Dagur - 30.05.1991, Síða 12

Dagur - 30.05.1991, Síða 12
 Akureyri, fímmtudagur 30. maí 1991 ésá ísólfur Pálmarsson Hljóðfæraumboð Dhhbb verkstæði & verslun | Vesturgötu 17 - sími 11980 Söluumboð húsgagnaverslunin AUGSYN Sauðburður: Mikið lambalát á tveimur bæjum í Glæsibæjarhreppi - einfrumungur sem þrífst í innyflum katta talinn skaðvaldur Mikið hefur verið um lambalát á tveimur bæjum í Eyjafírði, Garðshorni á Þelamörk og Glæsibæ í Glæsibæjarhreppi. Guðmundur Víkingsson, bóndi í Garðshorni sagði að staðfest hefði verið að ein- frumungur, sem kettir bera, sé valdur að því fóasturláti hjá sauðfé er hann hafí orðið fyrir. Guðmundur sagði að um 70 ær auk 25 gemlinga hafi látið hjá sér í vor. Einnig hefðu á milli 10 og 20 tvílembdar ær borið öðru lambinu dauðu þannig að ef reiknað væri með að flestar þeirra kinda, sem létu, hefðu ver- ið tvílembdar væru þetta á milli 160 og 170 lömb, sem fæðst hefðu dauð. Davíð Guðmundsson, Verkalýðsfélagið Eining: Samþykkt að stofna einn lífeyrissjóð fyrir Norðurland - eindæma léleg þátttaka í atkvæðagreiðslu um málið Félagar í verkalýðsfélaginu Einingu, sem er stærsta verka- lýðsfélagið á Norðurlandi, hafa samþykkt að heimila stjórn félagsins að vinna að því að sameina lífeyrissjóði á Norðurlandi í einn lífeyrissjóð. Samþykkir sameiningu lífeyris- sjóðanna voru 73, einn á móti og einn seðill var auður. Greidd voru atkvæði í hverri deild Einingar á Eyjafjarðar- svæðinu og þau síðan talin á Akureyri. Tillagan sem atkvæði voru greidd um var svohljóðandi: „Fundir haldnir í deildum Ein- ingar í maímánuði 1991 um sam- einingu lífeyrissjóðanna á Norðurlandi, fela aðalstjórn félagsins að standa að stofnun sjóðsins fyrir hönd félagsins.“ Athygli vekur hve þátttaka Einingarfélaga í þessari atkvæð- agreiðslu er lítil. Aðeins 75 greiða atkvæði, en félagar í Ein- ingu eru á fjórða þúsund. Sævar Frímannsson, formaður Eining- ar, segir mjög slæmt að ekki skuli vera meiri þátttaka í atkvæða- greiðslu um svo stórt og mikil- vægt mál. Aðalfundur Einingar verður Akureyri: Reiöhjólum stoliö „Síðastliðinn sólarhringur hefur verið afar rólegur. Góða veðr- ið hefur þessi áhrif á fólk. Hins vegar er mikið kvartað yfír að reiðhjólum sé stoIið,“ sagði Gunnar Randversson, varð- stjóri á Lögreglustöðinni á Akureyri. Mikið hefur borið á að reið- hjólum hafi verið stolið á Akur- eyri í vor og fyrstu dögum sumars. Þjófarnir hafa jafnvel farið inn í sameignir og tekið hjólin. „Að tapa reiðhjóli er mikill skaði og því ætti fólk að gera all- ar tiltækar ráðstafanir og gleyma ekki að læsa hjólum sínum þegar þau eru yfirgefin,“ sagði Gunnar Randversson. ój haldinn á Akureyri í kvöld. Eng- in framboð bárust til stjórnar og trúnaðarmannaráðs og því telst núverandi stjórn og trúnaðar- mannaráð félagsins sjálfkjörið fram að aðalfundi að ári. óþh bóndi í Glæsibæ, sagði að um 20% af sínum ám hefðu látið og flest benti til að um sömu orsakir væri að ræða og í Garðshorni þótt það hefði ekki verið staðfest með rannsókn. Elva Ágústsdótt- ir, dýralæknir, kvaðst telja líklegt að framangreindur einfrumungur væri valdur að lambalátinu á báð- um þessum bæjum. Hún sagðist ekki hafa orðið vör við að ær hefðu látið lömbum umfram það sem eðlilegt mætti teljast annars staðar í héraðinu og sauðburður hefði gengið fremur vel að þess- um tveimur tilvikum undanskild- um. Ólafur G. Vagnsson, ráðu- nautur, sagðist ekki hafa frétt af lambaláti á fleiri bæjum. Hann sagði að samkvæmt reglum um Bjargráðasjóð ættu viðkomandi bændur að fá þetta tjón bætt að frádreginni sjálfsáhættu og nú kæmu einnig nýjar reglur um að bændur fái greitt fyrir ónotaðan fullvirðisrétt án þess að missa hann til góða í tilvikum sem þess- um en þrátt fyrir þessa bóta- möguleika væri þó um tilfinnan- legt tjón að ræða. ÞI I byrjun vikunnar var kveikt í ruslakassa sem hangir á vegg við andyri Gler- árskóla. Kassinn bráðnaði niður og aðkoma var Ijót þegar starfsmenn skól- ans mættu til vinnu. Ekki er vitað hverjir unnu verknaðinn. Mynd: Goiii Svalbarðsstrandar-/Grýtubakkahreppur: Vilja sækja „fógetaþjónustu“ til Akureyrar - sýsluskrifstofurnar verða lagðar niður í núverandi mynd 1. júlí 1992 Eftir rúmt ár, nánar tiltekið 1. júlí 1992, heyra sýsluskrifstof- urnar, í þeirri mynd sem þær eru í dag, sögunni til, en þess í stað verða þær einskonar þjón- ustuskrifstofur fyrir hvert svæði. Svo kann að fara að í kjölfar þessarar breytingar sæki íbúar í Svalbarðsstrandar- hreppi og Grýtubakkahreppi þjónustu, sem þeir hafa til þessa sótt til sýslumanns- embættisins á Húsvík, til Akureyrar. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið hefur óskað eftir áliti sveitarfélaga um breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Sveit- arstjórnir Grýtubakkahrepps og Svalbarðsstrandarhrepps hafa látið'í ljós ósk um að sækja þjón- ustu, sem íbúar hreppanna hafa til þessa sótt til sýslumanns- embættisins á Húsavík, til þjón- ustuskrifstofunnar á Akureyri. Samfara sveitarstjórnarkosn- ingunum árið 1990 var gerð könnun meðal íbúa Grýtubakka- hrepps þar sem fram kom skýr vilji hreppsbúa til þess að sækja þessa opinberu þjónustu til Akureyrar. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir þetta ekki óeðlilega niður- stöðu, enda sæki íbúar hreppsins þjónustu í ríkum mæli til Akur- eyrar. Hún bendir og á að hreppsbúar telji sig eiga samleið með Eyfirðingum, enda eigi Grýtubakkahreppur aðild að Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Jónas Reynir Helgason, sveit- arstjóri Svalbarðsstrandar- hrepps, segir að íbúar í hreppn- um vilji sækja þessa opinberu þjónustu til Akureyrar. Hann segir að megi fullyrða að þeir sæki alla aðra þjónustu til Akur- eyrar, auk þess sem fjölmargir' vinni á Akureyri. „Við erum undir lögsögu verkalýðsfélaga á Akureyri og erum aðilar að heilsugæslu, sorphirðu og ýmsu öðru á Akureyri. í raun er ekkert eftir nema þessi opinbera þjón- usta, þinglýsingar og fleira slíkt,“ sagði Jónas. Svalbarðsstrandarhreppur er aðili að Héraðsnefnd Suður- Þingeyinga. Jónas telur ekki nema tímaspursmál hvenær þessu verður breytt og hreppur- inn gerist aðili að Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Jón Óskarsson, oddviti Hálshrepps, segir að ekki hafi verið tekin afstaða til þess í Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn: Greiðslustöðvun veitt til þriggja mánaða - reynt að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti Kaupfélagi Langnesinga á Þórshöfn var veitt greiðslu- stöðvun til þriggja mánaða síð- astliðinn mánudag. Eins og við höfum greint frá hefur rekstur- inn gengið erfiðlega og tap orðið af honum sl. tvö ár. A síðasta ári var hallinn 15 millj- ónir króna og sótti félagið um greiðslustöðvun til að freista þess að rétta úr kútnum. „Það var ekki talið fært að komast öðruvísi áfram. Við mun- um nota tímann til að búa okkur undir framhaldið og það verður allt gert til þess að komast hjá gjaldþroti. Við höfum trú á því að það sé hægt,“ sagði Sigtryggur Þorláksson, stjómarformaður Kaupfélags Langnesinga, í sam- tali við Dag. Skuldastaða fyrirtækisins er slæm, útistandandi skuldir hafa verið afskrifaðar og við uppgjör afurðareikninga kom mikið tap í ljós. Sala eigna og aðrar ráðstaf- anir hjá kaupfélaginu hafa ekki dugað til. „Mér finnst tekjufærslan ekki raunhæf þegar skuldirnar eru orðnar svona miklar. Þá var verið að afskrifa töp sem raunar voru komin áður, en þetta hafði verið fært sem útistandandi. Þrátt fyrir þetta vonum við að hægt sé að bjarga fyrirtækinu, þetta er eina þjónustufyrirtækið hér á stóru svæði sem rekur verslun,“ sagði Sigtryggur. SS hreppsnefnd hvort íbúar í Háls- hreppi sæki „fógetaþjónustu“ til Húsavíkur eða Akureyrar. óþh * Vaglaskógur: Tjald- og hjól- hýsasvæðið opnað á morgun Stærstur hluti tjaldsvæðisins og hjólhýsasvæðið í Vagla- skógi verður opnað á morgun. Til samanburðar var tjald- svæðið opnað þann 15. júní í fyrra. Sigurður Pálmason, skógarvörður, segir að ein- muna veðurblíða að undan- förnu geri kleift að opna tjald- svæðið þetta fyrr en venjulega. Sigurður segir að ástand gróð- urs í skóginum sé gott og hann því all vel undir það búinn að taka á móti gestum svo snemma sumars. Hann segir að stefnt hafi verið að því að gera endurbætur á tjaldsvæðunum fyrir opnun þess, þ.e.a.s. að bæta við snyrti- húsum, en af því yrði ekki fyrr en síðar í sumar. Sigurður segir ætl- unina að setja upp þrjú ný snyrti- hús, sem eru smíðuð hjá fyrir- tækinu Búðarverki í Búðardal. „Hugmyndin er að láta gömlu húsin standa fyrst um sinn og bæta hinum við. Svo var ætlunin að gera átak í gerð bílastæða og gangstíga, en það fer allt eftir efnum og ástæðum,“ segir Sigurður. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.