Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Dagur - 26.06.1991, Side 5

Dagur - 26.06.1991, Side 5
Miðvikudagur 26. júní 1991 - DAGUR - 5 Að snúa faðirvorinu upp á andskotann Núverandi ríkisstjórn hefur setið við völd í um tvo mánuði. Lands- menn hafa nú fengið smjörþefinn af því sem koma skal og ekki örgrannt um að fari um þá suma. Svo virðist sem sagan ætli að endurtaka sig. Vaxtahækkanir og gjaldþrot atvinnufyrirtækja virð- ast enn vera þeir helstu vegpóstar sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins ætlar að varða veginn með. Vissulega með góðum stuðningi Alþýðuflokksins. „Gúrú“ ríkisstjórnarinnar Oft hefur heyrst að sá ágæti maður, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sé einn af helstu hugmyndafræðingum forsætis- ráðherra og einn helsti „gúrú“ ríkisstjórnarinnar í vaxta- og efnahagsmálum. Honum virðist líka lífið bærilega um þessar mundir, ef marka má grein eftir hann í Pressunni nú nýlega. Fróðlegt er fyrir lesendur Dags að kynnast lítillega þeim viðhorf- um sem fram koma í áðurnefndri grein. Hávaxtastefnan og skuldakóngarnir Tilefni greinarinnar er að Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, hefur kvartað undan hávaxtastefnu ríkisstjórnarinnar. Hannes Hólmsteinn segir að launþegar eigi peningana í bönkunum en fyrirtækin taki þá að láni. Ef vextir eru keyrðir nið- ur með handafli, jafngildi það „millifærslu fjár frá venjulegum launþegum til fyrirtækjanna, for- stjóra þeirra og eigenda“. Með andstöðu við „hávaxtastefnuna" séu menn „að heimta slíka milli- færslu, aðstoð við skuldakóng- ana, sem stunda þessa dagana laxveiði af miklu kappi.“ Almenningur hagnast ekki Vel getur verið að venjulegt fólk eigi mikla peninga í bönkum og fái einhvern tekjuauka við vaxta- hækkanir. í þeim flokki er þó varla það fólk sem nú berst um á hæl og hnakka að halda íbúðum sínum og gerir hvað það getur til að halda sjó þegar vaxtaholskefl- urnar ríða yfir. Að segja að vaxta- hækkanirnar séu gerðar til að allur almenningur í landinu hagnist, er að snúa faðirvorinu upp á andskotann. Ekki í þágu Iaunþega Sé málið hugsað áfram er það heldur ekki hagur venjulegs launafólks að vaxtagjöld fyrir- tækja aukist á ný. Þótt sumir virðist hafa flestu gleymt og ekkert lært, þá er almenningur á íslandi ekki búinn að gleyma því að fyrir aðeins þremur árum var nánast búið að koma aðul- atvinnuvegum landsmanna á hausinn. Ég fullyrði að það er ekki í þágu launþega ef leika á sama leikinn með ófyrirséðum afleiðingum. Guðntundur Stefánsson. Misheppnað hagstjórnarkerfi Hvað sem öllum hagkenningum líður, þá held ég að það hafi sýnt sig að vaxtahækkanir luifa ekki verið það hagstjórnartæki sem frjálshyggjumenn hafa viljað halda fram. Hækkun vaxta dreg- ur ekki að marki úr eftirspurn eftir fjármagni, heldur veldur fyrst og fremst auknum tilkostn- aði í fyrirtækjum, gengisbreyt- ingum og verðbólgu. Reynslan hefur sýnt að „lögmál hins frjálsa markaðar“ hefur átt erfitt upp- dráttar í okkar smáa samfélagi. .Fari efnahagsntálin nú eina : ferðina enn úf skofði|m, þá mun það.' mest ska^)£jí. Jitflutnings- atvinnuvegina og""“þvf» fyrst og fremst atvinnulífið úti á landi. Þegar erfiðleikar koma upp í atvinnulífinu, hvort sem það er í Ólafsvík eða á Akureyri, þá verður að bregðast við þeim af kjarki og þori og láta einskis ófreistað að halda uppi atvinnu sem skapar fólkinu viðurværi og þjóðinni auð. Uppgjöf og undansláttur Fólk hefur nú fengið for- smekkinn að því sem koma skal. Það er greinilegt að hagsmunir þess fólks sem enn býr ofan Elliðaánna eru ekki hafðir að leiðarljósi þessa dagana. Ríkis- stjórnin virðist hvorki þekkja né trúa á þá möguleika sem eru þrátt fyrir allt í landinu og meðal þjóðarinnar. Uppgjöf og undan- sláttur einkenna vinnubrögð hennar. Þetta er mesta hörmung. Nú er ekki annað að gera en bíta á jaxlinn og snúa bökum saman. Þó það sé trúa ríkisstjórnarinnar, þá megum við hin þó aldrei trúa því að við getum lifað af gjald- þrotum og almennum aumingja- skap. Guðmundur Stcfánsson. Höfundur er fyrrverandi framkvæmda- stjóri fstess hf. Strákarnir sem ekki sleppa hendi af Kolling Stones. Frá vinstri eru Richard Donatcllo, bassi, Kent „Richards“ Börjesson, söngur og gítar, Sören „Jagger“ St. Vincent, söngur, Ronny Skoog, gítar og Bongo Fury, trommur. Mynd: Golli Sjallinn Akureyri: Sticky Fingers spila - sérhæfa sig í Rolling Stones Til Akureyrar er komin sænska rokkhljómsveitin Sticky Fingers. Hún hefur sér- hæft sig í að spila Rolling Stones-smelli og verður í Sjall- anum tvö næstu kvöld en hljómsveitin spilaði þar einnig tvö síðastliðin kvöld. Hljóm- sveitin er á 12 daga hljómleika- ferðalagi á Islandi á vegum Hótels íslands og spilar á Fáskrúðsfirði um helgina. Hljómsveitin sem samanstend- ur af fimm atvinnutónlistarmönn- um frá Stokkhólmi og Gautaborg hefur starfað saman í tvö og hálft ár og síðastliðið hálft ár undir nafninu Sticky Fingers sem feng- ið er af samnefndri breiðskífu Rolling Stones.$l Hljómsveitin hefur sérhæft sig í að spila vinsæl- ustu lög Rolling Stones svo sein Angie, Satisfaction, Happy, Honky Tonk Women og Mixed Emotions en í samtali við Dag sögðust þeir hafa á færi sínu að spila yfir 50 vinsælustu lög RS og auk þess Chuck Berry-lög sem RS hefðu gefið út á plötum sínum. Sticky Fingers spilaði í Sjallan- um á mánudags- og þriðjudags- kvöld og spilar þar einnig næstu tvö kvöld. Hljómsveitarmeðlim- irnir sögðu í samtali við Dag að þeir væru rokkhljómsveit og vildu fá rokkáheyrendur í sam- ræmi við tónlistina en þeir eru sagðir ná RS-tóninum ótrúlega vel. í Reykjavík spiluðu þeir fyrir matargesti sem voru heldur í eldri kantinum. Hljómsveitar- meðlimirnir, sem voru nýlentir er Dagur náði tali af þeim, sögðu fyrstu kynni af Akureyri vera mjög góð en í Reykjavík fannst þeim erfitt að ná sambandi við fólk enda voru áheyrendur þar heldur lokaðir. Aðalsöngvarinn Sören „Jagger“ St. Vincent sagði mjög mikilvægt að vera velkom- inn og sagði Akureyri vera vina- legan bæ sem þó væri úr alfara- leið. GT Ferðagetraun Ríkisskipa á Sumarsýningunni 1991 Á Sumarsýningunni 1991, sem haldin var í íþróttahöllinni dagana 7.-9. júní var Ríkisskip með ferðagetraun sem vakti mikla athygli. . Rúmlega 2200 sýningargestir tóku þátt í leiknum, sem fólginn var í því að finna út hvað margar golfkúlur komast í 30 rúmmetra gám. Ríkis- skipsmenn fengu prófessor hjá Háskóla íslands til að reikna þetta nákvæmlega út, og komst hann að niðurstöðu sem var mjög nálægt sigurvegaranum, en hann nefndi 553,036 kúlur. Sigurvegarinn er Páll Freyr Jónsson, Þingvallastræti 16, 600 Akureyri. Vinningurinn er ferð fyrir tvo með m/s Heklu til Færeyja, en Ríkisskip siglir vikulega frá Áusturlandshöfnum, á nokkrar hafnir í Færeyjum. Vinningurinn gildir hvort sem er frá Reykjavík eða Akureyri. Við óskum Páli til hamingju með vinningínn. ^ RÍKISSKIP

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.