Dagur


Dagur - 30.04.1991, Qupperneq 7

Dagur - 30.04.1991, Qupperneq 7
Þriðjudagur 30. apríl 1991 - DAGUR - 7 KA-menn rökuðu saman verðlaununum Um helgina fór fram á Akur- eyri Islandsmót 18 ára og yngri í júdó og jafnframt var keppt í flokkum kvenna og stúlkna. 122 keppendur frá 5 félögum tóku þátt í mótinu sem fór fram í íþróttaskemmunni. KA- menn urðu sigursælir á mót- inu, unnu til samtals 37 verð- launa, þar af 7 gullverðlauna. KA-menn unnu 7 gull, 11 silfur og 19 brons, Ármenningar komu næstir með 5 gull, 3 silfur og 4 brons og Grindvíkingar með 5 gull, 4 silfur og 1 brons. Júdófé- lag Reykjavíkur hlaut eitt af hverju og Selfyssingar hlutu 1 gull og 2 brons. Úrslit urðu þessi: Opinn flokkur 7 ára 1. Sveinn Þór Steingrímsson UMFG 2. Atli Daði Smárason UMFG 3. Karles Ólafsson KA -25 kg 8 ára 1. Birkir Hrafnsson UMFG 2. Arnar Hilmarsson KA 3. Ómar Karlsson KA 3. Andri Rúnar Karlsson KA +25 kg 8 ára 1. Helgi Már Helgason UMFG 2. Ingólfur Axelsson KA 3. Bragi Gunnarsson KA 3. Helgi Pétursson KA -28 kg 9-10 ára 1. Björn Harðarson KA 2. Snævar Jónsson Árm. 3. Brynjar Ásgeirsson KA 3. Bjarni Þór Sigurjónsson UMFG -34 kg 9-10 ára 1. Haraldur Jón Jóhannesson UMFG 2. Elmar Dan Sigþórsson KA 3. Víðir Orri Hauksson KA 3. Jóhannes Gunnarsson KA +34 kg 9-10 ára 1. Arnar I. Gylfason Árm. 2. Sæmundur Haraldsson UMFG 3. Bragi Axelsson KA 3. Hróðmar V. Steinsson Árm. -33 kg 11-12 ára 1. Björn Davíðsson KA 2. Hilmar Stefánsson KA 3. Steinar Ólafsson KA 3. Eiríkur Karl Ólafsson KA - 42 kg 11-12 ára 1. Víðir Guðmundsson KA 2. Jóhann Kristinsson KA 3. Helgi Stefánsson KA 3. Ásmundur Rúnar Gylfason KA +42 kg 11-12 ára 1. Rúnar Pálmason Self. 2. Sverrir Már Jónsson KA 3. Atli Þórarinsson KA -43 kg 13-14 ára 1. Ólafur Baldursson JR 2. Jónas Oddsson JR 3. Marinó Tryggvason KA 3. Gísli Guðmundsson JR -48 kg 13-14 áia 1. Smári Stefánsson KA 2. Guðfinnur Karlsson UMFG 3. Jóhann Finnbogason KA 3. Ragnar Páll Dyer Árm. -56 kg 13-14 ára 1. Magnús Óli Sigurðsson UMFG 2. Sigurður Þór Birgisson UMFG 3. Sæþór Sæþórsson Árm. +56 kg 13-14 ára 1. Atli Gylfason Ármanni 2. Vilhelm A. Jónsson KA 3. Ragnar Ólafsson KA Knattspyrna: Þórsarar unnu Tactic-mótið Þór varð sigurvegari á Tactic- móti Knattspyrnuráðs Akur- eyrar sem Iauk á Þórsvellinum á sunnudag. Úrslitin réðust í síðasta leik mótsins þegar Þór og KA gerðu markalaust jafn- tefli, það dugði Þórsurum sem höfðu betri markatölu en KA. Leikur Leifturs og Tindastóls var hreinn úrslitaleikur um 3. sætið og lauk honum með 1:0 sigri Leifturs. Úrslitaleikurinn fór fram á möl í nokkuð sterkri golu og bar þess merki. Þó brá fyrir ágætum köfl- um hjá báðum liðum og verða úrslitin að teljast sanngjörn. Bæði lið fengu ágæt tækifæri til að skora, besta færi KA-manna fékk Tékkinn Pavel Vandas þeg- ar hann skaut viðstöðulaust af stuttu færi eftir sendingu frá Haf- steini Jakobssyni en Friðrik Friðriksson varði hreint frábær- lega. Besta færið við mark KA fékk Árni Þór Árnason en hann skaut hátt yfir af stuttu færi. Þórsarar áttu reyndar að fá víta- spyrnu þegar Steingrímur Birgis- son sló boltann út úr teignum en það fór fram hjá dómaranunt. Erfitt er að meta hversu sterk liðin koma til með að verða í sumar. KA-menn stilla upp mjög breyttu liði sem gæti átt eftir að koma á óvart. Af nýju mönnun- um vakti Páll Gíslason, fyrrum Pórsari, mesta athygli en hann lék mjög vel og var einn besti maður vallarins. Þórsliðið var jafnt en ekki væri sanngjarnt k annað en að nefna Friðrik sem var mjög öruggur í markinu. „Fáum engin stig fyrir þetta“ „Það er auðvitað mjög gott að Tactic-meistarar Þórs 1991. vinna þetta mót svona skömmu áður en deildin byrjar en við fáum engin stig fyrir þetta,“ sagði Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs. „Undirbúningurinn hefur gengið vel hjá okkur og ég vona að við séum betur undirbúnir en t.d. í fyrra. Við höfum æft vel og spilað yfir 20 æfingaleiki en þar fengust heldur engin stig. Þetta er ungt lið og tvímælalaust efnilegt en ung lið eru oft brothætt. Eg er bjartsýnn á mótið en geri mér grein fyrir að þetta verður langur og erfiður róður. 2. deildarliðin hafa staðið sig mjög vel í vor- mótunum og skotið þar mörgum 1. deildarliðum aftur fyrir sig þannig að það er ekkert vafamál að deildin verður erfið,“ sagði Sigurður Lárusson. Eins og fyrr segir sigraði Leift- ur Tindastól 1:0 og skoraði Hall- dór Guðmundsson markið. Þór sigraði Leiftur 4:1 og skoruðu Árni Þór Árifáson, Axel Vatns- dal og Ásmundur Arnarsson fyrir Þór, Halldór Guðmundsson fyrir Leiftur og Ólafsfirðingar skoruðu eitt sjálfsmark. KA vann Tinda- stól 3:1 og skoraði Sverrir Sverr- isson tvö fyrir KA og Birgir Arn- arsson eitt en Ingiþór Rúnarsson mark Tindastóls. Orn Viðar Arn- arson og Hafsteinn Jakobsson skoruðu mörk KA í 2:0 sigri á Leiftri og Halldór Áskelsson og Bjarni Sveinbjörnsson mörk Þórs í 2:0 sigri á Tindastól. -48 kg 15-17 ára 1. Max Jónsson KA 2. Hörður Pétursson KA 3. Björn Grétarsson Self. -59 kg 15-17 ára 1. Kári Agnarsson Árm. 2. Ómar Arnarson KA 3. Gils Matthíasson Self. -70 kg 15-17 ára 1. Ríkharður Róbertsson Árm. 2. Friðrik Pálsson KA 3. Ari Kolbeinsson KA 3. Baldur Kristjánsson KA +70 kg 15-17 ára 1. Dagur Agnarsson Árm. 2. Gunnar 1. Gunnarsson Árm. 3. Óskar Sigurðsson Árm. opinn stúlknaflokkur 1. Birna Baldursdóttir KA 2. Hildur Sigfúsdóttir Árm. 3. Indiana Magnúsdóttir KA Kvennaflokkur 1. Fjóla Guðnadóttir KA 2. Svala Björnsdóttir KA Vorhlaup UFA ámorgun Vorhlaup Ungmennafélags Akureyrar fer fram í annað sinn á morgun. Hlaupið hefst við IþróttahöIIina á Akureyri kl. 14. Mæting til skráningar er í sein- asta lagi kl. 13.30. Búningsað- staðan er í íþróttahöllinni. Stelpur og strákar, 12 ára og yngri, hlaupa 1,2 km og byrja kl. 14.00. Telpur og piltar, 13-14 ára, hlaupa 2,1 km og byrja kl. 14.20 og konur, 15 ára og eldri, hlaupa 3,4 km og byrja kl. 14.45. Karlar, 15 ára og eldri, hlaupa 6,8 km og byrja kl. 14.45. Hlaup- ið er unt Brekkuna í Byggða- og Lundahverfi. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sæti í hverj- um flokki. Þátttökugjald er 200 kr. Handknattleikur: Gunnar Gísla tilKA Nú er orðið öruggt að Gunnar Gíslason leikur með handboltaliði KA næsta vetur. Samningur hans við sænska knattspyrnuliðið Háckcn rennur út um miðj- an október og má búast við að Gunnar komi þá strax heim og fari að leika með KA. Öruggt er að Hans Guð- mundsson leikur ekki áfram með KA en Sigurður Sigurðs- son, formaður handknattleiks- deildar KA, segir útlit fyrir að aðrir leikmenn verði áfram. í stað Hans koma þeir bræður Alfreð og Gunnar en ekki er vitað um fleiri, a.m.k. ekki eins og staðan er í dag. Fréttir hafa borist af því að rúmensk- ur landsliðsmarkvörður korni hugsanlega til liðsins en Sigurður segir þetta hafa verið möguleika en nú sé mjög ólík- legt að af þessu verði.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.