Dagur


Dagur - 30.04.1991, Qupperneq 16

Dagur - 30.04.1991, Qupperneq 16
Akureyri, þriðjudagur 30. apríl 1991 Kodak Express Gæöaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni íbesta ^Pedíoniyndir Hafnarstræti 98, simi 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis: Iimlánsaukning langt umfram landsmeðaltal - rekstrarhagnaður 3,4 milljónir króna Rekstur Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis gekk vel á síðasta Rekstrarhagnaður var 3,4 an T1« / • Fjonr Akureyri: rétt- indalausir gómaðir Lögreglan á Akureyri stöðvaði fjóra réttindalausa ökumenn á bifhjólum sl. föstudag. Að sögn Árna Magnússonar, varðstjóra hjá lögreglunni, voru piltarnir á þrem léttum bifhjólum og einu venjulegu bifhjóli. óþh SkagaQörður: Vindheima- fénu lógað - ósamið um Skörðugilsféð Skorið hefur verið niður vegna riðu sem kom upp í fjárstofni að Vindheimum í Lýtingsstaöa- hreppi í Skagafirði. Riðusmit greindist í einni kind þar í síð- ustu viku og var fénu því farg- að og það urðað. Féð var í eigu Sigmundar Magnússonar og var hjörðin alls um hundrað og sextíu fjár. Samið var um hefðbundnar bætur fyrir féð. Að sögn Kjartans Blöndal framkvæmdastjóra Sauðfárveiki- varna hafa Sauðfjárveikivarnir ekki enn náð samningum um bætur fyrir fé sem var lógað í vet- ur vegna riðu á Syðra-Skörðugili í Seyluhreppi. Að sögn Kjartans voru þær kröfur sem fram voru settar óaðgengilegar og því ekki hægt að fallast á þær. Einar E. Gílslason mun þó á næstunni eiga viðræður við landbúnaðarráðu- neytið um bótakröfurnar en ekki náðist í Einar vegna málsins. kg milljónir króna en hagnaður- inn var 9 milljónir árið 1989. Heildarrekstrartekjur spari- sjóðsins námu 42,2 milljónum kr. á móti 65,4 milljónum árið 1989. Heildarrekstrargjöld námu 19,9 milljónum á móti 38.5 milljónum árið áður. Þessar upplýsingar koma fram í ársreikningi sparisjóðsins fyrir árið 1990. Þar kemur einnig fram að launakostnaður nam 8,5 millj. kr. á síðasta ári og hafði vaxið frá fyrra ári um 12,4%. Eiginfjárstaða sparisjóðsins er sterk. Alls nam eigið fé í árslok 45.5 milljónum og hafði vaxið um 17,3% frá fyrra ári. Eiginfjár- hlutfall sparisjóðsins var í árslok 23,7% sem er langt yfir því marki sem gildandi lög kveða á um. Heildarinnlán Sparisjóðs Þórs- hafnar og nágrennis voru í árslok 237.5 milljónir króna og höfðu vaxið á árinu um 49,7 milljónir eða 26,5%. Til samanburðar var innlánsaukning banka og spari- sjóða árið 1990 að meðaltali 15,1%. Útlán sparisjóðsins námu í árs- lok 195,8 milljónum og höfðu vaxið á árinu um 7,11%. Almenn útlán innlánsstofnana á landinu jukust hins vegar um 19,7% á árinu. SS Einn af vorboðunum er blcssaður silungurinn. Veiðimenn á Akureyri eru farnir að taka fram stengur sínar og hafa þegar krækt í nokkra. Mynd: Golli Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga: Hagnaður í fyrra tæpar 60 milljónir Hagnaður Kaupfélags Þingey- inga nam rúmlega 59 milijón- um króna á síðasta ári og var velta félagsins 1.744 milljónir sem er 20% aukning frá fyrra ári. Fjármunamyndun rekstar- ins var 62,4 milljónir en var 43,8 milljónir árið 1989. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem var haldinn sl. laugardag. Eigið fé félagsins er 247.9 millj- Loðdýrabúskapurinn: Sól yfir Kaupmamiahafnaruppboði Gott verð fékkst fyrir íslensk refaskinn á skinnauppboði í Kaupmannahöfn um helgina og í gær seldust íslensk minka- skinn á uppboði ytra fyrir mun hærra verð en fengist hefur lengi. Arvid Kro, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra loð- dýraræktenda, segir að leita verði aftur til ársins 1988 til að finna sambærilegt skinnaverð á uppboðum í Kaupmanna- höfn. Á þessu uppboði í Kaupmanna- höfn voru seld 3003 refaskinn á meðalverði 299 danskar krónur (2734 íslenskar krónur). fari að sjást í fyrstu veggi upp úr grunninum enda á húsið að véra að fullu risið í fyrstu viku júlí- mánaðar. JÓH íþróttahús á félagssvæði KA: Teikningarnar samþykktar Bygginganefnd Akureyrarbæj- ar kom saman til fundar á föstudag þar sem teikningar að íþróttahúsi á félagssvæði KA voru samþykktar og þar með heimilað að uppsláttur hefjist. Á miðvikudag stöðvuðu starfs- menn hjá embætti bygginga- fulltrúa bæjarins framkvæmdir vegna þess að teikningar höfðu ekki verið samþykktar. Sigmundur Þórisson, formaður KA, sagðist í gær ekki vita annað en öll þessi mál væru leyst og undirbúningur stæði yfir fyrir steypu á sökklum hússins. Sam- kvæmt þeirri verkáætlun sem kynnt var þegar framkvæmdirnar hófust má vænta þess að fljótlega Seld voru 1034 blárefsskinn á 321 Dk (2945 ísl. kr). Til saman- burðar var verðið í febrúar 184 Dk. Af skuggaref voru seld 1054 stk á 299 Dk (2743 ísl. kr). í febrúar fengust 215 Dk fyrir skuggarefsskinnið. Af Bluefrost voru seld 193 stk á 332 Dk (3046 ísl. kr) samanborið við 253 Dk í febrúar sl. Seld voru 22 stk af hvítref fyrir 318 Dk (2917 ísl. kr) og af silfurref voru seld 102 stk á 371 Dk (3403 ísl. kr), en í febrúar fengust 238 Dk fyrir silfurrefs- skinnið. I gær bárust síðan fregnir af þvf að veruleg hækkun hefði orð- ið á minkaskinnum á uppboði í Kaupmannahöfn. Ekki var hins vegar vitað á hvaða verði íslensku minkaskinnin fóru. í allt voru seld um 170 þúsund skinn (þar af um 30 þúsund íslensk skinn). Högnaskinnin fóru á 223 Dk og læðuskinnin á 130 Dk. í febrúar sl. voru högnaskinnin hins vegar seld á 129 Dk, en læðuskinnin á 89 Dk. óþh ónir og hefur eiginfjárhlutfall hækkað úr 12% í 19%. Veltufjár- hlutfall í árslok nam 1,03 í stað 0,97 í ársbyrjun. Verslunin skilaði rúmlega átta milljóna tekjuafgangi, sem er um 19,5 milljónum betri afkoma en árið á undan, og sýna flestar deildir batnandi niðurstöðu. Afsláttur til viðskiptavina versl- unardeilda nam rúmlea 5,3 millj- ónum króna á árinu. Er hér bæði um að ræða tilboð og afslátt til félagsmanna og staðgreiðslu- afslátt sem viðskiptavinum Mat- bæjar og Miðbæjar býðst. Ársverk hjá KÞ voru 165 og fækkaði um 18 milli ára, munar þar mest um samdrátt í sauðfjár- slátrun, vegna þess að í haust var á ný einnig slátrað á Kópaskeri, en fé af því svæði var slátrað á Húsavík haustið áður. Launa- kostnaður félagsins var 215 millj- ónir á árinu hækkaði um 4,3% milli ára en annar rekstrarkostn- aður hækkaði um 7,6%. Fjár- magnskostnaður lækkaði verulega á árinu. Hreiðar Karlsson, kaupfélags- stjóri, segir í skýrslu sinni að inn- viðir félagsins hafi styrkst og staða þess batnað verulega. Unn- ið hafi verið samkvæmt þeim, markmiðum sem félaginu voru sett á aðalfundi þess vorið 1989, og verulegur árangur náðst. Fjárfestingar allar hafi verið í lágmarki og alls sparnaðar gætt. Því megi þó ekki gleyma, að rekstr- arumhverfi síðasta árs hafi reynst fremur hagstætt, og ekki sé hægt að treysta slíku að jafnaði. Engu að síður sé ljóst, að starfsmenn félagsins hafi lagt sig mjög fram og félagsmenn sjálfir staðið þétt saman um það starf, sem hér sé unnið. Sagðist Hreiðar vilja þakka öllu þessu fólki sérstak- lega. IM Aðalfundur SÁÁ-N: Góð reynsla af göngudeildinni Aöalfundur SÁÁ-N var hald- inn í gær. Þar var m.a. farið yfir umsvif samtakanna á síð- asta ári og að sögn Ingjalds Arnþórssonar, ráðgjafa, fengu 88 einstaklingar sérstaka með- höndlun á göngudeildinni árið 1990 á móti 77 árið áður. Af þessum 88 einstaklingum voru 63 karlar og 25 konur. Með- alvitjunartími var 18 skipti. Tvö fræðslunámskeið voru haldin fyrir alkóhólista og eitt fyrir aðstandendur. Stuðningsgrúppur Fiskeldisfyrirtækið Miklilax í Fljótum: Fékk um 100 milljónir frá Byggðastofiiun Byggðastofnun hefur afgreitt um 100 milljóna króna lán til fiskeldisfyrirtækisins Miklalax hf. í Fljótum. Fyrirtækið hafði farið fram á 140 milljóna króna lánafyrirgreiðslu Byggðastofn- unar. Fyrirgreiðsla hennar til Miklalax hf. nemur nú á bilinu 4-500 milljónum króna. „Þessir peningar fara í hita- veituframkvæmdir, frágang á sláturhúsi og að hluta til í rekstur,“ sagði Reynir Pálsson, framkvæmdastjóri Miklalax, í samtali við Dag. „Við boruðum eftir heitu vatni fyrripartinn í vetur og höfum að undanförnu verið að tengja það út á Hraun. Varmabúskapurinn að vetrinum hefur verið lélegur og hefur sett okkur nokkrar skoröur, en á því verða miklar breytingar til batnaðar nú,“ sagði Reynir. óþh voru vikulega allt árið. Skráð einkaviðtöl á árinu voru 277 og á vegum SÁÁ-N fóru um 100 ein- staklingar í meðferð á sjúkra- stofnunum SÁÁ. Ingjaldur sagði að þessar tölur segðu ekki allt um umsvifin því fjölmargir þættir væru aldrei skráðir, s.s. löng símtöl og fjöldi samtala sem tengdust ákvörðun einstaklinga að fara til meðferð- ar. Ef litið er á árangur af starfi göngudeildarinnar þá hafa 54 af þessum 88 einstaklingum ekki notað áfengi eða önnur vímuefni aftur, eða 61%. Enn marktækari er árangur þeirra sem fengu með- höndlun á göngudeildinni 1989 því að sögn Ingjalds fer svo lang- ur tími að teljast varanlegur árangur. Af 77 einstaklingum hafa 43 ekki notað vímuefni aftur, eða 56%. „Árangur þessa hóps er ein- stakur, en þó sýnist mér sem 1990 hópurinn ætli líka að ná þessum sama árangri,“ sagði Ingjaldur. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.