Dagur - 30.05.1991, Page 9
Fimmtudagur 30. maí 1991 - DAGUR - 9
Afmæliskveðja:
Sæmundur Hermannsson
Meðal viðburða er sjötugsafmæli
Sæmundar Hermannssonar,
sjúkrahússtjóra frá Ysta-Mói í
Fljótum
Leiðir okkar Sæmundar lágu
saman fyrr á árum á safnaðar-
fundum framsóknarmanna í
Reykjavík, en báðir töldumst við
til þess pólitíska safnaðar. Orð
fór af Hermanni í Ysta-Mói í
Fljótum og sonum hans, langt út
fyrir Skagafjörð.
Með Hermanni Jónssyni á
Ysta-Mói kom nýr kraftur í fram-
sóknarmenn austan vatna, sem
var upphaf veldissólar framsókn-
ar í Skagafirði.
Hermann var upphafsmaður
þess, að Ólafur Jóhannesson,
forsætisráðherra, var kallaður til
forystu fyrir Skagfirðinga og hjá
framsóknarmönnum síðar meir.
Synir hans stóðu fyrir miklu
pólitísku búi. Sæmundur var
jafnan fremstur þeirra, eftir að
hann sneri heim í hérað sitt.
Hann gegndi veigamiklu hlut-
verki á Sauðárkróki um að sætta
framsóknarmenn, sem höfðu
skipt sér í tvo arma, m.a. vegna
skiptra meininga um val á sýslu-
manni fyrir Skagfirðinga.
Pað var gæfuspor hjá Jóhanni
Salberg Guðmundssyni, sýslu-
manni Skagfirðinga, að kalla
Sæmund til forystu um rekstur
sjúkrastofnana í Skagafirði.
Husbyggj-
endur
Frárennslisrör PVC (rauö)
100 og 150 mm ásamt til-
heyrandi tengistykkjum.
Drenrör 100 mm PVC.
Gólfniðurföll og vatnslás-
ar úr plasti í mörgum
gerðum.
flLJlPiriPfc Verslið viti
LrjiiiXa,asmann-
DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI
SÍMI (96)22360
- frá Ysta-Mói -
Pessu starfi hefur Sæmundur
gegnt með reisn um þrjátíu ára
skeið.
Það var einmitt á þessum vett-
vangi, sem leiðir okkar Sæmund-
ar lágu aftur saman. Svo atvikað-
ist á bæjarstjóraárum mínum á
Húsavík, að ég gegndi for-
mennsku í stjórn Sjúkrahúss
Húsavíkur. Að fordæmi Skag-
firðinga ákváðum við að reisa
sjúkrahús á Húsavík, að hætti
þeirra meistara er skópu héraðs-
sjúkrahús á Sauðárkróki, sem af
bar í landinu.
Svo hagaði til, að eftir að ég
hætti bæjarstjórastörfum á Húsa-
vík, réðist ég sem framkvæmda-
stjóri sjúkrahússins á Húsavík.
Margt bar að í því starfi, sem mér
var áður ókunnugt um. Við það
að verða starfsbróðir Sæmundar
jukust kynni okkar og samband
okkar varð gagnkvæmt.
Báðir vorum við hugsjóna-
menn um byggðamál. Það var að
höfðu samráði við Sæmund Her-
mannsson, að ég lagði í það að
sækja um það starf, sem ég hefi
gegnt um tuttugu ára skeið. Lið-
sinni Sæmundar vó þann bagga-
mun, sem þurfti til vinna tiltrú
hinna bestu manna í Skagafirði.
Þetta hefur reynst mér notadjúgt
veganesti í starfi mínu enn í dag.
Svo hefur atvikast að við
Sæmundur búum sitt hvoru meg-
in við Tröllaskagann. Það hefur
valdið því að brautir okkar hafa
ekki legið saman. Tröllaskaginn
hefur verið okkur mikið torleiði.
Sæmundur er meiri Skagfirð-
ingur, en flestir samhéraðsmenn
hans, sem eiga ættir sínar að
rekja í beinan karllegg í Skaga-
firði, allt til landnámstíðar.
Safnaðarforysta framsóknar-
manna á Sauðárkróki hefur á
stundum ekki metið hæfileika
Sæmundar að verðleikum. Ekkert
af þessu hefur aftrað Sæmundi.
Hann er sami trausti kletturinn,
sem ekkert fær bifað.
Andi þeirra frænda frá Ysta-
Mói mun svífa yfir vötnunum á
Sauðárkróki. Þeirra er framtíðin.
Sæmundur var grjótpállinn, sem
braut landið. Unga kynslóðin frá
Ysta-Mói nýtur uppskerunnar.
Áskell Einarsson.
Ferðafélag Akureyrar,
Strandgötu 23.
Gönguferð í Gæsadal
laugardaginn 1. júní kl.
10.00.
Upplýsingar á skrifstofunni föstu-
daginn 31. maí milli kl. 18.00-19.00,
sími 22720.
Hjálpræðisherinn,
Hvannavöllum 10.
> Flóamarkaður, föstudag-
inn 31. maí kl. 10.00-
12.00 og 14.00-17.00.
Komið og gerið góð kaup.
Sofn
Náttúrugripasafnið á Akureyri,
Hafnarstræti 81, sími 22983.
Sýningarsalurinn er opinn á sunnu-
dögum kl. 13.00-16.00.
Sálarrannsóknarfélagið
á Akureyri
Strandgötu 37 b • P.O. Box 41,
Akureyri • 96-27677
Aðalfundur félagsins verður haldinn
fimmtudaginn 6. júní kl. 20.30 í húsi
félagsins Strandgötu 37.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
ER AFENGI VANDAMAL
í ÞINNI FJÖLSKYLDU?
AL-ANON
fyrir ættingja og vini
alkóhólista.
FBA - Fullorðin börn
aikóhóiista.
I þessum samtökum getur þú: * Bætt ástandid innan fjöl-
* Hitt aöra sem glima við skyldunnar.
sams konar vandamál. * Byggt upp sjállstraust þitt.
* Öðlast von i stað örvænt-
ingar.
Fundarstaður:
AA húslð, Strandgötu 21, Akurvyrl,
slml 22373.
Al-Anon deildir halda fundi á
mánudögum kl. 21.00,
miðvikudögum kl. 21.00
og laugardögum kl. 14.00.
FBA, Fullorðin böm alkóhólista, A
halda fundi á þriðjudagskvöldum kl. 21.00.
Nýtt fólk boðlð vclkomið. A Jk
Samkomur
Hjálpræðisherinn,
Hvannavöllum 10.
> Fimmtudaginn 30. maí
kl. 20.30, Biblía og bæn
hjá Línu og Eyvindi, Norðurgötu
58.
Akureyrarprestakail.
Fyrirbænaguðsþjónusta verður í dag
fimmtudag kl. 17.15 í Akureyrar-
kirkju.
Allir velkomnir.
Sóknarprestarnir.
Athugið
Ylinningarspjöld Styrktarsjóðs
Kristnesspítala fást í Bókvali og á
ikrifstofu Kristnesspítala.
Minningarsjóður Þórarins Björns-
sonar.
Minningarspjöld fást í Bókvali og á
skrifstofu Menntaskólans.
vlinningaspjöld Zontaklúbbs Akur-
eyrar (Eyjusjóður) fást hjá:
Hannyrðaverslun Önnu Maríu og í
Blómabúðinni Akri.
Minningarkort Björgunarsveitar-
innar Ægis, Grenivík fást í Bókvali,
Útibúi KEA, Grenivík, og hjá Pétri
Axelssyni, Grenimel, Grenivík.
Minningarkort Sjálfsbjargar Akur-
eyri fást hjá eftirtöldum aðilum:
Bókabúð Jónasar, Bókvali, Akri,
Kaupangi, Blómahúsinu Glerárgötu
28 og Sjálfsbjörgu Bugðusíðu 1.
Vinarhöndin, Styrktarsjóður Sól-
borgar, selur minningarspjöld til
stuðnings málefna þroskaheftra.
Spjöldin fást í: Bókvali, Bókabúð
Jónasar, Möppudýrinu í Sunnuhlíð
og Blómahúsinu við Glerárgötu.
Minningaspjöld Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga fást hjá: Pedró-
myndum, Hafnarstræti 98, Hönnu
Stefánsdóttur, Víðilundi 24 og
Guðrúnu Hörgdal, Skarðshlíð 17.
Minningarkort Glerárkirkju fást á
eftirtöldum stöðum: Hjá Ásrúnu
Skarðshlíð 16a, Rammagerðinni
Langholti 13, Judith Langholti 14,
í Skóbúð M.H. Lyngdal Sunnuhlíð,
versluninni Bókval, Bókabúð
Jónasar, Akri Kaupangi, Blóma-
húsinu Glerárgötu og hjá kirkju-
verði Glerárkirkju.
AKUREYRARB/ÍR
Reiðskóli að Hamraborgum
LETTIB
x
Reiöskóli Hestamannafélagsins Léttis og íþrótta-
og tómstundaráös, fyrir börn á aldrinum 8-14 ára,
hefst 18. júlí að Hamraborgum.
Lengd hvers námskeiðs er tvær vikur.
Haldin veröa þrjú námskeið: 18.-29. júní, 1.-12.
júlí og 15.-26. júlí. Framhaldsflokkar verða fyrir
hádegi og byrjendaflokkar eftir hádegi.
Námskeiðsgjald kr. 4.000,-
Kennari verður Haukur Sigfússon.
Upplýsingar og innritun á skrifstofu íþrótta- og
tómstundaráðs, Strandgötu 19 B, sími 22722.
íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar.
Sjávarútvegsdeildin
Dalvík
Við Sjávarútvegsdeildina á Dalvík er kennt til 1. og
2. stigs stýrimannaprófs og til prófs fiskiðnaðar-
manna.
Umsóknarfrestur um skólavist er til 15. júní nk.
Inntökuskilyrði um nám í stýrimannadeild sam-
kvæmt nýútgefinni og eldri reglugerðum um stýri-
mannaskóla.
Inntökuskilyrði um nám i fiskvinnsludeild samkvæmt
reglugerð um fiskiðnaðarnám.
Ódýr heimavist og mötuneyti á staðnum
Upplýsingar í símum 61383, 61085, 61380 og
61162.
vegna jarðarfarar föstudaginn 31. maí.
BSV
Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri.
Innilegt þakklæti til þeirra mörgu sem
glöddu mig á 100 ára afmæli mínu,
25. maí s.l.
Guð blessi ykkur öll.
MARGRÉT JÚLÍUSDÓTTIR,
frá Munkaþverá.
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
ALFREÐ ARNLJÓTSSON,
Skipagötu 6, Akureyri,
lést á heimili sínu 26. maí.
Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju, þriðjudaginn 4. júní kl.
13.30.
Rannveig Alfreðsdóttir, Vilhelm Guðmundsson,
Björk Vilhelmsdóttir, Einar Viðarsson,
Alfa Vilhelmsdóttir, Atli Rúnarsson
og barnabörn.
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför,
GUÐFINNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
frá Finnbogastöðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hjúkrunarheimilinu Seli
fyrir einstaka elskusemi og umönnun síðustu æviárin og
sveitunga hennar fyrir vináttu og virðingu á kveðjustund.
Hulda Þórarinsdóttir, Halldór Arason,
Gyða Þ. Halldórsdóttir, Ari Halldórsson.