Dagur


Dagur - 07.03.1991, Qupperneq 4

Dagur - 07.03.1991, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 7. mars 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNlDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 „Múlagöngin eru bæoi hagkvæmt og arðsamt framtak í þágu Olafsfirðinga og þjóðarinnar allrar,“ segir Guðmundur m.a. í grein sinni. Leiðbeiningastarf í landbúnaði Frá því Búnaðarfélag íslands var stofnað hefur leiðbein- ingastarf við bændur verið eitt af megin viðfangsefnum þess. Löngum miðaðist það starf við uppbyggingu í sveit- um landsins og að auðvelda bændum að auka og bæta framleiðslu sína. Leiðbeiningaþjónustan hefur verið ein megin forsenda þeirra miklu framfara sem orðið hafa í landbúnaði og einnig eitt öflugasta tæki bænda til varnar og sóknar í baráttu sinni við að framleiða lífsnauðsynjar af gæðum landsins. Ræktun lands og búfjár hafa ásamt margvíslegum tækninýjungum gert bændum mögulegt að margfalda afkastagetu sína. Leiðbeiningaststarfið hefur þannig ásamt framsýni og dugnaði bændastéttar- innar sjálfrar breytt íslenskum landbúnaði úr sjálfsþurftarbúskap í tæknivæddan atvinnuveg á nokkr- um áratugum. Framfarirnar í landbúnaði urðu svo örar að framleiðslan jókst mun meir en markaðurinn í landinu nær að nýta. Af þeim sökum hefur orðið að grípa til niðurskurðaraðgerða og aðlaga framleiðsluna á þann hátt að þörfum lands- manna. Margar þessara aðgerða hafa verið sársaukafull- ar fyrir bændur, sem um áratuga skeið kepptu að fram- leiðsluaukningu í góðri trú. Deila má um hvort bænda- stéttin hafi verið nægilega meðvituð um þann vanda sem var að vaxa við hvers manns túngarð. En er vandamálin liggja fyrir verður að bregðast við þeim á þann hátt sem skynsamlegast verður að telja þótt tæpast sé unnt að ætl- ast til einhugar um aðgerðir er valda mönnum vanda og versnandi lífskjörum. Gildir þá einu hvort um bændur er að ræða eða aðrar starfsstéttir samfélagsins. Nú hefur verið ákveðið að sníða leiðbeiningaþjónustu Búnaðarfélags íslands að hinum nýju vandamálum sem við þarf að fást. í ályktun frá nýafstöðnu Búnaðarþingi segir meðal annars að leggja beri ríka áherslu á að leið- beiningaþjónustan taki mið af þeim aðstæðum og mark- miðum, sem ríkjandi séu á hverjum tíma í framleiðslu- og markaðsmálum landbúnaðarins. Búnaðarþing áréttar sérstaklega að Búnaðarfélag íslands eigi að hafa forystu þessara mála á hendi og móta þá stefnu sem fylgja ber. Jón Helgason, nýkjörinn formaður Búnaðarfélags íslands, sagði í samtali við Dag nýverið að nú væri krafist aukinnar framleiðni í landbúnaði eins og raunar í öðrum atvinnugreinum og leiðbeiningaþjónustan yrði að taka mið af þeim markmiðum bæði með leiðbeiningastarfi á sviði bútækni en einnig í hinum rekstrarlega þætti. Ljóst er að leiðbeiningastarf í málefnum landbúnaðar- ins mun beinast meir að búrekstrinum en framförum á sviði ræktunar og tækniframfara á næstu árum. Nauðsyn- legt er að hverjum bónda takist að ná hámarksframleiðni í rekstri sínum sem þýðir með öðrum orðum að lækka verður tilkostnað búanna miðað við það framleiðslumagn er þau eiga kost á að senda á markað. Ef vel tekst til í því efni má vega upp lækkaðar tekjur vegna framleiðslu- skerðingar. Lækkun framleiðslukostnaðar er einnig ein af undirstöðum þess að lækka megi smálsöluverð landbún- aðarafurða þótt þar verði að sjálfsögðu fleira að koma til. Leiðbeiningaþjónustunnar bíða því mörg og erfið við- fangsefni á komandi árum en mest um vert er að nú hefur verið ákveðið að nýta hana til þess að sinna þeim verk- efnum sem mest eru aðkallandi í landbúnaði í dag. ÞI Múlagöngin Múlagöngin voru vígð síðastlið- inn föstudag við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjöhnenni. Þó um sé að ræða einnar akbrautar göng með útskotum og þó alltaf megi finna að og benda á hvað betur hefði mátt fara, hygg ég að veg- farendum um göngin eigi eftir að koma skemmtilega á óvart hversu rúmgóð og björt þau eru. Múlagöngin eru glæsilegt mann- virki og vissulega mikil sam- göngubót. Það vekur hins vegar nokkra athygli að því hefur verið haldið nokkuð á lofti, að göngin séu dýr fyrir ekki fjölmennari byggð en Olafsfjörð. Staðreyndin er þó auðvitað sú, að Múlagöngin eru að sjálfsögðu ekki ætluð Ólafsfirðingum ein- um, heldur öllum þeim sem leggja leið sína til Ólafsfjarðar eða eiga leið um Ólafsfjörð. Göngin munu án efa verða til þess að auka ferðamannastraum til Ólafsfjarðar og efla byggðar- lagið á ýmsan annan hátt. Auk þess eru göngin mikilvægur áfangi í þeirri viðleitni að efla samstarf sveitarfélaga í héraðinu og auka möguleikana á að byggð- ir við Eyjafjörð geti orðið eitt sigur í byggðamálum Guðmundur Stefánsson. atvinnusvæði. Það er alltaf álitamál hvað er dýrt og hvað er nauðsynlegt í okkar ágæta landi. Veitingahúsið á hitaveitugeymunum í Öskju- hlíð, sem sumir kalla Perluna, aðrir Auðkúlu og enn aðrir Skopparakringluna, er t.d. bæði dýr og ef til vill ónauðsynleg framkvæmd. Einnig má segja að hagkvæmara hefði verið að byggja' nær einungis blokkir í Reykjavík og spara þannig útgjöld til gatnamála, holræsa o.s.frv. Þannig má lengi telja og þó ýmsum þyki þessi dæmi lang- sótt og e.t.v. ekki sérstaklega skynsamlega valin, þá er það einnig svo þegar talað er um að Múlagöngin séu of dýr fyrir ekki stærri stað en Ólafsfjörð. Múlagöngin eru bæði hag- kvæmt og arðsamt framtak í þágu Ólafsfirðinga og þjóðarinnar allrar. Þau eru vegvísir til fram- tíðarinnar og það er ástæða til að óska þjóðinni allri til hamingju með þau og þá sérstaklega Ólafs- firðingum og samgleðjast þeim þegar langþráð samgöngubót er orðin að veruleika. Við vonum öll að Múlagöngin verði í fram- tíðinni lyftistöng í atvinnu- og félagsmálum Ólafsfirðinga. Guðmundur Stefánsson. Höfundur skipar 4. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Hvað Mér þætti mjög gott ef einhver gæti frætt mig og aðra um hvað ferming er. Ég hafði alltaf haldið að hún væri staðfesting unglings- ins á barnaskírninni, en nú nýlega heyrði ég aðrar kenning- ar, og fór því að leita mér frekari upplýsinga. I Játningarriti íslensku þjóð- kirkjunnar „kirkjan játar“, fann ég aðeins eitt orð um ferming- una, og það var í málsgrein þar sem sagði að Lúter hefði lagt hana af sem sakramenti. í Kirkjuritinu desember 1988 segir að 9. júní 1741 hafi ferming- in verið lögleidd af Danakon- ungi. Þar stendur að vegna gagn- rýni Lúters á ferminguna hafi hún verið lögð af í um hálfa öld. Hann taldi að fermingin skaðaði fagnaðarerindið og hina hreinu kenningu. Engri persónulegri játningu þyrfti að bæta við náðar- gjöf Guðs í skírninni. Þar segir einnig að í frumkristninni hafi menn þurft að læra um trúna í tvö til þrjú ár og síðan tekið skírn og eftir hana hafi þeir verið fermdir af biskup, sem þá var að er ferming? Níls Gíslason. staðfesta (confirmatio) skírn prests eða djákna. Hér á landi var orðið biskupun notað yfir fermingu af þeim sökum. Ferm- ingin var því staðfesting biskups á skíminni. Ekki fermingarbams- ins. fermingarinnar væri fólgið í stað- festingu fermingarbarnsins á eig- in skírn og því í eðli sínu pers- ónuleg ákvörðun um að trúa. Það er þessi skilningur sem verið hef- ur ríkjandi hér á landi allt til þessa dags. í samþykkt presta- stefnu 1988 segir: „Náð guðs kemur skýrt fram í barnaskírn- inni. Fermingarathöfnin leggur áherslu á þetta, því hún staðfestir þá náð sem Guð veitir í skírn- inni. Er þá verið að ferma ferm- ingarathöfnina, náðina, eða kannski skírnina? Hvort er það nú fermingarbarnið, biskupinn, eða fermingarathöfnin sem er að staðfesta, og hvað er verið að staðfesta, og fyrir hverjum er það staðfest? Mér finnst rétt að ferm- ingarbörn og aðstandendur þeirra fái að vita hvað verið er að staðfesta og fyrir hverjum og þjóðkirkjan komi sér saman um þær mannasetningar sem hún hefur valið sér að viðhafa. Með vinsemd Níls Gíslason. Á átjándu og nítjándu öldinni var lögð áhersla á að markmið Höfundur er hönnuður hjá DNG á Akur- eyri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.