Dagur - 07.03.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 07.03.1991, Blaðsíða 12
DAW& Akureyri, fímmtudagur 7. mars 1991 Ver5 frá kr. 599.800 205 Skálafell sf. Draupnisgötu 4 • Akureyri • Sími 22255 .... Aðalgeir Finnsson, byggingaverktaki, á lóðinni Skipagötu 9, en þar hyggst hann reisa 1600 fermetra hús á fjór- um hæðum. Mynd: KK Skipagötu 9 úthlutað í bygginganefnd Akureyrar: Aðalgeir Finnsson hf. fékk lóðina Bygginganefnd Akureyrar samþykkti í gær að veita Aðalgeir Finnssyni hf. lóðina Skipagötu 9, en Bókval mun reka fyrirtæki á tveimur hæð- um í liúsinu. Nefndin sam- þykkti um leið nýja bygging- arskilmála fyrir lóðina, en verktaki hefur 9 mánaða há- marksfrest til að Ijúka hönn- unarvinnu og fá teikningar samþykktar, og 18 mánuði frá þeim tíma til að steypa húsið upp og ganga frá lóð. Umsækjendur um lóðina voru þrír, auk Aðalgeirs Finns- sonar hf. sóttu S.S. Byggir ásamt Pétri Bjarnasyni og Fjölnir sf. um hana. Heimir Ingimarsson, formað- ur bygginganefndar, segir að bygginganefnd hafi eingöngu stuðst við faglegt sjónarmið við þessa lóðarúthlutun. „Þunga- miðjan í þessari úthlutun var aðild Tölvutækja og Bókvals hf. að byggingunni. Þessi úthlutun er auðvitað háð samþykki bæj- arstjórnar,“ segir Heimir. Hinir nýju byggingarskilmál- ar, sem samþykktir voru í gær, höfðu að sögn Heimis verið boðaðir í fyrri skilmálum, sem aðilum voru kynntir. „Bygg- ingaraðilinn hefur 27 mánuði til að ljúka verkinu, þ.e. níu mán- uði hið lengsta til að ljúka hönnun og til undirbúnings, en síðan átján mánuði frá því að byggingarleyfi verður gefið út á grundvelli samþykktra teikn- inga, til að steypa húsið upp, ganga frá því að utan og ljúka frágangi á lóðinni," segir Heim- ir. EHB Ásborg EA í Hrísey: Gekk vel í fyrsta túrnum Ásborg EA, hið nýja skip Borgar hf. í Hrísey, er væntan- leg til heimahafnar á morgun úr sinni fyrstu veiðiferð. Jóhann Sigurðsson, verkstjóri hjá Borg hf., segir að þessi fyrsti túr hafi gengið vel. Skipið flytur til hafnar um 120 tonn af óslægð- um fiski upp úr sjó sem saltaður hefur verið um borð í ríflega 130 Sæplastker. Ásborgin var 13 daga á veiðum. „Við tökum fiskinn upp úr körunum, umsöltum og göngum frá honum hér í landi. Síðan er fiskinum pakkað og hann sendur á markað í gegnum SÍF,“ sagði Jóhann. Fjórtán menn eru í áhöfn Ásborgar. Skipstjóri er Brynjólf- ur Oddsson. óþh Nokkur óvissa ríkir um atkvæðagreiðslu utan kjör- staða fyrir komandi kosningar til Alþingis. Frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum er í meðferö á Alþingi og verði það samþykkt á síðustu dögum þingsins, sem augljóslega hlýt- ur að gerast, á utankjörfundar- atkvæðagreiðsla að hefjast fjórum vikum fyrir kjördag. Forsætisráðherra hefur boðað að kjördagur verði 20. apríl. Verði fyrrnefnt frumvarp að lög- um fyrir þingslit á kosning utan kjörstaða að hefjast þann 23. þessa mánaðar. Að sögn Ásgeirs Péturs Ásgeirssonar hjá embætti bæjar- fógetans á Akureyri hefur nú þegar haft samband við embættið fólk sem þarf að kjósa fyrr þar sem það verður í útlöndum þegar utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hefst og fram yfir kjördag. Ásgeir Akureyri: Bæjarfógeti lokaði Hótel Stefaníu - Hótel Norðurland hefur frest til 1. júní til þess að ljúka frágangi öryggismála Bæjarfógetaembættið á Akur- eyri hefur lokað Hótel Stefaníu á Akureyri vegna brotalama á brunavörnum hótelsins. Eyþór Þorbergsson, fulltrúi hjá bæjarfógeta, segir að hótelið verði ekki opnað aftur fyrr en bætt hafi verið úr þeim atrið- um sem slökkviliðsstjórinn á Akureyri hefur gert athuga- semdir við. Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri, vildi ekki upp- lýsa í gær hvaða athugasemdir hann hefði gert við brunavarnir hótelsins. „Við upplýsum ekki um innihald bréfa til einstakra aðila. Þetta lýtur að brunavörn- um og öryggi fólks í húsinu,“ sagði Tómas Búi. Hann sagði að hótelinu hefði ekki verið lokað nema fyrir það að ekki hafi verið sinnt ítrekuðum tilmælum slökkviliðsstjóra um úrbætur. „Hótelið verður að sjálfsögðu ekki opnað fyrr en búið er að bæta úr þessu,“ bætti hann við. Tómas Búi sagði að gerðar væru strangari kröfur um bruna- varnir á hótelum en t.d. íbúðar- húsnæði. „Ætlast er til þess að við beitum öllum tiltækum ráðum til þess að knýja á um að farið sé eftir settum reglum. Ein þeirra aðgerða sem við höfum heimild til að beita er lokun, en einungis þegar líf fólks er í hættu. Við höf- um ekki heimild til þess að loka fyrirtækjum þó að eldvarnir séu ekki í lagi, nema á þeirri for- sendu að fólk sé í hættu,“ sagði Tómas Búi. Embætti slökkviliðsstjóra hef- ur gert athugasemdir við örygg- ismál fleiri hótela á Akureyri. í bókun bygginganefndar Ákur- eyrarbæjar frá 27. febrúar sl. Heldur tregt í rauðmaganum það sem af er: Einhver hlekkur brosthm í lífkcðjimni - segir Reimar Þorleifsson, trillusjómaður á Dalvík Maður berst um á hæl og hnakka, en því miður án lítils árangurs,“ segir Reimar Þor- leifsson, trillusjómaður á Dalvík, um rauðmagaveiðina það sem af er. Rauðmagaveiðin hefur verið heldur döpur að undanförnu á Eyjafirði og sömu sögu er að segja frá Ólafsfirði og Siglufirði. Reim- ar segist vera einn trillusjómanna á Dalvík í rauðmaganum. Þessi veiðiskapur hafi farið ört minnk- andi ár frá ári, enda æ minna um rauðmaga á hefðbundinni veiði- slóð á Eyjafirði. „í gærkvöld var ég að fram í svartamyrkur og fékk 17 stykki. Það hefði einhverntímann þótt lélegt. Þetta virðist vera svipað og í fyrra. Það litla sem fékkst þá kom ekki fyrr en um mánaðamót- in mars-apríl. Svo virðist sem ein- hver hlekkur sé brostinn í lífkeðj- unni í sjónum, enda kannski ekki Komandi kosningar: Óvissa um kosningu utan kjörstaða sagði óvíst hvernig brugðist verði við í slíkum tilfellum þar sem atkvæðaseðlar hafi ekki verið sendir út. Búast megi þó við að nú þegar yfirlýsing liggur fyrir um kjördag verði atkvæðaseðlarnir sendir út. JÓH Ríkisútvarpið á Akureyri: Ema lætur af störfiim deildarstjóra Erna Indriðadóttir deildar- stjóri Ríkisútvarpsins á Akur- eyri hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. mars og lætur af störfum 1. júní nk. „Ég hef búið á Akureyri síð- astliðin sjö ár og gegnt deildar- stjórastöðu við Ríkisútvarpið hér í bæ frá því í ágúst 1986. Mjög erfitt er að hverfa frá þessum starfsvettvangi, ég hef gegnt mjög góðri stöðu og unnið með góðu fólki, en engu að síður lang- ar mig að breyta til,“ sagði Erna í samtali við Dag. I sumar mun Erna vinna á Fréttastofu Sjónvarpsins en hvað tekur þá við, er óráðið að sögn Ernu. ój Þórður Jónasson EAbúinn með kvótann Þórður Jónasson EA 350 er búinn með loðnukvótann og kominn til heimahafnar. Verið er að undirbúa skipið til rækju- veiða. Hreiðar Valtýsson, útgerðar- maður, segir að Þórður Jónasson hafi fengið tæp fjögur þúsund tonn, en engu hafi verið landað til hrognatöku. „Þetta gekk mjög vel, ég held að þeir hafi aldrei stoppað nema 6 eða 7 klukkutíma á miðunum til að fylla bátinn. Það er álit flestra að sjaldan hafi verið meiri loðna á ferðinni en nú, og það er sárt að þurfa að hætta veiðum. En við því er víst ekkert að gera,“ segir Hreiðar. EHB kemur fram að eigendur Hótels Norðurlands hafi ekki efnt loforð um að ljúka frágangi öryggismála á hótelinu. Bygginganefnd vísar til greinar í byggingareglugerð og gefur þeim frest til 1. júní til þess að koma þessum málum í lag. óþh óeðlilegt miðað við alla þá drullu og skít sem úðað er í hafið,“ sagði Reimar. Um næstu helgi er leyfilegt að leggja grásleppunetin á þessum slóðum. Reimar er ekki bjartsýnn á þá veiði og telur ekki ástæðu til að flýta sér við að leggja netin. „Það gefur auga leið að léleg rauð- maga- og grásleppuveiði hlýtur að haldast í hendur. En maður reynir samt sem áður. Það er gamli þráinn,“ sagði Reimar. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.