Dagur - 26.06.1991, Síða 7
Miðvikudagur 26. júní 1991 - DAGUR - 7
Guðný Úlfarsdóttir og Elías Pétursson heyja einvígi.
Myndir: SBG Verðlaunahafar í Rallíkrossi f.h.: Elías, Sigmundur, Hermann og Guðný Axels.
Dalakofa-bílkrossið á Króknum:
Elías sigraði í harðri keppni
Laugardaginn 15. júní var
haldið á Sauðárkróki, Dala-
kofa-bílkross á vegum Bíla-
klúbbs Skagafjarðar. Keppnin
var liður í Islandsmeistaramót-
inu í bílkrossi, en sú íþrótt á nú
vaxandi vinsældum að fagna
víða um land. Til bílkrosssins á
Króknum mættu þrettán
manns, en Elías Pétursson, 26
ára Garðbæingur, bar sigur úr
býtum eftir harðvítuga keppni.
Skagfirðingar eiga núverandi
íslandsmeistara í bílkrossi,
Hermann Halldórsson og að
sjálfsögðu var hann mættur til
leiks á laugardáginn. Keppendur
komu að norðan, sunnan og vest-
an og var meirihlutinn karlmenn
þó tvær konur laumuðu sér með.
Einna mesta athygli vakti að Örn
Ingólfsson, 53 ára gamall rall-
kappi, mætti til leiks ásamt þrem-
ur sonum sínum og voru þeir
feðgar með fjóra bíla í krossinu.
í norðankalda voru fyrstu
keppendurnir ræstir eftir að
tímataka hafði farið fram. Þannig
gekk það koll af kolli án teljandi
óhappa, nema hvað Skodi, Ægis
Arnarsonar lenti á hliðina með
smáhjálp frá öðrum keppanda.
Að tveimur umferðum loknum
hafði Guðný Úlfarsdóttir náð
bestum tíma samanlagt og skotið
körlunum ref fyrir rass með
snilldarlegum akstri á gömlum.
rallíbíl af Toyotu Starlet gerð, en
ekkj dugði það henni til sigurs.
SkodaSaabinn sigraði
Nokkuð var um að menn ættu við
bilanir að stríða og ekki luku allir
keppni af þeim sökum. Ellefu
tókst þó að vera með í úrslitaum-
ferðinni, þeirri fjórðu og var hart
barist. Pað fór þó ekkert á
milli mála að sigurvegarinn var
Elías Pétursson á Skodabifreið
sinni sem búið er að setja í
tveggja lítra Saabvél. Hann náði
ætíð besta startinu og virtust þar
hjálpast að stærri vél og aukin
þyngd á drifhjólin, auk að sjálf-
sögðu góðra aksturstilþrifa. En
annars var sætaröðin þessi:
1. Elías Pétursson Garðabæ,
Skod'a 2000.
2. Sigmundur Guðnason Reykjavík,
Toyota Corolla.
3. Hermann Halldórsson, Sauðárkróki,
Toyota Celica 1600.
4. Grétar Skarphéðinss. Akureyri,
Toyota Starlet.
5. Guðný Úlfarsdóttir Kópavogi,
Toyota Starlet.
6. Halldór Arnarson Búðardal,
Daihatsu Charmant.
7. Örn Ingólfsson Sauðárkróki,
Trabant.
8. Óliver Pálmason Reykjavík,
Lada 1500.
9. Ægir Arnarson Sauðárkróki,
Skoda 1300.
10. Guðmundur Rúnarss. Kópavogi,
Lada 1600.
11. Guðný Axelsdóttir Sauðárkróki,
MMC Galant 1600
Tilþrifakeppni í lokin
Að keppni lokinni var ákveðið að
allir þeir keppendur sem áhuga
hefðu á mættu taka þátt í keppni
uin tilþrifabikarinn. Fór hún
þannig fram að þessu sinni að all-
ir voru ræstir í einu og óku síðan
brautina í fimm mínútur og
reyndu að sýna tilþrif sem vöktu
athygli dómnefndarinnar. Varð
úr þessu hálfgerður darraðadans
því flestir ákváðu að vera með.
Harðir pústrar voru veittir og
við það styttist Skodinn hans
Ægis um hálfan metra og menn
misstu lijól undan bílum sínum.
Að endingu reyndust það vera
konumar, Guðný Úlfars og Guðný
Axels, sem sýndu mest tilþrif því
þær keyrðu af sér alla karlana og
voru einu keppendurnir sem luku
þessum fimm mínútna akstri.
Þær urðu því að deila með sér til-
þrifabikarnum og varð einhverj-
um að orði við verðlaunaafhend-
inguna í Dalakofanum um
kvöldið að gott væri nú að hafa
sög til að skipta verðlaununum.
Þess má geta að Skodinn hans
Elíasar var klár á götuna strax
eftir keppni þegar búið var að
skrúfa í hann Ijós og fleira á nýj-
an leik og ók hann suður á hon-
um skrámulausum daginn eftir.
Sex keppnir eru inni í íslands-
meistaramótinu í bílkrossi og er
tveimur þeirra lokið. Eftir eru
ein keppni á Akureyri, ein á
Króknum og tvær fyrir sunnan.
SBG
Egilsstaðir:
Ráðste&ia og vöru-, tækni-
og þjónustusýning í haust
- stefnt að metþátttöku
Ráðstefna ásamt vöru-, tækni-
og þjónustusýningu verður
haldin á Egilsstöðum laugar-
daginn 7. september nk. Sýn-
ingin verður í íþróttahúsinu á
Egilsstöðum.
Framkvæmdastjóri Lagna-
félags íslands undirbýr ráðstefn-
una og sýninguna í samvinnu við
Samtök tæknimanna sveitar-
félaga, Samband sveitarfélaga í
Austurlandskjördæmi, Samband
íslenskra hitaveitna, Rafmagns-
veitur ríkisins og iðnaðarráðu-
neytið. Við undirbúning hefur
verið tekið mið af sérstöðu Aust-
firðinga þar sem víða má finna
dæmi um háan orkukostnað.
Fimmtán fyrirtæki voru þátt-
takendur í sýningunni á Akureyri
í september 1989, þrjátíu og þrjú
voru þátttakendur í sýningunni á
ísafirði í september 1990 og
aðstandendur sýningarinnar á
Egilsstöðum stefna að því að nær
tvöfalda töluna enn og ná um 60
sýnendum.
Námskeið fyrir pípulagninga-
menn og fleiri um stillingu hita-
kerfa, sem Lagnafélag íslands og
Samband íslenskra hitaveitna
komu á stað fyrir tveimur árum
og hefur verið haldið tíu sinnum
á ýmsum stöðum á landinu, verð-
ur haldið á Egilsstöðum samhliða
ráðstefnunni og sýningunni.
Lagnamenn og aðrir þeir sem
hafa áhuga á hagkvæmum lagna-
kerfum og orkunýtingu eru hvatt-
ir til að nýta sér þetta tækifæri til
að auka þekkingu sína og kynna
góða vöru og þjónustu. Nánari
tilhögun og dagskrá verða auglýst
síðar.
Verðlagsstofnun:
Auglýsingar sem gefa til kynna að bifreiðar
séu „umhverfisvænar“ eru brot á lögum
Undanfarið hefur borið á því að
bifreiðar hafa verið auglýstar
með orðum sem gefa til kynna að
þær séu „umhverfisvænar“ eða
„vistvænar".
Þegar seljendur ákveðinna
bifreiðategunda auglýsa þær sem
„vistvænar" eða „umhverfisvæn-
ar“ gefa þeir í skyn að bifreiðarn-
ar séu skaðlausar náttúrunni eða
jafnvel að þær bæti hana. Enn-
fremur er látið í veðri vaka að
bifreiðarnar sem auglýstar eru
þannig séu betri fyrir umhverfið
en aðrar bifreiðar.
I auglýsingunum sem birst hafa
að undanförnu kemur ekki
fram hvers vegna bifreiðarnar
eru „umhverfisvænar“ né að mati
hvers þær eru það. Enginn hlut-
laus aðili hefur metið það svo að
bifreiðarnar séu „umhverfisvæn-
ar“ eða hafi minni skaðlegar
afleiðingar fyrir náttúruna.
í auglýsingum verður að nota
orð eins og „umhverfisvænn" eða
„vistvænn" í þröngri merkingu.
Orðin verða að merkja eitthvað
sem bætir eða að minnsta kosti
skaðar ekki umhverfið eða nátt-
úruna.
Hlutlaus aðili verður að hafa
lagt á það mat hvort tiltekin vara
sé umhverfisvæn t.d. með sér-
stakri merkingu.
Það er augljóslega villandi að
nota fyrrnefnt orðalag almennt
um bifreiðar sem hafa skaðleg
áhrif á umhverfið.
Af þessu tilefni vill Verðlags-
stofnun benda á að samkvæmt
27. gr. laga nr. 56/1978 um
verðlag, samkeppnishömlur og
óréttmæta viðskiptahætti er
óheimilt að veita rangar, ófull-
nægjandi eða villandi upplýsingar
í auglýsingum.
Einnig mega upplýsingarnar
ekki vera þannig að þær séu
óhæfilegar gagnvart neytendum
eða öðrum atvinnurekendum.
Það verður að telja óréttmæta
viðskiptahætti að notfæra sér það
á villandi hátt að neytendur eru
nú móttækilegri fyrir umhverfis-
og náttúrvernd en áður.
Verður samkvæmt framan-
sögðu að telja að það sé bæði vill-
andi og óhæfilegt gagnvart neyt-
endum að auglýsa bifreiðar sem
sérstaklega „umhverfisvænar“ og
er það brot á 27. gr. fyrrnefndra
laga.
íþrótta- og
leikjanámskeið
Næstu iþrotta- og leikjanámskeið á vegum Þórs
verða haldin dagana 01.07-12.07 og 15.07-27.07.
Verö fyrir hvert barn er kr. 700.
Leiðbeinandi er Matthea Siguröardóttir.
Pantanir í síma 22381 eða í Hamri félagsheimili Þórs.
TRYGGINGASTOFNUN
JÖÖRÍKISINS
Lyfjaskírteinishafar
Öll lyfjaskírteini sem eru í gildi 1. júlí gilda til
áramóta, án tillits til áritunar um annan gildis-
tíma.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.