Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Dagur - 26.06.1991, Page 6

Dagur - 26.06.1991, Page 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 26. júní 1991 Sala á fullvirðisrétti í sauðijárframleiðslu til ríkissjóðs: Bjartsýnn á að samdrættí verði náð með fijálsri sölu fiiflvirðisréttar - segir Ólafur Vagnsson, ráðunautur, um horfurnar á Eyjaíjarðarsvæðmu „Viöskiptin eru mikil þessa dagana. Það var eðlilegt að sérstaklega þeir sem eingöngu búa með sauðfé skyldu taka ákvörðun um sölu á fullvirðis- rétti strax í vor þannig að þeir gætu sparað sér ýmsan tilkostn- að varðandi fóðuröllun í sumar, áburð og þess háttar. Hins vegar var undirbúningur- inn seint á ferðinni í vor þannig að sumir voru búnir að fá send- an áburð þegar opnað var fyrir þessi viðskipti og það gerði að verkum að strax í byrjun þurftu margir að ákveða sig strax og því byrjuðu þessi við- skipti af miklum krafti,“ segir Ólafur Vagnsson, sauðfjár- ræktarráðunautur hjá Búnað- arsambandi Eyjafjarðar, en hann hefur haft milligöngu um samningsgerðina milli ríkisins og þeirra bænda sem ætla að nýta sér tilboð ríksins um kaup á fullvirðisrétti. Unnið samkvæmt nýjum búvörusamningi „Búnaðarsamböndin eru milli- gönguliðir í þessum viðskiptum og hér erum við með gögn sem fylla þarf út, annars vegar umsókn um söluna og hins vegar samningseyðublöðin sjálf. Það sem menn þurfa sérstaklega að athuga, hyggi þeir á þessi við- skipti, er að boðið er uppá að menn geti selt allan fullvirðisrétt- inn eða hluta en taki þeir síðari kostinn þá er verðskerðing á því fullorðna fé sem menn þurfa að farga, nema því aðeins að menn skilji eftir sem nemur 10 ærgild- um eða minna af réttinum. Þetta er eitt af þeim atriðum sem menn þurfa að athuga en salan sem slík er tiltölulega einföld og menn þurfa ekki að sýna annað en eign- Fullvirðisréttur er hugtak sem í huga flestra tengist landbúnaði en margir eru þó í vafa um hvað þetta hugtak þýðir. I þessu orði felast í raun tvö lykilorð, þ.e „fullt verð“, en fullvirðisréttur er bundinn í samningi Stéttarsambands bænda og landbúnaðarráð- herra fyrir hönd ríkisstjórnar- innar, um það magn af kjöti og mjólk sem ríkið tryggir bænd- um fullt verð fyrir á aðlögunar- tíma landbúnaðarins. Því má arrétt sinn á viðkomandi jörðum og leyfi sameigenda, ef fleiri en einn eigandi er að jörð,“ segir Ólafur. Þessi uppkaup eru samkvæmt hinum nýgerða búvörusamningi. Ólafur segir að með þessu sé ver- ið að ná niður afurðunum haustið 1992. Stefnt er að 10% fækkun fjár og að virkum framleiðslurétti verði náð niður um 12%. „Það sem er sérstakt við þessar aðgerðir nú er að hvert svæði fyr- ir sig getur fríað sig við næsta skref, þ.e. niðurfærsluna eða flötu skerðinguna. Ef á svæði tekst að selja ríkinu þessi 12% þá kemur ekki til flatrar skerðingar hjá sauðfjárbændum á svæðinu. Sé Eyjafjörður tekinn sem dæmi og hér takist að selja 12% full- virðisréttar með frjálsri sölu en í Skagafirði gangi þessar aðgerðir heldur verr þá verða bændur þar að sætta sig við niðurfærsluleið- ina á meðan bændur við Eyja- fjörð þurfa þess ekki. Þetta þýddi að sauðfjárbændur á Eyjafjarðar- svæðinu fengju sama greiðslu- mark, sem er hið nýja hugtak í búvörusamningnum, og þeir höfðu í fullvirðisrétt áður, en skagfirskir bændur fengju lægra greiðslumark en fullvirðisréttur- inn, sem næmi niðurfærslunni. Þannig má segja að heimaaðilar geti reynt að stuðla að sölu á full- virðisrétti þar sem það hefur minnst áhrif til hins verra.“ Að hrökkva eða stökkva Greiðslusmark verður sett á haustið 1992 en frestur til að ganga frá frjálsri fullvirðisréttar- sölu á núverandi kjörum er ein- göngu til 1. september næstkom- andi. Þeir sem gera samning fyrir þennan tíma fá greiddar 600 kr. á hvert kíló af framleiddu kjöti en til viðmiðunar má hafa að í kalla fullvirðisréttinn tekju- tryggingu fyrir bændur, verð- ábyrgð í ákveðinn tíma. Sá búvörusamningur, en svo nefnist fyrrnefnt samkomulag, sem nú er í gildi, nær til verðlags- ársins 1991/1992 en nýr samning- ur hefur verið gerður og er þegar byrjað að vinna eftir honum. Þannig standa nú yfir kaup ríkis- ins á virkum framleiðslurétti í sauðfé í þeim tilgangi að draga úr kindakjötsframleiðslunni. Takist ekki að ná fyrirhuguðum sam- hverju ærgildi eru 18,2 kíló af kjöti. Sé Eyjafjarðarsvæðið tekið enn til viðmiðunar þá þarf að draga saman framleiðsluna um 4600 ærgildi eða tæp 84 tonn af kjöti. Takist að selja fullvirðisrétt sem þessu nemur í frjálsri sölu mun ríkissjóður greiða þessum bændum um 50 milljónir króna fyrir og auk þess 12 milljónir fyrir niðurskurð á ærstofninum, en þar þarf fækkun að verða um 2500 fullorðnar kindur. En hvernig eru horfurnar? Mun takast að selja upp fullvirð- isrétt á Eyjafjarðarsvæðinu sem samdrættinum nemur eða kemur til niðurfærsluleiðarinnar? Komist hjá niöur- færslu yfir svæðið? „Ég held að segja niegi að útlitið sé þokkalegt,“ svarar Ólafur. „Margir þurftu að taka þessa ákvörðun snemmsumars vegna áburðarkaupa og þess háttar en hins vegar eru margir sem enn eru að velta þessu fyrir sér. Nú er búið að ganga frá samningum eða fá yfirlýsingar manna þar um sem nemur um 2/3 af samdrættinum sem ná þarf og því er um þriðjungur eftir. Enn eru tveir mánuðir til stefnu áður en gripið verður til niðurfærslu og ég held að óhætt sé að vera þokkalega bjartsýnn á að ekki komi nema til mjög óverulegrar flatrar skerð- ingar. Þessa niðurstöðu hljóta allir að vera ánægðir með því slík niðurfærsla væri versti kosturinn af öllum.“ Ólafur segir að þeir sem ákveðið hafa að ganga til samn- inga við ríkissjóð séu í mjög mis- jafnri stöðu. Bæði er um að ræða bændur með blönduð bú, bændur sem lifað hafa á sauðfé nær ein- göngu og ætla að selja allan fram- leiðsluréttinn og aðra sem drætti með frjálsri sölu bænda á fullvirðisrétti sínum í sumar þarf að koma til flatrar skerðingar á hverju svæði um það sem uppá vantar. Þetta þýðir m.ö.o. að ein- hverjir bændur kunna að þurfa að sætta sig við tilkynningu í haust um skerðingu á fullvirðis- rétti sínum ef ekki tekst að draga saman nægjanlega á þeirra svæði með kaupum á virkum fullvirðis- rétti. Kaup á fullvirðisrétti í sauð- fjárafurðum eru þegar komin á verulegan skrið og ljóst að margir ætla að nýta sér tilboð ríkisins um kaup á fullvirðisrétti, bæði í þeim tilgangi að nota fjármagnið í aðrar búgreinar og aðrir til að losa sig út úr sauðfjárbúskap fyrir aldurs sakir. Hvað varðar fullvirðisrétt í mjólk þá hugsa margir sér til hreyfings um þessar mundir þar sem í haust verður leyfilegt að selja fullvirðisrétt milli manna. Vafalítið verður mikið um slík viðskipti strax í byrjun og til eru bændur sem nú eru að semja við ríkið um sölu á fullvirðisrétti i sauðfé og ætla sér að nota fjár- magnið til kaupa á fullvirðisrétti í mjólk þegar þar að kemur. Meðfylgjandi er yfirlit fyrir minnka vilja við sig. Þá er einnig stór hópur manna sem notfærir sér það ákvæði í búvörusamn- ingnum að selja strax 25% af full- virðisréttinum á hæsta verði og komast þannig hjá frekari skerð- ingu út samningstímann. Enn má nefna þá bændur sem hyggjast notfæra sér það fjármagn sem þeir losa til að snúa sér að t.d. skógrækt eða ferðaþjónustu. Hvatning til „hobbýbænda“ Svokallaðir „hobbýbændur“ hafa skotið upp kollinum í umræðunni um samdráttinn í landbúnaðinum en mörgum þykir að eðlilegast hefði verið að koma í veg fyrir framleiðslu á sauðfjárafurðum hjá þéttbýlisbændum áður en gengið verði að bændum í dreif- skiptingu fullvirðiréttar í sauð- fjárafurðum eins og hún var í janúar sl. JÓH býli. Ólafur segir að nokkurs ókunnugleika gæti í þessu efni hvað búvörusamninginn nýja varðar því „hobbýbændur" fái engan skráðan framleiðslurétt með hinu nýja greiðslumarki. Vilji þeir gera sér fjármuni úr þeim rétti sem þeir hafi nú verði þeir að ganga strax til samninga við ríkið, ella missi þeir af lest- inni. Ólafur segir því að þó svo ekki sé beint ákvæði í búvöru- samningnum um þessa bændur þá taki margir þeirra þann kost nú að selja framleiðsluréttinn til ríkisins. Þau kjör sem bændur selja sinn rétt á nú eru þannig að fimmt- ungur upphæðarinnar verður greiddur í janúar næstkomandi og um leið verður afhent skuldabréf fyrir eftirstöðvunum. Bréfið verður greitt upp í fjórum afborgunum á jafn mörgum árum og er verðtryggt ineð 5% vöxtum. Miðað við að hér er um tryggan greiðanda að bréfinu að ræða þá er sá möguleiki opinn að hægt verði að selja þessi bréf á markaði með tiltölulega litlum afföllum en fyrir þá sem vilja eiga bréfin þá ætti að vera um þokka- lega ávöxtun að ræða. JÓH Virkur fullvirðisréttur Virkur fullvirðisréttur í ærgildisafurðum i ærgildisafurðum 1989/1990 1990/1991 1. Gullbringu- og Kjósarsýsla 5.819,7 5.489,4 2. Borgarfj. sunnan Skarðsh. 9.256,4 8.652,0 3. Borgarfj. norðan Skarðsh. 13.249,3 12.947,6 4. Mýrarsýsla 21.522,2 20.314,1 5. Snæfellsnessýsla 22.740,6 22.151,5 6. Dalasýsla 32.726,8 31.887,5 7. A-Barðastrandasýsla 10.535,1 9.973.7 8. V-Barðastrandasýsla 6.348,7 6.158,9 9. V-ísafjarðarsýsla 11.791,1 11.249,4 10. N-lsafjarðarsýsla 9.874,3 9.837,4 11. Strandasýsla 29.214,3 28.278,5 12. V-Húnavatnssýsla 36.449,3 34.506,7 13. A-Húnavatnssýsla 31.306,7 27.354,9 14. Skagafjörður 38.963,4 37.800,8 15. Eyjafjörður-S-Þing. Vestan Ljósavatnssk. 36.450,1 36.256,3 16. S-Þing. - austan Fnjóskad. 29.840,1 29.715,4 17. N-Þingeyjarsýsla 27.209,7 27.246,2 18. Vopnafjörður 11.876,5 11.357,4 19. Hérað 34.316,0 32.466,0 20. Norðfjörður 769,1 0,0 21. Breiðdals-, Berun. og Geithellnahr. 10.719,3 10.622,0 22. A-Skaftafellssýsla 20.227,4 19.393,0 23. V-Skaftafellssýsla 33.123,8 31.504,2 24. Rangárvallasýsla 44.671,5 43.530,4 25. Árnessýsla 40.794,2 38.992,7 Allt landið 569.795,7 547.726,0 Kaup á virkum fullvirðisrétti í sauðfé: Bændur að semja við ríkið þessa dagana

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.