Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Dagur - 26.06.1991, Side 11

Dagur - 26.06.1991, Side 11
Miðvikudagur 26. júní 1991 - DAGUR - 11 Iþróttir Mjólkurbikarkeppnin: Leiftur vann á Dalvík Það var mikil stemmning á Dalvíkurvelli í gærkvöld þegar á fimmta hundrað áhorfendur fylgdust með nágrannaslag Dalvíkinga og Leifturs í 3. umferð Mjólkurbikarkeppn- innar í knattspyrnu. Heima- mönnum varð þó ekki að ósk sinni því gestirnir sigruðu 4:3 og halda því áfram í 16 liða úrslitin. Leiftursmenn náðu forystunni eftir 15 mínútur þegar Dalvíking- urinn Þorsteinn Guðbjartsson skoraði sjálfsmark. Sóknarað- gerðir Leiftursmanna voru held- ur markvissari en Dalvíkingar sóttu hins vegar meira og Örvar Eiríksson náði að jafna metin á 43. mínútu. Matthías Sigvaldason kom Leiftri aftur yfir fljótt eftir hlé en Ágúst Sigurðsson jafnaði fyrir Dalvík eftir mikil mistök í Leift- ursvörninni. Pað var síðan Gunn- laugur Sigvaldason sem gerði út um leikinn þegar hann skoraði tvívegis á 35. og 37. mínútu en mikil rangstöðulykt var af seinna markinu. Eftir þetta dró heldur af Dalvíkingum en þeir hresstust aftur' þegar Árni Sveinsson skor- aði fallegt mark beint úr auka- spyrnu 7 mínútum fyrir leikslok. Sóttu heimamenn af ákafa í lokin en Ólafsfirðingar vörðust vel og héldu fengnum hlut. Önnur úrslit í 3. umferð urðu þessi: Huginn-Þróttur N. 1:4 Þór-Tindastóll 3:0 Dalvík-Leiftur 3:4 Þróttur R.-ÍBK 3:4 ÍA-Fylkir 2:1 Haukar-ÍK 0:1 GG/JHB Fyrirhafiiarlaus sigur Þórs á Tindastól Þórsarar áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum Mjólkur- bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar þeir mættu Tindastól á Akureyrarvelli í fyrrakvöld. Munurinn á liðunum var aug- Ijós og 3:0 sigur Þórs hefði hæglega getað orðið helmingi meiri. Það tók Þórsara um það bil 10 mínútur að ná undirtökunum en eftir það réðu þeir öllu um gang leiksins. Þeirn gekk þó ekkert alltof vel að skapa sér færi en Bjarni Sveinbjörnsson var engu að síður búinn að misnota eitt slíkt þegar hann náði forystunni á 34. mínútu, fékk ágæta sendingu frá Nóa Björnssyni og renndi boltanum fram hjá markverði Tindastóls sem kominn var hættulega langt út í teiginn. Þórs- arar sóttu látlaust eftir þetta og þegar komið var fram yfir venju- legan leiktíma í fyrri hálfleik bætti Þórir Áskelsson öðru marki við og er óhætt að kalla það stórglæsilegt. Hann fékk boltann rúllandi á móti sér við hægra víta- teigshornið og þrumaði viðstöðu- laust í stöngina og inn. Seinni hálfleikur var ákaflega keimlíkur þeim fyrri, Þórsarar réðu því sem þeir vildu ráða og Bjarni Sveinbjörnsson bætti þriðja markinu við beint úr auka- spyrnu á 60. mínútu. Skotið var lúmskt en hefði átt að vera við- ráðanlegt fyrir markvörðinn. Eft- ir þetta dofnaði yfir leiknum, Þórsarar slökuðu á en sóknarað- gerðir Stólanna voru algerlega hættulausar. Þór fékk horn í lok leiksins en um leið og Júlíus Tryggvason skallaði í markið flautaði dómarinn leikinn af og markið var því ekki gilt. Þórsarar léku ágætlega með Nóa, Júlíus og Bjarna sem bestu menn. Tindastólsliðið lék afleit- lega, allt spil í molum, baráttan lítil og vörnin ósannfærandi. Liö Þórs: Friörik Friðriksson, Lárus Orri Sigurðsson, Birgir Þór Karlsson (Árni Þór Árnason á 65. mín.), Nói Björnsson, Sveinn Pálsson, Þorsteinn Jónsson, Hall- dór Áskelsson, Júlíus Tryggvason, Ásmundur Arnarsson (Axel Vatnsdal á 57. mín.), Þórir Áskelsson, Bjarni Svein- björnsson. Lið Tindastóls: Stefán Vagn Stefánsson, Gunnar Gestsson. Hólmar Ástvaldsson (Smári Eiríksson á 62. mín.), Björn Björnsson. Gcorg Nazario, Kevin Grimes, Sigurjón Sigurðsson, Guðbrand- ur Guðbrandsson (Sigurður Ágóstsson á 46. mín.), Grétar Karlsson, Guðbjartur Haraldsson, Stefán Pétursson. Mörk Þórs: Bjarni Sveinbjörnsson 34. og 60., Þórir Áskelsson 46. Dómari: Marinó Þorsteinsson. Línuverðir: Valdimar Freysson og Árni Arason. Opna breska skólamótið í borðtennis: Sjö Grenvíkingar í íslenska liðinu - sem heldur utan á laugardag Sjö keppendur frá íþróttafé- laginu Magna á Grenivík eru í 20 manna liði Islendinga sem tekur þátt í Opna enska skóla- mótinu í borðtennis sem fram fer í Birmingham dagana 5.-7. júlí. Þetta verður í fimmta sinn sem íslendingar taka þátt í mótinu. Keppendurnir frá Grenivík eru Ægir Jóhannsson, Elín Þorsteins- dóttir, Elva Helgadóttir, Berg- lind Bergvinsdóttir, Hjördís Skírnisdóttir, Margrét Ósk Hermannsdóttir og Margrét Ösp Stefánsdóttir en alls eru 20 rnanns í íslenska liðinu. Auk íslendinga taka Englendingar, Skotar, írar, Walesbúar, Manar- menn og Tékkar þátt í mótinu. íslenska liðið hefur æft stíft undanfarnar vikur. Hólmfríður Björnsdóttir hefur stjórnað æfingum á Grenivík að mestu en aðalþjálfari landsliðsins, Kristján Viðar Haraldsson, kom til Greni- víkur á dögunum og tók góða skorpu. Hópurinn heldur utan laugar- daginn 29. júní og dvelur í æf- ingabúðum í Englandi í 5 daga fyrir mót. Æfingum úti stjórnar Brian Wright, skoskur borðtenn- issnillingur sem hefur þjálfað íslenska unglingalandsliðið þar úti sl. 4 ár. F rj álsíþróttir: Norðlenskir imglingar keppa fyrir íslands hönd á Evrópumóti Þrír norðlenskir unglingar taka þátt í „Europian youth olymp- ic days“ eða Evrópumóti æsk- unnar dagana 17. til 21. júlí nk. í Brussel í Belgíu. Hér er um að ræða keppni unglinga 17 ára og yngri. Þetta eru Óniar Kristinsson UMSE sem keppir í 400 metra hlaupi en hans besti árangur er 51,9 sek.; Sunna Gestsdóttir USAH sem keppir í 200 metra hlaupi og hefur hlaupið á 25,91 sek. og Hákon Sigurðsson HSÞ sem keppir í 800 metra hlaupi, og hefur hlaupið á 2.05,56 mín. Um helgina keppa íslendingar í C-Evrópukeppni í frjálsíþrótt- um í Viseu í Portúgal. Meðal landsliðsmanna er Jón Stefáns- son UFA sem keppir í 5000 m hlaupi. Jón er í námi í Bandaríkj- unum og hefur tekið stórstígum framförum að undanförnu. 26. maí sl. hljóp hann hálfmaraþon- hlaup í borginni St. Paul á tíman- um 1.10.35 klst. GG Árni Hermannsson er sennilega með markheppnari varamönnum landsins og hann brást ekki liði sínu í gær. Samskipadeildin: Árni skoraði úr fyrstu snert- ingunni og tryggði KA stig - þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Víði KA-menn máttu þakka fyrir að ná einu stigi út úr viðureign sinni gegn Víði á Akureyrar- velli í gærkvöld. Reyndar réðu þeir gangi leiksins lengst af og seinni hálfleikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi Víðismanna en færin létu á sér standa og ekkert annað en ósigur blasti við þegar Árna Hermannssyni var skipt inná 6 mínútum fyrir leikslok. Hann tók sér mínútu umhugsunar- frest áður en hann skoraði úr sinni fyrstu snertingu og tryggði KA-mönnum jafntefli gegn botniiðinu. Leikurinn var óskaplega slakur og KA-menn hafa sennilega ekki leikið verr nema ef vera skyldi gegn Breiðabliki í 2. umferð. Liðinu gekk erfiðlega að ná upp samspili, leikur þess einkenndist af löngum og háum sendingum sem sterk Víðisvörnin átti ekki í nokkrum vandræðum með. Víð- ismenn voru reyndar engu skárri en náðu þó forystunni á 17. mín- útu þegar Ólafur Róbertsson skoraði með þrumuskoti af 35 metra færi. Boltinn hafnaði í þverslánni, fór þaðan í bak Hauks markvarðar og endaði í netinu. „Ég hefði átt að eiga þennan bolta en var of seinn. Ætli ég hafi ekki verið of framar- lega,“ sagði Haukur Bragason eftir leikinn. Ekkert gekk né rak hjá KA- mönnum í sókninni fyrr en líða tók á leikinn. Þeir náðu reyndar upp sæmilegu spili á miðjunni og vængjunum í seinni hálfleik en þegar kom að vítateig Víðis rann allt út í sandinn. í lokin voru menn þó farnir að finna þefinn af jöfnunarmarkinu og það kom loks á 85. mínútu. Örn Viðar tók þá innkast frá vinstri, Erlingur nikkaði inná teiginn þar sem Pavel reyndi hjólhestaspyrnu en hitti ekki og boltinn barst til Árna sem þrumaði honum vafn- ingalaust í netið. Eins og fyrr segir léku KA- menn illa þrátt fyrir að þeir hafi átt mun meira í leiknum. Vörnin er aðall liðsins og miðjan er öll að koma til en sóknarleikurinn er bitlítill. Annars lék allt liðið und- ir getu og beið ósigur sem gæti reynst dýrkeyptur þegar fram í sækir. Baráttan einkennir Víðisliðið öðru fremur og vörnin gæti vel átt eftir að reynast ntörgum lið- um erfið. Daníel Einarsson var mjög sterkur aftast, yfirburða- maður á vellinum í þessum leik. l.ið KA: Haukur Bragason, Stcingrímur Birgisson, F.rlingur Kristjánsson, Hall- dór Halldórsson (Árni Hcrmannsson á 84. ntín.), Ormarr Örlygsson, Örn Viðar Arnarson, Páll Gíslason, Gauti Laxdal, Svcrrir Sverrisson, Einar Einarsson, Pavel Vandas (Árni Freystcinsson á 88. mín.). Liö Víöis: Gísli Hreiðarsson, Klemcns Sæmundsson, Ólafur Róbcrtsson, Daníel Einarsson, Guðjón Guðmundsson, Vil- bcrg Þorvaldsson, Stcinar Ingimundar- son, Grétar Einarsson, Hlynur Jóhanns- son (Björn Vilhelmsson á 66. mín.), Karl Finnbogason, Sigurður Magnússon. Mark KA: Árni Hermannsson 85. Mark Víöis: Ólafur Róbertsson 17. Gul spjöld: Steingrímur Birgisson og Pavel Vandas, KA. Steinar Ingintundar- son, Víði. Dómari: Ólafur Ragnarsson. Línuvcröir: Eyjólfur Ólafsson og Engil- berf Runólfsson. Staðan 1. deild Stjarnan-Víkingur 3:4 Valur-IBV 1:2 KA-Víöir 1:1 UBK-KR 1:1 Fram-FH miðvikud. KR 6 4-2-0 13: 2 14 UBK 6 4-2-0 11: 5 14 ÍBV 6 3-1-2 9: 8 10 Valur 6 3-0-3 6: 6 9 Víkingur 6 3-0-3 12:13 9 Fram 5 2-1-2 7: 5 7 KA 6 2-1-3 6: 8 7 FH 5 1-2-2 5: 6 5 Stjarnan 6 1-1-4 5:11 4 Víðir 6 0-2-4 4:12 2 Markahæstir Guðnt. Steinsson, Víkingi 6 Steindór Elíson, Breiðabliki 6 2. flokkur: Öruggt hjá KA gegn FH KA-menn sigruðu FH 3:1 í C- riöli 2. flokks á Menntaskóla- vellinum á Akureyri á mánu- dagskvöldið. Staðan í hléi var 3:0. KA-menn áttu mun meira í leiknum frá fyrstu mínútu. Svo undarlega vildi til þó að mörkin létu standa á sér þar til þeir voru orðnir einum færri en Höskuldur Þórhallsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir óviðurkvæmileg ummæli eftir 20 mínútur. Skömmu síðar skoruðu KA- menn þrjú mörk með stuttu milli- bili. Baldur Hólm skoraði beint úr aukaspyrnu af 30 m færi, Sigurður Öli Ólason komst í gegnum vörn FH og renndi af öryggi í markið og Helgi Níels- son bætti þriðja markinu við af stuttu færi eftir fyrirgjöf. í seinni hálfleik komu FH-ing- ar meira inn í leikinn og minnk- uðu muninn með skoti sem Eggert Sigmundsson hefði varið á góðum degi. FH-ingar sóttu síðan meira í framhaldinu en KA-menn héldu fengnum hlut.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.