Dagur - 03.01.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 3. janúar 1991
Óheppni Man. Utd. gegn Aston Villa
- Sheff. Utd. stóð lengi í Arsenaf - slakt gengi Tottenham
Peter Reid og lærisveinar hjá Man. City unnu góðan sigur gegn Nott. For.
Ensku liðin léku síðustu leiki
sína á árinu 1990 á iaugardag-
inn ef frá er talinn toppleikur
umferðarinnar, leikur Crystal
Palace gegn Liverpool sem
fram fór á sunnudeginum. Lít-
um þá nánar á leiki laugar-
dagsins í 1. deild.
Arsenal vann 4:1 sigur á heima-
velli gegn botnliði Sheffield Utd.,
en lengi leit þó út fyrir óvænt
úrslit í leiknum. Ian Bryson náði
forystunni fyrir Sheffield Utd. á
25. mín. og aðeins góð mark-
varsla David Seaman í marki
Arsenal kom í veg fyrir að Sheff-
ield bætti við tveim til þrem
mörkunt gegn slakri vörn Arsenal
í upphafi. Arsenal náði að jafna á
50 mín. en Lee Dixon skoraði úr
vítaspyrnu eftir brot á Perry
Groves og liðið náði öllum völd-
um í Ieiknum. Sjálfsmark Paul
Beesley kom Arsenal yfir er hann
varð fyrir fastri fyrirgjöf Nigel
Winterburn og tveim mín. síðar
bætti Michael Thomas við þriðja
marki Arsenal. Lokaorðið átti
síðan Alan Smith með fjórða
marki Arsenal 5 mín. fyrir leiks-
lok. Með sigrinum minnkaði
Arsenal forskot Liverpool í eitt
stig, en Liverpool átti sunnudags-
leikinni inni.
Leeds Utd. fékk hina harð-
Úrslit 1. deild
Arsenal-Sheffield Utd. 4:1
Coventry-Norwich 2:0
Everton-Derby 2:0
Leeds Utd.-VVimbledon 3:0
Luton-Chelsca 2:0
Manchester Utd.-Aston Villa 1:1
Nottingham For.-Manchester City 1:3
Q.P.R.-Sunderland 3:2
Southampton-Tottenhain 3:0
Crystal Palace-Liverpool 1:0
2. deild
Blackburn-Oxford 1:3
Brighton-Leicester frestað
Bristol City-Middlesbrough 3:0
Hull City-Barnsley 1:2
Ipswich-Charlton 4:4
Millwall-Oldham 0:0
Newcastle-Notts County 0:2
Plymouth-Bristol Rovers 2:2
Sheffield Wcd.-Portsmouth 2:1
Watford-Swindon 2:2
W.B.A.-Wolves 1:1
West Ham-Port Vale 0:0
Úrslit á nýársdag. 1. deild
Aston Villa-Crystal Palace 2:0
Chelsea-Everton 1:2
Derby-Coventry 1:1
Liverpool-Leeds Utd. 3:0
Manchester City-Arsenal 0:1
Sheffield Utd.-Q.P.R. 1:0
Sunderland-Southampton 1:0
Tottenham-Manchester Utd. 1:2
Wimbledon-Luton 2:0
2. deild
Barnsley-Bristol City 2:0
Bristol Rovers-West Ham 0:1
Charlton-Blackburn 0:0
Leicester-W.B.A. 2:1
Middlesbrough-Sheflield Wed. 0:2
Nolts County-Brighton 2:1
Oldham-Newcastle 1:1
Oxford-lpswich 2:1
Port Vale-Millwall 0:2
Portsmouth-Hull City 5:1
Swindon-Plymouth 1:1
Wolves-Watford 0:0
skeyttu leikmenn Wimbledon í
heimsókn og gerði út um leikinn í
fyrri hálfleik með mjög góðum
leik. Lee Chapman skoraði fyrsta
mark Leeds Utd. á 10 mín. með
góðu skoti eftir að hafa snúið af
sér varnarmenn Wimbledon.
Gary Speed bætti öðru marki
liðsins við 5 mín. síðar er hann
tók langa markspyrnu frá John
Lukic á brjóstið og renndi sér í
gegnum vörn Wimbledon. Mel
Sterland bætti þriðja markinu við
á síðustu mín. fyrri hálfleiks er
hann skallaði inn hornspyrnu
Gordon Strachan. Petta var
fjórða mark bakvarðarins í fimm
síðustu leikjum. Leeds Utd. slak-
aði á í síðari hálfleik og Wimble-
don átti tvívegis skot í stöng, en
sigur liðsins var ekki í hættu.
Tottenham tapaði illa á útivelli
gegn Southampton og vörn liðs-
ins sem Guðni Bergsson lék í var
lek. Paul Gascoigne lék ekki með
Tottenham í leiknum og munar
um minna, en sigur Southampton
öruggur. Liðið hafði yfir í hálf-
leik 1:0 eftir mark Matthew Le
Tissier. Um miðjan síðari hálf-
leik skoraði Rodney Wallace
annað mark Southampton með
viðstöðulausu skoti og Le Tissier
bætti öðru marki sínu við
skömmu síðar og gulltryggði sig-
ur Southampton. Peir Paul Stew-
art og Gary Lineker misnotuðu
tvö góð færi hvor hjá Tottenham
og liðið var ekki sannfærandi í
leiknum.
Jafnteflisleikur Man. Utd.
gegn Aston Villa var sýndur í
sjónvarpinu og voru bæði mörkin
skoruð í fyrri hálfleik. Steve
Bruce náði forystunni fyrir Utd.
fneð marki úr vítaspyrnu eftir
brot Ian Ormondroyd á Dennis
Irwin, en jöfnunarmark Villa var
sjálfsmark Gary Pallister sem
stýrði sendingu Ormondroyd í
eigið mark. Utd. átti síðari hálf-
leikinn, en Nigel Spink mark-
vörður Villa og miðvörðurinn
Paul McGrath sem áður lék með
Utd. komu í veg fyrir mörk.
Heppnin var einnig með Villa,
liðið bjargaði á línu og Paul Ince
átti einnig skot í stöngina á marki
Villa.
Crystal Palace fékk meistara
Liverpool í heimsókn á sunnu-
dag í leik sem var sjónvarpað á
Englandi. Lengi hefur litið út
fyrir að Liverpool verði titil
sinn án teljandi erfiðleika, en
úrslitin í þessum leik hafa
hleypt spennu í 1. deildina.
Leikmenn Crystal Palace
mættu mjög ákveðnir til leiks og
sýndu meisturunum enga virð-
ingu. Sigurmark Palace og eina
mark leiksins kom 3 mín. fyrir
lok fyrri hálfleiks. Ian Wright
komast þá upp að endamörkum,
lék á Gary Gillespie áður en
hann sendi fyrir markið þar sem
Mark Bright afgreiddi boltann í
netið.
Liverpool jók sóknarþungann í
síðari hálfleik og báðir bakverð-
irnir léku mjög framarlega. Nigel
Martyn markvörður Palace varð
þrívegis að taka á honum stóra
sínum og verja mjög vel, en síð-
an urðu leikmenn Liverpool
örvæntingarfullir þegar á leikinn
Luton náði að sigra Chelsea í
leik sem bauð upp á mikið af
marktækifærum sem flest voru
misnotuð. En það voru leikmenn
Luton sem að lokum tókst að
nýta tvö af sínum færum og sigra.
Lars Elstrup náði að koma bolt-
anum í mark Chelsea eftir mikla
baráttu við varnarmann og
leið og þeir Steve Nicol og Steve
Staunton voru báðir bókaðir.
Liverpool var síðan heppið undir
lokin að sleppa við vítaspyrnu er
Glenn Hysen braut á Ian Wright
í teignum, en dómarinn sleppti
augljósri vítaspyrnu. Þ.L.A.
Mark Bright skoraði mark Palace
gegn Liverpool sem endaði gamla
árið með tapi.
Kingsley Black bætti því síðara
við er vörn Chelsea mistókst að
hreinsa frá marki sínu. Sigur
Luton var þó verðskuldaður í
leiknum.
Nottingham For. fékk skell á
heimavelli er liðið tapaði 3:1
gegn Man. City. Forest var 2:1
undir í hálfleik. Miðherjinn
hávaxni Niall Quinn skoraði bæði
mörk City, en Tommy Gaynor
skoraði fyrir Forest. Leikmenn
Forest sóttu stíft í síðari hálfleik
óg reyndu allt til að jafna leikinn,
en City beitti skyndisóknum. Úr
einni slíkri náði Wayne Clarke að
bæta þriðja marki City við með
skalla er 20 mín. voru til leiks-
loka. Peter Reid ög Gary Meg-
son réðu mestu á miðjunni fyrir
City og lögðu grunninn að verð-
skulduðum sigri liðsins.
Leikur Q.P.R. gegn Sunder-
land hafði upp á allt að bjóða
sem gerir leiki skemmtilega,
fimm mörk, þrjár vítaspyrnur og
miklar sviptingar. í fyrri hálfleik
náði Danny Maddix forystu fyrir
Q.P.R., en áður hafði liðið mis-
notað vítaspyrnu. Colin Pascoe
náði að jafna fyrir Sunderland
fyrir hlé. í síðari hálfleik náði
Kevin Ball forystu fyrir Sunder-
land með marki úr vítaspyrnu, en
vítaspyrna Roy Wegerle jafnaði
metin fyrir Q.P.R. 2:2. Sigur-
mark Q.P.R. skoraði síðan Mark
Falco 10 mín. fyrir leikslok, en
þetta var 100. leikur hans fyrir
Q.P.R.
Coverttry lék mjög vel í síðari
hálfleik gegn Norwich og tryggði
sér góðan sigur. Norwich var
betra liðið í markalausum fyrri
hálfleik, en leikmenn Coventry
komu mjög ákveðnir til leiks í
þeim síðari. David Speedie kom
boltanum í mark Norwich strax
eftir hlé, en markið var dæmt af.
Skömmu síðar braut John Polston
á honum í teignum og Brian
Borrows skoraði úr vítaspyrn-
unni. Tveim mín. síðar bætti
Speedie síðara marki Coventry
við eftir góða sendingu frá bak-
verðinum Paul Edwards og sigur-
inn var í höfn.
Howard Kendall virðist vera
að leiða Everton á rétta braut, en
það var þó ekki fyrr en seint í
leiknum sem tvö mörk liðsins
gerðu útaf við Derby. Mark
Wright átti stórleik í vörninni hjá
Derby og þeir Dean Saunders og
Jason Kavanagh voru óheppnir
að skora ekki úr góðum færunt
fyrir Derby og mistök þeirra urðu
liðinu dýrkeypt. Þegar aðeins 7
mín. voru til leiksloka missti
Markvörður Derby Martin Taylor
frá sér boltann eftir skalla frá
Kevin Sheedy og varamaðurinn
Mike Newell var réttur maður á
réttum stað og sendi boltann í
netið. Fjórurn mín. síðar sendi
Neil McDonald boltann fyrir
mark Derby og Pat Nevin
afgreiddi sendinguna í markið
hjá Derby.
2. deild
Efstu liðin í 2. deild, West Ham
og Oldham gerðu bæði ntarka-
laust jafntefli í sínuin leikjum, en
Sheffield Wed. nýtti sér tækifær-
ið til að minnka forskot þeirra
með 2:1 sigri á Portsmouth.
David Hirst skoraði bæði mörk
Sheffield í leiknum. Þ.L.A.
Staðan
1. deild
Liverpool 20 15-3- 2 41:16 48
Arsenal 21 14-7- 0 41:10 47
Crystal Palace 21 12-6- 3 31:20 42
Leeds Utd. 21 11-6- 4 36:21 39
Manchester Utd 21 10-6- 5 31:2235
Tottenham 21 9-6- 6 34:27 33
Manchester City 20 7-8- 5 30:28 29
Chclsea 21 8-5- 8 33:38 29
Wimbledon 21 7-7- 7 31:30 28
Norwich 20 8-2-10 24:33 26
Everton 21 6-6- 9 24:25 24
Nottingham For 19 6-6- 7 27:2924
Aston Villa 20 5-8- 7 20:20 23
Luton 21 6-5-10 23:32 23
Southampton 21 6-4-1129:37 22
Coventry 21 5-6-10 21:25 21
Sunderland 21 4-6-1124:32 18
Derby 20 4-6-10 18:35 18
Q.P.R. 21 4-5-12 26:39 17
Sheffield Utd. 20 3-4-1313:3613
2.deild
West Ham 25 15- 9- 1 36:13 54
Oldham 24 14- 7- 3 48:25 49
Sheffield Wcd. 24 12-10- 2 48:27 46
Notts County 24 12- 6- 6 37:28 42
Middlesbrongh 24 12- 4- 8 37:24 40
Barnsley 24 9- 9- 6 34:24 36
Millwall 24 9- 8- 7 35:29 35
Bristol City 23 10- 4- 9 37:35 34
Wolves 24 8-11- 5 37:28 32
Bristol Rovers 23 8- 7- 8 29:28 31
Brighton 22 9- 4- 9 32:40 31
Port Vale 24 8- 5-11 32:35 29
Swindon 25 6-11- 8 32:36 29
Ipswich 25 6-11- 8 33:40 29
Newcastle 23 6- 9- 8 24:27 27
W.B.A. 25 6- 9-10 29:33 27
Oxford 24 6- 9- 9 39:45 27
Charlton 24 6- 8-10 31:35 26
Blackburn 25 7- 5-13 26:35 26
Leiccster 23 7- 5-1132:48 26
Portsmouth 25 6- 7-12 31:41 25
Plymouth 25 5- 9-1129:40 25
Watford 25 5- 9-11 22:31 24
Hull City 25 5- 7-13 39:61 22
C. Palace lagði
Liverpool að velli