Dagur - 07.03.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 7. mars 1991
Fimmtudagur 7. mars 1991 - DAGUR - 7
Félag málmiðnaðarmanna
Akureyri
Málmiðnaðarmenn
Akureyri og nágrenni
Nú eru síöustu forvöö aö láta skrá sig á suðu-
námskeiöin.
Allar nánari uppl. hjá Félagi Málmiðnaðarmanna
Akureyri sími 26800.
Viðtalstímar
í Suður-Þingeyjarsýslu
Frambjóðendur okkar, Guðmundur Bjarna-
son, Valgerður Sverrisdóttir, Guðmundur
Stefánsson og Daníel Árnason verða til við-
tals á eftirtöldum stöðum:
Föstudaginn 8. mars:
Barnaskóli Bárðdæla.......... kl. 20.30-22.00
Laugardaginn 9. mars:
Húsavík, Garöarsbraut 5....... kl. 10.00-12.00
ídölum ...................... kl. 13.00-15.00
Breiðumýri ................... kl. 16.00-18.00
Sunnudaginn 10. mars
Ljósvetningabúö ............. kl. 13.00-14.30
Framsóknarflokkurinn.
Brekkugata 1
VersliÖ
hagstætt
Franskar kartöflur
179 kr. 11/2 kg
★
Kjúklingahlutar
426 kr. kg
★
Kjúklingar
369 kr. kg
Krónan er verÖmikil hjá okkur
Kjörbuð KEA
Brekkugötu 1
Slmi 30375
IJ
SITJIR ÞÚ í BÍL -
SPENNTU ÞÁ BELTIÐ! ilas™“
Myndir: Golli
Utlitsteikning af skipinu sem verið er að smíða fyrir Ós hf. í Vestmannaeyjum, en smíði þess er uþb. hálfnuð.
Það þarf sameiginlegt átak til að rétta við íslenskan skipasmíðaiðnað.
Framleiðniátak í skipasmíðaiðnaði:
„Öflugur og hagkvæmur skipasmíðaiðnaður hér á landi
er ómissandi fyrir íslenskan sjávarútveg“
- segir Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar hf.
„Forsaga þess að ráðist var í framleiðniátak í skipaiðnaði á íslandi
er nokkuð löng. 1 júlí 1989 skipaði iðnaðarráðherra nefnd til að
fjalla um og fylgja eftir málefnum skipasmíðaiðnaðarins. Nefndin
er skipuð fulltrúum frá iðnaðarráðuneyti, Félagi dráttarbrauta og
skipasmiðja og Málm og skipasmiðasambands íslands. Nefndin
var skipuð í framhaldi af úttekt sem breska ráðgjafafyrirtækið
A&P Appledore gerði árið 1987 og 1988. Markmið úttektarinnar
var að kanna leiðir til að efla samkeppnisstöðu skipa-
smíðaiðnaðarins, á þeim sviðum sem styrkleiki og sérstaða grein-
arinnar fær notið sín sem best til lengri tíma, með hliðsjón af hags-
munum skipasmíðaiðnaðarins og útgerðar og þróun í alþjóðasam-
keppni. Skýrsla A&P Appledore er mjög yfirgripsmikil og þar
eru miklar upplýsingar um stöðu og þróun iðnaðarins. Skýrslan
nefnist „Athugun á íslenska skipasmíða- og skipaviðgerðariðnað-
inum með tilliti til stefnumörkunar“. Tillögur skýrslunnar eru tví-
þættar þ.e. gerðar eru tillögur um aðgerðir af hálfu ríkisins og um
aðgerðir af hálfu Félags dráttarbrauta- og skipasmiðja. Hvorri til-
lögugerðinni er skipt í tvennt þ.e. 1) það sem, ekki á að gera og
2) það sem á að gera,“ sagði Sigurður G. Ringsted, forstjóri
Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri.
Að sögn Sigurðar er verkefni
nefndarinnar að fjalla um og fylgja
eftir framkvæmd tiliagna og ábend-
inga sem fram koma í skýrslu A&P
Appledore. Nefndin hefur lagt fram
fjölmargar tillögur í formi minnis-
blaða til iðnaðarráðherra um ýmis
aðkallandi málefni skipasmíðaiðn-
aðarins, m. a. eftirfarandi:
1. Stækkunarreglur um endurbygg-
ingu skipa innanlands.
2. Starfsreglur Fiskveiðasjóðs og
annara lánastofnana.
3. Bankaábyrgð vegna viðskipta
útgerðar og innlendra stöðva.
4. Lánshlutföll í nýsmíði skipa.
5. Heimild fyrir erlend fiskiskip til
viðskipta hér á landi, (breyting á
lögum frá 1922.)
6. Markaðsmáí og markaðsátak
skipasmíðaiðnaðarins.
7. Framleiðniátak í skipasmíðaiðn-
aði.
Markaösátak
í maí 19990 var hrundið af stað
markaðsátaki í nýskipasmíði og
skipaviðgerðum í samvinnu við
ýmsa aðila. Verkefnið skiptist í
almennar aðgerðir s.s. námskeið og
ráðgjöf til fyrirtækja og útgáfu á
kynningarbæklingi. Þá var einnig
unnið að markaðsaðgerðum innan-
lands og erlendis, m.a. með þátt-
töku í sýningum í Glasgow, Len-
ingrad og Reykjavík. Átakið er enn
í fullum gangi. Kostnaðaráætlun
átaksins er um 12,9 milljónir og þar
er hlutdeild ráðuneytisins 8,2 millj-
ónir. Þessi vinna er í samræmi við
niðurstöður Appledoreskýrslunnar
og þingsályktunartillögu frá 6. maí
1989 þar sem segir: „Alþingi ályktar
að fela ríkisstjórninni að leita allra
leiða til að efla og bæta samkeppnis-
stöðu innlends skipasmíðaiðnaðar
til að sporna við því að verkefni fari
úr landi.“ í greinargerð með þing-
sályktunartillögunni, „er því beint
til stjórnvalda að þau geri nauðsyn-
legar ráðstafanir til að tryggja að
íslenskur skipasmíðaiðnaður geti
keppt á jafnréttisgrundvelli við þær
þjóðir sem í æ ríkara mæli taka að
sér íslensk skipasmíðaiðnaðarverk-
efni.“
Rannsókn Appledore á íslenska
skipasmíða- og skipaviðgerðariðn-
aðinum leiddi í ljós í samandregn-
um niðurstöðum að:
- íslenski skipasmíða- og skipavið-
gerðariðnaðurinn hefur forskot í
togarahönnun og fiskveiðitækni,
s.s. fisvinnslu og frystingu um
borð.
- Skipasmíða- og skipaviðgerðar-
iðnaðurinn sér sjávarútveginum
fyrir mikilvægri þjónustu, en sjáv-
arútvegur er megin undirstaða
efnahagskerfis íslands.
- Bent er á, að hrinda þurfi í fram-
kvæmd stefnu fyrir skipasmíða-
og skipaviðgerðargeirann, annars
gæti það haft áhrif á undirstöðu
fiskiðnaðarins.
- Gæði íslenskra skipasmíða og
skipaviðgerða eru góð en samt
sem áður ætti að gera átak í að
auka framleiðni.
- íslenskar skipasmiðjur njóta ekki
opinberra styrkja. Styrkir sem
erlendar skipasmíðastöðvar
bjóða valda því, að þörf fyrir ný-
smíðar er nú að mestu leyti full-
nægt erlendis.
- Iðnaðurinn líður nú vegna
umframafkastagetu þar sem of
margar stöðvar eltast við vinnu þá
sem fyrir hendi er. Spár gefa til
kynna að eftir skammvinna lægð í
starfsemi á næstu þremur árum
gæti eftirspurn aukist aftur.
- Margar skipasmíðastöðvar eru nú
reknar með tapi vegna skorts á
verkefnum og óstöðugleika í
íslensku efnahagslífi.
- íslenskar skipasmíðastöðvar hafa
verri samkeppnisstöðu vegna
kostnaðar við að flytja inn hráefni,
og tæki erlendis frá.
- Vegna hinna háu launa sem tíðk-
ast í Bandaríkjunum og Kanada
gætu verið tækifæri fyrir íslenskar
skipasmíðastöðvar til að komast ;
inn á þennan alþjóðamarkað.
Með hliðsjón af ofangreindu yfir-
liti um iðnaðinn voru áhrif fjögurra s
stefnumarkandi möguleika athuguð:
- að hætta skipasmíðum
- þjóðnýting
- styrkir
- bætt framleiðni og hagnýting
Sú leið sem valin var og talin best
hæfa iðnaðinum, fiskveiðum og
íslensku hagkerfi í heild var mark-
aðsþróun, bætt framleiðni og hag-
ræðing.
Framleiðniátak
Framleiðniátak í skipaiðnaði hófst á
árinu 1990 og stendur fram á árið
1991. Verkefnið er unnið hjá Slipp-
stöðinni hf. á Akureyri í tengslum
við smíði á 37 metra löngu fjölveiði-
skipi. A&P Appledore var fengið
til ráðgjafar við framleiðniátakið, í
framhaldi af áðurnefndri úttekt.
Markmiðið með átakinu er að auka
samkeppnishæfni skipasmíðaiðnað-
arins með aukinni framleiðni, lækk-
un framleiðslukostnaðar og stytt-
ingu verktíma í nýsmíðum og
endurbyggingu. Þeim markmiðum
sem sett voru er m.a. náð með að
vinna iðnaðarmanna fari í auknum
mæli fram á verkstæðum við bestu
aðstæður frekar en inni í skipinu
sjálfu, þar sem oft er þröngt og slæm
vinnuaðstaða. Þetta er gert með ein-
ingarsmíði á verkstæðum og breyttri
verkröð við byggingu skipsins,
þannig að það sé á hverjum tíma
sem opnast og aðgengilegast fyrir
alla aðdrætti. Þetta krefst nýrra
vinnubragða við áætlanagerð, hönn-
un og gerð vinnuteikninga.
Vinna sem fer fram um borð í
skipinu er þannig skipulögð að hver
faghópur getur unnið hindrunar-
laust og hefur ætíð nægar upplýsing-
ar og efni til að vinna úr. Þessu er
náð með aukinni skipulagningu og
áætlanagerð, þar sem hvert rými
skipsins er tekið sérstaklega fyrir og
verkþættir skráðir og undirbúnir.
Aukin áhersla er lögð á áætlanir
um efnisnotkun með það að mark-
miði að innkaup verði sem hag-
kvæmust. Slíkar áætlanir gera
mönnum ennfremur kleift að búa
allt efni betur upp í hendur iðnaðar-
mönnunum þannig að þeir þurfi sem
minnst að sinna flutningi á efni að
vinnustað.
Upplýsingakerfi verður aukið og
endurbætt þannig að auðveldara sé
að fylgjast með framvindu verka
m.t.t. gerðra áætlana og grípa fyrr í
taumana ef aðstæður breytast.
Framleiðniverkefnið er unnið í
tengslum við nýsmíði Slippstöðvar-
innar hf. á Akureyri, sem fyrr segir,
en nýtist öðrum fyrirtækjum í
málm- og skipasmíðaiðnaði. Gert er
ráð fyrir að kostnaður vegna verk-
efnisins á árunum 1990 og 1991
verði um 17 miljónir króna og hlut-
ur iðnaðarráðuneytisins er um
helmingur af þeirri upphæð.
Góður árangur af
framleiðniátakinu
„Nú er smíði skipsins fyrir Ós hf. í
Vestmannaeyjum um það bil hálfn-
uð í Slippstöðinni hf. Við erum
ánægðir með árangurinn það sem af
er og sjáum fram á að smíði þessa
skips tekur skeminri tíma en venja
er og vinnustundirnar sem fara í
smíðina eru færri þannig að skipið
verður ódýrara fyrir vikið. Við telj-
um okkur því í kjölfarið betur geta
keppt við aðra um verð á skipum,
auk þess sem þessi tækni sem notuð
er við undirbúning og framkvæmd
verksins nýtist okkur einnig í annars
konar verkefnum svo sem endurbót-
um og viðgerðum.
Ljóst er að öflugur og hagkvæmur
skipasmíðaiðnaður hér í landi er
ómissandi fyrir íslenskan sjávar-
útveg, þar sem sjávarútvegurinn
getur ekki án þjónustu þessa iðnað-
ar verið. íslenskur skipasmíðaiðn-
aður hefur einnig grundvallarþýð-
ingu fyrir aðrar iðngreinar, sem
tengjast sjávarútvegi. Þótt mikil-
vægustu fiskistofnar á íslandsmiðum
séu fullnýttir, eru auðlindir sjávar
engan veginn fullnýttar, á meðan
margvíslegir ónýttir möguleikar
blasa við til uppbyggingar á iðnaði
og þjónustu, sem byggist á þekkingu
á sjávarútvegi. íslendingum er
mikilvægt að leita allra leiða til að
auka fjölbreytni í atvinnulífinu og
nýta þróunarmöguleika til hins
ítrasta. Meðal annars er það mjög
þýðingarmikið verkefni í efnahags-
og atvinnumálum, að unnið verði
markvisst að því, að landið verði, í
sem víðtækustum skilningi, miðstöð
þekkingar á sjávarútvegi og leiðandi
á því sviði. Skipasmíðaiðnaður er
nauðsynlegur hlekkur í þeirri keðju.
Fyrirtæki í íslenskum skipasmíða-
iðnaði vinna nú, bæði hvert fyrir sig
og sameiginlega, að ýmsum verk-
efnum til að treysta rekstur sinn og
njóta í sumum tilvikum til þess
ágæts stuðnings yfirvalda iðnaðar-
mála. Þessar aðgerðir felast m.a. í
markaðsátaki innanlands og utan og
bættri áætlanagerð, ásamt nýjung-
um í framleiðsluskipulagi, sem mið-
ar að lækkun kostnaðar, Þessar
aðgerðir eru í eðli sínu langtíma
verkefni, sem fyrirtækjunum er því
aðeins mögulegt að sinna vel, að
stjórnvöld geri það sem í þeirra
valdi stendur til þess að jafna sveifl-
ur á innlendum markaði, treysta
samkeppnisskilyrði fyrirtækjanna
og tryggja, að ekki verði með stuðn-
ingi opinberra sjóða eða banka leit-
að til útlanda með verkefni, án þess
að bjóða þau jafnframt út hér á
landi. Um þetta þarf einnig að tak-
ast gott samstarf við hagsmunaaðila
í sjávarútvegi,“ sagði Sigurður G.
Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinn-
ar hf. á Akureyri. ój
Þórunn Sveinsdóttir í smíðum.
Deildafundir
KEA
Akureyrardeild & Glerardeild
Fundur 12. mars á Hótel KEA kl. 20.30.
Svarfdæladeild
Fundur 13. mars í þinghúsinu á Grund kl. 14.
DaMkurdeild
Fundur 13. mars í Víkurröst kl. 20.30.
Amamesdeild & Árskógsdeild
Fundur 14. mars í Freyjulundi kl. 20.30.
Skrídudeild, Úxndæladeild &
Glæsibæjardeild
Fundur 15. mars í Hlíðarbæ kl. 13.30.
Hmfnagilsdeild, Saurbæjar-
deild & Öngulsstaðadeild
Fundur 15. mars í Laugarborg kl. 20.30.
Fnjóskdæladeild
Fundur 18. mars á lllugastöðum kl. 13.30.
Strandardeild
Fundur 18. mars í Ráðhúsinu kl. 20.30.
Ólafsfjarðardeild
Fundur 20. mars í Hótel Ólafsfirði kl. 20.30.
Siglufjarðardeild
Fundur 23. mars í Slysavarnafélagshúsinu,
Þormóðsbúð kl. 13.30.
Grímseyjardeild
Fundur 23. mars í félagsheimilinu ki. 17.
Höfðhveríingadeild
Fundur 25. mars í útibúi KEA kl. 20.30.
Hríseyjardeild
Fundur26. mars í kaffistofu frystihússins kl. 20.
Kaupfélag Eyfírðinga