Dagur - 12.12.1990, Síða 15

Dagur - 12.12.1990, Síða 15
íþróttir Miðvikudagur 12. desember 1990 - DAGUR - 15 Sundfólk úr Óðni á Akureyri atti um helgina kappi við sundfólk úr Vestra á ísafirði í maraþonboðsundi. Synt var í 24 klukkustundir og þegar upp var staðið höfðu Isfirðingar farið með sigur af hólmi en þeir syntu samtals 106 km en Óðinsmenn 104. I>á var kcppt uin hvort félagið gæti safnað hærri áheitum og þar höfðu ísfirðingar einnig betur, söfnuðu tæpri hálfri milljón en Óðinn 350 þúsund kr. Wolfgang Sahr, þjálfari Óðins, var ánægður með sitt fólk þrátt fyrir ósigurinn og sagði árangurinn betri en hann hafði átt von á. Myndin var tekin þegar einn þátttakandinn stakk sér til sunds. Mynd: jhb Handknattleikur, 1. deild: Hvað gera KA-menn gegn bikarmeisturuninn? KA og Valur mætast í 16. uni- ferð VÍS-keppninnar í hand- knattleik í kvöld. Leikurinn fer frant í íþróttahöllinni á Akur- eyri og hefst kl. 20.30. Þetta verður síðasta umferðin í 1. deildinni fyrir jólafrí en næsta umferð hefst 18. janúar. KA-menn unnu ágætan sigur á Vestmannaeyingum um síðustu helgi og sitja nú í 7.-8. sæti deild- arinnar. Þeir þurfa hins vegar að vera í hópi 6 efstu liða til að korn- ast í úrslitakeppnina þannig að þeir þurfa á sigri að halda í kvöld. Bikarmeistarar Vals eru í 2. sæti 1. deildar með 25 stig, hafa aðeins tapað tveimur leikjum, unnið tólf og gert eitt jafntefli. Liðið er mjög sterkt enda hefur það marga landsliðsmenn innan- borðs, m.a. Akureyringinn Jón Kristjánsson sem áður lék með KA. Akureyrarmótið í snóker: Ófeigur kominn með forystuna Valdimar skíðamaður ársins Ófeigur Marinósson varð sig- urvegari í fyrsta hluta Akur- eyrarmótsins í snóker sem fram fór á knattborðsstofunum á Akureyri um síðustu helgi. Ófeigur sigraði Sigurjón Sveinsson 4:1 í úrslitaleik. í þriðja sæti varð Ingólfur Valdi- marsson. 21 keppandi tók þátt í mótinu um síðustu helgi og var keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Billi- ardinn í Kaupvangsstræti og Gilið halda sameiginlegt Akureyrar- mót að þessu sinni og er leikið á báðurn stofum samtímis. Mótið samanstendur af tveimur stiga- I mótum og úrslitakeppni. Seinna stigamótið fer fram eftir áramót og að því loknu leika 16 stiga- | hæstu menn til úrslita. Akureyringurinn Valdimar Valdemarsson var valinn skíðamaður ársins 1990 af stjórn SKÍ. Þetta kom fram í hófi í Reykjavík í síðustu viku þar sem tilkynnt var um kjör íþróttamanna ÍSÍ. Valdimar er 21 árs. Hann er í landsliði íslands í alpagreinunr og hefur verið það í nokkur ár. hann er bikarmeistari SKÍ í flokki full- orðinna í alpagreinum en hann hlaut 140 stig af 150 mögulegum. Hann er jafnframt íslandsmeist- ari karla í stórsvigi og alpatví- keppni. Á alþjóðlegum mótum sem fram fóru hérlendis sl. vor náði Valdimar langbestum árangri íslendinga en samanlagt náði hann öðrum besta árangrinum úr öllum mótunum. íþróttamenn ársins í öðrum greinunt eru: Ólafur Eiríksson, íþróttir fatlaðra, Bjarni Á. Frið- riksson, júdó, Pétur Guðmunds- son, frjálsar íþróttir, Broddi Kristjánsson, badminton, Bjarni Sigurðsson, knattspyrna, Ulfar Jónsson, golf, Ólafur Haukur Ólafsson, glíma, Ólafur Viðar Birgisson, skotfimi, Porvarður Sigfússon, biak, Ómar ívarsson, karate, Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþróttir, Páll Kolbeinsson, körfuknattleikur, Einar Siggeirs- son, tennis, Sigríður Ólafsdóttir, siglingar, Guðmundur Hrafn- kelsson, handknattleikur, Linda | mundur Helgason, lyftingar, og Steinunn Pétursdóttir, fimleikar, Ragnheiður Runólfsdóttir, sund. Kjartan Brienr, borðtennis, Guð- I -bjb/JHB Valdimar Valdemarsson. *rtV. u- ♦ * *■ í Knattspyrna: Luka Kostic fer á Skagann „Ég get lítið annað sagt en að það hafa enn engin félagaskipti átt sér stað. En hann hefur greinilega náð samkomulagi við IA og við munum ekki leggja stein í götu hans,“ sagði Rúnar Antonsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um þau tíðindi að Luka Kostic hyggist leika með ÍA næsta tímabil. Luka Kostic hefur leikið með Þór sl. tvö sumur og þjálfaði liðið að auki á síðasta tímabili. Vitað er að hann hefur átt í viðræðum við nokkur félög að undanförnu Luka Kostic. en Morgunblaðið skýrir frá því í gær að hann hafi náð samkomu- lagi við ÍA. Rúnar sagði að Kostic hefði verið einn af bestu leikmönnum 1. deildarinnar undanfarin tvö ár og það væri ákveðið áfall fyrir Þór að missa hann. „En við erum það heppnir að eiga nóg af ung- um.mönnum í Þór sem geta farið að taka við. Það er stefnan að byggja liðið upp á þeim mönnum og við höfum trú á að það sé hægt,“ sagði Rúnar Antonsson. Knattspyrna: Ijríkur aðstoðar Ormarr Miklar líkur eru á að Eiríkur Eiríksson verði aðstoðar- maður Ormarrs Örlygsson- ar, þjálfara knattspyrnuliðs KA, næsta sumar. Að sögn Sveins Brynjólfssonar hefur verið rætt við Eirík og hann lýst áhuga sínum á starlinu og verður sennilega gengið frá ráðningu hans á næst- unni. Eiríkur þjálfaði 2. flokk KA sl. surnar en hann var um árabil markvörður hjá Þór og Reyni Árskógsströnd. Svcinn sagöi að Eiríkur myndi sjá um markmannsþjálfun í meistara- flokki og vera Ormarri til aðstoðar í leikjum, auk þess sem hann myndi sennilega sjá um markmannsþjálfun í 2. og 3. flokki.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.