur telur að ef lit- ið sé raunsætt á málið, séu frem- ur litlar líkur á að fjárveitinga- valdið verði við þessari ósk. Hann segir hins vegar að ef ákveðið verði að stofnsetja emb- ætti farprests, gæti vel komið til að hann annaðist prestsþjónustu f Grímsey. í lögum um prestaköll og próf- astdæmi frá sl. vori var ákveðið að Miðgarðasókn færðist um mitt þetta ár frá sóknarpresti Glerár- sóknar á Akureyri undir sóknar- presta Akureyrarsóknar. Frá þessu var horfið, en breytingin tekur gildi frá og með 1. janúar nk. óþh Hraðfrystihúsið á Hofsósi: Framlenging á leigutíma Fiskiðjunnar Leigutími Fiskiðju Saudár- króks á rekstri Hraðfrystihúss- ins hf. á Hofsósi hefur verið framlengdur allt fram yfir fyrsta skiptafund í þrotabúinu sem er í byrjun mars á næsta ári. Samkvæmt fyrri leigusamningi var reksturinn einungis leigður til áramóta. Að sögn Ásgeirs Björnssonar, bústjóra, var það mat hans og skiptaráðanda að skynsamlegra væri að leigja reksturinn áfram heldur en stöðva vinnslu um ára- mót. Ásgeir sagði þetta bæði vera hagstæðara fyrir búið sem og auðvitað það fólk sem hefur atvinnu af fyrirtækinu. „Við vorum beðnir um að leigja reksturinn á sínum tíma af stjórn Hraðfrystihússins og ákváðum að gera það að vand- lega athuguðu máli. Reksturinn hefur gengið vel hingað til og því var ákveðið að gera þennan við- auka við leigusamninginn þcgar bústjóri fór fram á það,“ sagði Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar. Samkvæmt viðauka leigusamn- ingsins leigir Fiskiðjan reksturinn til 31. mars 1991, en önnur ákvæði eru óbreytt. SBG Bæjarstjórnarfundur á Sauðárkróki: Bærinn sér um undir- búning fyrir vatnspökkun - fyrsti fundur með konu sem bæjarstjóra - Elsa Jónsdóttir bæjarritari sat í stól bæjarstjóra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.