Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Dagur - 26.06.1991, Side 2

Dagur - 26.06.1991, Side 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 26. júní 1991 Fréttir Norðlenskir rækjuframleiðendur álykta á fundi: Skora á ríkisvaldið að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir víðtækt tjón fyrir þjóðarbúið Rækjuframleiðendur a Norðurlandi héldu fund á Sauðárkróki sl. mánudag um vanda rækjuvinnslunnar í landinu. Á fundinum voru sveitastjórnarmenn frá byggð- arlögum þar sem rækjuvinnsla er mikilvægur þáttur í atvinnu- lífinu, alþingismenn Norður- lands eystra og vestra svo og framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleið- enda. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundur rækjuframleiðenda með sveitar- stjórnarmönnum og alþingis- mönnum haldinn á Sauðárkróki 24. júní 1991 vekur athygli stjórnvalda og almennings á eftir- farandi: 1. Rækjuframleiðendur voru frumkvöðlar í því að nýta auð- lind rækjumiðanna. Rækju- vinnslan er algjör forsenda þess að veiða rækju og gera hana að verðmætri útflutningsvöru. í fyrra var verðmæti rækjuafurða yfir 5 milljarðar eða meira en verðmæti loðnuafurða og síldar- afurða. Par er því um afar þýð- ingarmikla atvinnugrein að ræða sem skilar miklum arði í þjóðar- búið. 2. Erfiðleikar rækjuvinnslunnar eru fyrst og fremst til komnir vegna stórfelldu óvæntu verðfalli á pillaðri rækju, rúmlega 22% síðan í maí 1990. Mikill kostnað- ur við hráefniskaup í kjölfar niðurskurðar á veiðikvótum, út- hlutun of margra vinnsluleyfa, þ.e. offjárfesting í greininni og fleira hafa aukið erfiðleikana en eru miklum mun minni ástæða erfiðleikanna en verðhrunið á markaðinum. 3. Frysting botnfiskafurða, loðnuvinnsla og hörpudisk- vinnsla hafa notið aðstoðar frá ríkisvaldinu gegnum Verðjöfn- unarsjóð hinn eldri, svo ekki sé minnst á aðrar , atvinnugreinar sem nú eiga í erfiðleikum. Verðlagsráð sjávarútvegsins: Óbreytt verð á óimnimii rækju Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað í síðustu viku að lág- marksverð á óunninni rækju skuli vera óbreytt frá síðustu verðákvörðun. Einungis þrír fulltrúar yfirnefndar Verðlags- ráðs stóðu að verðákvörðun þessari sem gildir frá 1. júní til 30. september n.k. Síðastliðið ár hefur hráefn- isverð, þ.e. verð á óskelflettri rækju, sem síðast var ákveðið í byrjun febrúar, fallið minna og seinna en afurðaverðið, þ.e. markaðsverð á pillaðri rækju. Áður fylgdi hráefnisverð afurða- verðinu þegar verð fór hækkandi fram undir lok ársins 1989. Undanfarið hefur offramboð á mörkuðum erlendis valdið mikilli verðlækkun og eru Grænlending- ar og Norðmenn í hópi þeirra söluaðila sem aukið hafa fram- boð á rækju. Að sögn Halldórs Jónssonar, formanns rækju- og hörpudisk- framleiðenda, fóru framleiðend- ur fram á lækkun á lágmarksverði vegna stöðu rækjuvinnslunnar en annar fulltrúi kaupenda, Árni Benediktsson, tók þátt í sam- komulagi í yfirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins um að halda lágmarksverði óbreyttu. Að þess: ari ákvörðun stóðu einnig fulltrúi seljenda, Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, og oddamaður sem samkvæmt lögum er forstjóri Þjóðhagsstofnunar en hann er Pórður Friðjónsson. Hinn fulltrúi kaupenda, framkvæmdastjóri rækju- og hörpudiskframleið- enda, Lárus Jónsson, mótmælti ákvörðuninni sem ábyrgðarlausri en fulltrúi sjómanna tók ekki þátt í störfum nefndarinnar enda vilja sjómenn gefa verðið frjálst. Peir sem að verðákvörðun þessari stóðu voru sammála um að verð á smærri rækju mætti lækka miðað við markaðsaðstæð- ur en samþykktu að fresta slíkri lækkun til haustsins þegar veiði á smærri rækju hefst. GT Stóðhesturinn ÁLMUR frá Sauðárkróki, eign Hrossaræktarfélags Þing- eyinga, verður settur í hólf mánudaginn 2. júlí. Þeir sem hafa áhuga á notkun hestsins hafi sam- band við Guðmund í Garði, sími 43569 sem fyrst. Hross-Þing. Iðjufélagar, Akureyri og nágrenni! Félagið hefur nú eignast íbúð í Ljósheimum 20, Reyjavík. (búðin verður leigð frá 28. júní og verður leigð eina viku í senn. Vikuleiga er 8000.- kr. Nánari upplýsingar á skrifstofu Iðju, sími 23621. Stjórnin. Rækjuvinnsla hefur á hinn bóg- inn staðið á eigin fótum og ekki verið studd sérstaklega af ríkis- valdinu. 4. Islenskar rækjuafurðir eiga í harðri samkeppni við norskar og grænlenskar afurðir á erlendum mörkuðum. Framleiðendur í þessum löndum njóta mikilla ríkisstyrkja. Þeir erfiðleikar sem upp eru komnir í rækjuvinnslu vegna gíf- urlegs verðfalls á sama tíma sem verðhækkun hefur orðið á flest- um öðrum sjávarafurðum sýna að íslendingar þurfa að geta brugðist við með eigin aðferðum og úrræðum við slíkum afkomu- sveiflum í sjávarútvegi, einkum er gengi krónunnar verður tengt ECU og hagkerfið opnast. Áherslu verður að leggja á að verðfall á pillaðri rækju er tíma- bundið að mati þeirra sem gerst þekkja til markaðsmála þessarar afurðar. Stöðvun eða miklar truflanir á veiðum og vinnslu rækju mun hafa í för með sér víð- tækt tjón fyrir sjómenn, land- verkafólk og þjóðarbúið í heild sinni. Pegar svo stendur á er ekki aðeins réttlætanlegt heldur sjálf- sagt að ríkisvald geri ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir þetta tjón sem annars yrði óhjákvæmi- Iegt vegna fyrrgreindra tíma- bundinn ástæðna. Rækjuframleiðendur á Norðurlandi skora því á ríkis- stjórnina að hún beiti sér fyrir því við Byggðastofnun, banka og stofnlánasjóði að sú fjárhagslega endurskipulagning, skuldbreyt- ingar og hagræðing í rækju- vinnslu geti átt sér stað sem tillögur hafa verið lagðar fram um af framleiðendum," segir í ályktun fundarins. Verðmæti rækjuafurða fyrir árið 1990, reiknað á meðalgengi ársins, var tæpur 5,5 milljarður króna og hafði lækkað um tæpar 100 milljónir frá árinu 1989. -bjb Horft yfir Græna lónið í Mývatnssveit þar sem ungur drengur brenndist um síðustu helgi. Græna lónið í Mývatnssveit: „í rairn er þetta stór- hættulegt háhitasvæði“ - segir Héðinn Stefánsson Ungur drengur hlaut annars stigs bruna á bringu og maga á laugardaginn, er hann var að baða sig í Græna lóninu við Kísiliðjuna í Bjanarllagi í Mývatnssveit. Drengurinn var tluttur með flugvél til Akur- eyrar og þaðan á sjúkrahús í Reykjavík. Á sunnudag var sett upp skilti við Græna lónið, þar sem fólk er varað við að baða sig þar. í fyrra- sumar og vor hefur verið eitthvað um að fólk baði sig í lóninu, en án heimildar og engin aðstaða fyrir baðgesti hefur verið sett þar upp. „Pað hefur ýmsum aðilum í ferðamannaþjónustu dottið í hug að koma þarna upp baðaðstöðu og leitað eftir því við okkur, en við höfum neitað því. Ef þetta er mikið hagsmunamál fyrir heima- aðila geta þeir kynnt tillögur um þetta á sínum vegum, en við vær- um þá ef til vill til með að aðstoða við að skapa einhver skilyrði til að hægt yrði að reka þetta. En við eigum ekki landið þarna, aðeins mannvirkin,“ sagði Héðinn Stefánsson, stöðvarsjóri hjá Landsvirkjun, en Græna lón- ið er affall frá gufuvirkjun í Bjarnarflagi. Héðinn sagði að vatnið væri búið að vera þarna í 20 ár, en nú væri það að taka á sig lit því allt affallið af háhitasvæðinu væri leitt þarna ofaní en fram að þessu hefði það farið víðar niður. „Þetta er háhitasvæði sem er í rauninni stórhættulegt, og ef fólk er að álpast þarna út í gerir það það á eigin ábyrgð,“ sagði Héðinn. „Mér er óskiljanlegt hvernig fólk hagar sér á svona svæðum eins og t.d. í Náma- skarði þar sem fullt er af skiltum og af afgirtum leirhverum, en samt er keyrt með skaðbrennt fólk þaðan á hverju sumri. Þetta er leiðinlegt mál en erfitt við að eiga.“ IM Fjallalamb á Kópaskeri skilar 2,3 milljóna hagnaði eftir ijögurra mánaða rekstur: „Held að við séum á réttri leið“ - segir Garðar Eggertsson, framkvæmdastjóri Fjallalamb hf á Kópaskeri skil- aði rúmlega 2,3 milljónum í hagnað eftir afskriftir og fjár- magnsliði, þá fjóra mánuði sem fyrirtækið var starfrækt á síðasta ári. Velta í afurðasölu nam 27 milljónum. Eignavelta fyrirtækisins nemur 244 millj- ónum. Aðalfundur Fjalla- lambs var haldinn sl. föstudag. Fyrirtækið er að stærstum hluta til í eigu bænda í Norður- Þingeyjarsýslu, austan Jökuls- ár, og stofnað í ágúst sl. Hluta- fé fyrirtækisins er 25 milljónir, þar af eru 2,5 milljónir óseld- ar, en eru til sölu. Njóta hlutafjárkaupendur skattfríð- inda. Auk sauðfjárslátrunar á haust- in er unnið við kjötvinnslu hjá fyrirtækinu allt árið. Framleiðsl- an er mjög fjölbreytt, ýmsar teg- undir af áleggi eru unnar og kjöt reykt og saltað, að sögn Garðars Eggertssonar, framkvæmda- stjóra. Mikil vinna er við að skera niður kjöt og tilreiða fyrir veitingahús og mötuneyti, og er þar bæði um kælivöru og frysti- vöru að ræða. Fjallalamb hefur unnið sem verktaki fyrir Silfur- stjörnuna við að flaka, reykja, pakka og frysta lax. Fjallalamb hefur 25 ntanns á launaskrá og munu heilsdagsstörf vera um 20. „Við höfum ástæðu til að vera bjartsýn. Við höfum lengi haldið því fram, og undir- tektir á markaðnum sýna það, að við erum með ákaflega gott hrá- efni hérna. Sauðféð gengur nær eingöngu á óábornu landi, kannski er hvergi minni mengun en hér og á þessu svæði, austan Jökulsár til Vopnafjarðar, er enginn þekktur sauðfjársjúk- dómur í hjörðinni. Við höfum því vissan hreinleikastimpil. Hér er mjög langvinn ræktun sauðfjár, og það er líka að sanna sig að óvenjustór hluti hefur góða vöðva. Þetta kemur sérstaklega í ljós við niðurskurðinn á kjötinu, þegar það er hlutað niður í vissa vöðva. Við erum í samvinnu við kunnan lambakjötsmeistara, Gunnar Pál Ingólfsson, og hann hefur unnið með okkur síðan í febrúar við að þróa og markaðs- setja þetta skorna kjöt og notað aðferð sem hann hefur lengi bar- ist fyrir að yrði tekin upp. Hann er mjög ánægður með það kjöt sem frá okkur hefur komið. Það eru mikil viðbrigði að líta, þó ekki sé nema eitt ár aftur í tímann. Þá voru fyrirtækin hérna hvert á eftir öðru að kollsigla sig. Ég vil meina að þar með höfum við kannski náð botninum, og eftir það sé leiðin heldur upp á við. Eg held að við séum á réttri leið og það hafi verið happ fyrir þetta hérað að samstaða náðist um þetta sláturhús. Það tókst að nýta þá miklu fjárfestingu sem fyrir er en ella hefði hér orðið ein- hver draugaborg. Bændur náðu mjög breiðri og góðri samstöðu um þessa lausn. Því má bæta við að mér finnst fjölmiðlar sýna okkur furðu lít- inn áhuga eftir að ástandið lagað- ist hérna, en meðan það var slæmt gafst varla tími til annars en að svara fréttafólki,“ sagði Garðar. IM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.