Dagur - 03.01.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 03.01.1991, Blaðsíða 16
Kodak Express Gæöaframköllun ★ Tryggðu filmunni þinni ÍSesta ^Pedr6myndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Akureyri: Róleg áramót „Ibúar Akureyrar fögnuðu nýju ári á hefðbundinn hátt. Allt fór hið besta fram víðast hvar og ekki urðu slys á mönnum. Töluverðrar ölvunar gætti og nokkuð bar á að rúður væru brotnar jafnt í miðbæ Akureyrar sem í íbúöarhverf- um,“ sagði Gunnar Randvers- son, varðstjóri á Lögreglustöð- inni á Akureyri. Að sögn Gunnars var ölvun töluverð á Akureyri um sl. ára- mót og mikill mannfjöldi safnað- ist saman í miðbænum. Lögregl- an þurfti að hafa afskipti af drukknu fólki, sem endranær um áramót, og fangageymslurnar voru nær fullar. „Veðrið var gott og létti okkur störfin," sagði Gunnar Randvers- son. ój Flugeldaslys á Kópaskeri: Maður missti fingur Slys skyggði á áramótagleðina á Kópaskeri. Maður sem var að skjóta upp neyðarblysi úr öryggisbyssu, eins og rjúpna- skyttur hafa gjarnan meðferð- is, varð fyrir því óláni að missa einn lingur og skadda annan þegar blysið sprakk. „Maður gat ekki hugsað sig um, þetta gerðist allt svo snöggt,“ sagði Ólafur Gauti á FSA í gær. Hann slapp ótrúlega vel frá þessum heildarleik og vonast til að komast heim einhvern næstu daga. Mynd: Goiii Loðdýrabændur í Eyjafirði: Akstri fóðurbfls frá Húsavík hætt Hætt hefur verið akstri fóður- bíls í Eyjafjörð með loðdýra- fóður frá Kaupfélagi Þingey- inga á Húsavík. Samningar um fóðurkaupin runnu út skömmu fyrir áramót og fóðurflutninga- bíl frá KEA sem leigður var til flutninganna frá því í fyrravor hefur nú verið skilað. Ekki mun vera grundvöllur fyrir rekstri fóðurflutningabfls á þessu svæði yfir háveturinn meðan fæst dýr eru á fóðrum. Hugsaniegt er að einstaka bændur í Eyjafirði kaupi áfram fóður frá Húsavík sem verður þá flutt samhliða öðrum flutn- ingi, en aðrir bændur í Eyja- flrði munu gefa loðdýrum sín- um þurrfóður frá Istess næstu mánuðina. Flestir bændanna á svæði fóð- urstöðvar KÞ í Þingeyjarsýslu sem voru með dýr á síðasta ári munu ætla að halda áfram loð- dýrarækt sinni, og verður fóður blandað í stöðinni og ekið til þeirra einu sinni í viku á næstu mánuðum. Jón Ragnar Hjaltason, Ytra- Garðshorni, formaður Loðdýra- ræktarfélags Eyjafjarðar, sagði að ekki væri grundvöllur fyrir akstri sérstaks fóðurflutningabíls frá Húsavík, eftir að búið væri að pelsa þá hvolpa sem fæddust í fyrravor. Fátt væri í húsunum á þessum árstíma en í vor myndi síðan margfaldast á ný það fóður- magn sem þyrfti á svæðið og þá gæti komið upp sú staða að akst- ur fóðurbíls borgaði sig. Loðdýrabændum á Eyjafjarð- arsvæðinu hefur fækkað um allt að því helming en svæðið sem þeir búa á hefur þó ekki minnkað svo neinu nemi, þannig að jafn mikil vegalengd er á fóðurflutn- ingunum til þeirra. Bændurnir búa á svæðinu frá Grenivík að austan og yfir í Svarfaðardal að vestan. „Ég held að þeir sem ætluðu sér að hætta hafi tekið ákvörðun um það fyrir jólin, en þó er svo- lítil óvissa með skuldbreytingar ennþá og menn ekki alveg búnir að leysa sín mál. Þó held ég að þeir sem eru með dýr ennþá ætli sér að þrauka þennan vetur og hugsi sér hann sem lokatilraun- ina, ef útlitið með skinnaverð fari ekki að lagast fari menn ekki út í svona óvissu áfram,“ sagði Jón Ragnar. Hann sagði að meðan svo mikil óvissa væri um framtíð loðdýraræktarinnar yrði ekki lagt í nein fjárfestingaræfintýri í sambandi við fóðuröflun. í febrúar fara síðan að koma stóru skinnauppboðin sem menn horfa aðallega til í sambandi við útlitið fyrir framtíð greinarinnar. IM Féll um 100 metra í Bustarfelli í Vopnafirði á gamlárskvöld og gekk frá slysstaðnum: „Hugsaði í fallinu að þetta yrði mitt síöasta“ Atburðurinn var tilkynntur til lögreglu enda voru menn furðu lostnir yfir því að blysið skyldi springa á þennan hátt, í höndun- um á manninum, því þarna var um að ræða öryggisbyssu sem maðurinn var vanur. Hann mun hafa farið rétt að öllu en öryggis- búnaðurinn virðist hafa brugðist af einhverjum ástæðum. SS Samkvæmt heimildum seni Dagur hefur aflað, hefur fæð- ingum á Norðurlandi fjölgað mjög á síðasta ári, samanborið við árið 1989. Á Norðurlandi fæddust 653 börn í 647 fæðing- um. Að sögn Svövu Aradóttur, hjúkrunarforstjóra við Fjórð- „Ég hugsaði auðvitað á Ieið- inni niður að þetta yrði mitt síðasta. En eftir á að hyggja er óhætt að segja að maður hafi verið heppinn,“ segir Ólafur ungssjúkrahúsið á Akureyri, hef- ur fæðingum við FSA fjölgað mjög. Á síðasta ári fæddust 467 börn í 461 fæðingu, en árið áður fæddust 407 börn í 398 fæðing- um. Sex tvíburar fæddust því á síðastliðnu ári á móti 9 tvíburum árið áður. Á Húsavík fæddust 59 börn, að sögn Jóns Aðalsteinssonar yfir- læknis við Sjúkrahúsið, og alltaf er eitthvað um að verðandi mæð- ur séu sendar til Akureyrar á Fj órðungssj úkrahúsið. í Héraðshælinu á Blönduósi fæddust 36 börn í jafn mörgum fæðingum, en Héraðshælið sinnir sængurkonum úr báðum Húna- vatnssýslunum. í Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki fæddust 72 börn á sl. ári og í Siglufirði 19 börn. ój Gauti Sigurðsson, 17 ára piltur frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal, sem hrapaði yfir 100 metra í Bustarfelli í Vopnaflrði á gamlárskvöld. Meiðsl hans eru ótrúlega lítil miðað við þetta fall en hann liggur nú á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og sagðist í gær vonast til að komast heim sem fyrst. Bustarfell er innst í Vopnafirði og liggur vegurinn frá Möðru- dalsöræfum til Vopnafjarðar efst í fellinu. Þaðan er mikið útsýni yfir fjörðinn og er útsýnisskífa í fellinu og þar varð slysið. Ólafur Gauti var að koma frá Egilsstöð- um ásamt félögum sínum og lá leiðin til Vopnafjarðar. Þeir ákváðu að stoppa við útsýnis- skífuna og skjóta upp flugeldum. Ólafur Gauti fór út á snjóskafl til að kveikja í flugeldinum þegar snjóhengjan gaf sig. „Maður gat ekkert hugsað sig um, þetta gerðist allt svo snöggt. Fyrst féll ég 20-30 metra og lenti á klettasyllu og af henni kastaðist ég áfram og fór þá í fríu falli um 70 metra. Þarna niðri lenti ég í snjóskafli og kom niður á bakið. Höggið var mikið og maður var dálítið ruglaður eftir fallið en þegar ég hugsa til baka þá man ég þetta allt saman. Fyrst hélt ég að bíllinn hefði farið fram af því ég vildi ekki trúa því að ég hefði far- ið einn þarna niður. Eg brölti á fætur og sá ljós á næsta bæ og ákvað að reyna að komast þangað. Félagar mínir hóuðu í mig og ég svaraði og sagði þeim að ég ætlaði að komast að bænum. Einn þeirra hafði þá hlaupið að staðnum þar sem ég lenti og sá sporin eftir mig og fylgdi þeim þar til hann náði mér. Þá hafði ég gengið í um einn klukkutíma." Slysið varð á tímabilinu milli kl. 22 og 24 á gamlárskvöld. Björgunarlið brá skjótt við og var farið strax með Ólaf Gauta til Vopnafjarðar og þaðan með flugi til Akureyrar. Fæstir vildu trúa Ellefu umsóknir hafa borist um stöðu sveitarstjóra í Eyja- fjarðarsveit en umsóknarfrest- ur rann út nú uin áramótin. Stefán Árnason, skrifstofu- stjóri á skrifstofu hreppanna sem nú um áramótin runnu saman í eitt, segist búast við að 2-3 umsóknir séu enn á leið- inni. Reikna megi með að hin nýja sveitarstjórn byrji að fjalla um umsóknirnar í næstu viku. Hátíðarfundur sveitarstjórnar- innar verður í íþróttahúsinu á Hrafnagili kl. 13.30 á laugardag. því að hann væri ekki meira slas- aður en raun ber vitni en hann er með tvö brotin rifbein, talsverðar bólgur á hægri öxl og úlnliði og nokkuð mar í mjöðmum og baki. Ólafur Gauti var hress í gær þrátt fyrir að hafa við þessi áramót staðið á mörkum lífs og dauða og vildi komast heim sem fyrst. Staðinn sem slysið átti sér stað á segist hann skoða fljótlega og sjá þá hvernig aðstæður eru. „En ég býst við að ég fari neðan frá að fellinu í þetta skiptið,“ sagði hann. JÓH Þangað verður boðið öllum íbú- um hins nýja sveitarfélags svo og fjölda annarra gesta. Ekki er vit- að annað en Jóhanna Sigurðar- dóttir, félagsmálaráðherra, þekk- ist boð um að vera viðstödd þennan viðburð. Sveitarstjórinn mun, eins og áður hefur komið fram, kjósa sér oddvita og varaoddvita á fundin- um en á næstu vikum tekur við ýmis skipulagsvinna í hinu nýja sveitarfélagi og eitt af fyrstu mál- um sveitarstjórnarinnar verður að velja sveitarstjóra úr hópi umsækjenda. Nöfn þeirra fást ekki upp gefin. JÓH 653 börn fæddust 1990 á Norðurlandi: Sprengja í fæðingum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á síðasta ári EyjaQarðarsveit: Ellefu umsóknir komnar um sveitarstjórastarfið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.