Dagur - 30.05.1991, Page 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 30. maí 1991
Vaglaskógur
Útivistarsvæðið í
Vaglaskógi verður
opnað föstudaginn
31. maí
Eldri hjólhýsastæðum haldið til sunnu
dagskvölds 2. júní.
Breytt
símanúmer
Frá og með þriðjudeginum
28. maí er síminn á flugvell-
inum á Akureyrl
1»22®00
FLUGLEIDIR
Akureyri,
innanlandsflug.
4
Hefur þú efni á ab
versla EKKI ódýrt
Dæmi um verð:
Fióru kakókvikk 500 g 208 kr.
Sykur 2 k^ ••••••••••••••••••••••••••••••• 96 kr.
Juvel hveiti 2 kg 68 kr.
Nemli tómatsósa 1 kg 125 kr.
Eldorado rúsínur 112 kr.
Blanda 6 stk. í pk 222 kr.
Blanda 1 lítri 140 kr.
Kakómjólk V\ lítri 18 stk 684 kr.
Nemli WC-pappír 16 rúllur .... 345 kr.
Nemli sorppokar 10 stk 179 kr.
Breyttur opnunartími frá og með 3. júní
Opið er frá kl. 12.00-18.30.
Laugardaga frá kl. 10.00-14.00.
Kynnist NETTÓ-verbi
^ H&fJamíli "■
fréttir
í
Bæjarstjórn Akureyrar:
Tillaga um að endurskoða
starfsemi slökkviliðsins
Málefni slökkviliðs Akureyrar
komu til umræðu á síðasta
bæjarstjórnarfundi. Fulltrúar
minnihlutans beindu því til
bæjarráðs að markmið og
verksvið slökkviliðsins yrðu
skilgreind af sérstökum starfs-
hópi, og var tillögu þess efnis
vísað til bæjarráðs til nánari
umfjöllunar.
Tillagan hljóðar þannig:
„Bæjarstjórn Akureyrar beinir
því til bæjarráðs að settur verði á
laggirnar starfshópur er skilgrein-
ir hvert er markmið og verksvið
slökkviliðs Akureyrar. Starfs-
hópurinn kalli sér til ráðuneytis
starfsmenn slökkviliðsins og aðra
þá er öryggismál þessu tengd
varðar. Starfshópurinn skili áliti
sínu til bæjarráðs sem allra fyrst,
enda verði tekið mið af þessari
vinnu við flutning og hönnun
nýrrar slökkvistöðvar við
Árstíg." Bæjarfulltrúar Fram-
sóknarflokks og Alþýðuflokks
rituðu undir þessa tillögu, en
Pórarinn E. Sveinsson fluttí
hana.
í umræðum vegna tillögunnar
kom fram að skiptar skoðanir
hafa verið um starfssvið slökkvi-
liðsins. Eitt af því sem gagnrýni
hefur kom fram um er að slökkvi-
liðsmenn selji slökkvitæki, en
ágóðinn rennur til félags þeirra.
Gísli Kr. Lórenzson, varaslökkvi-
liðsstjóri, segir að þegar einhver
hagnaður sé af sölu tækjanna sé
hann notaður til að styrkja
slökkviliðsmenn til að sækja ýmis
námskeið þar sem þeir auka
menntun sína og þekkingu, en
aukin þekking nýtist þeim í
starfi.
Sigurður J. Sigurðsson formað-
ur bæjarráðs kvaðst undrandi á
þessari tillögu. Stutt væri síðan
að farið hefði verið ítarlega í
saumana á stárfsemi slökkviliðs-
ins og niðurstaða þeirrar vinnu
hefði séð dagsins ljós sem sam-
þykkt fyrrverandi bæjarstjórnar
6. júní 1989. EHB
Málefni geðsjúkra:
Mun dekkri mynd en gert var ráð fyrir
- segir í skýrslu til félagsmálaráðherra
í lok janúar sl. skipaði félags-
málaráðherra starfshóp til að
gera tillögur um úrbætur í
húsnæðis- og félagsmálum
alvarlega geðsjúkra sem eru
útskrifaðir af geðdeildum og
búa við óviðunandi aðstæður.
í hópinn voru skipaðir m.a.
fulltrúar frá Geðhjálp, Geð-
verndarfélaginu og Oryrkja-
bandalaginu auk fagfólks úr
félags- og heilbrigðisþjón-
ustunni. Starfshópurinn hefur
nú lokið störfum og skilað ráð-
herra skýrslu um niðurstöður
sínar.
Áætlað hafði verið að á milli 30
og 40 einstaklingar byggju við
algjörlega óviðunandi aðstæður
sökum geðfötlunar áður en
starfshópurinn hófst handa um
upplýsingaöflun. Leitað var m.a.
til félagsmálastofnana stærstu
sveitarfélaganna, svæðisstjórna í
málefnum fatlaðra og geðdeilda
sjúkrahúsanna eftir gögnum í
málinu. Þegar upplýsingaöflun
var lokið blasti við mun dekkri
mynd en gert hafði verið ráð
fyrir.
Upplýsingar bárust um 124
einstaklinga sem eru í mjög
brýnni þörf fyrir úrræði í húsnæð-
is- og vistunarmálum. Um er að
ræða 87 karla og 37 konur.
Flesta, eða tæplega 100 manns,
er að finna á höfuðborgarsvæð-
inu en um 30 einstaklingar eru
utan þess svæðis. Aldursskipting
hópsins leiðir í ljós að flestir eru
30-40 ára og á það við um bæði
kynin.
Starfshópurinn skilgreindi
þrenns konar úrræði varðandi
búsetu/vistun og þjónustustörf
eftir því hverjar þarfir einstakl-
inganna eru og árangur þessa
starfs er farinn að sjást.
Skömmu eftir að starfshópur-
inn tók til starfa og sterkar vís-
bendingar um niðurstöður þess
starfs lágu fyrir, beindi félagsmála-
ráðherra því til stjórnarnefndar í
málefnum fatlaðra að úthlutað
yrði fé til sambýlis fyrir geðfatl-
aða. Veittar voru 16 milljónir
króna til þessa verkefnis og
standa vonir til að það sambýli
geti tekið til starfa síðar á árinu.
Þá mun í sumar verða hafinn
rekstur sambýlis fyrir geðsjúka í
húsnæði Öryrkjabandalagsins, en
fjármagn til þess reksturs fékkst á
fjárlögum þessa árs. ój
Jakob Tryggvason, orgclleikari, með viðurkenningarskjal fyrir vel unnin störf í þágu kirkjutónlistar. Jakob hlaut
cinnig 150 þúsund krónur úr sjóðnum í viðurkenningarskyni. Með honum á myndinni er Soffía, dóttir hans, og Jón
Oskar, ritari stjórnar Tónmenntasjóðs kirkjunnar, en hann afhenti Jakobi viðurkenninguna. Mynd: Goiii
Jakob Tryggvason
orgelleikari heiðraður
Stjórn Tónmenntasjóðs
kirkjunnar hefur veitt Jakobi
Tryggvasyni organleikara 150
þúsund króna viðurkenningu
fyrir störf hans í þágu kirkju-
tónlistar.
Jakob var um fjölda ára organ-
leikari við Akureyrarkirkju, svo
sem kunnugt er. „Hann stóð að
flutningi ýmissa kirkjulegra kór-
verka að vandfýsi og dugnaði, án
þess að spyrja um veraldlega
umbun,“ segir m.a. í frétt frá
Tónmenntasjóði.
Tónmenntasjóður kirkjunnar
var stofnaður árið 1974 til efling-
ar kirkjulegri tónlist og ljóðagerð
og til að veita viðurkenningu fyrir
störf á þeim vettvangi.
t stjórn Tónmenntasjóðs eru
Haukur Guðlaugsson söngmála-
stjóri en hann er formaður
stjórnarinnar; gjaldkeri er Jón
Nordal og ritari Jón Óskar. BB.