Dagur - 30.04.1991, Side 2

Dagur - 30.04.1991, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 30. apríl 1991 11 fréttir Kaupfélag Þingeyinga: „Þakka félagsmönnum og starfsmönnum árangurinn“ - sagði stjórnarformaður að loknum aðalfundi Egill Olgeirsson, stjórnarformaður Kaupfclags Þingeyinga, flytur skýrslu sína á aðalfundi þess sl. laugardag. Á myndinni eru auk hans Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri og stjórnarmenn KÞ. Mynd: im Greiðslumat í húsbréfakerfmu til banka, sparisjóða og Kaupþings í gær: „Fyrsta skrefið í þá átt að þjónusta Hús- næðisstofiiunar færist til banka og sparisjóða“ - segir Friðrik Friðriksson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Svarfdæla Baldvin Baldursson, Rangá, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs eftir 24 ára setu í stjórn Kaupfélags Þingeyinga á aðal- fundi félagsins sl. laugardag. Voru honum þökkuð góð og vel unnin störf í þágu félagsins og var hann hylltur á fundinum með langvarandi lófataki. Halldóra Jónsdóttir frá Gríms- húsum í Aðaldal var kjörin í stjórn í stað Baldvins. Ari Teits- son, Hrísum í Reykjadal var endurkjörinn. í varastjórn var Hlöðver P. Hlöðversson, Björg- um, kjörinn og Kristján Kárason, Ketilsstöðum, endurkjörinn. Uthlutað var úr Menningar- sjóði KÞ, alls 500 þúsundum til Kaupfélag Skagfirðinga: Strikamerk- ingar í Skag- firðingabúð - kerfið tekið í notkun í maí Um þessar mundir er Kaup- félag Skagfírðinga að taka upp strikaverðmerkingar í Skag- fírðingabúð á Sauðárkróki. Unnið er að uppsetningu tækja- búnaðar við afgreiðslukassa en stefnt er að því að kerfíð verði tekið í notkun um miðjan næsta mánuð. Uppsetning strikamerkinga- kerfisins er nokkuð kostnaðar- söm en verulegur sparnaður og hagræðing hlýst af notkun þess þegar til lengri tíma er litið. Með tilkomu kerfisins verður mun fljótlegra að sjá sölu- og birgða- stöðu á hverjum tíma. Einnig mun afgreiðsla við kassa verða mun fljótlegri og færra starfsfólk verður bundið við afgreiðslu- störf. Verðmerkingakerfið er frá fyrirtækinu IBM en ekki er endanlega ljóst hvað það mun kosta uppkomið. kg fimm aðila. Safnahúsið á Húsa- vík hlaut 250 þúsund, í minningu Hjördísar Tryggvadóttur Kvaran. Kór Kvenfélagasambands Suður- Þingeyinga, Lissý, hlaut styrk að upphæð 100 þúsund. Þrír ein- staklingar hlutu 50 þúsund hver: Rut Káradóttir sem stundar nám við innanhússarkitektur á Ítalíu. Kári Friðriksson frá Helgastöð- um sem stundar söngnám á Ítalíu. Sigríður Kristín Porgrímsdóttir, sagnfræðingur frá Garði, til að vinna að útgáfu á verkum Þuru í Garði. Egill Olgeirsson, stjórnarfor- maður KÞ var spurður hvort miklar umræður hefðu farið fram á fundinum: „Mér fannst áber- andi hve umræður voru jákvæð- ar. Menn voru mjög að brýna varkárni fyrir stjórnendum, þrátt fyrir breytta stöðu en virtust þó bjartsýnir. Umræður um stöðu Fiskiðjusamlags Húsavíkur og aðild Kaupfélags Þingeyinga að því voru mjög jákvæðar, en því var beint til stjórnarmanna að vera mjög varkárir í framlagn- ingu fjár. Menn ræddu þetta mjög málefnalega og voru sam- mála um mikilvægi fiskvinnslu og útgerðar. Þetta var góður fundur. Það er ljóst að áfram hefur verið unnið að því sem menn settu sér í upp- hafi árs 1989 og árangurinn hefur skilað sér smátt og smátt. Ytra umhverfi til rekstar var einnig mun betra á síðasta ári, Cn þann árangur sem náðst hefur ber að þakka félagsmönnum og starfs- mönnum sem tekið hafa verulega á.“ IM Ferðamálafélag Húnvetninga gengst fyrir ráðstefnu um ferða- mál 9. maí nk. kl. 13 á Hótel Blönduósi. Ráðstefnunni er ætlað að opna hug þeirra sem stunda ferðaþjónustu í dag og þeirra sem vilja fara út í slíka starfsemi. Lögð er mikil áhersla á að hags- „Að mínu mati er hér verið að stíga fyrsta skrefíð í þá átt að mest öll starfsemi Húsnæðis- stofnunar færist út til banka og sparisjóða. Það höfum við allt- af lagt mikla áherslu á,“ sagði Friðrik Friðriksson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Svarf- dæla á Dalvík, vegna þeirrar munaaðilar og sem flestir sveit- arstjórnarmenn mæti. Eins og fram hefur komið missa á milli 100 og 150 manns vinnuna þegar framkvæmdum við Blönduvirkj- un lýkur næsta haust. Einnig er búið að skera mikið af búfé niður þannig að frekar dökkt útlit er í atvinnumálum á svæðinu. Frummælendur á ráðstefnunni breytingar sem varð í gær þeg- ar hið svokallaða greiðslnmat í húsbréfakerfínu færðist út til banka, sparisjóða, Kaupþings hf. og Kaupþings Norðurlands hf. „Næsta skrefið er að við fáum beinlínis að ákveða hverjir skuli fá lán og hverjir ekki og að við verða Birgir Þorgilsson, ferða- málastjóri og fjallar hann um ferðamálafélög og Ferðamálaráð, María Guðmundsdóttir frá Upp- lýsingaskrifstofu ferðamála á ís- landi ræðir um gildi upplýsinga- þjónustu fyrir landsbyggðina, Jóhanna Leópolsdóttir frá Ferða- málasjóði ræðir um fjármál ferða- þjónustu, Páll Helgason, fram- kvæmdastjóri Vestmannaeyjum, ræðir um markaðssetningu ferða- mála, Poul Richardsson, Ferða- þjónustu bænda, talar um ferða- þjónustu í sveitum landsins og Steindór Haraldsson, fram- kvæmdastjóri á Skagaströnd, fjallar í sínu erindi um hvað hægt sé að gera. óþh getum farið að afgreiða þessi lán með skömmum fyrirvara. Það hlýtur að vera eðlilegra að bank- arnir og sparisjóðirnir fái þetta hlutverk frá upphafi til enda þar sem við þekkjum okkar viðskipta- vini betur en eitthvert starfsfólk í Húsnæðisstofnun á Suðurlands- braut 24 í Reykjavík," sagði Friðrik. Friðrik sagði að þegar í gær hafi fyrstu viðskiptavinir sjóðsins komið til að láta meta greiðslu- getu sína vegna húsnæðiskaupa. Ekki sé annað að heyra en fólk fagni þessu skrefi mjög enda styttist biðtími verulega við þessa breytingu. Friðrik sagði að ef fólk kæmi með allar upplýsingar ætti matið að liggja fyrir á um hálfri klukkustund. Jón Hallur Pétursson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands hf., tók í sama streng. Hann sagði að fyrstu ósk- ir uin greiðslumat hafi borist fyrir helgi og þeir fyrstu hafi þegar fengið afgreiðslu. „Það munar öllu fyrir fólk að geta nú rætt við þann sem fram- kvæmir matið. Með þessu verður afgreiðslan bæði persónulegri og væntanlega betri en hægt hefði verið að veita úr Reykjavík,“ sagði Jón Hallur. JÓH skák Helgarskákmót: Akureyringar í efstu sætum Ferðamálafélag Húnvetninga: Efiiir til ráðstefiiu um ferðamál Skagfirðingur hf.: Samið rnn nýtt fiskverð - atkvæði talin í næstu viku Helgarskákmót var haldið á Akureyri dagana 25.-28. apríl og mættu 20 keppendur víðs vegar af landinu, heimamenn voru þó í meirihluta. Sigurveg- Akureyrarmeistarinn Gylfi Þórhallsson tók ekki þátt í helgarskákmótinu um síðustu helgi enda teflir hann nú á alþjóðlegu skákmóti í Gausdal í Noregi. Þar er einnig meðal keppenda Áskell Örn Kára- son, félagi í Skákfélagi Akur- eyrar. Ekki höfum við fregnir af því hvernig köppunum hefur vegnað í Noregi en mótinu ætti að vera ari varð Ólafur Kristjánsson frá Akureyri. Hann fékk 6 vinninga af 7 mögulegum. Röð efstu manna varð annars sem hér segir, keppendur eru frá lokið um þessar mundir. Ef við snúum okkur aftur að helgarskákmótinu á Akureyri þá sigraði Ólafur Kristjánsson mjög örugglega. Hann var búinn að tryggja sér sigurinn fyrir síðustu umferðina og ætlaði að freista þess að fá fullt hús en tapaði fyrir Rúnari Sigurpálssyni. Mótið tókst í alla staði vel, en keppendur hefðu mátt vera fleiri. SS Akureyri nema annað sé tekið fram: 1. Ólafur Kristjánsson 6 v. 2. Arnar Þorsteinsson 5Vi v. 3. Rúnar Sigurpálsson 5 v. 4. Guð- mundur Gíslason, ísafirði, AVi v. 5. Þór Valtýsson 4VÍ v. 6. Snorri G. Bergsson, Reykjavík, 4l/i v. 7. Bragi Halldórsson, Reykja- vík, 4 v. 8. Júlíus Björnsson 4 v. Verðlaunaupphæðin var 61 þúsund krónur, þar af 20 þúsund í fyrstu verðlaun en sex efstu menn hlutu peningaverðlaun. Þá skiptu Friðgeir Kristjánsson og Skafti Ingimarsson með sér verð- launum fyrir besta árangur skákmanna með skákstig á bilinu 1700-1900 og Júlíus Björnsson fékk verðlaun fyrir bestan árang- ur skákmanna með 1700 stig og minna. Skákstjórar voru Albert Sig- urðsson, Ingimar Friðfinnsson og Páll Hlöðvesson. SS Útgerðarfélagið Skagfírðingur og Fiskiðja Sauðárkróks hafa náð samkomulagi við samn- inganefnd sjómanna um nýtt fískverð. Saman gekk með við- ræðunefndum sjómanna og útgerðar á fundi fyrir helgina. Samnigsaðilar vildu ekki tjá sig efnislega um þann samning sem náðist. Næsta skref verður að áhafnir þeirra þriggja togara sem Útgerðarfélgið Skagfirðingur gerir út greiða atkvæði um þann samning sem liggur fyrir. Vænt- anlega verður atkvæðagreiðslu áhafnanna lokið að tíu dögum liðnum. Einfaldur meirihluti nægir til að nýir kjarasamningar teljist samþykktir. „Við teljum ekki rétt að gefa upp einstök efnisatriði samning- anna áður en þeir hafa verið bornir undir atkvæði sjómanna,“ sagði Einar Svansson fram- kvæmdastjóri Fiskiðju Sauðár- króks. Áhöfn Skagfirðings SK-4 mun greiða atkvæði um samningana í dag en áhafnir Skafta SK-3 og Hegraness SK-2 munu greiða atkvæði í næstu viku. Atkvæði verða síðan öll talin í næstu viku. kg Alþjóðlegt skákmót: Gvlfi í Gausdal

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.