Dagur - 03.01.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 03.01.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 3. janúar 1991 ÖxarQarðarhreppur og Presthólahreppur: Ósk um sameigin- legan flárhag frá og með áramótiun - formleg sameining og kosningar um næstu mánaðamót frétfir Oddvitar Presthólahrepps og Öxarfjarðarhrepps undirbúa nú sameiningu hreppanna í samvinnu við félagsmálaráðu- Leikfélag Akureyrar: Mjög góð aðsókn að Ættarmótinu Uppfærsla Leikfélags Akur- eyrar á Ættarmótinu, þjóðleg- um farsa eftir Böðvar Guð- mundsson, hefur fengið fljúg- andi start og var uppselt á fyrstu fjórar sýningarnar milli jóla og nýárs. Að sögn Rögnu Garðarsdótt- ur, miðasölustjóra, voru um 200 manns á frumsýningunni og 230- 240 á hinum þremur sýningunum og var uppselt á þær allar. Eftir aðeins fjórar sýningar hafa því um 900 manns séð Ættarmótið. „Við erum auðvitað afskaplega ánægð. Petta er mjög góð aðsókn og getur raunar ekki verið betri,“ sagði Ragna. Ekki verða sýningar á Ættar- mótinu um næstu helgi en helgina 11.-13. janúarverða þrjár sýning- ar og sagði Ragna að þegar hefði borist mikið af miðapöntunum á þær sýningar. SS Norðurland vestra: Friðsæl áramót - ölvun svipuð og vanalega Rólegheit voru hjá lögreglu á Norðurlandi vestra um ára- mótin. Lítið var um að menn lentu í fangageymslum hjá lög- regiu. Að sögn Bjöms Mikaels- sonar yfirlögregluþjóns á Sauð- árkróki voru áramótin með rólegra móti, þó hafði lögregla afkipti af nokkrum vegna ölv- unar. Rólegt var hjá lögreglumönn- um í Húnavatnssýslum, þó þurfti að hafa afskipti af nokkrum dans- leikjagestum en þrír dansleikir voru vestra á nýársnótt. „Þetta var frekar rólegt hjá okkur, menn voru frekar seinir að fara heim af dansleikjum eins og gjarnan vill verða á nýársnótt. Einn ökumann stöðvuðum við vegna gruns um ölvun við akstur, annars voru áramótin frekar róleg hjá okkur,“ sagði Sigurður Sigurðsson lögreglumaður á Hvammstanga. Dansleikir í Skagafirði fóru vel fram að sögn lögreglu á Sauðár- króki og ölvun var ekki meiri en almennt gerist á dansleikjum um áramót. „Ég held við hljótum að vera ánægðir, það er óhætt að segja að þetta hafi verið með rólegri áramótum," sagði Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. kg neytið en búist er við að sam- einingin gangi formlega í gildi um næstu mánaðamót. Hrepp- arnir hafa hins vegar óskað eft- ir því að fjármál þeirra verði sameiginleg frá og með ára- mótum. Ingunn St. Svavarsdóttir, oddviti Presthólahrepps, sagði að það væri mjög heppilegt fyrir hreppana að hafa sameiginlegan fjárhag frá og með áramótum og ósk þar að lútandi hefði verið lögð fyrir félagsmálaráðuneytið. Þessi tímasetning er heppilegri með tilliti til uppgjörs en ýmsa lausa enda þarf að hnýta áður en hið sameinaða sveitarfélag, Öxarfjarðarhreppur, verður formlega stofnað. Ekki hefur borist svar frá fé- lagsmálaráðuneytinu um það hvort mögulegt sé að miða sam- eiginlegan fjárhag við áramót en ekki þann tíma er sameining hreppanna gengur formlega í gildi. Pegar öllum formsatriðum hef- ur verið fylgt verður efnt til sveit- arstjórnarkosninga í hinum nýja Öxarfjarðarhreppi. Rætt hefur verið um laugardaginn 2. febrúar sem hugsanlegan kjördag en tímasetningin hefur þó ekki verið ákvéðin endanlega. SS Mynd: Golli Akureyri: Hélt upp á 100 ára afinælið Jónína Sigríður Magnúsdóttir, nú til heimilis að Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, hélt upp á hundrað ára afmæli sitt 30. desember sl. Jónína tók á móti gestum á Hlíð á afmælisdaginn. Hún las fyrirhafnarlaust heillaskeyti, sem henni bárust, og ræddi við gesti sína um daginn og veginn. Jónína Sigríður fæddist 30. desember 1890 að Saurbæ í Kolbeinsdal. Eiginmaður hennar (1924) var Jón Sigfússon. Þau bjuggu í Langhúsum í Viðvíkursveit á árunum 1924-1927. Það ár keyptu þau hálflendu Ytri-Hofdala í Hofsstaðaplássi og bjuggu þar á móti Guðrúnu Bergsdóttur, móður Sigríðar og s'einni manni henriaf, Sigtryggi Guð- jónssyni, sem var hálfbróðir Jóns, sammæðra. Árið 1945 fluttu þau hjón til Akureyrar. Þar hefur Sigríður dvalist síðan. Á Akureyri vann hún í Súkkulaðiverksmiðjúnni Lindu til 88 ára aldurs. Jón eiginmaður Sigríðar lést í byrjun árs 1969. Síðan hefur heimili hennar lengst af verið á Grenivöllum 26 hjá syni hennar Þorsteini ög konu hans Elínu Halldórsdóttur. En eins og áður segir býr Sigríður nú á Dvalárheimilinu Hlíð á Akur- eyri. Börn Sigríðar og Jóns eru Þorsteinn Björn f. 1925, Margrét f. 1927, Magnús Guðberg f. 1929, og Sigurlína f. 1930. Afkomendur Sigríðar og Jóns, börn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnábarnabárn éru nú‘50. óþh Húsavík: íslandsbanki kaupir Samvinnubankaútíbmð Islandsbanki hefur keypt útibú Samvinnubankans á Húsavík, húseignir og rekstur, af Lands- banka Islands. Þeir sem um áramót áttu inni eða skulduðu Samvinnubankanum eru nú orðnir viðskiptavinir íslands- banka á Húsavík. I dag verður bankinn að Stóragaröi 1 opn- aður sem Islandsbanki og einn- ig verður Islandsbanki að Garðarsbraut 26 opinn þar til eftir miðjan janúar að starf- semi hans verður alfarið flutt að Stóragarði 1. Starfsmönn- um verður ekki sagt upp þrátt fyrir sameiningu bankanna. Alls hafa níu konur starfað hjá Samvinnubankanum á Húsavík og fimm starfsmenn hjá íslands- banka og verða þau öll starfs- menn Islandsbanka. Örn Björns- son verður áfram útibússtjóri íslandsbanka á Húsavík en Lára Júlía Kristjánsdóttir sem verið hefur útibússtjóri Samvinnu- bankans verður þjónustustjóri íslandsbanka. „Ég vona að þessar breytingar hafi sem minnst óþægindi í för með sér fyrir viðskiptavini bank- anna. Okkur starfsfólkinu líka þessar breytingar ágætlega, við verðum áfram í sama húsnæði og það er engin óvissa lengur, við vitum hvernig þetta verður og erum ánægð,“ sagði Lára í Sam- tali við Dag í gær. „Við munum hraða samruna bankanna eins og hægt er og þetta leggst vel í okkur öll. Ég held að það sé ákaflega gott fyrir okkar samfélag að fá stóran og öflugan íslandsbanka. Það gefur okkur möguleika á að horfa björtum augum til framtíðar því það er ákaflega þýðingarmikið að vera með öflugar bankastofnanir. Það er mjög góður hópur á báð- um stöðunum og ég hlakka mjög til að fara að starfa með honum. Við stefnum að sjálfsögðu enn á það að auka markaðshlutdeild nýja fslandsbanka á Húsavík," sagði Örn í samtali við Dag. Svæðisskrifstofa Vátrygginga- félags íslands hf. er að Stóragarði 1, og er nú verið að leita að nýju húsnæði fyrir starfsemina. Umræður munu vera í gangi um að tryggingarnar fái húsnæði íslandsbanka að Garðarsbráut 26. IM Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Ársaflinn varð 22.570 tonn Togarar Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. öfluðu vel á sl. ári. Utgerðarfélagið gerði út 7 togara á árinu og þeir lönduðu 22.570 tonnum, sem er um 500 tonnum meiri afli en á árinu 1989. Að sögn Einars Óskarssonar hjá ÚA, varð ársafli Sléttbaks EA 304 4566 tonn að aflaverð- mæti 420 milljónir. Togarinn er gerður út sem frystitogari sem og Sólbakur EA 307. Sólbakur EA 307 var keyptur til félagsins á árinu og fór sína fyrstu veiðiferð Akureyri: Innbrot í KA heimilið Innbrot var framið í KA heim- ilinu í fyrrinótt að sögn rann- sóknarlögreglunnar á Akur- eyri. „Innbrotsþjófurinn eða þjóf- arnir fóru inn um opnanlegt gluggafag. Engar skemmdir voru unnar, en 5000,00 kr. var stolið úr peningakassa í afgreiðslunni. Við erum að vinna i málinu,“ sagði Daníel Snorrason, rann- sóknarlögreglumaður. ój undir nýjum merkjurn í byrjun september. Sólbakur EA 307 veiddi 900 tonn. Ársafli Sólbaks, EA 305, sem gerður er út á sókn- armarki er 2695 tonn og Hrím- bakur EA 306, sem einnig er gerð- ur út á sóknarmarki, veiddi 2503 tonn. „Aflamarkstogararnir Sval- bakur, Kaldbakur og Harðbakur öfluðu mjög vel. Kaldbakur EA 301 landaði 4290 tonnum, Harð- bakur EA 303 landaði 4198 tonn- um og Svalbakur EA 302 3420 tonnum. Útgerð togaranna sjö gekk með ágætum. Kaldbakur fer út í kvöld og við erum að landa úr Svalbak og Harðbak,“ sagði Einar Óskarsson. ój Kópasker: „Galdrabreima“ á gamlárskvöld Á Kópaskeri var kveikt í brennu á gamlárskvöld eins og víðast hvar á Norðurlandi en bálkösturinn þótti mjög óvenjulegur. Höfðu sumir á orði að þetta væri galdra- brenna. Bálkösturinn var að mestu leyti byggður upp af gömlum hliðgrindum sem voru umhverfis kirkjugarðinn, en þær voru fjar- lægðar síðastliðið sumar. Efst var sjálfu sáluhliðinu komið fyrir með krossi og öllu tilheyrandi og þótti mönnum brennan líta ansi draugalega út. Fóru þá hugtök eins og galdrabrenna á kreik. Heimildir okkar frá Kópaskeri herma að það hafi logað glatt í „galdrabrennunni“ og eftir að éljagangurinn fauk út í hafsauga var ágætis veður á gamlárskvöld og notuðu íbúar það óspart til að brenna gamla árið. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.