Dagur - 07.03.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 07.03.1991, Blaðsíða 5
Konur gegn körlum?? Kvennalistar eiga sér ríflega 80 ára sögu í íslenskum stjórnmál- um. Konur buðu fyrst fram einar í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 1908, en þá voru þær nýorðnar kjörgengar ti! sveitastjórna. Þá þegar töldu konur jaetta bestu leiðina til að komast í áhrifastöður og náðu góðum árangri, fengu 4 konur í bæjarstjórn. Konur buðu líka sérstaklega fram til Alþingis 1922 og þá komst fyrsta konan á þing, Ingibjörg H. Bjarnason. Eftir það varð nokkurt hlé á kvennaframboðum enda urðu konur á Alþingi á árunum 1922- 1979, 57 ára tímabili, aðeins 12. Upp úr 1970 reis upp ný kvennahreyfing sem krafðist jafnréttis á öllum sviðum. Minn- isstæð er sú samstaða sem náðist 24. okt. 1975 er íslenskar konur lögðu niður störf til að leggja áherslu á mikilvægi vinnufram- lags síns í samfélaginu. Minnis- stæð ekki síst fyrir þau áhrif sem hún hafði, atvinnulífið nánast lamaðist þennan dag. Til þessar- ar bylgju má einnig rekja að fyrsta konan náði kosningu sem forseti lýðveldisins. Upp úr þess- um jarðvegi er Kvennalistinn sprottinn. Markmiðin Kvennalistinn er stjórnmálaafl sem vill breyta þjóðfélaginu og setja virðingu fyrir lífi og sam- ábyrgð í öndvegi. Konur þurfa að eiga í reynd sömu möguleika og karlar til starfs og áhrifa. Það verður að meta hið besta úr reynslu og menningu kvenna til jafns við það besta úr reynslu og menningu karla. Kjör kvenna verða því aðeins bætt að störf þeirra verði metin jafnt og störf karla. Formleg völd kvenna þurfa líka að aukast, enn eru konur aðeins einn fimmti hluti þingmanna, þar af eru þingmenn Kvennalistans helmingur, og hlutur kvenna í nefndum, stjórn- um og ráðum á vegum ríkisins er sáralítill, miklu minni en kyn- systra okkar á hinum Norður- löndunum. Það þarf að leggja sérstaka áherslu á að bæta kjör hinna lægst launuðu og tryggja framtíð barnanna okkar. Við viljum mannsæmandi lífskjör fyr- ir hvern einasta Islending. Leiðirnar Það er alltaf vandi að velja leiðir til að ná markmiðum sínum. Astæðan fyrir því að konur velja Fósturskóli íslands: Boðið uppá dreift og sveigjanlegt fóstrunám í ágúst nk. (u.þ.b. 12. ágúst) hefst dreift og sveigjanlegt fóstrunám. Námið og inntökuskilyrði verður sambærilegt við hefð- bundið fóstrunám. Náminu er dreift á 4 ár. Námið er skipulagt sem hér segir: a) Staðbundið nám, verður í húsakynnum Fósturskóla íslands alls 12 vikur á ári, og fer fram í ágúst, janúar og júní. Einnig verður boðið upp á stutt nám- skeið, fámenna nemendahópa í heimahéraði nemenda eða næsta nágrenni. b) Fjarnám. c) Verklegt nám. Umsóknarfrestur auglýstur síðar. Nánari upplýsingar veittar í síma: 91-83866 daglega kl. 13.00- 14.00 og 97-11757. Elín Stephensen. endurtekið þá leið að bjóða fram sérstaka lista í kosningum til sveitastjórna og Alþingis er sú að þær telja að við núverandi aðstæður náist markmiðin fyrr með sérframboðum. Hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir eru skapað- ir af körlum fyrir karla. Þess vegna eiga konur þar erfiðar upp- dráttar ef þær vilja raunverulega komast í áhrifastöður. Vinnur Kvennalistinn gegn körlum? Nei, síður en svo. Allar eigum við föður og flestar maka og syni og því fráleitt að vinna gegn körlum. Hins vegar teljum við nauðsynlegt að skapa konum vettvang til að vinna að því að jafna stöðu kynjanna í samfélag- inu. Málið er nefnilega að karlar eru búnir að koma sér þokkalega fyrir en konur eiga það eftir. Undanfarnar aldir hefur ekki skapast jöfn staða karla og kvenna í íslensku samfélagi og því verða konur að taka sig til og vinna að sínum málum. Það þýð- ir ekki að við viljum skerða rétt karla, við viljum einungis fá sama rétt og þeir. Við viljum hafa áhrif til jafns við karla, við viljum sömu laun og karlar fyrir jafngild störf. Til þess að þetta megi tak- ast verða konur að vinna saman, allar konur sem vilja jafnrétti í raun, hvar í flokki sem þær ann- ars standa. Kvennalistinn vinnur með konum að jafnrétti. Elín Stephensen. Höfundur skipar 3. sæti framboðslista Kvennalistans í Norðurlandskjördæmi eystra í komandi alþingiskosningum. Fimmtudagur 7. mars 1991 - DAGUR - 5 Sjálfsbjörg og Akur íþróttafélag fatlaðra Arshátíð 1991 Verður haldin að Hótel K.E.A. laugardaginn 16. mars 1991 og hefst kl. 19.00 Dagskrá: 1. Boröhald. 2. Skemmtiatriði. 3. Dans Hljómsveitin Lexía leikur fyrir dansi. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 13. mars tii Baldurs í síma 26888 milli kl. 12.30 og 16.30. Nefndin. 8* til 15. mars Teppi • Dúkar • Dreglar • Mottur Langmoen parkeft úr beyki, eik og aski • Spónaparkeft Plankelit Allar flísar í versluninni Tarket parket, valin eik og beyki á kr. 3.050. fm stgr. 8. mars föstudagur 15. mars föstudagur Kynning á flísum Kynning á flísum frá Húsasmiðjunni. frá Tækjatækni. Sölumenn frá Húsasmiðjunni á staðnum. Sölumenn frá Tækjatækni á staðnum. ■ ■ BYGGINGAVORUR LÓNSBAKKA • IBT 96-30320, 96-30321, 96-30324

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.