Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Dagur - 26.06.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 26.06.1991, Blaðsíða 1
74. árgangur Akureyri, miðvikudagur 26. júní 1991 117. tölublað Ve ífi I it II klæddur 1 im {vók BERNHARDT lll 1 I 1 1 d m’Tailo, l,».k ennabudin 1 1 HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 í sólskini við Andapollinn. Mynd: Golli Fækkun sauðQár og samdráttur í kindakjöts- framleiðslunni samkvæmt búvörusamningi: Takmarkið að nást á EyjaQarðar- svæðinu með ftjálsum samningum Akureyri: Sigurður J. kjörinn forseti bæjarstjórnar Sigurður J. Sigurðsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar Akureyrar til eins árs á fundi bæjarstjórnar í gær. Heimir Ingimarsson var kjörinn 1. varaforseti bæjarstjórnar og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir 2. varaforseti. A fundinum var einnig kosið í bæjarráð til eins árs. Bæjarfull- trúarnir Sigurður J. Sigurðsson, Björn Jósef Arnviðarson, Heimir Ingimarsson, Úlfhildur Rögn- valdsdóttir og Þórarinn E. Sveinsson munu sitja í bæjarráði sem aðalmenn. Birna Sigurbjörnsdóttir og Kolbrún Þormóðsdóttir voru kjörnar til starfa ritara bæjar- stjórnar, en Birgir Svavarsson og Guðmundur Gunnarsson eru endurskoðendur bæjarreikninga. Sigurður Jóhann Sigurðsson hefur setið í bæjarstjórn Akur- eyrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1974. Hann var forseti bæjarstjórnar 1989-1990 og for- maður bæjarráðs frá myndun núverandi bæjarstjórnarmeiri- hluta eftir sveitarstjórnarkosn- ingarnar í fyrra. EHB Nýsmíðaskip Slippstöðvarinnar: Aðilií Kanada sýnir áhuga á ný Útgerðaraðili í Kanada hefur sýnt nýsmíðaskipi Slippstöðv- arinnar áhuga á síðustu dögum en þessi aðili hafði einnig sýnt skipinu áhuga á síðasta ári. Ómöguiegt er að segja til um hvort þessar fyrirspurnir boða eitthvað frekar en vitað er að um er að ræða aðila sem vant- ar nýtt skip í stað annars sem brann í september í fyrra. Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, segir að þessi aðili hafi verið í sambandi við stöðina á sl. hausti en ekkert hafi heyrst frá honurn síðan þar til á dögunum þegar á ný barst fyrirspurn hvort skipið sé enn til sölu. „Hann sagðist hafa samband aftur og maður veit ekki hvað á að kalla alvarlegt og hvað ekki. Óneitanlega væri gaman ef eitthvað yrði af þessu,“ sagði Sigurður. Sala nýsmíðaskips Slippstöðv- arinnar er það verkefni sem ný stjórn stöðvarinnar einsetur sér í fyrstu, enda skipið þungur baggi á stöðinni. Forráðamenn Slipp- stöðvarinnar hafa á fundum með sjávarútvegsráðherra og fjár- málaráðherra, kynnt stöðu og framtíð stöðvarinnar og vanda- mál vegna þessa óselda skips og mun málið verða rætt á fundi með iðnaðarráðherra í dag. Sigurður sagði ekki að vænta neinnar niðurstöðu af þessum fundum, hér sé fyrst og fremst um viðræður og kynningu að ræða. JÓH Gerð samninga um kaup ríkis- ins á virkum fullvirðisrétti stendur nú sem hæst, en sam- kvæmt búvörusamningnum frá í vor mun ríkið kaupa upp á þessu ári fullvirðisrétt sem svarar til 12% samdráttar í kindakjötsframleiðslu og 10% fækkunar fjár. Nú þegar er 2/3 af þessum samdrætti náð á Eyjafjarðarsvæðinu með samningum við bændur og flest bendir til að samdrættin- um verði að fullu náð á svæð- inu með frjálsri sölu fullvirðis- réttar. Fari sent horfir kemur ekki til flatrar skerðingar á fullvirðisrétti Miklar umræður urðu um Listagilið í bæjarstjórn Akur- eyrar í gær. Tillaga starfshóps um að selja Kaupvangsstæti 23 og 25 var samþykkt, en meiri- hluti bæjarráðs lagði til að breytingar verði gerðar á aðalskipulagi Akureyrarbæjar vegna stöðu þessara bygginga. Sjónarntið minnihlutans á fundinum var að ekki væri tíma- bært að selja umræddar húseign- ir, heldur ætti Akureyrarbær að leigja þær út til ákveðins tíma. Einnig töldu fulltrúar minnihlut- ans of snemmt að taka ákvörðun um sölu eignanna meðan skipu- lagsnefnd hefði ekki fjallað um nauðsynlegar breytingar vegna umferðar. Þórarinn E. Sveinsson sauðfjárbænda á svæðinu. Að sögn Ólafs Vagnssonar er frestur til frjálsrar sölu á fullvirðis- rétti í sauðfjárafurðum til 1. sept- ember og þeir bændur sem gera samninga fyrir þann tíma fá meira greitt fyrir fullvirðisréttinn en ella. Til eru dæmi á Eyjafjarðar- svæðinu um stór sauðfjárbú sem selja munu allan framleiðslurétt sinn. Einnig virðast margir bænd- ur með blönduð bú ætla að selja fullvirðisrétt í sauðfé nú og losa þannig fjármagn til að nota þegar viðskipti með fullvirðisrétt í mjólk verða gefin frjáls í haust. Ríkissjóður mun greiða bænd- um fyrir fullvirðisréttinn á næstu og Gísli Bragi Hjartarson vöruðu auk þess við hugmyndum um að loka hluta Kaupvangsstrætis fyrir umferð vegna kostnaðar og óþæginda sem af slíku leiddi fyrir bæjarbúa. Björn Jósef Arnviðarson mót- mælti eindregið þeim málflutningi að hugmyndir væru uppi um að loka Kaupvangsstræti fyrir bílaumferð, og taldi þær ein- göngu hugarburð andstæðinga Listagilsins. Hitt væri nær lagi að umferð stórra bifreiða og umferðarhraði yrði takmakaður í Kaupvangsstræti. Kvaðst hann sannfærður um ágæti Listagilsins, og að ntikill áhugi væri fyrir því meðal listafólks víða um land. EHB fjórum árum. Náist takmarkið um 12% samdrátt í framleiðslu og 10% fækkun fjár á Eyjafjarð- arsvæðinu fyrir 1. september er þar um að ræða greiðslu frá ríkis- sjóði til bænda á þessu svæði að upphæð rösklega 60 milljónir króna. Nánar er fjallað um þetta mál í miðopnu blaðsins í dag. JÓH Vatnafang hf., félag um nýt- ingu vatnasilungs sem stofnað var í fyrra og seldi þá um 15 tonn af silungi til Svíþjóðar, hefur nú gert nýjan samning við sama aðila og hljóðar hann upp á 35-40 tonn á þessu ári. Einnig hefur verið tekið upp samstarf við Marska hf. á Skagaströnd um markaðsdreif- ingu á silungsflökum í raspi. „Það liggja fyrir samningar við þennan sama mann í Svíþjóð, en villtur silungur þar í landi er mengaður eftir Chernobylslysið. Áherslubreyting hefur þó orðið frá í fyrra, því nú verður silungurinn að vera vaccum- pakkaður og aðeins einn í pakkn- ingu.“ Segir Karl Sigurgeirsson, framkvæmdstjóri Átaksverkefnis V-Hún, en Átaksverkefnið hefur séð að miklu leyti um mál Vatna- fangs. Silungurinn sem fer til Sví- þjóðar er eingöngu bleikja og fer hún fryst á markað. Karl segir að einnig séu hafnar sendingar á Flugvellir á Norðurlandi: Framkvæmt fyrir 70 mijónir í ár er sjötíu milljónum króna varið til flugvalla á Norður- landi og á Vopnafirði að sögn Jóhanns H. Jónssonar starfs- manns Flugmálastjórnar. Að sögn Jóhanns er verkefna- listi Flugmálastjórnar fyrir Norðurland nokkuð langur og verkefnin eru af svipuðum toga frá ári til árs. Á Sauðárkróki verður reist tækjageymsla, sem er mjög knýj- andi. í Grímsey verður reynt að ljúka framkvæmdum við gerð flugbrautar, þ.e. koma slitlagi á lengingu brautarinnar sem unnið hefur verið að sl. tvö ár. í fyrra var hafist handa við lengingu Húsavíkurflugvallar í Aðaldalshrauni. Áfram verður unnið að því verki. Einnig verður unnið við nýja flugbraut við Þórshöfn. í ár verður lokið við lagningu efra burðarlags, þannig að brautin verður tilbúin á næsta ári. Á Vopnafirði verður flug- brautin lengd um 80 metra. Á Raufarhöfn verða öryggissvæði ræktuð upp. í Mývatnssveit verð- ur unnið að ræktun og einnig settur upp radíóviti. Á Akureyrarflugvelli verða engar framkvæmdir sem og á Kópaskeri, á Blönduósi, í Ólafs- firði og í Siglufirði. „Það sent hér er greint frá eru verkefni sumarsins. í vetur var keyptur snjóblásari fyrir Akur- eyrarflugvöll. Þessi bíásari kom að góðum notum og hefur sannað notagildi sitt,“ sagði Jóhann H. Jónsson hjá Flugmálastjórn. ój ferskum fiski til Belgíu og Frakk- lands o.fl. landa á meginlandinu og fæst betra verð fyrir hann, enda erfiðara að standa að flutn- ingi. Lágmarksstærð á fiski sem móttökustaðir Vatnafangs taka á móti er 200 gr. upp úr vatni, en verið er að athuga með markað fyrir smærri fisk. Veiðintenn fá greiddar 200 kr. fyrir slægðan fisk, en 400 kr. fyrir flakaðan og er það sama verð og í fyrra. Markaðsdreifing Marska hf. á silungi fyrir Vatnafang er mest á innlendum mötuneytis- og veit- ingahúsamarkaði og er verið að prófa að selja hann í raspi tilbú- inn á pönnuna, en Marska hf. er einnig að gera tilraunir með aðr- ar fisktegundir í raspi. Vatnafang hf. er í samvinnu við Veiðimálastofnun og hefur fengið fjárveitingar frá Byggða- stofnun og Framleiðnisjóði til verkefna sinna. Hluthafar í félag- inu eru urn sextíu talsins og segir Karl að þeint þurfi að fjölga til að félagið eflist. SBG Bæjarstjórn Akureyrar: Skiptar skoðanir um Listagilið Vatnafang hf.: TvöfaJt stærri sölusamn- ingur í ár en í fyrra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.